Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 64
Whnt HEWLETT 1IWM PACKARD ---------------UMÐOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika 1. vinningur MORGUNBLADIF), KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Tvö snjó- flóð við Isafjarð- arflugvöll TVÖ siyóflóð féllu úr Kirkjubóls- hlíð rétt innan við flugstöðina á ísafjarðarfiugvelli síðdegis í gær. Flóðin voru um 70 metra breið og fór annað þeirra yfir veginn. Eins féll snjóflóð yfir veginn á Breiðadalsheiði. „Þetta var ægilegt sjónarspil, eitthvað sem maður gleymir ekki,“ sagði Egill Ibsen Óskarsson flug- maður hjá Flugfélaginu Erni, en hann var sjónarvottur að flóðunum ^ ^em féllu úr Kirkjubólshlíð. Flóðin féllu um 400 metrum utar en flóðin síðastliðinn sunnudag. Fyrra flóðið féll klukkan 16.40 og það síðara og stærra 10 til 15 mínútum síðar. „Fyrst heyrðist eins og hvellur og svo ægilegar drunur þegar flóðin steyptust niður hlíð- ina,“ segir Egill. „Jörðin titraði og rúður nötruðu þegar þetta fossaði niður. Seinna flóðið minnti mig helst á fossinn Dynjanda í Arnar- firði. Það ruddist yfir veginn og stoppaði um 200 metra frá flug- stöðvarbyggingunni. Það var flutn- ingabíll nýfarinn framhjá og ekki að spytja að leikslokum ef hann hefði orðið fyrir flóðinu." Vegurinn var ruddur í gærkvöldi og segir Egill að flóðið á veginum hafi verið 3 til 5 metra djúpt. Morgunblaðið/RAX Umvafinn ungviðinu Sauðburður er nú hafinn og þegar eru tvær ær bomar hjá Páli Magnússyni bónda á Hvassafelli undir Eyjafjöllum, sem fór í gær að sýna Gísla, 2 ára barnabarni sínu, nýborin lömbin. 9,5 millj. í Gullpotti Hreinsað til á borðinu - segir vinningshafinn REYKVlSKUR iðnaðarmaður og fjölskyldufaðir á sextugsaldri varð fyrstur til að fá Gullpottinn í Gullnámunni, happdrættisvélum HHÍ. Vinningurinn var 9.539.116 krónur og vannst í spilasal Há- spennu, Laugavegi 118, í hádeginu í gær. „Þvílík ósköp, það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta kemur sér vel,“ sagði vinningshafinn í samtali við Morgunblaðið. „Það verður held- ur betur hægt að hreinsa til á borð- inu.“ Sá heppni kvaðst hafa lagt undir 350 krónur í svonefndum Línukassa. „Ég var búinn að fá þijú til fjögur þúsund þegar sá stóri kom,“ sagði maðurinn. Þegar Gullpotturinn vannst blikkuðu öll ljós á vélinni og úr henni hljómaði tónlist. „Sem betur fer voru fáir þarna inni og strákarn- ir sem vinna þarna drógu mig á bak- við, enda fór að safnast að fólk.“ Vinningshafinn kvaðst ekki ætla að breyta lífsháttum sínum að neinu marki. Hann ætlar að greiða upp skuldir og reiknaði með að kaupa ríkisskuldabréf fyrir afganginn. „Mér hefur ailtaf þótt vænt um há- skólann og ekki hefur væntumþykjan minnkað í dag,“ sagði þessi fyrsti handhafi Gullpottsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra um árangur og næstu skref í vaxtamálum Strandaði við Djúpavog FÆREYSKUR fiskibátur með sjö manna áhöfn strandaði við höfnina á Djúpavogi um mið- nætti í gærkvöldi. Ahöfnin var ekki talin í hættu, að sögn ' Landhelgisgæslu og bátar voru komnir að til að ná bátn- um á flot, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Báturinn var á leið frá Djúpa- vogi þegar hann tók niðri rétt utan við höfnina. Smábátar fóru þegar til aðstoðar og stærri skip voru væntanleg til að taka hann í tog. Suðvestan kaldi var við Djúpavog í nótt. Svigrúm hér á landi til frekari vaxtalækkana Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir vaxtalækkunum með tiltækum markaðstækjum DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir vera efnahagsleg- ar forsendur fyrir frekari lækkun vaxta. Hann segir rík- isstjórnina munu beita sér fyr- ir frekari vaxtalækkunum með þeim markaðstækjum sem til staðar séu. Forsætisráðherra Tillögur meirihluta sjávarútvegsnefndar kynntar stjórnarliði Samráðsnefnd stofnuð og þrengt að framsali kvóta LAGT er til að komið verði á samstarfsnefnd útvegsmanna og sjó- manna til að skera úr ágreiningsmálum