Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 19

Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 19 Lóð breikkuð með lj ósmyndabrellum Misheppnuð sýning eftirHalldór Þorsteinsson í augum sæmilega sjáandi og velþenkjandi höfuðborgarbúa og reyndar annarra íslendinga er lóð Safnahússins of lítil til að þar megi rísa stórt hús, svo að vel fari, en svo margt er sinnið sem skinnið. Þrengslasinnar í bygging- armálum eru vitanlega á öndverð- um meiði. Þeir eru alltaf við sama heygarðshornið smáa og láta enga smugu ósnortna né ónýtta, eins og dæmin sanna. Lítum bara á húsasundið mjóa á milli Borgar- kringlu og Borgarleikhúss og er það ekkert einsdæmi. Já, þröngt mega höfuðborgarbyggingar standa, ég segi ekki annað. Vel á minnzt, það má teljast mesta mildi, að Perlan hefur feng- ið að vera í friði fram til þessa. Hvernig þætti mönnum hún sóma sér á Öskjuhlíðinni, ef stórhýsi risu þar af grunni allt í kringum hana? Já, þessum mönnum, þessum skammsýnu mönnum, er til alls trúandi. í síðasta mánuði héldu þrengslasinnar sýningu á Hverfis- götu 6 og auðvitað á okkar kostn- að. Á gólfi stóð líkanið af dómhús- inu og á veggjum héngu ljósmynd- ir ásamt skýringartextum. Á aust- urveggnum gegnt dyrunum blasti við mönnum flannastór mynd af hugsanlegri byggingarlóð fyrir dómhús ásamt nærliggjandi bygg- ingum, þ.e.a.s. Þjóðleikhúsinu, Amarhváli og Safnahúsinu. Mynd þessi er gerð af meistarans hönd- um, af blekkingarmeistarans höndum, vildi ég sagt hafa. Með einu litlu og laglegu bellibragði er bæði Arnarhváli og Safnahús- inu vikið til hliðar og næstum bol- að burt, þannig að þau verða hálf- ankannalegar homrekur á mynd- fletinum. Það verður að segja það eins og er, að þrengslasinnum er ekki alls varnað, vegna þess að þeir sáu að eina ráðið til að skapa meira rými á lóð Safnahússins, var að beita blekkingum. En nú er mér spurn, voru hæstaréttardóm- arar með „virðulegan“ forseta sinn í fararbroddi þátttakendur í þess- um blekkingarleik, þessum hrá- skinnsleik liggur mér við að segja? Því get ég ekki trúað, því vil ég ekki trúa, en þið lesendur góðir ráðið hvað þið gerið. De gustibus non discutendum est (um smekk verður ekki deilt). Þannig hljóðar hið forna róm- verska spakmæli. Fylgjendur byggingarframkvæmda á lóð Safnahússins, sem mest hafa haft sig í frammi og hafa látið stór orð og digurbarkaleg falla í þessu mikla deilumáli, hafa óspart gefið í skyn, að þeir séu óskeikulir list- dómarar, menn smekkvísi og skynsemi, en að við mótmælendur séum aftur á móti bæði skyni og öllum smekk skroppnir. Sumir þeirra ganga svo langt að lof- syngja þrengsli bæði í miðalda- borgum og stórborgum Evrópu. Athugum nú þetta örlítið nánar. Rétt er það, að götur í borgum og borgríkjum miðalda eru þröng- ar, en hvers vegna voru þær hafð- ar þröngar? Var það ekki í þeim augljósa og brýna tilgangi að vama óvinaheijum inngöngu á þeim miklu ófriðartímum, sem ríktu á miðöldum, forsendurnar voru því í einu orði sagt allt aðrar en á vorum dögum. Einn greinarhöfundur minnist á París þrengslasjónarmiðum sínum til stuðnings og telur þar flest, ef ekki allt, slétt og fellt og fullkom- ið bæði í byggingar- og skipulags- málum. Skrif hans einkennast af svo miklu steigurlæti, að lesendur fá það ósjálfrátt á