Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 AÐ GERA ÞAÐ SEM VTD KUNNUM eftir Jón Erlendsson í kjölfar óðagotsnýsköpunar und- anfarins áratugs hafa margir velt vöngum um það hvað fór úrskeiðis, hvers vegna að ein gáfaðasta og menntaðasta þjóð norðan Alpafjalla trylltist um stundarsakir frá ráði og rænu og tókst að að brenna upp tugmilljarða verðmæti á örskömm- um tíma í gagnslitlum göslaragangi. Margir hafa stigið á stokk og útlistað fyrir landslýð af hveiju fór sem fór. Og ekki nóg með það. Sem vera ber þá eru fjölmargir menn sem hafa vinnu af því að hafa vit fvrir öðrum farnir að birta uppskriftir sín- ar að betri árangri. Ein þessara „uppskrifta“ er sú „að við eigum að gera það eitt sem við kunnum". Með þessu er gjarnan átt við að íslendingar eigi að halda sig við fisk og lítið annað. Fátt virðist augljósara við fyrstu sýn en þessi einfalda speki. Sá sem gerir það sem hann ekki kann gerir mistök. Hann tapar í stað þess að græða. Og gagn- stætt þessu þá farnast þeim að lík- indum vel sem kann sitt verk. Gallinn við þessa formúlu er því miður jafnaugljós og „spekin" sem í henni felst. Sá sem gcrir það eitt sem hann kann iærir aldrei neitt nýtt. Og sá sem Iærir aldrei neitt nýtt haslar sér ekki völl á nýjum sviðum. Þegar hefðbundin starfsemi dregst saman veslast sá maður upp í verkefnaskorti sem lifir eftir þess- um boðskap. Það sama giidir um fyrirtæki og þjóðfélög. Þaulsetur við „það sem menn kunna“ á hveijum tíma eru uppskrift að eymd og volæði. Hugsum okkur að fyrrgreind speki hefði náð tökum á hugsun og athöfunum fólks í hinum tækni- vædda heimi um síðastliðin aldamót. Lítum á nokkur dæmi um hugsanleg áhrif hennar. Hefði til að mynda japanska fyrirtækið Sony lifað eftir henni frá upphafi þá væri Ólafur Jóhann ekki voldugur miðlabarón í Bandaríkjunum. Þess í stað þá væri hann í besta falli lágt launaður sölu- maður á hrísgijónasuðupottum, en framleiðsla á slíkum búsáhöldum var það eina sem Sony eða forveri þess „kunni“ í upphafi. Á sama hátt þá væri Friðrik Jónsson í Silfurtúni, sem framleiðir heimsins merkileg- ustu eggjabakkavélar, ekki að selja vélar sínar eins og heitar lummur um allan heim fyrir 300-400 milljón- ir á þessu ári. Hann væri í örvænt- ingu að reyna að koma út sífækk- andi fermetrum af þakpappa á dvín- andi markað hafandi meðtekið og spekina og komið henni í praxís. Stýrði í stuttu máli sökkvandi skipi eins og fjöldi innlendra fyrirtækja- stjórnenda gerir í dag. Og enn til viðbótar: Hefði rafvirk- inn Guðmundur Sigurðsson og kona hans, sem stofnuðu Vogaídýfur, lært umrætt boðorð og hlýtt því þá væri hann ekki með átta menn í vinnu við það að framleiða og selja vin- sæla matvöru. Spurningin er: Voru þessir menn með öllum mjalia? Af hverju héldu þeir sig ekki við það eitt sem þeir kunnu? Upptalning á hliðstæðum dæmum yrði nánast endalaust verkefni. Framfarir byggjast því ekki á fylgi- spekt fjöldans við farveg hvers tíma eða hálfsoðin og vanþróuð boðorð eða siagorð manna sem búa í mis- jafnlega einangruðum fílabeinsturn- um. Þess í stað byggja þær á fólki sem berst kraftmikilli baráttu vopn- að eigin hugviti, seiglu og nægju- semi. Fólki sem afsannar vanhugsuð boðorð skoðanaleiðtoganna í viður- eign sinni við dagleg viðfangsefni. Veit að auki tæpast af hugmynda- legum tískusveiflum fílabeinshall- anna. Fólki sem er næmt fyrir um- hverfi sínu og lærir af opnum huga og án afláts af beinni og ómengaðri reynslu af tilverunni eins og hún er raun og veru. Ekki með því einu að upplifa hana óbeint gegnum annað fólk, orð þess og brigðular túlkanir. Fólki sem haslar sér völl við erfið skilyrði og skapar algerlega