Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 13 Nýjar bækur ■ Út er komin ný bók eftir dr. Pál Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla íslands. Þetta er þriðja bindið af ritgerðasafni hans, Lagaþáttum. Er hér um að ræða lokabindi ritsafnsins, en Lagaþættir I birtust 1993 og Lagaþættir IIí ársbyrjun 1994. Þetta síðasta bindi Lagaþátta hefur að geyma safn tuttugu og sjö greina af ýmsum réttarsviðum, en flestar þeirra tengjast þó fjár- munarétti. Tólf greinar bókar- innar eru frum- birtar í henni en aðrar greinar bókarinnar hafa birst áður, prentaðar eða fjölritaðar. Þær greinar, er áður hafa birst, hafa þó allar sætt rækilegri endur- skoðun fyrir þessa útgáfu. I fyrri hluta bókarinnar eru sextán grein- Dr. Páll urðsson. Sig- ar um sjórétt og skyld efni. í sið- ari hluta bókarinnar eru m.a. greinar um margvísleg efni af sviði fjármunaréttar, einkum samninga, og kauparéttar. Bókin sem er 430 síður, er prentuð í Gráskinnu, en útgef- andi er Háskólaútgáfan. Hún verður m.a. til afgreiðslu í Bók- sölu stúdenta við Hringbraut og hjá Fræðafélagi laganema, sem einnig annast dreifingu hennar, en auk þess í nokkrum bókabúðum. 40. sýning Evu Lunu í Borgar- leikhúsinu SÝNINGUM fer senn að ljúka á Evu Lunu, en 40. sýning verður á morgun. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson, byggt á skáldsögu Isabel Allende. Egill Ólafsson samdi tónlist og söngtexta. Sýn- ingin er viðamesta verkefnið á sviðum Borgarleikhússins á þessu leikári en nú fer sýning- um að ljúka, aðeins 5 sýningar- vikur eftir. Sagan segir frá hrakningum Evu Lunu um samfélag Suður- Ameríku og kynni hennar af ógleymanlegu fólki af háum stig- um og lágum og kostulegum uppá- tækjum þess. Alls staðar skín hlý- leg kímni í gegnum frásögnina, sem á köflum er reyfarakennd. Allende er borið á brýn að skrifa spennu- og skemmtisögur. Frá- sagnarlist hennar er ættuð frá töfraraunsæi fremstu sagna- manna álfunnar en fáum hefur tekist líkt og henni að ná athygli alls þorra lesenda. Tónlist Egils er í sýningunni flutt af átta_ manna hljómsveit undir stjórn Árna Scheving. Rík- harður Örn Pálsson skrifaði út- setningar fyrir hljómsveit og söngvara, en alls koma um þijátíu leikarar og söngvarar fram. Hlutverk Evu Lunu er leikið af Sólveigu Arnarsdóttur, en í öðrum helstu hlutverkum eru Edda Heið- rún Backman, Egill Ólafsson og Pétur Einarsson. (Fréttatilkynning) Skagfirska söngsveitin og Diddú SKAGFIRSKA söngsveitin fer 15. og 16. apríl á sælu- viku Skagfirðinga og þá mun Sigrún Hjálmtýsdóttir verða með í för ásamt Ósk- ari Péturssyni. Tónleikar verða í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 15. apríl og sama dagskrá verður flutt á Siglufirði þann 16. apríl. Árlegir vortónleikar verða svo 21. og 23. apríl í Lang- holtskirkju og þá mun Signý Sæmundsdóttir syngja ein- söng með söngsveitinni en hún hefur aðstoðað við raddþjálfun í vetur. 27. apríl heldur söngsveitin utan til Cook á írlandi til þátt- töku í alþjóðlegu kóramóti sem þar er haldið árlega. í þessu kóramóti taka þátt um 100 kórar víða að úr veröldinni og 9 þeirra hafa verið valdir til keppninnar, meðal þeirra er söngsveitin. Söngstjóri Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleik- ari Sigurður Marteinsson. íslensk fjárfesting um viða veröld Með Einingabréfum 5 - 9 gefur Kaupþing hf íslendingum kost á að kaupa verðbréfí innlendum verðbréfasjóðum sem fjárfesta á erlendum mörkuðum. Kaupa verður að lágmarki 10 einingar íþessum sjóðum. Tekin erl% kaupþóknun. W Ameríkusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum í Norður-Ameríku. Viðmiðunarvísitala er S&P 500-vísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 55% Skuldabréf 35% Peningamarkaður 10% W Evrópusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum í Evrópu. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley Evrópu- vísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 50% Skuldabréf 40% Peningamarkaður 10% W Asíusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum á Asíusvæðinu. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley Asíuhluta- bréfavísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 60% Skuldabréf 30% Peningamarkaður 10% Samstarfsaðilar erlendis Alþjóða skuldabréfa- Alþjóðasjóður Kaupþing hf. hefur gert samstarfssamning við leiðandi sjóður Fjárfestir aðallega Fjárfestir aðallega í hluta- verðbréfafyrirtæki á öllum helstu efnahagssvæðum heims. Þau eru Morgan Stanley International, eitt af stærstu og virtustu verðbréfafyrirtækjum heims, Den Danske Bank, Kidder Peabody & Co., eitt af stærstu verðbréfafyrirtækjum Bandaríkjanna, og Deutsche Bank. Þessir aðilar sjá um fjárfestingu fyrir verðbréfa- sjóðina Einingabréf 5-9 hver á sínu svæði eftir fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu. í skuldabréfum á erlend- um mörkuðum. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley heims- skuldabréfavísitalan. Hringdu í síma 68 9080 og við vehum þér ítarlogri upplýsingar um bréfum og skuldabréfum á helstu verðbréfamörk- uðum heims. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley heims- hlutabréfavísitalan. Með Alþjóðasjóðnum er reynt að Iágmarka áhættuna fjárfestíngar á erlendum mörkuðum. sem fylgir íjárfestingum í erlendum verðbréfum með því að dreifa fjár- festingunni skynsamlega á milli efnahagssvæða. Viðmiðunarskipting: Evrópa 39% Ameríka 36% Asía 25% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtæki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.