Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Vitlaust gefið eftir Magnús Þórðarson Þegar litið er yfir farinn veg og staða þjóðabúsins skoðuð má sjá að eytt hefur verið um efni fram í langan tíma. Sífellt hefur sigið á ógæfuhliðina og skuldir auknar þrátt fyrir mikla hagsæld. Ráðist hefur verið í fjárfestingar af slíkum glannaskap að menn hafa verið firrtir allri skynsemi og eiga ekki að sleppa frá slíku. Bún- ar eru til stofnanir svo sem Þjóð- hagsstofnun og Seðlabanki sem eru óþarfa yfirbyggingar og sliga okkur en gera lítið sem ekkert gagn. Já, enn eitt báknið hefur verið búið til en það er Byggðastofnun sem hefur ausið fé á báðar hendur rétt eins og stór mykjudreifari án nokkurs árangurs. Þar hafa farið tugir milljarða og alltaf er farið í okkar vasa og sífellt eru skattar hækkaðir. Þjófélagið hefur breyst mikið á undanförnum árum, öldruðum fjölgar ört og lífaldur lengist, skólaganga lengist og æ færri vinna fyrir þessu öllu saman. Mik- ið fjármagn hefur verið sett í menntun þjóðarinnar en ekkert hugsað um hvernig hægt væri að nýta hana. Þrátt fyrir að þjóðin sé vel menntuð þá er staðan verri en nokkurn tímann áður. Nú þeg- ar atvinnuleysi er mikið og þreng- ingar hjá fyrirtækjum þá heldur fólkið sem er á jötunni öllu sínu. Þetta er mikið óréttlæti og þarf að skoðast nánar og getum við lært af Þjóðveijum í þessu. Einnig er eftirtektarvert að þrátt fyrir mikið atvinnuieysi er verkafólk samt flutt inn samanber nýlega í Hrísey, það er eitthvað að okkur. Ef við lítum á þjóðarskútuna má sjá að hún er strönduð og því er ekki um nema eitt að gera og það er að létta á henni. Draga þarf úr stuðningi við bændur því nóg er komið og þrátt fyrir alla þessa hundruði milljarða sem við erum búin að eyða í þennan mála- flokk þá hefur vantað markvissa stefnu og eru bændur að líða fyrir það. Yfirbyggingin er of mikil hjá ríkinu og mætti byija á að leggja þessar stofnanir sem að framan eru taldir niður og fækka fólki í ríkisgeiranum, fækka sendiráðum og skera alls staðar af um 25% og fyrir alla muni byija ofanfrá. Við högum okkur eins og mjlljóna- þjóð og má benda á að Ástralir og Kanadamenn eru að sameinast um sín sendiráð. Lækka þarf vexti enn frekar og endurskoða lífeyris- sjóðakerfið frá grunni og hætta að greiða fullt til dauðadags því gamalmenni sem komið er út úr heiminum þarf ekki á því að halda. Einnig er ástæðulaust að þeir sem eru vel haldnir í eftirlaunum fái ellilífeyri. Hætta þarf að borga þeim sem hafa verið í mörgum störfum hjá ríkinu eftirlaun úr jafn mörgum lífeyrisjóðum. Ekki þarf mikinn speking til að sjá að skuldbindingar ríkisins geta ekki staðist og næsta kynslóð mun neita að borga. Þessa sjást merki í öðrum löndum að unga fólkið sem er að beijast við að eignast þak yfir höfuðið neiti að borga til þeirra gömlu og ríku. Að reyna að bjarga málum með því að láta ríkið blæða í einhver verkefni er tóm vitleysa, það sem er mun betra er að láta ríkið létta álögum af fólki og láta okkur sjálf um endu- reisn því ríkið yrði bara að fara í vasa okkur á nýjan leik með hækk- uðum sköttum. Fólk þarf að fá 10% kauphækk- un og er það hægt án nokkurra vandræða en það er með því að afnema lífeyrissjóðsgreiðslur og láta fólkið fá að ráða sjálft hvern- ig það ráðstafar þessu. Þetta er besta leiðin til að auka hagvöxt- inn. Með betri tengingu við Evrópu munu mannréttindi aukast og er ekki vanþörf á. Atvinnuleysi hefur verið í raun í tugi ára en hefur verið mætt með því að hrúga fólki á jötuna, skattpíning eykst og er svo komið að fólk stendur ekki undir þessu lengur og