Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 LISTABORG Richard Mortensen: Venezia, olía á striga 1952 Henry Heerup: Sjálfsmynd 1948 eftir Braga Asgeirsson Það má slá því föstu, að mark- verðasti viðburður á myndiistar- sviði í Kaupmannahöfn, er mig bar að garði seinni hluta febrúar, hafi verið hin viðamikla yfirlitssýning á verkum málarans Richards Mortensens á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst. Auk þess var önnur sýning á verkum hans í Glyptotekinu „Det sene i livet“ sem markaði svanasöng listamannsins, þ.e. síðustu verk hans, máluð 1992-93. Mín kyn- slóð myndlistarmanna á að þekkja mætavel til þessa nafnkennda brautryðjanda óhlutlæga mál- verksins á Norðurlöndum, en hann telst um árabil hafa verið einn frábærasti fulltrúi hinnar kláru og hreinu flataskipunar á myndfleti í heiminum. Allar helstu uppslátt- arbækur sem ijalla um myndlist, er gefnar hafa verið út síðustu áratugi og ég hef aðgang að, geta hans meira og minna, og flestar með litmyndum, sem segir nokk- uð. Mortensen var, sem einn at- hyglisverðasti fulltrúi Parísarskól- ans á sjötta áratugnum, hluti af myndlistarlegu uppeldi margra ís- lenzkra málara, og áhrifa hans gætir ótvírætt í verkum okkar þekktustu myndlistarmanna, er lögðu fyrir sig hrein byggingar- fræðileg lögmál á myndfleti, og á vissan hátt jafnvel skúlptúr, sem á fagmáli nefnist „konkret ab- straktion". í sambandi við andlát Mortensens 6. janúar sl. ár, skrif- aði ég grein um list hans og ætla ekki að fara í neinar endurtekning- ar hér, en geta þessara tveggja sýninga lítillega. Miklar breytingar hafa átt sér stað um rekstur Rjkislistasafnsins á síðustu árum, og á fyrstu hæð og í kjallaraþró eru yfirleitt í gangi viðamiklar yfirlitssýningar og hafa þær trúlega aukið til muna aðsókn að safninu. Þannig var húsið troð- fullt er mig bar að garði á sýningu á kúbíska tímabilinu á list Picasso og Braque (1907-1914) í septem- ber sl., sem hafði opnað daginn áður. Kynntist ég þá fyrst prýði- legri skipulagningu stórsýninga í nýju formi á staðnum. Engu minni var aðsóknin á sýningu Mortens- ens er ég og félagi minn skoðuðum hana laugardaginn 19. febrúar, og hún hafði þá verið opin í ná- kvæmlega vikutíma. Og sýningin var enn betur skipulögð en hin, ásamt því að sýningarskráin var mun stærri, ítarlegri og veglegri. Það má orða það svo, að nú þekki ég Mortensen niður í báða skó, því að ég hef séð svo margar sýn- ingar á verkum hans og m.a. sýn- ingu í svonefndri koparstungu- deild safnsins 1984. Hún íjallaði um þróun frá súrrealisma til ab- straksjónar ásamt þeim hluta er sneri að athafnasemi á leikhús- vettvangi, sem var ásamt fleiru t.d. auglýsingateikningu, að ein- hverju leyti lifibrauð listamannsins á tímabili, eða þar tii hann treysti sig í sessi sem málari. Svo viil til, að er ég hef að semja þennan pist- il er síðasti dagur sýningarinnar á Ríkislistasafninu, hafí hún ekki verið framlengd, sem er eins trú- Iegt. En sýningunn) Iýkur þó ekki, því að hún fer til Arósa, og hvað hina sýninguna snertir, sem lauk 13. marz, var hún sett upp í sam- vinnu við listasöfnin í Esbjerg og Herning, og fer þangað í sumar og haust. Sýningin í Ríkislistasafninu markaði