Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 27 Keypt inn hér og par 1 lítri 4 eld- appel- hús- sínudjús rúllur 2 kg kart- öflur 1 kg fitu- 1 kg minna 1 kg svína- nauta- agúrkur lundir hakk 1 lítri mjólk 1 kg blóm- kál 1 kg blá vínber 1 kg spægi- pylsa niðurskorin Hagkaup, Kringlunni 79 175 299 199 1.598 620 65 159 299 1.587 Madríd. Spánn 57 150 94 130 751 572 49 259 507 Kaupmannahöfn, Danmörk 151 141 112 259 1.620 832 67 97 270 560 Scottsdale, Arizona 137 239 62 954 349 52 121 221 750 Konstanz, Þýskaland 42 193 86 2,5 kg 136 1.286 ___ aðeins „„ 555 Ulein 68 tegund 99 280 1.290 Madrid Guðbjörg Hreinsdóttir. ÞESSA verðkönnun gerði ég í matvöruverslun sem heitir Si- mago en hún tilheyrir einni af mörgum verslunarkeðjum hér í Madrid. Þessi keðja kom vel út í niðurstöðum víðtækrar verð- könnunar sem gerð var hér fyrir skömmu. Verslunin er samt ekki með þeim ódýrustu hér í borg. Matvöruverslunin er meðalstór, hefur ágætt vöruúrval og yfirleitt eru ýmis tilboð. Eftirfarandi er vert að taka fram í sambandi við þessa verðkönnun. Verð á ávöxtum og grænmeti breyt- ist gjarnan eftir árstíma. Vínber eru til dæmis frekar dýr núna því aðal- ‘tími þeirra er ekki kominn. Blómkál er venjulega selt eftir stærð en ekki vikt. Verð á blómkálshöfði er á bilinu 200-280 pesetar. Hörkusamkeppni er á matvöru- markaðnum hér í borg og verslanir reyna að lokka að viðskiptavini með allskyns gylliboðum. Mjög algengt er að þegar einn hlutur er keyptur fáist sá næsti ókeypis. Það má því oft gera góð kaup ef maður fylgist með verðlagi og tilboðum. ■ Kaupmannahöfn Sigrún Davíðsdóttir, VÖRUVERÐIÐ er fengið í versl- un, sem tilheyrir stórri verslun- arkeðju, Brugsen, sem reyndar heitir SuperBrugsen núorðið. í borg eins og Kaupmannahöfn eru þessar búðir fjölmargar og hér í nágrenni við mig, nálægt miðbænum, eru tvær slíkar búðir í þægilegu göngufæri frá mér. Verðið í þessum búðum er fremur lágt, en manni lærist fljótt að það er ekki hentugt að binda trúss sitt við aðeins eina búð, heldur borgar sig að líta inn hjá fieirum. Hvað grænmeti varðar borgar sig bæði vegna verðs og gæða að líta inn til grænmetissalanna. í nágrenni við mig eru fjórar góðar grænmetisbúð- ir, sem eins og flestar þessar búðir hér í borginni eru reknar af Tyrkj- um og Pakistönum, sem hafa ríkan skilning á verði og gæðum. Það kemur varla fyrir að ég kaupi það í kjörbúðinni. Eg kaupi inn næstum daglega, því búðirnar eru í göngufæri og það er varla nema aðra hveija viku eða tæplega það sem ég fer á bílnum í innkaupin. Og úr því kartöflur eru á listanum get ég ekki látið vera að nefna hve gífurlegur munur er á kartöflum hér, þar sem fást marg- ar og góðar tegundir allt árið, mið- að við það sem er selt sem kartöfl- ur á íslandi. Vissulega er það ekki sama hörmungin og einu sinni, en bragðið gerir það að verkum að ég hef alltaf í huga að taka með mér nokkut' kíló, þegar ég heimsæki ættjörðina, til að fá nú einu sinni almennilegar og bragðgóðar kart- öflur með góða íslenska fiskinum. Scottsdale Áslaug Jónsdóttir EIN af matvöruverslununum í Phoenix og nágrenni heitir Bas- ha’s. Margar slíkar verslanir eru um alla borgina og eru þær yfir- leitt meðalstórar á bandarískan mælikvarða og hafa mátulega mikið úrval af matvörum miðað við hvað gengur og gerist hér. Oft eru matvöruverslanir hér mjög stórar og hægt að kaupa margt fleira en bara matvöru og í slíkum verslunum þarf maður