Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 46

Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 innar hefur ferill Alberts, bæði sem knattspymumanns og einnig sem leiðtoga, markað djúp spor og skilið eftir sig merkan minnisvarða. Ein- stakir hæfileikar Alberts sem knatt- spymumanns komu fljótt í ljós og þegar á unga aldri skaraði hann fram úr í leikjum með knattspyrnu- félaginu Val. Albert hélt síðan til náms í Skotlandi og Englandi og bauðst honum strax að spila þar með tveimur frægum liðum, Glasgow Rangers og Arsenal. Hróð- ur Alberts spurðist fljótt um alla Evrópu og fljótlega varð hann stór- stjarna í Evrópuknattspyrnunni og spilaði með mörgum stórliðum, til dæmis A.C. Milan, Racing Club de Paris, Nancy og Nice, auk þeirra sem áður vom nefnd. Til að verða fremstur meðal jafningja í atvinnu- knattspyrnunni þarf annað og meira en meðfædda knattspyrnu- hæfíleika. Það sem þar skilur á milli eru mannkostir, sem menn hafa til að bera. Albert hafði slíka hæfileika í ríkum mæli eins og kom berlega í ljós í hans ævistarfí síðar á lífsleiðinni. Þeim, sem þessi orð skrifar, gafst kostur á því að kynnast af eigin raun við þijú mismunandi tækifæri á undanfömum 10 árum, tvisvar í Frakklandi og einu sinni á Spáni, hversu gífurlega dáður og virtur knattspymumaður Albert Guð- mundsson var á sínum tíma, og hversu vel og lengi sú minning lifir meðal fólks. Það er hreint með ólík- indum hversu virtur og dáður Al- bert er enn þann dag í dag í Frakk- landi og afrek hans þar munu seint fyrnast. Eftir að Albert sneri heim aftur og fór að hasla sér völl á íslandi fór hann fljótt að sinna leiðtoga- störfum í knattspyrnu. Albert var formaður Knattspyrnusambands íslands á ámnum 1968-1973. í hans formannstíð var mikil gróska og uppsveifla í starfsemi KSÍ. Hann innleiddi ýmsa nýja hluti sem þóttu óhugsandi þá, eins og til dæmis knattspymu að vetrarlagi, en hún var óneitanlega framfaraspor í ís- lenskri knattspyrnu. Einnig voru spilaðir fleiri landsleikir en áður. Þá stuðlaði Albert að því með sínum alkunna dugnaði og framsýni að keypt var stór skrifstofuhæð í Laugardalnum, sem hýsir ennþá alla starfsemi KSÍ og mun gera í náinni framtíð. Það gustaði um Albert Guð: mundsson í formannstíð hans í KSÍ eins og reyndar í fleiri störfum hans á lífsleiðinni. En ástæða þess var einmitt sú að Albert var fram- sýnn framkvæmdamaður og hrinti í framkvæmd ýmsum málum sem voru á undan sinni samtíð, og marg- ir hreinlega áttuðu sig ekki á mikil- vægi þeirra fyrr en eftir á. Albert Guðmundsson var mikill drengskaparmaður, höfðingi heim að sækja og reyndist vinum sínum og samstarfsmönnum vel og taldi ekki eftir sér viðvikin í því sam- bandi. Það rifjast nú upp fyrir mér at- vik sem átti sér stað í fyrrasumar, sem sýnir vel hversu trygglyndur Albert var og mikill vinur vina sinna. Ég var á stuttu ferðalagi í Evrópu og þurfti skyndilega að komast heim og eini möguleikinn var að fara til Parísar og þaðan með kvöldflugi til íslands. En ég þurfti að skipta um flugvöll í París og hafði til þess skamman tíma. Ég hringdi í Albert vin minn og spurði hann ráða hvernig ég ætti að fara á milli flugvallanna. Albert tók af mér orðið og sagði strax: „Ég kem út á flugvöll og sé um þetta.