Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 23 A Arni Sig-fússon borgarstjóri um rekstrarathugnn fyrir borgarstjóra Afköstin verða ekki mæld eftir þykkt skýrslunnar GREINARGERÐ um rekstrarathugun sem Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur vann á árinu 1992 fyrir Markús Orn Antonsson þáver- andi borgarstjóra hefur verið lög fram í borgarráði. Fram kemur að heildarkostnaður er rúmar 2,7 inilljónir og þar af er greiðsla til Ingu Jónu rúmar 1,9 milljónir. I greinargerðinni er bent á tuttugu viðfangs- efni sem unnin hafi verið. I bókun Sigrúnar Magnúsdóttur, Framsóknar- flokki, segir, að borgarsjóður hafi greitt fyrir minnispunkta í hug- myndabanka sjálfstæðismanna án samþykkis borgarráðs. I bókun Arna Sigfússonar borgarstjóra segir að það séu algeng vinnubrögð sljórn- enda að leita ráðgjafar og úrelt vinnubrögð að mæla afköst þeirra eftir þykkt skýrslunnar sem þeir skili. Minnisblað Markúsar Arnar Ant- onssonar er ritað í tilefni umræðna í borgarstjórn og borgarráði. Þar kemur fram að Inga Jóna hafi verið fengin til að vinna athugun á ýmsum þáttum í rekstri borgarinnar, Markmiði hafi verið að kanna hvern- ig borgin þyrfti að bregðast við nýj- um utanaðkomandi aðstæðum og hvar unnt væri að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri, almennum sparnaði, auknum útboðum eða breyttu rekstrarfyrirkomulagi. Þá segir að Inga Jóna hafi kynnt sér flestar hliðar á rekstri borgarinnar, stofnana og fyrirtækja með viðtölum við yfirmenn einstakra stofnana og stjórnendur deilda og aflað upplýs- inga meðal annars úr bókhaldsgögn- um. Á reglulegum fundum með borg- arstjóra hafi hún lagt fram minnis- blöð og greinargerðir sem vinnu- plögg fyrir borgarstjóra að vinna frekar úr í samráði við embættis- menn borgarinnar og forstöðumenn viðkomandi rekstrarsviða. Fjallað var um ýrhiss konar þjónustu, sem teng- ist starfsemi borgarinnar, svo sem akstur eigin bifreiða, leiguakstur, ræstingu, öryggisvörslu, ræktun, þvotta, viðhald fasteigna, lóða og gatna. Ennfremur þjónustu við borg- arbúa, svo sem sorphirðu, rekstur þjónustumiðstöðvar, sundstaða, íþróttamál, auk þjónustu við einstaka hópa borgarbúa, svo sem dagvist og skólamál. Loks var fjallað um skipu- lag og rekstur einstakra stofnana. Engin skýrsla í bókun Sigrúna Magnúsdóttur segir að í ljós hafi komið að engin skýrsla eða greinargerð hafi verið unnin heldur leggi núverandi borg- arstjóri fram minnisblað Markúsar. Það séu allt aðrir minnispunktar en hann hafi kynnt í blöðum, útvarpi og sjónvarpi árið 1992, þegar hann hafi kynnt hugmyndir um víðtæka einkavæðingu meðal annars Raf- magnsveitu Reykjavíkur og SVR. Hún efist ekki um að einkavæðing borgarfyrirtækja hafí átt að vera skrautfjöður meirihluta borgar- stjórnar þó svo reynt sé að breiða yfir þá stefnu núna. Þá segir: „Eftir stendur að borgarsjóður var látinn greiða stórar íjárhæðir fyrir minnis- punkta í hugmyndabanka sjálfstæð- ismanna, fjárútlát sem aldrei voru borin upp til samþykktar í borgar- ráði. Þeir skirrast ekki við að nota fé þorgarbúa í eigin þágu.“ í bókun Árna Sigfússonar borg- arstjóra segir að hugtakið skýrsla sé greinilega bundið við þykka doðr- anta í huga borgarfulltrúans. Það séu algeng vinnubrögð stjórnenda að leita ráðgjafar en afköst eigi ekki að mæla eftir þykkt skýrslunnar. Ráðleggingarnar sjálfar séu aðalat- riðið. Ljóst sé að ráðgjafi borgar- stjóra hafi unnið viðamikið starf og eins og yfirlitið sýni hafi ijölmörgum verkefnum verið þokað áfram og ýmsum breytingum sé þegar lokið. Aðallega aukinn útboðsrekstur, breytingar á nokkrum fyrirtækjum í hlutafélög og almenn hagræðing. I síðari bókun Sigrúnar segir að athygli veki að ekkert sé til á borg- arskrifstofunum um vinnu sérfræð- ingsins. Vinnan sé unnin fyrir al- mannafé og ætti að vera opinbert plagg, sem allir ættu að geta sótt í hugmyndir. Otækt sé að fyrrverandi borgarstjóri þurfi tveimur árum síðar að setja fram punkta eftir minni. Mjólkurfræðingar Boða yfir- vinnubann YFIRVINNUBANN hefur verið