Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 Minning Albert S. Guðmundsson fyrrverandi ráðherra, Fæddur 5. október 1923 Dáinn 7. apríl 1994 Kveðja frá Sjálfstæðis- flokknum Albert Guðmundsson skipti stjórnmálaþátttöku sinni jafnt á milli borgar- og þjóðmála. Ég þyk- ist þó fullviss að borgarmálin hafí staðið nær hjarta hans. Borgarfull- trúinn og borgarráðsmaðurinn er í daglegri snertingu við viðfangsefni náungans og borgarkerfíð hefur verið vel og skipulega byggt upp og stjómað og því getur það mun fyrr brugðist við einstaklingsbundn- um vandamálum, en hið fastbundna og flókna kerfí ríkisins. Albert fékk fljótt á sig orð fyrir að vilja greiða götu þeirra sem til hans leituðu og sótti slík mál af miklu afli. Varð þá einatt flest und- an að láta. Hann leit ekki á ein- kunnagjöfína „fyrirgreiðslupólitík- us“ sem skammaryrði, þvert á móti. Oft var ég honum ósammála um meðferð einstakra máia og benti á að fyrirgreiðsla við einn gæti tafið réttmæta afgreiðslu við annan. Al- bert tók slíkum athugasemdum vel, en hélt sínu striki. Honum hafði persónulega verið treyst til verks og því trausti skyldi hann ekki bregðast. Dugnaður, kapp og ósér- hlífni vann honum mikla alþýðu,- hylli. Albert bar þægilega persónu, gat verið mjög hlýr, einkum ef einhver átti um sárt að binda. En hann var um leið harðsnúinn stjórnmálamað- ur, með margeflt keppnisskap og lét sig ekki fyrir neinum. Hann gat flestum stoltari horfttil afreksverka sinna í vinsælustu íþróttagrein Evr- ópu enda vafalaust að til þessa dags hefur enginn íslendingur sleg- ið Albert út í hans íþrótt á erlendum vettvangi. Við áttum langt og gott samtal í Stjórnarráðinu fyrir fáeinum vik- um. Albert ræddi þá störf sín sem sendiherra í París en þó meir um stjómmálaafskipti að fomu og nýju. Áhuginn var jafn lifandi og fyrr og mér þótti til um hve þróttmikill og snar hann virtist. Við rifjuðum upp störfín og baráttuna í borgarmálun- um á annan áratug og kvöddumst vel. Atvikin höguðu því svo að síð- ustu tvö ár stjórnmálaafskipta sinna starfaði Albert utan vébanda Sjálfstæðisflokksins. En megin hluta stjórnmálaferilsins starfaði hann undir merkjum þess flokks og gegndi fyrir hann fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var borgar- fulltrúi, borgarráðsmaður og forseti borgarstjórnar á vegum Sjálfstæð- isflokksins. Hann var alþingismað- ur og ráðherra og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í 13 ár. Hann var formaður byggingar- nefndar sjálfstæðishússins Valhall- ar og aðaldrifkrafturinn í að byggja það upp. Fyrir öll þessi störf og margvíslegt samstarf er Alberti þakkað að leiðarlokum. Davíð Oddsson. Albert Guðmundsson var Reyk- víkingur. Hér fæddist hann og ólst upp og hér var starfsvettvangur hans lengst af, að frátöldum árun- um sem hann gerði garðinn frægan erlendis sem atvinnumaður í knatt- spyrnu og síðar, þegar hann gegndi sendiherrastarfinu í París. Albert Guðmundsson var borgar- fulltrúi í Reykjavík á árunum 1970- 1986, hann sat í borgarráði 1972- 1983 og var forseti borgarstjórnar 1982-1983, en þá tók hann við embætti fjármálaráðherra. Albert var jafnframt þingmaður Reykvík- inga 1974-1989. Auk þess sem hér er talið sat Albert á borgarfulltrúaárum sínum í ótal nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar og áhugamál hans spönnuðu mörg svið borgar- rekstursins. Áhugi á æskulýðs- og íþróttastarfi var honum í blóð bor- inn, en auk þess lét hann málefni aldraðra borgarbúa sérstaklega til sín taka. Öðru fremur var hann talsmaður þeirra, sem minna mega sín — og stundum vitnaði hann til reynslu frá uppvaxtarárum sínum. Hann hafði samkennd með þeim, sem þurftu þegar á unga aldri að vinna og hjálpa til að framfleyta sér og sínum. Albert hafði alltaf tíma til að ræða við lítilmagnann og fylgja málum hans eftir — og hann var einn fárra stjórnmála- manna, sem sagði hiklaust, að er- indi hans í stjórnmálin væri öðru fremur að veita þeim úrlausn í kerf- inu, sem