“ Og hann var að sjálfsögðu mættur þegar vélin mín lenti og ók mér á milli flugvalla. En það sem ég ekki vissi fyrr en ég sá Albert í París var að hann var nýkominn af sjúkrahúsi eftir erfiðan uppskurð og átti að sjálfsögðu a<j fara sér hægt. En slíkur maður var Albert Guðmundsson, einstakur á margan hátt og skilur eftir sig merk spor. Knattspyrnuhreyfingin á íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við Albert Guðmundsson og drúpir höfði í einlægri sorg og virðingu við fráfall hans. Nafn Alberts Guðmundssonar verður ávallt feitletrað í íslenskri knattspymusögu. Vinir hans í evr- ópskri knattspyrnuforystu hafa beðið mig að koma á framfæri kveðjum, virðingu og þakklæti í minningu hans. Knattspyrnusam- band íslands vottar einkonu hans, börnum og allri fjölskyldu sína ein- lægu samúð og virðingu við fráfall Alberts Guðmundssonar. En minn- ingin um mikinn höfðingja, ógleym- anlegan afreksmann og mikinn drengskaparmann lifir. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambands íslands. Ég ætla mér ekki að rekja æviatriði Alberts Guðmundssonar né afrek hans í íþróttum og stjórn- málum, það gera aðrir sem betur þekkja til, en mig langar til að minnast mannsins Alberts Guð- mundssonar, mannsins sem nú er fallinn frá langt um aldur fram. Kynni okkar Alberts Guðmunds- Albert gantast við fiskvinnslukonur en hann lagði jafnan áherslu á góð tengsl við alþýðu landsins. Lengi lifir í gömlum glæðum. Albert bregður á leik með fótboltann við einn skólann í Reykjavík á borgarsljórnarárum sínum. sonar hófust árið 1987 þegar hann var flæmdur úr Sjálfstæðisflokkn- um. Eins og aðrir hafði ég fylgst með ferli hans úr fjarlægð. Meðal okkar strákanna var hann goðsögn sem knattspyrnumaður — hann fékk laun fyrir að spila fótbolta og það í útlöndum! Eftir að hann kom heim gustaði alltaf af honum, hvar sem hann kom, enda maðurinn mikill keppnismaður. Er forysta Sjálfstæðisflokksins hrakti Albert úr ráðherrastól og af framboðslista flokksins fyrir al- þingiskosningarnar 1987 var mér ekki stætt á öðru en að veita Al- bert það lið sem ég mátti. Slíka aðför að mannorði sínu á enginn maður að þurfa að þola og þjóðin sýndi álit sitt á aðförinni með ótví- ræðum hætti. Kynni okkar hófust við undirbúning kosninganna og maðurinn Albert kom mér á óvart. Þessi maður — sem búið var að útmála sem einn mesta frekju- og skaphund sem ísland hafði alið og átti að vera hin mesta meinvættur — var með Ijúfari mönnum sem ég hef kynnst. Auðvitað hafði hann skap, annars hefði hann aldre i náð svo langt, en það skap kunni hann að hemja og ekkert aumt mátti hann sjá. Maðurinn Albert Guð- mundsson var ekki kallaður „vinur litla mannsins“ að tilefnislausu, hann var alltaf boðinn og búinn til að leysa vanda allra sem til hans leituðu, og Albert var drengskapar- maður í bestu merkingu þess orðs. Það var líklega þess vegna sem hann átti ekki samleið 'með þeirri kynslóð sem nú ræður í Sjálfstæðis- flokknum, hann var of mannlegur og of mikill tilfinningamaður til að eiga samleið með þeirn sem gleyma „manninum á strætinu“ nema á fjögurra ára fresti. Samstarf okkar Alberts var náið um tíma og ég minnist þess tíma með þakklæti og hlýju. Það var gott að vinna með Albert, hann var alltaf reiðubúinn til að hlusta á skoðanir annarra og jafnvel að gera þær að sínum, ef honum fundust þær þess virði. Al- bert hvarf síðan af vettvangi stjórn- málanna og gerðist sendiherra ís- lands í París. Þar var hann verðug- ur fulltrúi þjóðar sinnar. Maðurinn Albert Guðmundsson var mikill fjölskyldumaður og var unun að sjá samband hans við konu sína, börn og ekki síst barnabörn. Samstaða og samheldni fjölskyld- unnar var einstök. Hann var líka mikill bamavinur og inn í kosninga- baráttuna 1987 komu páskar. Á kosningaskrifstofunni birtust far- andsalar með páskaegg og af minnsta kosti tveimur þeirra keypti Albert fulla kassa af páskaeggjum, sem barnabörnin og böm stuðn- ingsmannanna nutu. Albert var mikill trúmaður og ekki kom til greina að unnið yrði á kosninga- skrifstofunum hátíðisdagana þótt þess hefði þurft, þar varð honum ekki haggað. Ég og fjölskylda mín viljum senda frú Brynhildi, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öllum ættingjum Alberts okkar innilegustu samúðarkveðjur, þau hafa misst mikið. Við fjölskyldan og aðrir vinir þeirra höfum líka misst mikið, en minningarnar um Albert Guðmundsson lifa, og það em ljúfar minningar. Þegar Magnús_„Stormur“ Magn- ússon minntist Ólafs Thors sagði hann: „Hann var hjartahlýr höfð- ingi.