Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 ESB samþykkir hert eftirlit með fiskinnflutningi Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Á VEGUM Evrópusambandsins hefur nú verið ákveðið að Danir verði að skipa fleiri eftirlitsmenn til að herða eftirlit með löndunum á fiski frá löndum utan ESB. Ákvörðunin er afleiðing af mótmælum franskra fiskimanna. Björn Westh, sjávarútvegsráðherra Dana, er óánægður með tilskipunina og segir að hún leiði bæði af sér aukið skrifræði og ógni dönskum hagsmunum. Danmörk er það land í Evrópu þar sem mest er landað af fiski frá löndum utan sambandsins. Eftir endurtekin mótmæli bryti í bága við GATT-samkomu- franskra fiskimanna á innflutningi á ódýrum fiski á evrópska markaði frá löndum utan ESB hefur verið leitað leiða innan ESB um hvernig hægt væri að vernda evrópska hagsmuni á þessu sviði. Nú hefur verið ákveðið að herða eftirlit með löndunum frá löndum utan sam- bandsins. í framhaldi af því hefur verið farið fram á það við danska sjávarútvegsráðuneytið að hert verði eftirlit með löndunum erlendra skipa. Innan ESB hafa Danmörk, Holland og Þýskaland reynt að sporna við þessari tilhögun, en ár- angurslaust. Viðleitni þeirra hefur verið tekin sem merki um vemdar- stefnu og löndin voru í minnihluta hvað þessa afstöðu varðar. Bjöm Westh sjávarútvegsráð- herra hefur lýst yfir óánægju með þessa tilskipun, bæði vegna þess að henni fylgi aukið skrifræði, en eins vegna þess að hún gangi gegn dönskum hagsmunum. Þessu fylgir einnig kostnaður, þar sem ráða verður menn í störfin, en Westh sagði að enn væri of snemmt að segja til um hve margir yrðu ráðn- ir. Ráðherrann sagði einnig að hann áliti spurningu hvort tilskipunin Leitað að nýjum Bond Lundúnum. The Daily Telegraph. LEIT er nú hafin fyrir alvöru að „nýjum“ James Bond, eftir að breski leikarinn Timothy Dalton, sem lék njósnarann knáa í síð- ustu tveimur myndum, tilkynnti að hann hyggðist ekki fara oftar með hlutverk hans. Bond-myndirnar tvær sem Dal- ton lék í voru ekki eins vel sóttar og forverar þeirra, með Sean Conn- ery og Roger Moore í aðalhlutverk- um. Sagði Dalton að sér fyndist kominn tími til að kveðja Bond. Var lagt hart að Dalton að leika í þriðju Bond-myndinni en leikarinn aftók það með öllu. lagið og hafði á orði að hér væri hugsanlega um duldar viðskipta- hindranir að ræða. Hert eftirlit kemur sér illa fyrir danskan fiskiðnað, sagði Westh, því hann er algjörlega háður aðfluttu hráefni, þar sem ekki er af nægi- legu innlendu hráefni að taka. Ekk- ert land í Evrópu flytur jafn mikið inn af fiski frá löndum utan ESB og Danmörk og því er ljóst að hert eftirlit bitnar mest á Dönum. Reuter Hóta frekari hryðjuverkum EITT af sex fórnarlömbum sprengjutilræðis í rútu í ísrael í gær. Múslimsk öfgasamtök lýstu verknaðin- um á hendur sér og hótuðu frekari hermdarverkum. Sex manns bíða bana í sprengjutilræði í Israel Hadera. Reuter. AÐ MINNSTA kosti sex manns biðu bana og um 30 særðust þeg- ar sprengja sprakk í rútu í ísre- alska bænum Hadera, um 50 km norður af Tel Aviv, í gær. Músl- imsku öfgasamtökin Hamas lýstu tilræðinu á hendur sér og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), for- dæmdi það í ræðu á fundi Evr- ópuráðsins í gær. „Ung börn, þetta er ótrúlegt, rútan var full af börnum," sagði grátandi kona sem var í rútunni en slapp ómeidd. „Lítill strákur lá á gólfinu og við urðum að stíga á hann til að komast út,“ sagði hún. Félagi í Hamas-samtökunum var á meðal hinna látnu og talið er að hann hafi haft sprengjuna inn á sér þegar hún sprakk. Líklegt þykir að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Hamas-samtökin eru andvíg frið- arsamningi PLO og ísraela, en sam- kvæmt honum áttu