á sannverðugan og mjög skilvirkan hátt þróun málarans frá upphafi og fram á síðustu ár, og sú á Glyptotekinu var mikilvæg viðbót, en hefur meira með mann- Iega þáttinn að gera. Skiljanlega var lögð áhersla á lykil- og tíma- mótaverk á Ríkislistasafninu, en minna var um það sem skaraði sýninguna í koparstungudeildinni fyrrum. Mortensen var, eins og flestir jarðtengdustu abstrakt málarar aldarinnar, hámenntaður í sínu fagi, þótt hrein akademísk skólun hans varaði ekki nema í eitt ár eftir undirbúningsnám í hinum merka skóla Bizzie Höyer við list- iðnaðarskólann í Breiðugötu, en á þeim árum treystu sumir síður á menntun listaskólanna og bættu hana t.d. upp með tímarita- og bókalestri, jafnframt því að sækja fyrirlestra listasögufræðinga, myndlistarmanna og safnstjóra, og hvað Mortensen áhrærir, einnig í menningar trúarbragðasögu og listheimspeki við háskólann. Elstu myndirnar á sýningunni sýndu ágæta handverkslega færni og dijúga þekkingu í meðferð lita, en þessir eiginleikar fylgdu honum allt lífið ásamt merkilega mikilli tilfinningu fyrir einfaldri og hár- nákvæmri uppbyggingu mynd- forma, sem einungis næst við mikla og stöðuga þjálfun. Form- rannsóknir Mortensens og yfir- gripsmikil þekking á lögmálum myndflatarins höfðu vafalítið dijúg áhrif á félaga hans, mynd- höggvarann Robert Jacobsen, árin sem þeir unnu hlið við hlið í Sures- nes í nágrenni Parísarborgar, og þau áhrif skiluðu sér m.a. til ís- lands. Listamaðurinn var uppnuminn af taoisma og zen búddisma og ágerðist það með árunum, svo að síðast var hann jafnvel farinn að árita myndir sínar Mortenzen(I). Sennilega vildi hann með því gefa formum sínum inntak á sama hátt og austurlenzk myndform tjá ávalt andlegt innihald og lífsspeki. Síð- ustu myndir hans sýna einnig til- hneigingu og afturhvarf til hins hlutlæga, í sumum þeirra sér í fíg- úruform, eða að maður eins og skynjar útlínur hins hlutvakta á ýmsum stigum. Eftir fótbrot í maí 1988 hrakaði heilsu Mortensens, en hann hafði þá einangrað sig uppi í sveit með eiginkonu sinni. Hann þjáðist af blóðleysi og mál- aði ekkert á striga í tvö ár eða 1990-92, en greip svo aftur til pentskúfsins og málaði samfleytt þar til hann lauk við síðasta mál- verk sitt mánudaginn 4. janúar 1993. Hafði það næsta í sjónmáli og hugðist mála það fimmtudag- inn 7 janúar, að því hann tjáði konu sinni. Andlát málara ber stundum að á fagran og táknrænan hátt, og þannig var það með Richard Mort- ensen, sem daginn áður en hann málaði fyrirhugaða mynd, fékk hægt andlát í stól á vinnustofu sinni, þeim ódáinsvelli sem honum hugnaðist best, og vísast án þess að merkja annað en ylinn af mjúkri hendi konu sinnar í lófa sér. í sýningarsöium hins gamal- gróna Iisthúss „Den Frie“ við Öst- erport, stóð yfir sýning Desemb- risterne, og í ár voru í forgrunni verk tveggja meðlima er létust á síðastliðnu ári, þeirra Henry Heer- up (30. maí) og Gert Nielsen (9. desember). Hinn fjölhæfa Heerup kannast margir Islendingar við, en hann var aðallega þekktur fyr- ir myndir úr aflóga hlutum er hann sankaði að sér og þá gjarnan í ruslhaugum. Einnig hjó hann furðumyndir í stein, málaði og teiknaði og var í einu og öllu per- sónugervingur