Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C 83. tbl. 82. árg. Kohl bæt- ir stoðuna Frankfurt. Reuter. STUÐNINGUR við Helmut Kohl Þýskalandskanslara fer nú vax- andi, samkvæmt skoðanakönn- un sem Allensbach-stofnunin hefur gert. Rudolf Scharping, kanslaraefni jafnaðarmanna, hefur þó vinninginn eða 29% fylgi gegn 23% fylgi Kohls. Kosið verður til þings í október. Fylgi Scharpings hefur ekki aukist síðustu mánuðina en flokkur hans hefur hins vegar aukið styrk sinn, fær nú . 40,6% en hafði 38,3% í mars, Krístilegir demókratar Kohls fá 34,9%. Talið er að merki um batnandi efnahag valdi því að Kohl bæti nokkuð stöðu sína en hann fékk 20% stuðning í janúar. í könnuninni kom fram að 67% íbúa í austurhéruðum Þýskalands, alþýðulýðveldinu sem var, segjast nú sjá merki um að efnahagurinn sé á uppleið. Um 61% segjast hafa hagnast á sameiningu þýsku ríkj- anna árið 1990 en 25% segjast hafa tapað. í vestri er aðra sögu að segja, þar telja aðeins sex af hundraði að kjörin hafi batnað en nær þriðjungur að þau hafi versnað. ------» ♦ ♦----- Hvalavinir hóta smá- ríkjum í Karíbahafí Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ALÞJÓÐLEG náttúruverndar- samtök hafa hótað ferðaþjón- ustu fjögurra karabískra ey- ríkja stríði þar sem ríkin hafa lýst stuðningi við að hvalveið- ar verði leyfðar að nýju. Hvalavinir halda því fram að Japanir hafi keypt yfirvöld á Grenada, St. Vincent, St. Lucia og Dóminíkanska lýðveldinu til stuðnings við hvalveiðar. Eru þau sögð munu styðja að hvalveiði- banni verði aflétt komi tillaga af því tagi fram á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Puerto Vallarta í Mexíkó í næsta mánuði. Náttúru- verndarsamtökin International Wildlife Coalition halda því fram að í staðinn hafi Japanir veitt þróunaraðstoð til sjávarútvegs eyríkjanna fjögurra. Fulltrúar norska utanríkisráðu- neytisins telja ólíklegt að hvai- veiðiþjóðum takist að fá bannið upprætt að þessu sinni þó að þró- unin væri þeim hagstæð. Hætta væri á að andstæðingum hval- veiða bættist liðsauki því nú hefðu Austurríkismenn látið í ljós vilja að ganga í hvalveiðiráðið. Eru þeir andvígir hvalveiðum rétt eins og nágrannar þeirra frá Sviss sem beitt hafa sér um skeið innan hvalveiðiráðsins, en af augljósum ástæðum hefur hvorug þessara þjóða nokkru sinni átt hagsmuna að gæta vegna hvalveiða. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Flýja Kigali TALIÐ er að síðustu útlending- unum í Kigali, höfuðstað Rú- anda, hafi verið komið úr landi í gær. Blóðugum bardögum linn- ir ekki og þrengdu sveitir skæru- liða Þjóðfylkingar Rúanda enn að stjórnarhernum í borginni. Harðir bardagar brutust út í norðausturjaðri borgarinnar milli stjórnarhermanna og upp- reisnarmanna en þeir fjöruðu út síðar um daginn eftir linnulausa skothríð þyrlusveita stjórnar- hersins á uppreisnarmenn. Fréttamenn sögðu að þar gætti nú allsheijar sefasýki, íbúar ótt- uðust að uppreisnarmenn eirðu engu. Landsmenn fiýja átökin, 13 kílómetra löng óslitin fylking var sögð liggja í gær frá Kigali í átt til landamæra. Á myndinni fer franskur hermaður fyrir nunnuflokki sem yfirgaf landið í gær en nunnurnar ráku fransk- an skóla í Kigali. Atlantshafsbandalagið ljær máls á frekari hernaðaríhlutun í Gorazde Serbar sagðir ætla að hætta árásum á Gorazde Sarajevo, Brussel, Moskvu, Belgrad. Reuter. VÍTALÍJ Tsjúrkín, sérlegur