nýja markaði. Iðulega er það einmitt þetta fólk, sem kemur í upphafi oftlega bláeygt og þekkingarsnautt til baráttunnar, sem nær bestum árangri. Af hveiju? Svarið er einfalt. Menn úr þessum hópi eru lausir við fyrir- framgefnar hugmyndir um það „hvað er hægt“ og hvað ekki, hvað er „rétt“ og hvað er „rangt“, hvað er „viðeigandi" og hvað ekki. Þeir komast því hjá því að lifa eftir úreltum kennisetningum eða fallvöltum hugmyndalegum tísku- sveiflum. Losna þannig við óþarfa baliest sem búið er að troða í alla þá sem hafa formleg próf eða eru ofurseldir einhverri tiltekinni hug- myndalegri hefð. Ballest sem kemur oft á afgerandi hátt í veg fyrir nýjar og árangursríkar hugmyndir með því að byrgja alla útsýn til nýrra átta. Þeir gera oft mikil mistök sak- ir þekkingarskorts. Geta hins vegar náð yfirburðaárangri ef þeir, læra hratt af reynslunni og komast hjá afdrifaríkum mistökum. Þegar Sony lagði drögin að fyrsta risaárangri sínu, þ.e. framleiðslu á smágerðum vasaútvörpum, þá var ekkert í sögu þess sem gerði það sérstaklega fært um slík verkefni utan það að fyrirtækið hafði staðið í framleiðslu á einföldum rafmagns- tækjum. Smárinn sem gerði kleift að gera útvarpstækin svona lítil var ekki japönsk heldur bandarísk upp- finning. Af hvetju var fyrirtækið að þessu rugli í stað þess að gera betur það sem það kunni og framleiða bara fleiri og betri hrísgijónapotta? Og hvað var þakpappafyrirtækið Silfurtún að vilja upp á dekk með Jón Eriendsson. „Það sama gildir um fyrirtæki og þjóðfélög. Þaulsetur við „það sem menn kunna“ á hverj- um tíma eru uppskrift að eymd og volæði.“ því að ætla að gerast sérhæfður vélaframleiðandi á heimsmæli- kvarða? Þegar þar að auki var ekki unnt að selja eina einustu vél á inn- anlandsmarkaði! Og hvað var raf- virkinn Guðmundur Sigurðsson og kona hans að vilja með því að fara að hræra saman ídýfur? Hvers vegna herti hann sig bara ekki við raflagn- irnar? „Boðorðið" um að menn eigi að gera það eitt sem þeir kunna er því í besta falii háskalegur hálfsannleik- ur. Hagi menn sér eftir orðanna hljóðan þá er það hvorki meira eða minna en pottþétt uppskrift að ævar- andi stöðnun. Sem betur fer sjá margir í gegnum hálfsannleika hins knappyrta boð- orðs. Þetta gera þó ekki allir. Og í hópi þeirra sem vilja lifa einföldu iífi eftir fábreyttum slagorðum í boðorðahempu er ávailt fjöldi valda- manna. Ráði slíkir menn yfir að- gangi annarra manna að fé eða að- stöðu þá er voðinn vís því slíkt fólk leggur án afláts dauðar hendur á lífvænlegar hugmyndir. En hver er kjarni málsins? Kjarni málsins er sá að árangurs- rík nýsköpun byggir á hóflegum og smáum skrefum. Á því að læra hið nýja og hasla sér völl án afláts með ótalmörgum og smátækum tilraun- um. Á því að forðast stórkarlaleg tilhlaup meðan þekking og reynsla er skammt á veg komin. Á því síðan að herða sífellt gönguna í takt við aukna þekkingu allt þar til óhætt er að taka á rás þegar staðgóð þekk- ing og reynsla er fengin. Forðast um leið gagnrýnislausa' og hugsana- snauða fylgispekt fjöldans við „boð- orð“ og „speki“ hvers tíma. Oft reyn- ist sú speki sem mest hefur fylgið gloppótt og skaðleg. Stundum al- röng. Um þetta vitna fjölmörg dæmi úr hugmyndasögu hins vestræna heims. Svona „einfalt" er að vinna að nýsköpun þrátt fyrir alla þá óhjá- kvæmilegu erfiðleika sem henni fylgja. Og það eru þessar „einföldu" leikreglur sem menn hafa verið að þverbijóta hér á landi á undanförn- um áratugum. Við eigum ekki, hvað sem öllum erfiðleikum líður, að líta á neinar hindranir sem óyfirstíganlegar. Ráð- ast til alögu við þær í smáum stíl til að kynnast þeim. Hopa ef ekkert gengur. Sækja hins