alþýðleikans og hins bernska. Margur telur hann einn af snjöllustu listamönnum Danmerkur á síðari tímum, en þeir eru einnig til sem hafna full- komlega list hans. Má jafnvel álíta að Heerup hafi þróað það sem nefnist Arte Povera og Moyens Pauvres, löngu áður en þau hugtök urðu alþjóðleg. En myndhöggvar- ann Gert Nielsen munu færri þekkja, en hann var öðru fremur listamaður hins hreint formræna í efniviðnum milli handanna og dijúgur sem slíkur. Sýningin í heild var vel upp sett og sýningar- skráin, sem og öll framkvæmdin, lærdómsrík fyrir okkur íslendinga. Hið þekkta listhús Asbæk hjón- anna er nú flutt á Breiðugötu 20, og þangað ætti áhugafólk um myndlist að leggja leið sína, því þar er jafnan eitthvað marktækt á veggjunum. En mönnum má ekki yfirsjást kjallarinn, sem er til hliðar við skrifstofuna, en þar niðri eru til sýnis verk þeirra sem list- húsið heldur helst fram. Frammúr- skarandi hlýleg veitingabúð er svo á staðnum prýdd miklu úrvali ljós- mynda af listavettvangi fyrr og nú. Á listiðnaðarsafninu á Breiðu- götu 68 er til sunnudagsins 10. apríl, sýning á öllum veggspjöldum sem Toulouse Lautrec gerði á ferli sínum, en þau skipa veglegan sess í listasögunni. Sýningin er stór- fróðleg heim að sækja, en það merkilegasta er þó að listiðnaðar- safnið á öll spjöldin í frumgei'ð sinni. Á þessu sviði sem öðrum voru Danir fljótir að taka við sér í myndlistinni og elstu innkaupin voru gerð af nýstofnuðu safninu þegar á síðasta áratug fyrri aldar, á meðan listamaðurinn var enn í fullu fjöri! Þetta gekk þannig fyrir sig, að málarinn Johan Rohde hitti Toulo- use Lautrec í París og skrifaði heim, að hann væri góður. Lista- sögufræðingurinn Emil Hannover og safnstjórinn Pietro Krohn hófu að kaupa veggspjöld hans, og er listamaðurinn dó árið 1903 höfðu menn þegar fest sér 21 af þeim 31 veggspjöldum sem listamaður- inn fullgerði á ferli sínum. Árið 1937 bættust svo nokkrar myndir í safnið og keypti þær arkitektinn, prófessor Gunnar Riilmann Pet- ersen, er hann dvaldi í París, og menn náðu fullu húsi 1961, er þeir keyptu nokkur eintök af list- höndlaranum Erling Haghfelt, sem var lengi með listhús beint á móti safninu, og svo á uppboðum hjá Arne Bruun Rasmussen. Okk- ur er óhætt að taka ofan fyrir framtakssemi frænda vorra og við þetta má bæta, að Danir hafa verið í beinu sambandi við helstu núlistastrauma frá París alla öld- ina eins og listasöfn þeirra eru til vitnis um. Þeir hafa þannig haldið vöku sinni hvað listir, listiðnað, hönnun og hugverk áhrærir, sem skilar þeim hundruðum miljarða í þjóðarbúið ár hvert. Enginn skyldi vanrækja, að sækja heim húsnæði gömlu dokk- unnar (Gammel Dok) á þeim slóð- um sem Gullfoss lagðist að á árum áður. Þar á bækistöðvum arkitekta Peter Hansen: Vor, ung stúlka með barnavagn í Engigerði sirka 1910, olía á striga (hluti) eru jafnan í gangi merkar sýning- ar á húsagerðarlist og mikið af bókum til sölu er tengjast hinum ýmsu þáttum hennar, m.a. fann ég þar gersemi, sem nefndist „Lit- irnir í Róm“ sem spannar efni sem myndlistarmenn geta einnig dreg- ið umtalsverðan lærdóm af. Þar stóð yfir sýning á verkum Nicolas Grimshaw og félaga, með áherslu á breska skálann á