“ Þegar að kveðjustund Al- berts er komið langar mig til að gera þessi orð Magnúsar að mínum. Albert Guðmundsson var hjartahlýr höfðingi og hans er gott að minn- ast. Það er enginn fátækur sem á minningar um slíkan mann í hug- skoti sínu. Garðar Jóhann. Albert Guðmundsson er látinn ástsæll stjórnmálamaður, íþrótta- frömuður og fræknasti knatt- spyrnumaður sem ísland hefur alið. En umfram allt maður með hlýtt hjarta. Maður fólksins. Leiðir okkar Alberts lágu saman fyrir tæpum tuttugu árum, ég þá ungur maður, — Albert með vindil- inn sinn, stór í sniðum. Þau kynni voru ánægjuleg og gefandi, og eins og ávallt fann ég vináttu geisla frá honum. Mörgum árum síðar, þegar ég starfaði á Sjónvarpinu, hafði ég það hlutverk að fjalla um eitt umdeild- asta mál seinni tíma, Hafskipsmál- ið. Þá var Albert ráðherra í ríkis- stjóm íslands. Hann hafði verið stjómarformaður Hafskips og for- maður bankaráðs Útvegsbankans. Kastljós fjölmiðla beindist að hon- um. I þeim gjörningum fór svo, að Albert var þvingaður til þess að segja af sér embætti. En þrátt fyr- ir ágjöf, þá breyttist viðmót hans aldrei í minn garð, — ávallt kurteis og hlýr, þó á stundum væri hann ósáttur við umfjöllun Sjónvarps. Það fylgir starfinu og það vissi Albert. En ég vil kveðja Albert fyrir hönd Knattspymufélagsins Vík- ings. Jú, Albert var Víkingum ávallt haukur í horni og mikill vin- ur. Um miðja öldina sigldi Víkingur krappan sjó og framtíðin tvísýn. Og þá var ekki hægt að fá rönd- ótta búninginn. Þá voru góð ráð dýr og Víkingar kepptu í búningi Haukanna úr Hafnarfirði. í hugum sumra var þetta nánast eins og leggja niður félagið. Þá hug- kvæmdist mönnum að skrifa Al- berti suður til Ítalíu. Albert lék þá með AC Milan í Víkingsbúningnum! Nokkru síðar barst tilkynning um sendingu í pósti. Búningarnir voru á leiðinni til landsins. í bók Ágústs Inga Jónssonar, Áfram Víkingur, segir Þorlákur Þórðarson, heiðurs- félagi í Víkingi: „Félagið var hins vegar svo blankt að ekki voru til peningar til að leysa sendinguna út. Við mönnuðum okkur þó upp í að fara niður á póststofu til að kíkja á böggulinn. Er þangað kom og við höfðum sýnt tilkynninguna sagði starfsmaðurinn. „Víkingur, já, gjörið þið svo vel.“ Albert hafði sent búningana á eigin reikning og fært Víkingi að gjöf. Slíkt vinar- bragð gleymist aldrei.“ Já, slíkt gleymist aldrei. Og líka 1977 þegar belgískt félag kom hingað á miðju keppnistímabili til þess að næla sér í einn efnilegasta leikmann landsins. Arnór Guðjohn- sen. Hið erlenda félag braut lög og reglur Knattspyrnusambands Evrópu með því að falast eftir leik- manni á miðju keppnistímabili án þess að ræða við Víking og hugðist vaða yfir íslendingana á skítugum skónum. Þetta var erfið staða, varða þurfti nýja leið og forustu- menn Víkings í vanda. Þá höfðu þeir samband við Albert Guð- mundsson. Og eins og ávallt brást hann vel við. Viðmót Belganna breyttist þegar Albert gekk í salinn, með vindilinn og setti hnefann i borðið. Þeir urðu næsta litlir við hlið Al- berts, sem kom fram eins og sá er valdið hafði, — sannur heims- borgari. Arnór fór utan, enda aldr- ei ætlan Víkings að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Þvert á móti. Raunar batnaði samningur Arnórs fyrir tilstilli Alberts. Albert sýndi Víkingi þarna mikið vinarbragð, eins og alltaf þegar til hans var leitað. Fyrir það segjum við; kærar þakkir. Við