Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 41 Reynsluheimur burt- flogins borgarstjóra eftir Hafliða Helgason Það er að verða ljóst hvaða vopn sjálfstæðismenn hafa valið í einvíg- inu um Reykjavík. Eins og Einar Kárason benti á í grein hér í blaðinu taka nú þeir, sem hingað til hafa verið prúðmennin, fram tertubotn- ana og er þá ástæða til að óttast að þeir óuppdregnari í röðum þeirra hefji skítkastið. Ég verð að viður- kenna að mér finnst það dapurlegt að sjálfstæðismenn skuli ekki fagna því að fá að kljást við einn lista með skýrar línur, á grundvelli málefna. Það ætti að vera spennandi fyrir stjórnmálaafl með hreinan skjöld að takast á um málefni Reykjavíkur á þeim grundvelli. En sú virðist ekki raunin og tíðkast nú hinir breiðari tertubotnarnir. Það vakti undrun mína þegar borgarstjórinn sem tapaði í skoðana- könnun, Markús Örn Antonsson, ruddist fram á ritvöllinn í grein í blaðinu þann 8. apríl sl., með þeim hætti að vart sæmir þeim annars „Eini maðurinn sem hugsanlegt er, að hafi verið lögð á ráð um að koma úr forystu síns flokks, er Markús sjálf- ur!“ prúða manni. í grein sinni dylgjar Markús á undarlegan máta um eitt- hvert samsæri í skjóli nætur sem gera átti Sigrúnu Magnúsdóttur óvirka í framboði Reykjavíkurlist- ans. Sigrún hefur staðið sig með mikilli prýði í málefnum Reykjavíkur og almenn ánægja er með störf hennar innan Reykjavíkurlistans og eindreginn stuðningur við hana. Sig- rún þarf ekki á vörn Markúsar Arn- ar að halda, né minnar, svo fullfær sem hún er um að sinna þeim trún- aðarstörfum sem borgarbúar hafa falið henni. Fyrst þegar ég las grein Mark- úsar taldi ég að þarna birtist hjá honum meinfýsi sem ég átti ekki frá honum að venjast. Mér hefði fundist eðlilegra að hann legði kosningabar- áttu sinna manna lið með því að tína til það sem núverandi meirihluti hefði lagt gjörva hönd á. Það hefði kannski ekki dugað honum í margar greinar, en fært- honum fjarlæga virðingu. Mér var það óskiljanlegt hvers vegna sómakær embættismað- ur vildi sverta þá mynd sem borg- arbúar hafa af honum. Við nánari umhugsun komst ég að því að ég væri of fljótur að dæma. Fljótræði mitt og dómharka eru ekki til eftir- breytni, en það má virða mér það til vorkunnar, að ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum og einnig, að við hraðlestur greinarinnar virðist um ómerkilegar dylgjur að ræða, sprottnar af lágkúrulegum hvötum. Reynsla mín af lestri fagurbók- mennta kom sem betur fer í veg fyrir að ég dæmdi Markús af þeirri fljótráðnu hörku sem andinn blés mér fyrst í bijóst. Það leynist oft fiskur undir steini, jafnvel í fátæk- legri blaðagrein. Markúsi segist svo frá, að í skjóii Hafliði Helgason nætur hafi þrír karlmenn ráðið ör- lögum kvenna á Reykjavíkurlistan- um og að síðar hafi verið lögð á ráð um að gera Sigrúnu Magnúsdóttur óvirka í kosningabaráttu Reykjavík- urlistans. Þetta er svo fjarri nokkr- um raunveruleika að maður sér sig knúinn til að leita dýpri skýringa. Maður getur líka spurt, að fyrst Sig- rún hafi verið gerð óvirk í skjóli nætur, hvers vegna hún hafi þá stýrt fundi stuðningsmanna Reykjavík- urlistans sl. laugardag af mikilli röggsemi og verðskuldað verið vel sýnileg í baráttu listans? Hvaðan er þá þessi heilaspuni sprottinn? Eini maðurinn sem hugs^ anlegt er, að hafi verið lögð á ráð um að koma úr forystu síns flokks, er Markús sjálfur! Getur það verið að Markús sé með meðulum tákn- sögunnar að koma skilaboðum um eigin örlög til kjósenda? Markús hefur örugglega lesið Dýrabæ George Orwells og þekkir því mæta- vel það stílbragð að skrifa eitt og meina annað. Það er allavega ekki ólíklegt að hugmyndin sé sprottin úr reynsluheimi hans sjálfs. Sú til- finning hefur vaxið gagnvart þeim fiokki sem ól Markús upp, að þar , séu