Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 50
50 fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 r Morgunblaðið/Frímann Olafsson Forseti Islands Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var við- stödd hátíðafund bæjarstjórnar Grindavíkur þegar 20 ára kaupstaðarréttindum bæjarins var fagnað sl. sunnudag. A meðfylgjandi mynd má sjá hluta fundar- í Grindavík gesta. Við hlið frú Vigdísar sitja hjónin Svavar Árna- son fyrrverandi oddviti sveitarstjórnar og eiginkona hans Sigrún Högnadóttir. Á fundinum var Svavar út- nefndur fyrsti heiðursborgari Grindavíkur Ljjósmynd/Jón Svavarsson TONLIST Todmobile hlutu flest verðlaunin Rokkdeild FÍH hrinti af stað á dögunum árlegum verðlaun- um sem kallast íslensku tónlistar- verðlaunin. Fyrsta afhendingin fór fram á Hótel Sögu og voru þar veitt verðlaun fyrir sitthvað tengt tónlist ársins 1993. Flest verðlaun féllu í hlut liðsmanna hljómsveit- arinnar Todmobile og hljómsveit- arinnar sjálfrar og hér má sjá þau Andreu Gylfadóttur og Þorvald Bjama Þorvaldsson kampakát yfir árangrinum. STJÖRNUR A1 Pacino leikur Noriega Oskarsverðlaunahafinn A1 Pac- ino hefur tekið að sér hlutverk hershöfðingjans Manuels Noriegas í kvikmyndinni Noriega, sem Oliver Stone leikstýrir, að því er forráða- menn Warner Bros kvikmyndafyrir- tækisins tilkynntu sl. mánudag. Heflast tökur í september bæði í Flórída og Panama. Myndin í'jallar um hershöfðingjaferil Noriegas, samband hans við Bandaríkjastjórn, herinn og eiturlyfjabaróna. Noriega var steypt af stóli árið 1989 og leiddur fyrir rétt. Hann afplánar enn dóm fyrir eiturlyfjamisferli sitt. A1 Pacino leikur Noriega. MENNIN G ARH ATIÐ Sögur um álfa, tröll og landvætti vöktu áhuga í Flórída Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Islensk menningarhátíð var hald- in í Bradenton og Sarasota í Flórída síðast í mars undir heitinu „ís og eldur“. Sérstakir gestir há- tíðarinnar voru þeir Hallfreður Örn Eiríksson þjóðságnafræðingur og Þorkell Sigurbjörnsson tönskáld. Aðalhvatamaður að hátíðinni var dr. Amanda M. Burt tónlistar- prófessor í Bradenton, sem hefur lengi haft óútskýranlegan áhuga á íslenskri tónlist, einkum hinnar eldri. Til að kynnast menningu lands og þjóðar og til að undirbúa þessa menningarhátið í Flórída hefur hún farið 17 sinnum til ís- lands. Meginhluta kostnaðar hátíðar- innar bar Styrktarsjóður háskólans í Manatee-sýslu, en framkvæmda- stjóri hans er dr. Alan Blair og tók hann einnig virkan þátt í undirbún- ingi hátíðarinnar m.a. i samvinnu við sendiráð fslands í Washington. „Mér fannst þetta frá byijun skemmtilegt verkefni," sagði dr. Alan Blair í samtali við fréttamann Morgunblaðsins, „en þegar ég komst að því að fæðingardagur minn er sá sami og stofndagur íslenska lýðveldisins, fannst mér að örlögin hafi gripið hér inn í á undarlegan hátt.“ Dr. Amanda Burt gerir það ekki endasleppt í tryggð sinni við Is- land. Nú er hún að undirbúa ferð 20-25 Flórídabúa til íslands og er ætlunin að hópurinn verði á ís- landi á afmæli lýðveldisins í júní. Á hátíðinni flutti Hallfreður Örn Eiríksson meðal annars erindi um íslenskar þjóðsögur og höfðu áheyrendur mikinn áhuga á frá- sögnum hans og útskýringum, einkum útskýringum hans á álfum og álfatrú, svo og þjóðsögum um tröll og ekki síst sögnum af land- vættum íslands. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld flutti þijá fyrirlestra sem fjölluðu um tónlist frá ýmsum sjónarhorn- um, m.a. í tengslum við sjúkdóma. I móttökunni sem boðið var til að tónleikunum loknum voru m.a. talið frá vinstri: Hallfreður Orn Eiríksson, dr. Alan Blair, dr. Amanda M. Burt,AnnaBjarnason,ÞorkeIISigurbjörnsson,ErlaÓlafssonGröndal og Þórir Gröndal, Kristín Skagfield, og Hilmar Skagfield. skýrði á skemmtilegan hátt. Strengjakvartett Florída flutti síðan Hasselby-kvart- ett Þorkels. Þá léku Þorkell á píanó og Paul Wolfe á fiðla verk Þorkels „Að vomóttum". Paul er stjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar á vestur- strönd Florída og kemur sjaldan fram sem einleikari en svo hreifst hann af verk- um Þorkels að hann gerði undantekningu og fór á kostum. Loks fluttu Þorkell og blásarakvintettinn Go- vertimento eftir Þorkel, en það er óður til Gautaborgar í Svíþjóð. Sjö fyrirtæki og stofnan- ir, þar á meðal Flugleiðir, studdu þessa menningarhá- tíð með fjárframlögum og þijú fyrirtæki kostuðu mót- tökuna, sem haldin var að loknum tónleikum. í heild var þessi hátíð öllum sem að stóðu og fram komu til mikils sóma og góð auglýsing fyrir ísland. Á hlaðborðinu með veisluföngunum var sjaldséð listaverk, hnéfiðla skorin úr ís. Þorkell Sigurbjörnsson er hér við Iista- verkið, sem allir dáðust að. Hápunktur „fss og elds“ var tónleikar, þar sem Blásarakvintett Flórída flutti Hræru Þorkels Sigur- björnssonar en það eru stef samin við atburði þjóðsagna, sem Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.