Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 49 Björgvin GuðniÞor- björnsson - Minning Fæddur 9. júlí 1914 Dáinn 31. mars 1994 Stór skörð eru höggvin í skóla- systkinahópinn, sem útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands 30. apríl 1934. Meðal þeirra var Björgvin Þorbjörnsspn aðalbókari, sem að- eins vantaði einn mánuð til að ná 60 ára útskriftarafmælinu. Það æxlaðist einhvern veginn þannig að við Björgvin settumst hlið við hlið þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason setti Verslunarskólann í fyrsta sinni og hóf þar með farsælt starf sitt sem skólamaður. Þar með hófust kynni okkar Björgvins, sem voru mér ómetanleg vegna þess hvernig hann og fjölskylda hans tóku mér. Þau þijú ár, sem við sát- um þá á skólabekk, var ég, ásamt öðrum skólabróður okkar, daglegur gestur á heimili Björgvins á Bald- ursgötu 24. Við mættum þar kl. 9 sex daga vikunnar og lásum saman lexíurnar sem skilað var í kennslu- stundina effir hádegið. Þetta reynd- ist okkur öllum hagkvæmt fyrir- komulag og varð árangur okkar í skólanum betri heldur en annars hefði orðið. Mjög var þægilegt að umgangast Björgvin. Hann hreifst af skáta- starfinu og var þar félagi í mörg ár. Jók það félagsþroska unglinga og víðsýni. Á kreppuárunum 1932-1935 þegar atvinnuleysi herjaði í höfuð- borginni fór ég í atvinnuleit austur fyrir fjall. Það voru glaðværir ungir menn sem þá komu austur til okkar hjónanna í heimsóknir, mest fyrir atbeina Björgvins. Það voru oft ógleymanlegar samverustundir. Hann var glaður á góðri stund og það þótt ekki væri haft vín um hönd, því að því er ég best veit notaði hann aldrei áfengi. Hann hóf feril sinn sem verslun- armaður í Haraldarbúð, sem var virtasta verslun í sinni grein í bæn- um og þangað völdust aðeins þeir starfsmenn, sem höfðu aðlaðandi framkomu og vildu gera viðskipta- manninum til hæfis. Með Björgvin er genginn traust- ur og vinsæll starfsmaður, ágætur félagi og tryggur vinur. Kona mín og ég þökkum honum samfylgdina og vottum aðstandend- um hans okkar innilegustu samúð. Erlingur Dagsson. Nú er Björgvin vinur og foringi okkar eldri skáta um langt skeið „farinn heim“ eins og við skátar orðum það að fyrirmynd stofnanda ERFIDRYKKJUR P E R L A in sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kiiíli- hlaðlxird íallegir salir og mjög góö þjónusta. Upplýsingar í sínia 2 23 22 FLUGLEIÐIR HÍTKL LIFTLKlllK skátahreyfingarinnar, Baden Pow- ell. Björgvin Þorbjörnsson gekk ung- ur til starfa í skátahreyfingunni. Fyrir stríð voru starfandi tvö skáta- félög drengja í Reykjavík: Væringj- ar og Ernir. Skátafélagið Væringjar hafði verið stofnað 2. nóvember 1912 af sr. Friðriki Friðrikssyni, sem grein frá KFUM. Félagsstarfið varð öflugt þrátt fyrir húsnæðis- skort og komið í nokkuð fastar skorður, þegar Björgvin og síðan þrír bræður hans gerðust skátar í Væringjum í 1. sveit, en þá voru þijár sveitir í félaginu. Björgvin var þeirra elstur og því foringinn, en Þorsteinn, Sveinbjörn og Sigurbjörn komu líka mjög við sögu í skáta- starfinu. Þeir bjuggu hjá foreldrum sínum á Baldursgötu og varð heimilið því oft miðstöðin þaðan sem skátastarf- seminni var stjórnað á árunum fyr- ir 1940 og reyndar síðar líka. Þeir bræður voru lengi hinir traustustu liðsmenn í skátastarfinu, sem alltaf mátti treysta á. Árið 1938 varð það úr að áður- nefnd skátafélög drengja voru sam- einuð og myndað eitt skátafélag í Reykjavík sem hlaut nafnið Skáta- félag Reykjavíkur. í fyrstu stjórn þess, sem skapaði ný viðhorf, var Björgvin Þorbjörnsson gjaldkeri og má segja að þeir bræður hafi um langt árabil gætt ijármála skáta í Reykjavík af stakri samviskusemi og röggsemi. Síðar varð Björgvin Þorbjörnsson félagsforingi Skátafé- lags Reykjavíkur um skeið. Það var mannbætandi fyrir unga drengi að kynnast Björgvini og ómetanlegt að njóta síðan stuðnings hans við vandasöm stjórnarstörf. Ég minnist þátttöku hans á ýmsum stórum skátamótum og leiðsagnar í ýmsum málum þegar til fram- kvæmda kom. Þá var hann alltaf jákvæður og hvetjandi. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móftir og amma, SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, verður jarftsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið Höfða. Sveinbjörn Valgeirsson. börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur vinur okkar og frændi, RAFN ÞORSTEINSSON bóndi, Hrafntóftum, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Oddakirkju. Pálína Jónsdóttir, Björgúlfur Þorvarðsson, Grétar Björnsson og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og frænku, SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hliðardal (Skipholti 66), fyrrv. framkvæmdastjóra, Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar. ída B. Einarsdóttir, Páll V. Sigurðsson, og fjölskyldurnar frá Hliðardal. t Hugheilar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ÁGÚSTS GUÐNASONAR, Selnesi 36, Breiðdalsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Sigurbjörg Einarsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Hörður Benediktsson, Hjörtur Agústsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ekki hefur það verið minna virði að finna vináttu hans, þó að sam- verustundirnar hafi verið færri síð- ustu árin. Gamlir skátar kveðja nú foringja sinn og góðan vin um árabil. Hann var sá sem ailtaf var treyst á og aldrei brást. Við flytjum börnum hans og að- standendum samúðarkveðjur og í huga okkar er þakklæti fyrir störf hans og vináttu alla tíð. Páll Gíslason, fyrrv. skátahöfðingi. Kveðja frá íslenskum skátum Björgvin Þorbjörnsson gekk ung- ur til liðs við skátahreyfinguna og starfaði fyrst innan vébanda skáta- félagsins Væringja í Reykjavík. Hann gat sér gott orð sem góður og traustur féiagi. Honum voru snemma falin trúnaðarstörf fyrir skátafélagið og árið 1938 sat hann í nefnd þeirri sem vann að samein- ingu skátafélaganna Væringja og Arna í Reykjavík og var fyrsti gjald- keri hins nýja félags, Skátafélags Reykjavíkur. Björgvin Þorbjörnsson varð ári síðar félagsforingi Skátafé- lags Reykjavíkur og sat jafnframt í stjórn Bandalags íslenskra skáta og var gjaldkeri þess. Öll störf sín í þágu skátahreyf- ingarinnar vann Björgvin af stakri prýði og var afar laginn í öllum samskiptum sínum við yngri skáta. Hann var maður hæglátur en flutti mál sitt af festu og hvikaði ekki frá þeim málstað sem hann taldi rétt- an. Hann var maður sátta og sam- lyndis, en slíkir menn ná jafnan árangri í störfum sínum. Þótt Björgvin hafi verið einn af frum- heijum skátahreyfingarinnar og látið mest að sér kveða meðan hann var ungur að árum fylgdi hann heils hugar kallinu eitt sinn sem skáti ávallt skáti. Hann var ólatur við að fylgjast með störfum skáta, sótti reglulega öll skátamót, fylgd- ist vei með tjaldbúðarstörfum og veitti ungum skátum oft holl ráð með þeirri hæversku sem honum var eðlislæg. Hann átti sjálfur góð- ar minningar úr skátastarfi, sem hann stundaði af kappi ásamt bræðrum sínum, og fór þar fram- sækin sveit. Þegar hann heimsótti skátamót að Úlfljótsvatni árið 1992, þá nokk- uð farinn að heilsu, var honum efst í huga að mótsstjórnin færi nægjan- legum viðurkenningarorðum um snyrtilegar tjaldbúðirnar, hann minnti á að ævinlega reyndu skát- arnir að gera sitt besta og hann vissi að dálítið hrós að afloknu verki eflir og hvetur til dáða og er mikil- vægt veganesti ungum skáta sem hefur reynt að leggja sig fram. Björgvin Þorbjörnsson var góður skáti og drengur góður, íslenskir skátar minnast starfa hans með þakklæti og virðingu og flytja fjöl- skyldu hans einlægar samúðar- kveðjur. Stjórn Bandalags íslenskra skáta. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS K. JÓNASSONAR, er lést 5. apríl síðastliðinn, verður gerð frá ísafjarðarkapellu, laug- ardaginn 16. apríl, kl. 14.00. Hansína Einarsdóttir, Einar Valur Kristjánsson, Guðrún Aspelund, Kristinn Þórir Kristjánsson, Berglind Óladóttir, Steinar Örn Kristjánsson, María Valsdóttir, Ólöf Jóna Kristjánsdóttir, Björgvin Hjörvarsson, Guðmundur Annas KristjánssoiSvanhiidur Ósk Garðarsdótti og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför sonar okkar, föður og bróður, SIGMARS BJÖRNSSONAR, Grundarstig 2. Björn Gunnlaugsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Hulda Kristín Sigmarsdóttir, Björn Elvar Sigmarsson, Magnús Björnsson. t Ég sendi innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar, HANS PEDERSEN Þingvallastræti 42, Akureyri. Sérstakar þakkir til lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Rósa Pedersen og fjölskylda. Lokað Vegna útfarar ALBERTS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi iðnaðarráðherra, eru skrifstofur Fjár- málaráðuneytisins lokaðar frá kl. 13-15 í dag, fimmtudaginn 14. apríl. Fjármálaráðuneytið. Lokað Vegna útfarar ALBERTS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi iðnaðarráðherra, eru skrifstofur Iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytis lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 14. apríl. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.