ísraelar að hafa lokið brottflutningi hermanna sinna frá Gaza-svæðinu og Jeríkó á Vest- urbakkanum í gær. Brottflutning- Reuter Arafat fordæmir tilræðið YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, fordæmdi sprengjutilræðið í ísrael í ræðu sem hann flutti á fundi Evrópuráðs- ins I gær. urinn tafðist vegna deilna um fram- kvæmd samningsins. Hamas vildi með sprengjutilræð- inu hefna skotárásar ísraelsks land- nema á múslima í Hebron í febrúar sem kostaði að minnsta kosti 30 manns lífið. Fyrir viku urðu samtök- in sjö mönnum að bana í sprengju- árás í bænum Afula. Talsmaður Hamas sagði í gær að samtökin myndu gera þrjár sprengjuárásir til viðbótar og búist er við að þau láti til skarar skríða í dag þegar ísrael- ar halda upp á Sjálfstæðisdaginn. Vaxandi spenna framundan Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, kvaðst staðráðinn í að koma í veg fyrir að sprengjutilræðið hindraði frekari friðarumleitanir. Líklegt er að tilræðið skapi mikla spennu milli ísraela og Palestínu- manna og verði vatn á myllu hægri- manna úr röðum gyðinga sem eru andvígir friðarsamningnum. Yasser Arafat hélt í fyrsta sinn ræðu hjá Evrópuráðinu í gær og fordæmdi sprengjutilræðið, sagði það „árás á saklausa ísraelska borg- ara“. Hann gagnrýndi ennfremur ísraelsstjórn fyrir að hafa frestað brottflutningi hermanna sinna frá Gaza og Jeríkó og sagði töfina hafa gefið öfgamönnum tylliástæðu til að grípa til hryðjuverka. Bretar hyggjast herða reglur um ofbeldis- og klámmyndir Slæm áhrif á börn tal- in hafa verið vanmetin London. The Daily Telegraph. BRESKA stjórnin ætlar að leggja fram tillögur um að aðgangur barna að ofbeldismyndböndum verði bannaður og verða viðurlög um fangelsi ef eigendur myndabandaleiga hlíta ekki lögunum. I upphaflegum tillögum sljórnar íhaldsflokksins voru mildari ákvæði en Michael Iloward innanríkisráðherra ákvað að beygja sig fyrir kröfum um hert ákvæði eftir að Ijóst varð að 80 íhalds- þingmenn myndu styðja hugmyndir stjórnarandstöðunnar í þá veru. Fyrr í mánuðinum kom út skýrsla 25 sálfræðinga þar sem viðurkennt var að heil kynslóð könnuða hefði vanmetið þann skaða sem ofbeldismyndbönd gætu valdið bömum. Skýrslan er talin hafa snúíð mörgum þing- mönnum og almenningi á sveif með þeim sem vildu ganga harðar fram gegn ofbeldismyndunum en gert var í upphaflegum tillögur íhaldsstjórnarinnar. Samkvæmt tillögum Howards verða myndbönd að sæta mun strangari flokkun en hingað til með tilliti til innihaldsins. Nýjar viðmiðunarreglur • verða teknar upp og breska kvikmyndaeftirlit- inu gert að hafa þær í huga áður en sýningar á myndum verða leyfðar. Þetta mun eiga við um myndir sem „eru slæm fordæmi fyrir börn eða virðast líklegar tij að valda þeim andlegu tjóni“. í tillögum stjórnarinnar var þó ekki gengið svo langt að banna alger- lega ofbeldis- og klámmyndir og hafa stjórnarliðar borið því við að slík ákvæði myndu einnig koma í veg fyrir að fullorðnir gætu séð svonefndar „djarfar“ myndir sem bannaðar væru börnum. Á síðustu stundu og eftir fund ráðherrans með þingmanni Fijáls- lynda lýðræðisflokksins, David Alton, mun hafa náðst málamiðl- un. Howard vísar því á bug að hann hafi látið undan síga en Alton kom brosandi af fundinum og sagðist hafa náð öllum kröfum sínum fram. Niðurstaðan hefði verið „sigur skynseminnar". Reuler Hjá tannlækninum LARRY Vogelnest, dýralæknir í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu, er hér að fjarlægja aðra augntönnina eða vígtönnina í honum Archie, 10 ára gömlum órangútanapa. Archie, sem getur náð allt að 40 ára aldri, er elsta karldýrið í gai*ðinum» "' - ! : I i ; í i i í t I i f. I I i I l i I l í í i i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.