til hans leituðu og þurftu á aðstoð hans að halda. Við Albert sátum ekki á sama tíma í borgarstjórn Reykjavíkur; þar kom ég inn þegar hann hætti. Ég hafði samt löngu skynjað þau miklu áhrif, sem Albert hafði haft á gang og meðferð borgarmála og það traust sem mikill fjöldi borg- ar'oúa bar til hans, óháð flokkapóli- tík. Ég man enn þegar ég sem unglingur tók fyrst í hönd Alberts Guðmundssonar. Hann var í miðri kosningabaráttu, kom að hópi fólks og heilsaði. Við nokkrir yngri og lágvaxnari héldum okkur til hlés. En Albert gleymdi ekki unga fólk- inu. Við hjónin erum meðal þeirra fjölmörgu Reykvíkinga sem vottum frú Brynhildi Jóhannsdóttur, böm- um þeirra Alberts og öðrum nán- ustu innilega samúð. Árni Sigfússon. Við fráfall Alberts Guðmunds- sonar, mágs míns, er margs að minnast. Það var 1943 að ég sá hann fyrst. Þá hafði hann kynnst Brynhildi, systur minni, en þau gengu í hjónaband árið 1946. Þá fluttu þau til Englands þar sem hann var við verslunarnám. Það var sumarið 1953 að ég virkilega kynntist Albert að ráði, þegar ég dvaldi á heimili þeirra í Nice og svo síðan er þau komu heim alkomin eftir frækna víkingaför á knatt- spymuvöllum Evrópu í sjö ár. Á þeim árum varð hann þekktur af knattspymusnilli, keppnisskapi og drenglyndi innan vallar sem utan, og fylgdu þessir eiginleikar honum alla tíð. Eftir heimkomuna stofnaði hann heildverslun sína og tók virkan þátt í íþrótta- og félagsmálum. Öllum þeim verkefnum sem hann tók að sér sinnti hann af atorku, ósérhlífni og einurð, enda vegnaði honum vel á öllum þeim sviðum sem hann beitti sér á. Albert var framsýnn maður og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var óhræddur við að standa og falla með sannfæringu sinni. Mér og fjölskyldu minni reyndist hann sem besti vinur og bróðir og vil ég þakka honum allan þann vinarhug sem hann ávallt sýndi okkur og þá ánægju sem við urðum aðnjótandi frá hans hendi. Sérstaklega eru okkur minnisstæð- ar samverustundirnar sl. sumar er við dvöldum í besta yfírlæti hjá þeim í París og nutum framúrskar- andi gestrisni og leiðsagnar heims- borgarans í menningarborginni. Engan óraði þá fyrir því að endalok- in væru svo nærri. Hafi Albert þökk fyrir allt. Systur minni og fjölskyldu henn- ar bið ég Guðs blessunar. Álfþór. Frændi minn og vinur, Albert Guðmundsson, er látinn. Andlát hans bar skjótt að og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, eða eins og snöggt skot úr slæmri stöðu á knattspyrnuvellinum, eins og ég held að hann kysi að lýsa þessu. Albert eða „Álli“ eins og við vin- irnir kölluðum hann alltaf, var fæddur og uppalinn í Reykjavik. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Bjarnadóttir. Guðmundur var fæddur að Beijanesi undir Eyja- flöllum en Indíana var fædd á Norð- firði. Foreldrar hans skildu þegar hann var mjög ungur og ólst hann upp hjá móðurömmu sinni Ingi- björgu, sem var lengst af búsett við Smiðjustíginn í Reykjavík. Við Alli ólumst upp að meira eða minna leyti saman, þar sem við vorum náskyldir, feður okkar voru bræðrasynir og góðir vinir, einnig voru mæður okkar góðar vinkonur. Það var líkt á komið fyrir okkur báðum, að okkur var komið fyrir í fóstur eftir skilnað foreldra okkar. Ingibjörg, amma Alla, var mjög sérstæð kona. Man ég hana alltaf þar sem hún sat á rúmi sínu undir súð í litla herberginu í húsinu við Smiðjustíg og pijónaði sokka, en andspænis hennar rúmi var rúm Alla. Þar á milli var lítill gluggi og borð undir, þar sem hann sat lengst- um og lærði undir skóla undir ár- vökulum augum ömmu sinnar. Hún vildi hag hans sem mestan og inn- rætti honum guðhræðslu og góða siði. Hann fór snemma að sækja samkomur í KFUM hjá sér Friðriki eins og svo margir drengir gerðu á þessum árum. Snemma hneigðist hugur hans til íþrótta og þá sérstaklega knatt- spyrnu. Við vinirnir æfðum oft sam- an í þá daga alls staðar þar sem hægt var að koma upp sparkvelli og voru þá steinar notaðir sem markstangir og þar á milli var mér