Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 LÍF MITT Ert þú Bobby Fischer? Krakkar, verið með i hraðskákmótinu Leitinni að Bobby Fischer í Háskólabiói á laugardaginn. Allir þátttakendur fá ókeypis inn á kvikmyndina Leitin að Bobby Fischer. Bónusverðlaun eru fyrir hverja unna skák og sigurvegararnir í hverjum flokki fá glæsileg verðlaun. Skráning í síma 611212. hreyfimynda- lagið BEAUTIFUL DREAMERS LEIKSTJÓRI JOHN HARRISON Hreyfimyndafélagið heldur áfram að bjóða uppá ferskar myndir sem eru kærkomin viðbót í kvikmyndaflóruna. Þessi magnaða verðlaunamynd fjallar um kynferðislegt samband skáldsins Walts Whitmans við geðlækninn Maurice Bucke og eiginkonu hans. Miðaverð sem fyrr aðeins 350 kr. Sýnd kl. 7. „Tílfinningasöm og fyndin til skiptis, mörg atriðin bráðgóð og vel leikin... Tæknin er óvenjuleg og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl. 9. B LÁ Ft ★★★ ★★★★ SV.Mbl. ÓHT. Rás 2 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRÁ HÖFUNDUM GHOST LÍ/MITT ★★★ ★★★ Ó.H.T Ó.H.T. RÁS 2 RÁS 2 sérfivert andartaH^í zfiðSót ereiííft... Ný mynd frá Kieslowski (Tvöfalt líf Veróniku). „Glæsilegt verk, Kieslowski hefur kvikmyndalistina fullkomlega á valdi sínu..." **** ÓHT Rás 2. „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársins" *** SV Mbl. Sýnd kl. 5, 9 og 11 / NAFNI FÖÐURINS ★★★★ A.l. MBL **** Ó.H.T. RÁS 2 **** Ö.M. TÍMINN ****,J.k. EINTAK Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. HASKOLABIO SÍMI 22140 Newton fjölskyldan er hundana! Hver man ekki eftir einni vinsælustu fjölskyldumynd seinni ára, Beethoven? Nú er framhaldið komið og fjölskyldan hefur stækkað. Beethoven er frábær grínmynd sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Aöalhlutverk Charles Grodin cg Bonnie Hunt. Sýnd kl. 5 og 7. IN THE NAME OF THE FATHER GULLNA L.IONID * > Besta myjuliri 4 kvikmyn- dáliátiöiinii í Fcneyjimi. Juiiette Binoche bcsta lcikkonan ■ ÁRLEGU Combi-Camp vor- dagarnir hjá Titan hf. verða haldnir dagana 15.-25. apríl. Að þessu sinni eru 1994 árgerðirnar af Combi Camp tjaldvögnunum kynntar undir kjörorðinu Frjáls ferðamáti um Island. Starfsfólk Titan hf. býður alla sem áhuga hafa á ferðum innanlands vel- komna til að kynna sér Combi Camp tjaldvagnana, viðleguútbún- að og nýjustu kortin frá Landmæl- ingum íslands fyrir ferðasumarið 1994. Opið er virka daga frá kl. 9-12, 13—18, laugardaga, sunnu- daga og sumardaginn fyrsta frá kl. 13-17. ■ FRAMBJÓÐEND UR Reykja- víkurlistans verða til viðtals í kosningamiðstöðinni á Laugavegi 31 alla virka daga frá kl. 16 til 18. I dag, fimmtudaginn 14. apríl, Birna K. Svavarsdóttir og Pétur Jónsson, 15. apríl Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal, 18. apríl Art- húr Mortens og Kristín Dýrfjörð, 19. apríl Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Ágústsdóttir, 20. apríl Sigþrúður Gunnarsdóttir og Oskar Bergsson, 21. apríl, sumar- dagurinn fyrsti, allir frambjóð- endur og 22. apríl Sigrún Magn- úsdóttir og Gunnar Levy Gissur- arson. ■ 25. ÞING Sambands ungra framsóknarmanna var haidið að Nesjavöllum í Grafningi um síðustu helgi. Á þinginu var kosinn nýr formaður sambandsins, Guðjón Ólafur Jónasson, lögfræðingur í Reykjavík. Hann bar sigurorð af G. Valdimar Valdemarssyni úr Kópavogi. Aðrir í stjórn sambands- ins eru: Finnur Þór Birgisson, Reykjavik, Þorlákur Traustason, , Reykjavík, Þórhildur Hallgríms- dóttir, Reykjavík, Páll Magnús- 90», Kópavogi, Birta Jóhannes- dóttir, Mosfelisbæ, Hákon Hákon- arson, Kópavogi, Ingibjörg Dav- iðsdóttir, Borgarfjarðarsýslu, Haf- dís Sturlaugsdóttir, Hólmavík, Gunnar Bragi Svéinsson, Sauðár- króki, Stefán Erlingsson, Akur- eyri, Aðalsteinn Ingólfsson, Höfn í Hornafirði og Jón Ingi Jónsson, Olúisi. _ Sérstæður boðskapur Bandaríska rokksveitin God is My Co-Pilot leikur hér á landi EKKI er um auðugan garð að gresja i heimsóknum erlendra rokksveita hingað til lands og harðnar á dalnum ef telja á þær hljómsveitir sem eitthvað er í spunnið og telja má