Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 Rafmagnsleysið að Mýrarlóni Ekki vilji til að leggja í umtalsverðan kostnað JÓHANNES Ófeigsson, rafveitustjóri hjá Rafveitu Akureyrar, segir að ekki hafi verið vilji fyrir því hjá Akureyrarbæ að leggja út í umtals- verðan kostnað við það að leggja rafmagn að bænum Mýrarlóni eftir að rafmagnsstaurar þangað brotnuðu í óveðri fyrir nokkrum misserum. Bragi Steinsson hefur haft útihús- in að Mýrarlóni á leigu hjá Akur- eyrarbæ eins og fram kom í viðtali við hann í blaðinu í gær en síðustu misseri hefur verið rafmagnslaust þar og húsin því ekki nýst honum sem skyldi. Gagnrýndi hann bæjar- yfirvöld og forsvarsmenn Rafveitu Akureyrar vegna þessa en tilgangur hans með leigu útihúsanna á Mýrarl- óni var að skapa sér atvinnu yfir vetrarmánuðina. Bragi er bílstjóri hjá Stefni og að jafnaði atvinnulaus 8 mánuði á ári. Jóhannes Ófeigsson, rafveitu- stjóri, sagði að loftlína hefði legið heim að Mýrarlóni og fjórum öðrum bæjum í útjaðri Akureyrarbæjar. Hún brotnaði í óveðri en í kjölfarið var lagður jarðstrengur frá Rimasíðu í Glerárhverfi og að nyrstu bæjunum í bæjarlandinu. Mýrarlón var síðasti bærinn í þeirri línu og þar var eng- inn ábúandi og í raun engin starf- semi. Hann sagði að ekki hefði verið vilji fyrir því innan bæjarkerfisins að leggja í umtalsverðan kostnað við að leggja jarðstreng um 700 metra leið frá Grænhóli og að Mýrarlóni af þeim sökum en áætlaður kostnað- ur við slíka framkvæmd væri um 1.250 þúsund krónur. „Akureyrar- bær átti þetta húsnæði og ráðamenn bæjarins vildu ekki leggja út í þenn- an kostnað," sagði Jóhannes. Listi Alþýðubandalags fyrir bæjarstjórn Sigríður, Heimir, Sigrún og Þröstur í efstu sætum FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda- lagsins við komandi bæjarstjórn- arkosningar hefur verið sam- þykktur . í 1. sæti er Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi, Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi er í 2. sæti, Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur í 3. sæti og Þröstur Ásmundsson kennari í 4.'sæti, en þau voru einnig í sömu sætum fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. í 5. sæti er Svanfríður Ingvadóttir aðstoðarmaður tannlæknis, Hilmir Helgason vinnuvélstjóri í 6. sæti, Sigfús Ólafsson nemi í 7. sæti, Krist- ín Hjálmarsdóttir formaður Iðju í 8. sæti, Logi Einarsson arkitekt er í 9. sæti, Vigdís Steinþórsdóttir hjúkr- unarfræðingur í 10. sæti, Hrefna Jóhannesdóttir fóstra í 11. sæti, Guðmundur Friðfinnsdóttir húsa- smiður í 12. sæti, Guðmundur Ár- mann Siguijónsson myndlistarmaður í 13. sæti, Lilja Ragnarsdóttir versl- unarmaður í 14. sæti, Pétur Péturs- son læknir í 15. sæti, Sigrún Jóns- dóttir fóstra í 16. sæti, Jónsteinn Aðalsteinsson leigubifreiðastjóri í 17. sæti, Kolbrún Geirsdóttir húsmóðir í 18. sæti, Geirlaug Siguijónsdóttir húsmóðir í 19. sæti, Þráinn Karlsson leikari í 20. sæti, Hrafnhildur Helga- dóttir leiðbeinandi í 21. sæti og Pét- ur Gunnlaugsson múrari í 22. sæti. Alþýðubandalagið á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar og mynda þeir meirihluta með Sjálfstæðis- flokki. Morgunblaðið/Rúnar Þór GÓÐ aðsókn er að íþróttamiðstöðinni að Þelamörk sem tekin var formlega í notkun í fyrrahaust en á meðal fastagesta eru vaxtarrækt- armenn frá Akureyri sem nutu veðurblíðunnar þar á dögunum. Iþróttamiðstöðin að Þelamörk Framkvæmdir við renni- brautina eru að hefjast GÓÐ aðsókn hefur verið að íþróttamiðstöðinni að Þelamörk, en þar er stórt íþróttahús auk sundlaugar. Helgi Jóhannsson forstöðumaður íþróttamannavirkjanna sagði að framkvæmdir væru að hefjast við uppsetningu 26 metra rennibrautar og yrði hún tilbúin um miðjan maí. Þrír heitir pottar eru við sundlaugina og gufubað og þá var nýlega settur upp Ijósalampi og einnig var billjard- borði komið fyrir innandyra. íþróttahúsið er notað til leikfimi- kennslu við Þelmerkurskóla og einnig er það leigt út og sagði Helgi að húsið yrði opið í allt sumar þannig að þeir sem ekki vilja gera hlé á íþróttaiðkun sinni yfir sumarmánuð- ina geta haldið ótrauðir áfram. Helgi sagði að Akureyringar