stillt og Alli „þrumaði“ á mig sínum föstu skotum, sem hann varð síðar svo frægur fyrir. Ég var oftast feg- inn að komast heim eftir þessar hremmingar. Eins og gefur að skilja gekk hann til liðs við Knattspyrnu- félagið Val, en séra Friðrik stofnaði það eins og alkunna er. Þar komst hann fljótlega í keppnislið alveg frá því í jngsta flokki og upp úr og varð Islandsmeistari með Val, auk þess sem hann lék í landsliði íslend- inga. Hann var einnig mjög góður fímleikamaður og var í sýningar- flokki Vignis Andréssonar sem sýndi fímleika á Þingvöllum á lýð- veldishátíðinni 1944. Ég dáðist alltaf að dugnaði frænda míns og vinar við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Við fylgdumst að á árunum fyrir stríð þegar við vorum að mótast og reyna að koma okkur áfram í lífinu. Þá var oft erfítt að fá vinnu á sumrin og var þá aðallega leitað til hafnar- innar til þess að reyna að snapa vinnu við uppskipun úr fragtskipum eða togurum, en oft gekk illa að fá vinnu fyrir unga og óharðnaða unglinga í samkeppni við reynda verkamenn, sem voru auðvitað allt- af teknir fram yfir okkur. Alli var mjög laginn við að ná sér í vinnu og kom fljótt fram sá dugnaður sem í honum bjó að koma sér áfram í lífínu, og þá sterku hugsun sem bjó í brjósti hans að hjálpa ömmu sinni og geta fært henni björg í bú, því fátæktin var mikil á þessum tíma. Á stríðsárunum breyttist allt til hins betra varðandi atvinnu og nut- um við auðvitað góðs af því. Alli safnaði sér fé til þess að kosta sig til náms og settist í Samvinnuskól- ann 1942, eftir að hafa lokið gagn- fræðaprófi, og útskrifaðist 1944. Það er til marks um dugnað hans og kraft að hann stofnaði Kf. Sam- vinnuskólans 1942 og var fyrsti kaupfélagsstjóri þess. Eftir að hafa lokið prófi frá Samvinnuskólanum sótti hann verslunarnámskeið við Skerry’s College í Glasgow 1944-46. Frægastur er Albert fyrir knatt- spyrnuferil sinn sem atvinnumaður í þeirri íþrótt um margra ára skeið í Glasgow, London, Nancy, Mílanó, París og Nice. Það hafa verið ritað- ar margar greinar um frægðarferil hans hjá þessum liðum og mun ég ekki bæta þar neinu við, svo kunn- ugar eru þær öllurn áhugamönnum knattspyrnunnar á íslandi. Það vita allir að hann er frægastur allra knattspyrnumanna okkar og nær frægð hans um allar helstu borgir Evrópu þar sem knattspyrna er stunduð, og til marks um það var hann heiðraður á margan hátt af þeim þjóðum sem hann dvaldi með og gerður að heiðursborgara og sæmdur heiðurskrossum og merkj- um bæði í Frakklandi og á Ítalíu. Hann var einnig formaður KSI 1968-74 og þjálfari knattspyrnu- manna í Hafnarfírði um tíma og kom þeim upp í 1. deild og er í minnum hve skamman tíma það tók. Ég ætla ekki að fjalla um stjórn- málaferil vinar míns, en þar voru mörg ljón á veginum sem hann sigr- aðist á með krafti sínum og ákveðni. Mér verður stundum hugsað til atburðar sem gerðist á stríðsárun- um er við Alli vorum að koma af knattspyrnuæfingu á gamla góða Melavellinum og ætluðum að hjóla niður Suðurgötuna áleiðis í miðbæ- inn. Er við ætluðum að leggja af stað sáum við flokk hermanna koma þrammandi í skipulagðri röð upp Suðurgötuna með liðsforingja í far- arbroddi. Alli segir þá við mig: „Sjáðu, Jöri, þessa karla. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Sjáðu, nú ætla ég að sundra breska heimsveldinu". Áður en ég gat mótmælt þessari bíræfnu árás brunaði hann af stað og bresku dátarnir fuku í allar áttir, áttu ekki von á þessari árás frá strákhvolpi sem stóð skellihlæjandi innan um allan hópinn. Ég segi þessa sögu hérna til þess að lýsa því hve ákveð- inn hann var og stundum stóð mönnum ekki alveg á sama um gerðir hans og hefur þetta berlega komið fram í stjórnmálaskoðunum hans á undanförnum árum. Það hafa verið skrifaðar margar Albert Guðmundsson afhendir Þorsteini Pálssyni lyklana að fjármálaráðuneytinu árið 1985 en Albert flutti sig þá um set yfir í iðnaðarráðuneyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.