vegna kvótakaupa, að ekki megi skerða skiptaverðmæti vegna kvótakaupa eða leigu, gerð er tillaga um reglur sem hamla verslun með kvóta, tilfærslu banndaga krókaleyfisbáta og reglur um þróunarsjóð. Tillögur meirihluta sjávarútvegs- nefndar um breytingar á frumvörp- ^m um fiskveiðistjórnun og þróun- arsjóð voru kynntar þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Eftir því sem heimildir blaðsins herma er lagt til að komið verði á fót sam- starfsnefnd til að skera úr ágrein- ingsmálum þegar menn telja að við- skipti með aflaheimildir hafi haft áhrif á skiptakjör sjómanna. Nefnd- in verði 5 manna, VSÍ og LÍÚ skipi einn fulltrúa hvort, samtök sjó- manna tvo og ráðherra oddamann. Lagðar eru til breytingar á regl- um um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun. Ekki verður leyft að draga kostnað vegna kaupa eða leigu á aflamarki frá heildarverðmæti afla. Eins eru ákvæði um að hækka geymslurétt aflamarks. Ef bátur veiðir ekki að minnsta kosti helming af aflamarki sínu í tvö ár eða leng- ur er lagt til að aflamark falli niður. Tillaga er um að banndagar krókabáta verði færðir til þannig að veiðibann verði föstudag, laugar- dag og sunnudag aðra hvora helgi og veiðar áfram bannaðar í desem- ber og janúar. Þá verður krókabát- um ekki leyft að velja sér kvóta. Krókabátum verður leyft að stunda botndýraveiðar og geta sótt um grásleppuleyfi eftir sem áður. Þróunarsjóður Lagt er til að stjórn Þróunarsjóðs verði heimilt að veija peningum til markaðssetningar, þróunar- og ný- sköpunarmála. Fallið verði frá að þinglýsa banni við að fiskvinnslu- hús, sem hafa verið úrelt, verði aftur notuð til fiskvinnslu. Þannig verður sá möguleiki fyrir hendi að hús sem búið er að úrelda verði aftur notuð ef aðstæður breytast. rekur í grein, sem hann ritar í Morgunblaðið í dag, fimm ástæður þess að forsendur séu fyrir hendi fyrir frekari vaxta- lækkun. „í fyrsta lagi eru engin teikn um þensluhættu eða jafnvægis- leysi í viðskiptum við önnur lönd,“ segir í grein Davíðs. „í öðru lagi er raungengi krónunnar mjög lágt um þessar mundir og því engin gengisáhætta fylgjandi íslensku krónunni. í þriðja lagi eru raun- vextir háir á Islandi í samanburði við önnur lönd, þótt bilið í þessu efni hafi minnkað mjög að undan- förnu. í fjórða lagi getur vaxta- munur bankanna minnkað þegar aðlögunarvandi þeirra vegna fjár- hagserfiðleika frá liðnum árum er að baki ... í fimmta lagi er stefnt að því að fjárlagahalli verði minni á næsta ári en á þessu ári auk þess sem fjármálaráðherra vinnur nú að viðmiðunarfjárlagavinnu fyrir næstu þrjú ár, þar sem for- sendan er sú að eyða fjárlagahalla ríkisins." 5% raunvextir háir Forsætisráðherra segir að það fari ekki á milli mála að 5% raun- vextir á verðtryggðum ríkis- skuldabréfum séu háir, sama á hvaða mælikvarða sé litið. Raun- vextir samskonar skuldabréfa séu til dæmis 3,3% í Svíþjóð. Hann kveður hugsanlegt að frekari end- urskoðun á fjármagnsmarkaðnum sé tímabær, svo sem í þá veru að ríkið geti gefíð út fleiri tegundir verðbréfa, endurskoða megi það fyrirkomulag sem er á fjármögnun húsbréfa. Forsætisráðherra segir það vekja sérstaka athygli hve seint inn- og útlánavextir banka fylgi eftir lækkun á markaðnum og eins hitt hvernig forráðamenn lífeyrissjóðanna hafi haldið að sér höndum við fjármögnun húsnæð- iskerfisins. Forsætisráðherra kveður mikil- vægt að samstaða ríki í þessum efnum. Orðrétt segir hann: „Að öllu samanlögðu er því svigrúm hér á landi til vaxtalækkana. Rík- isstjórnin mun beita sér fyrir frek- ari lækkunum með þeim markaðs- tækjum sem til staðar eru. Mun fjármálaráðherra ekki lengur binda sig við 5% vexti á verð- tryggðum ríkisskuldabréfum held- ur miða kaup sín við lægri tölu þannig að vextir geti fylgt efna- hagslegum forsendum á hveijum tíma.“ Sjá grein Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í miðopnu: „Árangur í vaxtamálum og næstu skref“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.