vegar fram hægt og bítandi ef svo er ekki. Málið er nefnilega það að óyfirstíg- anleikinn er stundum hvergi nema í hugum manna. Hann situr þar sem úreltar hugmyndir, hefðir eða siðir. Þegar á hólminn er komið og menn takast á við metnaðarfull markmið í stað þess að velkjast tvístígandi í endalausum og misjafnlega ófijóum vangaveltum um hið nýja og óþekkta, þá kemur oft fyrst í ljós að einu hindranirnar 'voru hindur- vitnin og einu hlekkirnir hlekkir hugarfarsins. Höfundur er forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans. Átak til atviminsköpuiiar eftir Kristján E. Guðmundsson Óþolandi ástand er nú að skapast í atvinnumálum þessarar þjóðar er nær 8% vinnufærs fólks eru komin á atvinnuleysisskrá. Við höfum nú í meir en 50 ár búið við það að atvinnu- leysi hefur nánast verið óþekkt fyrir- bæri. Nú virðist allt benda til að at- vinnuleysi í verulegum mæli sé að verða varanlegt ástand hér á landi. Slíkt er illt að sætta sig við og ástæðuiaust. Þetta er fámenn þjóð sem sameiginlega getur unnið bug á þessu böli. Við eigum mikla mögu- leika til að skapa fleiri atvinnutæki- færi hér á landi ef skynsamlega er á málum haldið. Nú síðast hafa þess- ir möguleikar aukist til muna með samningum okkar um hið Evrópska efnahagssvæði. Nú þarf að láta hendur standa fram úr eirnum og nýta þessi tækifæri. Við Islendingar erum matvælaframleiðsluþjóð og stærstur hluti útflutningstekna okk- ar kemur frá sölu sjávarafurða. Stór- an hluta af vanda okkar í dag má rekja til þess að við höfum orðið að draga verulega úr sókninni í helstu fiskistofna okkar, jafnhliða sam- drætti í landbúnaði. Víða hafa frysti- hús orðið að segja upp starfsfólki vegna skorts á hráefni. Þetta ástand er ekkert nýtt fyrirbæri. Aðrar þjóð- ir, þar sem verulegur samdráttur hefur orðið í fískveiðum, hafa þurft að glíma við sams konar vandamál og lærdómsríkt er fyrir okkur að líta til þess hvernig þær hafa brugðist við vandanum. Þegar skoðaðir eru möguleikar til atvinnusköpunar hér á landi er eðiilegast og fljótvirkast að Tiýta'þá fjárfestrngu-í*fisk vinnski- húsum sem fyrir er í landinu og þá þekkingu og reynslu sem fiskvinnslu- fólk hér á landi ræður yfir. í því til- felli er um tvo valkosti að ræða: 1. Að útvega hráefni annars staðar frá, þ.e. fiytja inn óunninn físk til frek- ari vinnslu hér á landi, og 2. að auka verðmæti þess físks sem við veiðum. Innflutningur óunnins fisks Nú þegar hefur verið flutt inn tölu- vert af þorski frá rússneskum togur- um. Þar sem það hefur verið gert hefur það skapað mikla vinnu þar sem hægt hefur verið að vinna þann fisk þegar lítið íslenskt hráefni hefur verið til staðar. Þennan innflutning þarf að auka til muna og tryggja að öll frystihús eigi þess kost að kaupa slíkt hráefni til uppfyilingar í vinnsluna hjá sér. Auk þess mætti flytja hingað ódýrari físktegundir t.d. Alaskaufsa sem síðan yrði pakkaður og unnin í neytendapakkningar hér á landi til dreifingar á Evrópumark- aði. Það var einmitt með þessu hætti sem t.d. Danir leystu svipaðan vanda hjá sér er mikil samdráttur þeirra eigin veiða átti sér stað. Þeir keyptu í stórum stíl óunninn og hálfunninn fisk frá íslandi, Færeyjum og Nor- egi, unnu í fiskvinnsluhúsum sínum og seldu sem fullunna vöru á Evrópu- markað. Aukning vinnsluvirðis fisksins Sú þróun hefur alls staðar orðið í hinum iðnvædda heimi að matvælum er í vaxandi mæli pakkað í neytenda- pakkningar því sem næst tilbúnum til matreiðslu og oft tilbúnum til neyslu. Þetta á sérstaklega við um fisk þar sem rannsóknir hafa bent til að fólki á t.d. meginlandi Evrópu finnst -óþægtleg-lykt- við •vinnski-og'- matreiðslu á físki, þó því