hefur engan áhuga á því. Hafirðu vilja til að bjarga þér þá er það vonlaust því þú ert launalaus innheimtumaður ríkis- sjóðs, var nokkur að segja að þrælahald væri ekki til? Vaxtastefna og verðtrygging er meginorsök hvernig fyrir okkur er komið. Þegar húsbréfakerfið var fundið upp var auðséð að það var hannað fyrir okurlánara en ekki fyrir lántakenda. Að gera fólki að borga 6% vexti verð- tryggða og allt að 25% afföll er slíkur glæpur að ekki finnst sam- jöfnuður í verstu reyfurum, þjófn- aður er þetta og ekkert annað og er upphæðin varlega áætlað nokkrir milljarðar á aðeins 4 árum. Þetta rán er búið að mergsjúga almenning og vegna hárra vaxta PRENT MESSA HÓTEL LOFTLEIÐUM, 15.-16. APRÍL KL. 10-18 ACO h.f. Apple umboðið Árvík h.f. Félag bókagerðarmanna Gunnar Eggerfsson h.f. H. Pálsson h.f. Hans Petersen h.f. Hvítlist h.f. Jóhann Ólafsson & Co. hf. Markús Jóhannsson h.f. Morgunblaðið Nýherji h.f. Otló B. Arnar h.f. Ólafur Þorsteinsson & Co. h.f. Prentsmiðjan Oddi h.f. Prentþjónustan h.f. Sturlaugur Jónsson & Co. h.f. Tæknival h.f. Tölvustofan h.f. Umbúðamiðstöðin h.f. Viðamesta prenfsýning sem haldin hefur verið á Islandi Á Prentmessu 94 hefur þú tækifæri til að kynnast því sem helst er að gerast í tækniþróun prentiðnaðar. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á markaðsaðstæðum í prentiðnaði og kaupendur prentverks gera sífellt meiri kröfúr um hraðvirkni og gæði. Á Prentmessunni getur þú trúlega séð þau tæki og tól sem gera það kleift að standast kröfur nútímans. Á sýningunni hittir þú ekki aðeins færustu tæknimenn umboðanna heldur einnig fulltrúa nokkurra framsæknustu prentfyrirtækja landsins, sem þarna munu kynna þjónustu sína. Erlendir fýrirlesarar frá fram- leiðendum nokkurra þeirra tækja, sem sýnd eru á sýningunni, munu fræða um þróun og framtíðarhorfúr í prentiðnaði. Fyrirlestrar hefjast á heila tímanum báða sýningardagana. Sýningin er ætluð fagfólki og stjórnendum í prentiðnaði og kaup- endum prentverks, en er öllum opin sem vilja kynnast því nýjasta og besta í prenttækni. Prenttæknistofnun Eftirmenntun í útgáfu og prentiðnaði Magnús Þórðarson „ Já, enn eitt báknið hefur verið búið til en það er Byggðastofnun sem hefur ausið fé á báðar hendur rétt eins og stór mykjudreifari án nokkurs árangurs. Þar hafa farið tugir milljarða og alltaf er farið í okkar vasa og sífellt eru skattar hækkaðir.“ hafa skuldir heimilanna aukist hratt eða fimmfaldast á 12 árum og er leitt til að vita að það eru þeirra eigin peningar sem lánaðir eru með þessum hætti. Til ham- ingju Alþýðuflokkur, en hann kall- ar þetta aðstoð. Hið eina rétta í þessu er að reikna þetta til baka og að hver fái sitt. Fólk sem ekki á fyrir salti í grautinn í dag þarf ekki á lífeyrissjóði að halda. Öllum má ljóst vera að við sökkvum æ dýpra niður ef ekkert verður að gert. Við þurfum að marka okkur ákveðna framtíðar- stefnu sem hægt er að vinna eft- ir. Það sem við þurfum að gera fyrst af öllu er að viðurkenna hversu fámenn við erum og haga okkur eftir því. Við eigum ekki að apa allt eftir Færeyingum svo sem jarðgangagerð því vítin eru til að varast þau. í staðinn fyrir jarðgöng undir Hvalfjörð væri nær að gera miðhálendisveg til að létta á þeim ferðamannastöðum sem nú þegar eru ofhlaðnir. Ferða- mönnum mun fjölga mikið á næstu árum og þurfum við að búa okkur undir það. Blómleg ferðaþjónusta gefur af sér ómælda möguleika og tekjur út um landið allt og er það því nauðsynlegt fyrir okkur að dreifa henni sem víðast. Við þurfum að geta sýnt þeim Kröflu og sagt þeim frá því að við pöntuðum 2 túrbínur og