að eyða miklum tíma í að finna það sem maður er í raun að leita að. Basha’s er ekki ódýrasta verslun- in hér, en heldur ekki sú dýrasta. Þeir bjóða oft vörur á lægra verði i nokkra daga í einu og svo eru þeir með afsláttarmiða sem hægt er að nota í verslunum þeirra. Verð í verðkönnuninni er þó ekki með neinum afslættn Mikið verðstríð er á milli matvöruverslana hér og bjóða þeir oft ýmiskonar afslætti og getur fólk t.d. klippt út afslátt- armiða úr dagblöðum og þannig sparað mikið í matarinnkaupum. Konstanz Anna Bjarnadóttir VERÐKÖNNUNIN var gerð í versluninni Hertie í Konstanz í Þýskalandi. Hertie er vöruhús með góða matvörudeild í kjallar- anum. Hreinsi- og pappírsvör- urnar eru reyndar í húsvörudeild uppi á þriðju hæð. Þar fundust eldhúsrúllurnar, 4 í pakka. Það var bara um eina gerð að ræða en hún er umhverfisvæn. Matvörudeildin hjá Hertie er snyrtileg og fallega raðað í borð og hillur. Agúrkurnar voru stórar og kostuðu það sama stykkið en voru ekki verðlagðar samkvæmt þyngd. Hver agúrka var um 600 grömm að þyngd. Það var eins með blómkálshausana. Nýjar kartöflur eru komnar á markaðinn og 1,5 kg poki kostar 3 þýsk mörk eða 129 ísl. kr. Það var um tvær tegundir af 2,5 kg pokum af venjulegum kartöflum að velja. Rauðu pOkarnir með kartöflum til að sjóða, steikja eða grilla kostuðu 2 mörk, 86 ísl. kr., stykkið en grænu pokarnir með kartöflum sem halda sér betur og eiga vel við í salöt og pottrétti kosta 2,50 mörk eða 108 ísl. kr. Verðið á mjólkinni var illa merkt en það var sértilboð á einni gerð af ný- mjólk. Lítrinn kostaði 1,10 þýsk mörk, 47 ísl. kr., í stað 68 króna venjulega. Afgreiðslan við peningakassana var hröð. Þó myndaðist stutt röð við tvo sem voru opnir. En stúlka sem vai' að raða í hillur brást strax við þegar hún heyrði í hátalara að það þyrfti að opna nýjan kassa og settist við þriðja kassann svo enginn þyrfti að bíða of lengi til að borga fyrir matvælin. ■ Eru væntanlegar nýja kartöflur brátt? EINS og fram kemur í verð- könnun hér á síðum Daglegs lífs kostuðu tvö kíló af göml- um kartöflum 299 krónur síðastliðinn þriðjudag. Er- lendis eru nú komnar á markað nýjar kartöflur og verðið mjög ólíkt því sem við erum að borga. En eig- um við von á nýjum, eriend- um kartöflum til landsins. Sveinbjörn Eyjólfsson segir að lítið sé eftir af inn- lendri framleiðslu og aðeins dagaspursmál hvenæt' inn- flutningur verði heimilaður. TILB0Ð VIKHNAR PaRíS Verð frá kr. 21.900 Vikulegt flug 6. júlí -31. ágúst. Aukagjöld: Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 3.215 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Simi 624600 |2j TURAVIA aireuropa VIÐEYJARSTOFA | fyrir smærri og stærri hópa <ú(s> Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna, starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin, félagssamtökin og alla hina hópana. Q>(£> í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður veitingastaður. Par svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var. e)(9 « Má freista ykkar með ævintýralegri ferð og sælkeramáltíð á góðu verði! Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti. Upplýsingar og borðapantanir í símum 62 19 34 og 68 10 45 C0MEX ráSiirs*#*' gpenniefi400gr WfC appelsin»“°S epplasan (> stk saman 'egar lausar ÍSLENSK4R aglrklr lflokkur TORO OKVVLKÍ 1V>1U\-(W'KVUKV (,mmi Nýtt koilatíniabil HÁGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.