væru duglegir að sækja laugina og einnig væri ferðafólk áberandi í hópi gest- ■ SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð verða með opið hús í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 14. apríl frá kl. 20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gönguferð á góðviðrisdegi ÞESSAR ungu mæður brugðu sér í langa gönguferð í gærdag og gripu tækifærið í leiðinni til að viðra heimilishundana. Samtök iðnaðarins o g VSI opna skrifstofu á Akureyri SKRIFSTOFA Vinnuveitenda- sambands Islands, Samtaka iðn- aðarins og atvinnurekenda á Norðurlandi verður opnuð á Ak- ureyri og hefur verið auglýst eftir forstöðumanni. Skrifstofan verður til húsa að Strandgötu 29. Sveinn Hannesson hjá Samtök- um iðnaðarins sagði að hvorki sam- tökin né vinnuveitendasambandið hefðu formleg tengsl við félaga sína á þessu svæði og þætti mörgum þeir ekki eiga greiðan aðgang að þessum samtökum. „Þetta kom fyrst til tals þegar Samtök iðnaðarins voru stofnuð, við eigum marga félagsmenn fyrir norðan og fannst við vera dálítið langt í burtu frá þeim,“ sagði Sveinn og einnig að hið sama hefði gilt um Vinnuveitendasambandið. „Niðurstaðan varð því sú að slá okkur saman um þetta og gera til- raun til tveggja ára.“ Auglýst hefur verið eftir lögfræð- ingi til að veita skrifstofunni for- stöðu en auk þess sagði Sveinn að ráðinn yrði ritari í hálfa stöðu. Húsnæði hefur fengist við Strand- götu 29, þar sem Byggðastofnun, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og Ferðamálaráð eru þegar til húsa. Nj;öld, reiki, heilun og Michaelfræði GRÉTA Sigurðardóttir frá Reykjavík flytur opinn fyrir- lestur í Húsi aldraðra við Lundargötu á Akureyri laugar- daginn 16. apríl næstkomandi kl. 14. Fyrirlesturinn er um nýöld, reiki, heiiun og Michaelfræði og mun hún fjalla um þessi mál út frá reynslu sinni, þar sem hún átti að vera ein af sjö sterkustu nornum hér á landi þegar hún hætti. Af hvetju hætti hún? Hver var ástæðan? Gréta mun leitast við að gefa ýtarleg svör við þess- um spurningum og síðan gefst tækifæri til að bera fram fyrir- spurnir að loknum fyrirlestri. Hún mun aðeins vera í þetta eina skipti á Akureyri og er aðgangur að fyrirlestrinuia ókeypia. „Þetta er gert til að auka tengsl- þjónustu okkar við félagsmenn okk- in við þetta landssvæði, nokkurs ar nyrðra sem áður hafa þurft að konar tilraun til að færa aðildarfé- sækja hana suður til okkar,“ sagði lögin nær okkur og líka til að auka Sveinn. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Haldið af stað TVEIR Svisslendingar fóru í fyrstu ferð ársins hjá ferðaþjónustunni Pólarhestum í Grýtubakkahreppi en ferðinni var heitið upp Kaldbak og norður í Fjörður á skíðum. Pólarhestar í Grýtubakkahreppi Svisslendingar í skíða- ferð norður í Fjörður Grýtubakkahreppi. FYRSTA ferð ársins á vegum Pólarhesta í Grýtubakkahreppi var farin síðastliðinn mánudagsmorgun þegar tveir Svisslendingar fóru upp Kaldbak og norður í Fjörður. Stefán Kristjánsson rekur Pólar- hesta að Grýtubakka II, en um er að ræða almenna ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í hestaferð- um í Fjörður og víðar auk þess sem boðið hefur verið upp á styttri ferð- ir með bílum. Það voru tveir Svisslendingar, þrælvanir skíðamenn, sem fóru í fyrstu ferðina á vegum Pólarhesta og var farið á skíðum á Kaldbak og þaðan norður í Fjörður og átti að gista annaðhvort á Gili í Hval- vatnsfirði eða á Þönglabakka í Þor- geirsfirði. Ferðina skipulagði Reto Meyer en hann hefur verið sam- starfsaðili Stefáns seinni ár auk þess sem hann hefur útvegað við- skiptamenn frá meginlandi Evrópu. Tilgangur ferðarinnar var að kanna og fara yfir aðstæður á svæðinu en ætlunin er að bjóða í framtíðinni upp á skíðaferðir á vegum Pólar- hesta. Hefðbundnar hestaferðir hafa að mestu verið sóttar af erlendum ferðamönnum og hefjast þær um miðjan júní. Auk ferðanna í Fjörður verða farnar lengri ferðir í Mý- vatnssveit og víðar. Bókanir eru svipaðar og á síðasta ári en þá var ágæt aðsókn í ferðir Pólarhesta og sagðist Stefán því vera bjartsýnn á framhaldið. Jónas
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.