heimssýning- unni í Sevilla 1992, nýrri álmu á Heathrow flugstöðinni og endur- byggingu Waterloo brautarstöðv- arinnar. Var framkvæmdin í engu áhrifaminni en stórbrotin skúlpt- úrsýning núlistamanna dagsins. Áð Danir hafi átt málara, sem þegjandi og hljóðlaust unnu sitt verk og máluðu hveija eina mynd af fágætri samviskusemi vissi maður gjörla. Á yngri árum þóttu mér þessir málarar sumir hveijir yfirþyrmandi leiðinlegir, en það álit mitt hefur breyst og það nokkru áður en þeir voru endur- reistir og komust jafnvel í tízku hjá unga fólkinu eins og fötin af afa og ömmu. Eitt af því sem ein- kennir myndlistarsögu seinni tíma er að stöðugt er verið að endur- reisa málara eða uppgötva ein- hveija sem fáir eða engir höfðu tekið eftir áður, og oftar en ekki kemur í ljós að þeir áttu erindi í dagsljósið. Einn af þeim sem ég vissi af á námsárunum í Kaup- mannahöfn, en var lítið uppnum- inn af, var Peter Hansen (1868- Henri de Toulouse Lautrec: „Drottning gleðinnar" (Reine de joye) veggspjald, steinþrykk 1928), sem telst þannig af kynslóð E. Munchs og var ákaflega sér- danskur, og það þoldi maður síður i „den tid“. Slíkir unnu kannski í þröngu myndefni í afmörkuðu umhverfi og þannig sótti Peter Hansen myndefni sitt aðallega í umhverfi Engjagerði (Enghave). Kunstforeningen við Gammel Strand, var vettvangur yfirlitssýn- ingar á verkum málarans og dvaldist mér þar dijúga stund, því að sum málverkanna voru yndis- lega vel máluð og af sjaldgæfri einlægni. Það er jafnvel Iífsnautn að því nú á tímum, að standa frammi fyrir málverkum, sem al- gjörlega eru laus við alla nýjunga- girni, og þar sem einungis er ver- ið að rækta miðilinn á sem sann- verðugastan hátt. Um leið bregða dúkarnir upp eins og storknaðri augnabliksmynd fortíðar, sem ekki verður endurvakin, því að hér er um þróunarferli, bakgrunn og handverk að ræða sem heyrir til löngu liðnum tíma. Maður eins og skynjar andrúmið í kringum myndirnar og stendur sig að þvi að vera gripinn fortíðarþrá. Einn er sá staður í Kaupmanna- höfn, sem engin listasýning, jafn- vel ekki allar til samans komast í hálfkvisti við, og það er Þjóðminja- safnið. Eftir endurbygginguna er það svo fjölþætt og stórt í sniðum, að það er margra daga verk að skoða það til nokkurrar hlítar. Ég var á leiðinni þangað allan tímann og þegar til kom eyddi ég þar heilum sunnudegi, og hyggst ef forsjónin leyfir eyða fleiri heilum dögum þar í framtíðinni. Hafði átt þar góða dagstund í september sl. og þá hlaupið yfir allt safnið og fór nú sýnu rólegar að hlutunum og gleymdi mér gjörsamlega. Upp- götvaði þá allt í einu að ég var ég kominn í tímaþröng og átti þó eftir að skoða hina miklu sérsýn- ingu vetrarins „Det klinger i muld“ (Ymur í mold), sem var í gagn- stæðri álmu hússins. Tók ég til fótanna og er þangað kom varð ég að hafa mig allan við ætti mér að takast að ná að skoða alla hina óviðjafnanlegu sýningu fyrir lok- un. Um var að ræða samsafn forn- minja frá sl. 25 árum, en á því tímabili telst jafn mikið hafa verið grafið upp úr jörðu í Danmörku og alla öldina. Stafar það af ýmsu jarðraski t.d. í sambandi við jarð- gas, og óvæntir og merkir fundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.