erindreki rússnesku sljórnarinn- ar í Bosníu, kvaðst í gær hafa fengið loforð frá Serbum um að þeir hættu árásum á múslimaborgina Gorazde. Serbar hindruðu ferðir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna um yfir- ráðasvæði þeirra og héldu 55 eftirlitsmönnum í stofufangelsi til að mótmæla loftárásunum fyrr í vikunni. Atlantshafsbanda- lagið kvaðst reiðubúið að gera fleiri loftárásir á stöðvar Serba ef fulltrúar Sameinuðu þjóðanna færu fram á það, þrátt fyr- ir andstöðu Rússa og reiði Serba í garð friðargæsluliðanna. „Ég tel að ég hafi fengið loforð frá Serbum um að þeir haldi ekki áfram árásum," sagði Tsjúrkín. Hann bætti við að ekki væri bar- ist lengur í Gorazde þótt mikil spenna væri enn í borginni og nágrenni hennar. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, sendi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- Reuter Fús til að fresta * • •• • kjon F.W. de Klerk forseti Suður- Afríku sagðist í gær tilbúinn til að hlýða á rök- studdar tillögur um frestun kosn- inga. Milli- göngumenn freista þess að sætta fylkingar. Var myndin tek- in er einn þeirra, Henry Kissinger fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Nelson Mandela leið- toga ANC í gær. Sjá „But- helezi vill..“ ábls.31. anna bréf þar sem hann áréttaði að Serbar myndu ekki hafa neitt samstarf við friðargæslulið sam- takanna. Þeir myndu líta á friðar- gæsluliðið sem hugsanlegan óvinaher eftir loftárásirnar á sunnudag og mánudag. Rússneska utanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að ástandið hefði versnað í Bosníu eftir loftárásimar og hvatti leið- toga Vesturlanda til að láta af „ögrandi aðgerðum" sínum í Gorazde. Ráðuneytið kvaðst hafa áhyggjur af því að Vesturlönd myndu í ríkari mæli freista þess að leysa vandamál sem kæmu upp í heiminum með hervaldi í framtíð- inni. Sendiherrar aðildamíkja NATO komu saman í fyrsta sinn frá loft- árásunum og talsmaður banda- lagsins sagði að á fundinum hefði komið fram almenn ánægja með aðgerðirnar. Heimildarmenn í höf- uðstöðvum NATO í Brussel sögðu að enginn vilji væri fyrir stefnu- breytingu þrátt fyrir þrýstinginn frá Rússum. Rússar fram- leiða minna ál Moskvu. Reuter. ALUMINIJ, samtök álframleiðenda í Rússlandi, liafa gefið upp- Iýsingar um þann samdrátt, sem orðið hefur á framleiðslunni að undanförnu í samræmi við samkomulag álframleiðsluríkja í janúar sl. Frá því í nóvember hefur hún minnkað urn 142.000 tonn á ársgrundvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar gefa út opinberar tölur um álfram- leiðsluna en meðal annars var fram- leiðslan í hinni risastóru bræðslu í Krasnojarsk minnkuð um 45.000 tonn. Segjast Rússar vera að vinna að frekari samdrætti innan ramma samkomulagsins frá í janúar en megintilgangurinn með því er að skapa grundvöll fyrir verðhækkun á álinu. Hafa Rússar heitið að skera framleiðsluna niður um 500.000 tonn á tveimur árum. í nýútkominni ársskýrslu ráð- gjafarfyrirtækisins Anthony Bird Ássociates segir, að kostnaður við álframleiðslu í samveldisríkjunum í mars sl. hafi verið meiri en í vest- rænum bræðslum eða rúm 50 sent á pund á móti tæpum 50. Er því spáð, að Rússar muni smám saman verðleggja sig út af markaðinum og verðið hækki verulega á næstu árum. Sjá „Rússar geta verið að . . .“ á bls. 9 í Viðskipta- blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.