merki- legar. Það ber því vel í veiði að hér á landi er nú stödd bandaríska rokksveitin God is My Co-Pilot og leikur tvívegis hér á landi að þessu sinni; í Tveimur vinum í kvöld og MH annað kvöld. God is My Co-Pilot er sex manna sveit frá New York og hefur vakið allmikla athygli und- anfarin misseri fyrir sérkenni- lega kraftmikla tónlist með eftir- tektarverðum textum og sér- stæðum boðskap. Þó sveitar- skipan sé nokkuð laus í reipun- um, er kjami hennar söngkonan Sharon Topper og gítarleikarinn og lagasmiðurinn Craig Flanag- in. í símaspjalli segist Sharon stundum eiga erfítt með að gera sér grein fyrir því hvenær hljómsveitin fór af stað, en lík- lega séu fjögur eða fimm ár síð- an. Hún segir að í raun hafi enginn beinlínis ákveðið að stofna hljómsveit. „Craig [Fla- nagin] keypti gítar af bróður mínum því hann langað að prófa að spila. Hann fór svo að fá vini og kunningja til að spila með sér og gera tilraunir. Smám saman fór að vanta bassaleik- ara og síðan trommara og hann bað hina og þessa um að koma og spila með sér. Hann vann í plötubúð og spurði oft þá sem inn í þúðina komu hvort þeir væru ekki til í að koma og prófa spila með. Hann reyndi að fá mig til að spila á trommur, en mér fannst ég ekkert fá útúr því, en seinna fór ég að fikta við að syngja og fannst það mjög gaman og var því orðin söngkona í hljómsveitinni. Þannig má segja að þetta hafi allt verið; hljómsveitin hefur eig- inlega þróast upp í það að vera hljómsveit frekar en að við höf- um öll tekið ákvörðun um að stofna hljómsveit.11 Sharon segir að tónlist sveitarirvnar hafi alla tíð byggst á því að spila það sem þau vildu helst heyra sjálf og þau hræri saman fjölda tónlistarstefna. Craig semur flest lög sveitarinn- ar, en hún segir að þó hann komi textunum í sönghæft ástand þá ræði þau oft um efni textanna og þoðskap áður en hann setur þá saman, en einnig komi það iðulega fyrir að hún biðji hann að setja saman fyrir sig lag um eitthvað ákveðið efni. Þegar hér er komið sögu vill Craig fá að vera með í viðtalinu. Hann segist hafa samið flest laga sveitarinnar í upphafi, en í dag komi hugmyndir frá öllum. „Þar sem við búum í New York er grúi óh'kra tónlistarstefna á kreiki í kringum okkur sem gefur okkur svigrúm til meiri ævin- týramennsku í tónlist. Það má segja að textasmíðin sé eins, því þá raða ég saman ólíkum hugmyndum, stundum eftir fyr- irfram ákveðnu mynstri, eins og Sharon nefndi áðan, en einnig finn ég búta hér og þar. Til að mynda lánaði vinkona mín Anne mér tveggja ára dagbók sína og í þeirri bók fann ég mikinn efnivið í textasmíðar." God is My Co-Pilot hefur verið vel afkastamikil í útgáfu- málum og sent'frá sér tvær breiðskífur og grúa af smáskíf- um og ýmsum útgáfum öðrum, en Craig segir að hann hafi samið allnokkru fleiri lög en hljómsveitin hafi gefið út. „Við leggjum mikla vinnu í þau lög sem við gefum út og hvert lag er samið af kostgæfni. Mér hefur alltaf fundist rangt að grípa fyrstu hugmynd; það verð- ur að leggja mikla vinnu í það sem maður er að gera til að það haldi áfram að vera áhugavert og spennandi. Annars á ég létt með að semja og ég setti mér það sem markmið að semja eitt lag á dag þetta ár og hef haldið því hingað til, þó stundum eigi kannski eitt lag á viku betur við.“ Craig segir að í upphafi hafi hann ekki ætlað sér að leggja fyrir sig tónlist, en þegar hann var byrjaður að spila hafi hann fundið það að þetta væri það sem hann helst vildi gera fram- vegis og það sé því draumi lík- ast að nú sé hljómsveitin farin að bera sig svo vel að þau geti lifað af því sem þau eru að gera. „Við erum þó alls ekki að spila til að fá peninga eða aðdáun áheyrenda, og ég er sannfærð- ur um það að þó engir tónleika- staðir vildu okkur myndum við enn hittast einhvers staðar bara til að spila," segir hann að lok- um. God is My Co-Pilot leikur í Tveimur vinum í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveitin í MH. Viðtal Árni Matthíasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.