brugguð launráð og undarleg sjónarmið ráði ríkjum. Nægir þar að nefna umræður um málefni Ríkis- útvarpsins að undanförnu. Flestir eru líka þeirrar skoðunar að afsögn Markúsar hafi verið fljótráðin og óverðskulduð. Mér er hugarhægra eftir að hafa sannfært sjálfan mig um að Markús sé ekki lagstur í lágkúrulegan skot- grafahernað. Eftir situr í hjarta mínu beygur, um að ekki hafí dirfsk- an ein og sigurviljinn ráðið brottför Markúsar úr forystusveit sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, eins og formað- ur flokksins vill vera láta. Og það hryggir mig. Höfundur er óflokksbundinn stuðningsmaður Reykjavíkurlistans. Lýðræðislega stjórnar- hætti, ekki valdníðslu eftirJónas Engilbertsson Nú í upphafi kosningabarátt- unnar fýrir borgarstjórnarkosning- arnar 28. maí fer ekki á milli mála hræðsla Sjálfstæðisflokksins við framboð Reykjavíkurlistans. Ekki fer mikið fyrir málefnaum- ræðu af hálfu Sjálfstæðisflokksins og er út af fyrir sig ekki tíðindi. Enn á ný er rykið dustað af glund- roðakenningunni og gripið til hræðsluáróðurs með þeim rökum að fjórir til sex flokkar standi að Reykjavíkurlistanum og því verði erfitt að ná að samræma sjónarm- iðin. í þessu sambandi er rétt að það komi fram að Reykjavíkurlistinn starfar í raun sem sjálfstæður flokkur og er t.a.m. með eigið borgarmálaráð. Hins vegar er ljóst að lýðræðisleg vinnubrögð taka tíma; einræði er að sjálfsögðu ein- faldasta stjórnarformið sem til er. „Ein þjóð, eitt ríki, einn foringi," var einu sinni sagt. En það er fyrir- komulag sem Reykjavíkurlistinn hafnar. Hann setur lýðræðið og fólkið í öndvegi og það er þá lítið við því að gera ef sumir skilja það illa. Snara í hengds manns húsi Hins vegar er spurning hvort sjálfstæðismenn séu ekki á afar hálum ís í sínu glundroðatali. Eða hvað eru armar Sjálfstæðisflokks- ins margir? Til dæmis eru þekktir ftjálshyggjuarmur, Davíðsarmur, Þorsteinsarmur, dreifbýlisarmur og Guð má vita hvað. Sumir vilja meina að þeir séu að minnsta kosti ekki færri en armar kolkrabbans. Kannski þekkir einhver svörin við því. Þá er og ósvarað hvaða armur flokksins muni ráða eftir kosning- ar. Margir halda því fram að það verði fijálshyggjuarmurinn. Þetta er nokkuð sem kjósendur ættu að hugleiða. Fælingaráhrif á hrokafulla valdhafa Þó að sjálfstæðismenn forðist að ræða málefni er það ekki án „ Að halda bæði starfi og biðlaunum taldi Markús Örn Antonsson siðlaust á þeim tíma. En eitthvað hefur sið- gæðisvitund þess ágæta manns breyst síðan.“ undantekninga. í Morgunblaðs- grein frá 7. apríl eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, 2. mann á lista Sjálf- stæðisflokksins, koma fram miklar áhyggjur af stofnun umboðsmanns eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur Aldurssamsetning íbúa Hafnar- fjarðar hefur breyst mikið á síðustu árum og er hlutfall ungs fólks og barna nú hærra en áður. Þessi þró- un og ekki síður sú breytta þjóðfé- lagsstaða að báðir foreldrar eru I auknum mæli í vinnu utan heimilis hefur kallað á aukið dagvistunar- rými. Þörf foreldra fyrir örugga og uppbyggjandi vistun fyrir börn sín er meiri nú en áður og eftirspurn eftir lengri dagvistun fer vaxandi. Hinn svokallaði heilsdagsskóli er svar við þessu fyrir yngstu börn grunnskólans. Hér er um nýjan valkost að ræða sem boðið er uppá i öllum grunnskólum bæjarins. Málefni og hagur heimila og barna er okkur sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði ofarlega í huga. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að viðmiðunaraldur leikskólabarna verði endurskoðaður með lækkun í huga. Þrátt fyrir að núverandi meiri- hluti Alþýðuflokks telji ástand dag- vistunarmála vel viðunandi tala Reykjavíkur. Vilhjálmur spyr: Hvað á umboðsmaður Reykjavíkur að gera? Mikið má nú spyija heimskulega, sagði ágætur vinur minn sem hugsaði upphátt. Að sjálfsögðu á fólk, sem er beitt valdníðslu, að snúa sér til umboðs- mannsins. Ef hann hefði verið til staðar á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefðu starfsmenn SVR getað snúið sér til hans vegna þeirrar valdníðslu sem þeir máttu sæta og þá hefði ef til vill ekki þurft að standa í níu mánaða þjarki til að fá borgarstjóra til að efna loforð sín. Að sjálfsögðu hefur embætti umboðsmanns Reykjavíkur fæling- „I Hafnarfirði tilheyrir um 85% af heilsdags- vistun leikskólabarna forgangshópum, svo sem einstæðum foreldr- um og námsmönnum. Það er stefna Sjálfstæð- isflokksins að fjölga plássum til heilsdags- vistunar fyrir börn giftra og sambýlis- fólks.“ staðreyndirnar öðru máli. Hvergi nærri öll þriggja ára börn eiga þess kost að komast í leikskóla og enn eru langir biðlistar. Við sjálfstæðis- menn teljum það rétt allra barna að eiga kost á leikskólavist. Börnum er hollt og lærdómsríkt að vera inn- an um jafnaldra undir leiðsögn upp- eldismenntaðs fólks. Á síðastliðnu ári var loks gerð sú breyting á vist- únartíma leikskólabama að foreldr- Jónas Engilbertsson aráhrif á hrokafulla valdhafa. Því ætti allt heiðarlegt og ærlegt fólk, sem ber hagsmuni íbúa Reykjavík- ur fyrir brjósti, að fagna stofnun um gefst nú kostur á að velja um hálfsdagsvistun, það er fjögurra til sex tíma vistun, eða heilsdagsvist- un. Þetta er veruleg þjónustuaukn- ing við þá foreldra sem þurfa á þessum stuðningi að halda. Heilsdagsvistun barna, það er átta eða níu tíma dagvistun, er þjón- usta sem að stærstum hluta er enn í dag fyrir forgangshópa. Þessu viljum við sjálfstæðismenn breyta. í Hafnarfirði tilheyrir um 85% af heilsdagsvistun leikskólabarna for- gangshópum, svo sem einstæðum foreldrum og námsmönnum. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að ijölga plássum til heilsdagsvistunar fyrir börn giftra og sambýlisfólks. Með því er komið til móts við þarf- ir allra foreldra sem þurfa lengri vistun fyrir börn sín. Komist Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði til valda í kosningunum í vor mun stjórnun dagvistunarmála taka mið af þeirri þörf dagvistunar- rýmis, sem mun myndast þegar til lækkunar viðmiðunaraldurs og fjölgunar heilsdagsrýma kemur. Við teljum einnig brýnt að breyta yfirstjórnun dagvistunarmála. Það yrði meðal annars gert með því að fela leikskólanefnd yfírstjórnun málefna leikskóla og aðskilia rekst- urihn þhn'riig frá félagsmálHtofnun Betur má ef duga skal Dagvistunarmál í Hafnarfirði þessa embættis. Eða hvað er að óttast, Vilhjálmur? Biðlaun Jóns og séra Jóns Hvað vagnstjórana snertir hefði umboðsmaðurinn og getað tekið afstöðu til þess vafasama gjörn- ings að svipta þá annaðhvort starf- inu eða biðlaununum. Að halda bæði starfi og biðlaun- um taldi Markús Örn Antonsson siðlaust á þeim tíma. En eitthvað hefur siðgæðisvitund þess ágæta manns breyst síðan því nú þiggur hann sjálfur biðlaun ásamt því að vera í starfi. Til að fullnægja rétt- lætinu er hann með í biðlaun á mánuði sennilega sexföld vagn- stjórabiðlaun, auk þess sem það er hans eigin ákvörðun að láta af störfum, en eins og kunnugt er fær enginn venjulegur opinber starfs- maður biðlaun í þeim tilvikum. Höfundur er vagnstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hann er í fmmboði fyrir Reykjavíkuriistann. Ragnheiður Kristjánsdóttir bæjarins. Það er mikilvægt að búa í haginn fyrir fjölskylduna sem má með sanni segja að sé hornsteinn þjóðfélagsins. Sjálfstæðismenn gera sér grein fyrir því að með rækt við yngstu kynslóðina er lagð- ur grunnur að framtíð þjóðarinnar. Höfundur er kennari, er í sjötta sæti á framboðslista m Sjálfstæðisflokksins íHafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.