þyki hann góður til neyslu. í kring um þessa tilreiðslu og pökkun hefur myndast mikill matvælaiðnaður í hinum iðn- væddu löndum. Ástæðu þessarar þróunar má fyrst og fremst rekja til breytinga á ij'ölskyldunni sem neyslu- einingu, meiri útivinnu kvenna og þróunar á matreiðslutækjum s.s. til- komu örbylgjuofna. Ennfremur vax- andi hlutfall eidri borgara af þjóð- inni. Það er í þessari þróun sem vaxtabroddur matvælaiðnaðarins liggur og hún mun halda áfram um ófyrirsjánlega faramtíð. Til að vernda þennan iðnað hefur t.d. Evrópubandalagið myndað um hann tollmúr sem ekki fékkst burt nema að verulega litlu leyti með samningum okkar við EB 1973, svo- kallaðri bókun 6. Við höfum því að sumu leyti verið að mata EB á hrá- efni til þessa iðnaðar. Með inngöngu okkar í EES er þessi tollmúr burtu svo nú er lag til að breyta þessu og hefja af alvöru fullvinnslu físks í neytendaumbúðir hér á landi. Hér er til staðar mikil fjárfestingi í fullkomnum frystibún- aði og vinnsluhúsum. Mjög litla auk- afjárfestingu þarf til tii að gera þessi frystihús að fiskréttaverksmiðjum. Við höfum allar forsendur ti! að sér- hæfa okkur í framieiðslu fiskrétta og verða stórir á því sviði. Markaðssetning Eitt megin vandamálið við að byggja upp slíkan fullvinnsluiðnað er að komast inn á markað erlendis með fullunna vöru. Slíkt tekur tíma og fjármagn. í stærri samfélögum njóta fyrirtæki, sem eru að byggja sig upp, öflugs heimamarkaðar með- an-verið-or-að. þróa -vöru~og-i)únað Kristján É. Guðmundsson „Gera verður átak til að byggja upp full- vinnsluiðnað á Islandi.“ og tryggja fyrirtækinu Ijárhagslegan grundvöll, áður en farið er út í út- flutning. Islensk fyriitæki njóta ekki slíks heimamarkaðar við að byggja sig upp. Bæði er markaðurinn mjög lítill og neysla íslendinga á fiski ákaf- lega hefðbundin. Til þess að nauðsyn- legar fjárfestingar eigi möguleika á að borga sig þurfa þessi fyrirtæki því að reyna strax fyrir sér á erlend- um mörkuðum. Markaðsátak erlend- is hefur því oft orðið litlum íslenskum fyrirtækjum um megn og litla aðstoð að fá frá stjórnvöldum eða sjóðum á íslandi. Átak í vöruþróun og markaðssókn Nú er ástandið með þeim hætti að gera verður átak til að byggja upp fullvinnsluiðnað á íslandi. Við höfum áður getað sigrast á erfíðleik- um og byggt upp nýjar vinnsluað- ferðir t.d. með uppbyggingu frysti- iðnaðarins er Bretar höfðu sett lönd- unarbann á ferskan físk frá íslandi. Það mætti hugsa sér slíkt átak með tvennu móti: 1. Styrkja lítil íslensk fyrirtæki til skipulegrar markaðsleit- ar eriendis og vöruþróun í tengslum við slíka markaðsleit. í því sambandi þyrfti að vera til staðar aðstoð við nauðsynlegar ijárfestingar til að koma framleiðslu af stað. 2. Aðstoð við skipulega leit að erlendum dreif- ingaraðilum sem vildu vera með við uppbyggingu fiskréttaverksmiðja („Joint Venture“) og sem myndu þá annast dreifingu á vörunni erlendis. Eins mætti í því sambandi athuga með að fá bandarísk matvælafyrir- tæki til að ljárfesta í slíkum iðnaði hér á landi, framleiða sína vöru og nota til þess íslenskan fisk og kom- ast með þeim hætti tolifijálst inn á EE_S markaðinn. Óendanlegir möguleikar liggja í slíkri fullvinnslu úr fiskafurðum okk- ar, allt frá einfaldri pökkun á flökum í neytendapakkningar til vinnslu fiskrétta fyrir örbylgjuofna og vinnslu gæludýrafóðurs úr fiskbein- um og bræðslufiski. íslensk stjórn- völd þurfa nú að veita verulegu fjár- magni til átaks í þessum efnum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Atvinnu- ástandið eins og það er verður ekki þolað. Höfundur er félags- og ntarkaðsfrteðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.