vottum Qöl- skyldu Alberts okkar dýpstu sam- úð. Með Alberti Guðmundssyni er genginn drengur góður. Hallur Hallsson, formaður Víkings. Albert Guðmundsson man ég ungan, þar fór hann fremstur, átti sér ekki jafnoka, var almennt dáður fyrir atgervi sitt, hlýja framkomu og drengskap í leik. Þegar ég kom til Frakklands fyrsta sinni, fyrir tæpum 40 árum, þá hafði Albert þegar gert garðinn frægan á Bretlandi og á Ítalíu og frændi minn með aðsetur í sendi- ráði okkar í París hafði sagt mér frá upphefð hans, frægð og fremd í Frakklandi. Samt sem áður var ég alveg óviðbúinn því, sem ég átti eftir að heyra frá frönsku fólki, um þá aðdáun, væntumþykju og virð- ingu, sem hann naut þar í landi. Andlegt og líkamlegt atgervi hans kallaði þetta fram. Hann hafði ein- stakt jafnvægi til að bera, fótleik- inn, afbragðs fimleikamaður, vel sterkur og hafði, allan sinn feril, heillandi framkomu, sem einkennd- ist af drengskap og prúðmennsku. Heimkominn, að loknum sínum glæsta íþróttaferli, hóf hann at- vinnurekstur og farnaðist vel. Hann tók brátt þátt í stjórnmálum, varð borgarfulltrúi, forseti borgarstjórn- ar, alþingismaður og ráðherra. Einnig var hann driffjöðrin í bygg- ingu Valhallar, uppbyggingu Toll- vörugeymslunnar og sem formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands afrekaði hann að rétta bankann við gagnvart Seðlabankanum, eftir langvarandi óverðskuldaða niður- lægjngu. Hvar sem hann fór kom hann hlutunum í lag og skilaði af sér með sæmd. Albert Guðmunds- son skartaði í skaphöfn sinni mörg- um snjöllum þáttum og þar var kærleikurinn áberandi. Honum var það sem köllun að greiða götu ann- arra og þá ekki sízt þeirra sem minna máttu sín. Svo segir mér hugur að þeir muni ófáir nú, sem minnast hans fyrir velvild hans og örlæti við lausn vandamála, sem annars staðar höfðu mætt tómlæti. Á vettvangi stjórnmála næða gjaman naprir vindar. Þar kom að hann varð fyrir aðkasti, sem hann, með sinn flekklausa feril, átti engan veginn skilið. Olli það honum þá að sjálfsögðu sárindum. Síðar hefur það valdið þeim, sem að því stóðu, leiðindum og nú örlar orðið á iðrun og eftirsjá. Albert var vel kvæntur og vissi vel af því. Að loknu dagsins amstri átti hann sér góða heimkomu. Hann var gæfumaður. Eins og að líkum lætur hlotnaðist Albert margvísleg sæmd og viðurkenning um sína daga. Eftirminnilegt er, þegar Pompidou Frakklandsforseti kom til fundar við Nixon Bandaríkjafor- seta í Reykjavík árið 1973 og heim- ili Brynhildar og Alberts varð að búsetað forseta Frakklands. Meðan Albert gegndi starfi sendiherra í París, þá bauð hann mér að heimsækja sig. Af því varð ekki, en við höfðum símasamband. Þegar hann var heimkominn að utan kom hann til mín í kvöldverð og við sátum síðan vel og lengi við arineld og létum hugann reika um liðna daga. Kynni okkar, upphaf ævilangrar vináttu, urðu með þeim hætti á kreppuárunum rétt fyrir heimsstyijöldina síðari, að við hlut- um ráðningu í eftirsóknarverðar stöður þingsveina Alþingis. Ég minnti hann á markið ógleyman- lega, sem hann skoraði gegn úr- valsliði Rússa á gamla Melavellin- um, úr aukaspyrnu af eigin vallar- helmingi. Við rifjuðum upp þegar við fyrir aldarfjórðungi höfðum mælt okkur mót í London. Hann var einum degi fyrr á ferðinni og fann mig ekki á hótelinu mínu og fór þá að sjálfsögðu út að leita mín. Auðvitað fann hann mig. Það sem hann ætlaði sér, hann Albert Guðmundsson, það varð. Við vorum báðir fæddir sjálf- stæðismenn og töluðum saman sem slíkir. Ég úr innviðum flokksins I báðar mínar ættir og hann sem unnið hafði flokknum svo vel og lengi með eftirminnilegum hætti að hugur hans var þar og gat hvergi annars staðar verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.