settum aðra þeirra upp án þess að við hefðum virkjanlega orku og eftir að virkjunin var reist höfum við borað 50-60 holur með misjöfnun árangri. Þetta getum við sýnt þeim. Einnig getum við sýnt þeim Blönduvirkjun með hótelinu á hlaðinu og útlistað fyrir þeim að þetta höfum við byggt án þess að hafa nokkra þörf fyrir orkuna og ekkert fast í hendi um kaupanda. Þarna getum við sett upp styttur t.d. af orkuspánefnd og yfirmönn- um orkumála og þeim ráðamönn- um sem að þessu komu. Þarna er kominn mikill gróði ef vel yrði að þessu staðið. Allt útlit er fyrir að við getum einnig sýnt þeim Vestfjarðagöng því markvisst er unnið að því að leggja byggð þar af því búið er að taka af Vestfirðingum lífsbjörg- ina sem er kvótinn. Svo getum við sýnt þeim fisk- eldið og loðdýraeldið og það er svo margt sem við höfum að sýna og til að skemmta þeim með. Hér fyrir sunnan getum við sýnt þeim Korpúlfsstaði og sagt frá því að búið sé að eyða 90 milljónum í hönnun á ónýtu húsi, það hafi gleymst að byija á byijuninni. Ef við höldum vel á málum eigum við bjarta framtíð í ferðamálum. Einnig er hægt að sýna þeim hvar við ætlum að byggja yfir Hæstarétt á sama tíma og við höfum ekki efni á nýrri björgunar- þyrlu. Það sem ég hef talið upp hér að framan sýnir að það er enginn kreppa hér hjá okkur nema þá fyrir tilverknað ráðamanna þessarar þjóðar á undangengnum árum. Landið okkar og auðlindir hafa fyllilega staðið undir sínu og ekki við það að sakast. í dag erum við með sjöundu hæstu meðaltekj- ur á mann í heiminum og allt er í kalda koli hjá okkur. Vitleysan hefur riðið hér við einteyming. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hvernig væri umhorfs nú hefði Davíð Oddsson ekki kom- ið til skjalanna, ég vil persónulega ekki hugsa þá hugsun til enda. Ég held nefnilega að framsóknar- flórinn hafi verið meir en fullur því þetta stóra fjós var kjaftfullt og er mokstri ekki enn lokið og enginn veit hvenær það verður. Ég treysti kjósendum til að hug- leiða þetta og að þeir geri sér grein fyrir staðreyndum í þessu máli og láti ekki reiði bitna á þeim sem eru þó að reyna að bjarga málum. Mikið eru Frakkar lánsamir að eiga ekki landamæri að okkur því við værum sko búnir að lemja á þeim. Að kaupa ekki af þeim „þyrlu og Citroén-druslur“ er bara viðvörun frá stórveldi og þeir eru heppnir að við höfum ekki sprengj- una stóru. En erum við nokkru betri sjálfir, það er spurning. Höfundur er byggingameistari og matsmaður. Doktor í jarðfræði ÞRÁINN Sigurðsson jarðeðlisfræðingur varði doktorsritgerð um notkun ratsjárbylgna við málmaleit við háskólann í Árósum í Danmörku nýverið. Þráinn lauk háskóiaprófi í jarð- eðlisfræði frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1984. Hann hefur búið í Svíþjóð frá því hann hóf þar nám og hefur undanfarin ár unnið við að þróa tæki til málmleitar í ber- glögum, án borana. Hann rekur nú eigið jarðfræði- og rannsóknarfyrirtæki í Svíþjóð, en er jafnframt framkvæmdastjóri Evrópudeildar bandaríska fyrir- tækisins Sensors and Softvare Inc. Með ratsjárbylgjubúnaðinum, sem hann hefur verið að þróa, hafa þegar fundist vinnanlegir málmar í jarðlögum í norður Sví- þjóð, en meðal jarðefna sem hon- um hefur tekist að finna með jarð- sjánni er gull dreift í öðrum berglögum. Þráinn Sig- urðsson fæddist á ísafirði 1954 sonur Hall- dóru Guð- mundsdóttur hjúkrunar- konu og fóst- ursonur manns henn- ar Jóhanns Eiríkssonar fyrverandi yfirfiskimatsmans. Hann er giftur Pigitsu Sigurðsson og eiga þau eina dóttur, Önnu. Dr. Þráinn Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.