boðað hjá Mjólkur- fræðingafélagi íslands frá og með miðnætti 20. apríl næstkomandi. Yfirvinnubannið tekur til allra mjólkurbúa á landinu og segir Geir Jónsson formaður Mjólkurfræðingafélags ís- lands að deilan virðist illleys- anleg. Síðustu samningaviðræður hjá ríkissáttasemjara fóru út um þúfur og segir hann að ekki hafi verið boðað til ann- ars sáttafundar í deilu aðil- anna. Lögfræðingur Mjólkurfræð- ingafélagsins lagði greinar- gerð fyrir Félagsdóm í gær en farið verður fram á frávísun málsins. Inga Jóna Þórðardóttir um fyrirspurn Sigrúnar Magnúsdóttur Amiarleg, pólitísk sjónarmið INGA JÓNA Þórðardóttlr, segir að annarleg sjónarmið búi að baki fyrirspurnar Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, í borgarsljórn og borgarráði um þá rekstrarathugun og ráðgjöf er hún vann fyrir Markús Orn Antonsson fyrrverandi borgar- stjóra. Ljóst sé að verið sé að stilla upp faglegri ráðgjöf hennar, sem unnin var fyrir tveimur árum, í pólitískum tilgangi. „Með hliðsjón af því að þarna er um nútímaviðhorf til stjórnunar að ræða fyrir stjórnanda í stóru fyrir- tæki er ég þeirrar skoðunar að fyrir fyrirspytjanda hljóti að vaka eitthvað annað heldur en efnisatriði málsins eða málið sjálft,“ sagði Inga Jóna. „Fyrirspyijandi á sjálfur að hafa þekkingu á rekstri og ég get ekki túlkað hennar framgöngu í málinu með öðrum hætti heldur en að hún sé að gera það pólitískt. Hún hefur uppi villandi upplýsingar um greiðsl- ur til mín og hún blanda því inni í að í dag er ég frambjóðandi. Fyrir tveimur árum var ég það ekki og var ekki borgarfulltrúi eða á framboðs- lista. Það eru því að sjálfsögðu ein- hver annarleg viðhorf sem að baki búa.“ Inga Jóna sagði að þann tíma sem hún hafi unnið með Markúsi þá hafi hún starfað samfellt með honum og ekki sinnt öðrum verkefnum á með- an. „Þetta var ferlivinna, þar sem farið var yfir hvert mál fyrir sig. Ég vann að ýmsum þáttum svo sem fyrirkomulagi á rekstri, almennri hagræðingu og sparnaði svo fátt eitt sé nefnt. Sumt fékkst samþykkt en öðru var hafnað eins og gengur,“ sagði hún. B O R G A R ÞOKPH) Helmingi ódýrara en I London. Vegna mjög hagkvæmra innkaupa bjóöum viö 250 Churchill 6 manna, 30 stk. matarstell á kr. 3.390. Fjórar geröir. Ath! Takmarkaö magn. 'Á ^,1 ToLl* ö <ti£ & 1886 50% afsláttur af öllum Taylors kaffi- og tevörum. Viö bjóðum einnig gestum og gangandi aö bragöa á bragöbættu kaffi frá Whittard. 10 ici 20% afsláttur af öllum rauövínsglösum. GOTMRILLIÐ L AMERÍkTJmADUR i RARÍS RESTAURANT unglegur staöur Grillborgarinn okkar meö fjórum áleggs- tegundum, frönskum og (&£$?% 36% afsláttur á Borgardögum. Þú greiðir aöeins kr. 400. \fi' vfix r<vór\' BORGARKRINGLUNNI Glæsileg tilboð - frábær verð UNO DANMARK Okkar afsláttur á Borgardögum. Afabolir, börn og fullorðnir 20% afláttur. Barnakjólar 30% afsláttur. Veríð velkomin. £t&PP vy v r / sh SKOVERSLUN Boots, 2 geröir með 40% afsláttur. Dömuboots kr. 3.590. Herraboots kr. 4.190 ANDREA moda dömuskór með 30% afslætti, aöeins kr. 3.850 KRINGLUNNI 4 Réttur dagsins á Borgardögum meö 30% afslætti, aðeins kr. 510. BLÓM, UNDIR STIGANUM 20% afsláttur af öllum pottaplöntum. HÚT:.. íipryði V / Sérvcrsl 25% afsláttur af öllu blússum. PIJ 7\l ... „ „ BORGARKRINGLUNNI 20% afsláttur af öllum fatnaði. VERSLUN Í BORGARKRINGIUNNI. SÍMI677340 20% afsláttur af öllum peysum. Stórglæsilegt úrval. Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býður fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. Börnin í umferðinni IUMFERÐAR [ samvinnu við Umferðarráð, Reiðhjólaskóla íslands og fleiri aðila RAÐ verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyrir börnin. Andlitsnýjung, algjör nýjung 25% afsláttur af 10 tíma korti. Meöferö meö vöövaþjálfunartæki, laser á hrukkur og acupunkts og hljóöbylgjur. Sogæða/sellónuddtæki sem eykur blóöstreymi um líkamann, bætt heilsa, betra útlit. Fitubrennsla/vöövaþjálfunartæki. NORÐURLJÓSIN HEILSUSTUDIO 4. hæð, Norðurturni, sími 36677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.