tilfinninguna, að hann sé eini íslendingurinn, sem þekkir, já gjörþekkir, heims- borgina París, en hefur þessi mað- ur lög að mæla? Því fer víðs fjarri, þar sem að dómi ýmissa Parísar- borgara hefur borg þeirra orðið fyrir ýmsum ófögrum menningar- slysum á þessari öld. Pýramídinn, sem reistur var fyrir framan Lo- uvresafnið fyrir nokkrum árum, er t.d. þyrnir í þeirra augum, enda telja þeir hann algjört stílbrot og staðsetninguna gjörsamlega út í hött. Ekki voru óánægjuraddirnar lágværari, þegar sú óheillavæn- lega og örlagaríka ákvörðun var tekin fyrir nokkrum áratugum að ryðja burt sögufrægum og alda- gömlum vöruskemmum eða skál- um í Les Halles til að rýma þar fyrir nýtízkulegum verzlunar- byggingum. Margir litu á þetta sem raunaleg spellvirki, einkum vegna þess, að vöruskálar þessir voru hreinar gersemar út frá byggingarsögulegu sjónarmiði. Hönnuður þeirra var Victor Balt- ard. Annar greinarhöfundur, sem nýr okkur mótmælendum óstinnt um nasir smekkleysi og þekking- arleysi, gengur jafnvel svo langt að saka okkur um blikkbeljuást. Hverjir hafa talað um að gerður yrði skrúðgarður eða lýðveldis- garður á lóð Safnahússins nema við mótmælendur? Mér er bara spurn. Rétt er að geta þess hér, að greinarhöfundur þessi er hags- munaaðili í þessu máli. Dómari, jafnvel þótt fagdómari sé, dæmir sig með svona ummælum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, þegar reiðin stjórnar penna manns. Auðsætt er, að um smekk verð- ur ekki deilt. Mergurinn málsins er sá, að samkvæmt skoðanakönn- unum og undirskriftum hefur meirihluti þjóðarinnar ekki smekk fyrir byggingu dómhúss á lóð Safnahússins og í öllum siðmennt- uðum lýðræðisríkjum skal meiri- hlutinn ráða eða að minnsta kosti á hann að fá að ráða, sé allt með felldu. Fjölmennur fundur í Arkitektafélagi íslands Hver var hin raunverulega ástæða fyrir því, að arkitektar fjöl- menntu á fundinn? Var það ein- göngu umfjöllun um staðsetningu og byggingu dómhúss eða voru einhveijar aðrar ástæður fyrir þessari óvenjumiklu fundarsókn, eins og t.d. bygging skólahúss í Borgarholti? Það virðist nú liggja Halldór Þorsteinsson „Með því að flyjtja að- eins erlend rit í Þjóðar- bókhlöðu, eða réttara sagt Háskólabókasafn, en varðveita aftur á móti íslenzk rit ásamt erlendum handbókum og erlendum tvítökum áfram í Safnahúsinu, myndi sparast bæði tími, vinna og pening- nokkuð ljóst fyrir, að byggingar- nefndin hafði valið sex aðila til að hanna bygginguna, áður en hún lét efna til almenns forvals meðal arkitekta, þ.e.a.s. svona til mála- mynda. Og þar sem menn undu illa þessum furðulegu og ófag- mannlegu vinnubrögðum, sendu þeir borgarráði bréf með 80 undir- skriftum félagsmanna og fóru þess á leit við það, að byggingarnefnd- in endurskoðaði afstöðu sína og héldi opna keppni um skólabygg- inguna í Borgarholti, en því miður töluðu þeir fyrir daufum eyrum. Þeim hafði aldrei verið ætlaður biti af kökunni, þar sem henni hafði verið skipt meðal útvalinna gæðinga. „Ef grannt er skyggnzt á bak við tjöldin, getur margt merkilegt og furðulegt komið í ljós,“ sagði einn ónefndur gárungi við mig um daginn og bætti síðan við „annar hönnuður Þjóðarbók- hlöðu og núverandi forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur- borgar er nefnilega faðir eins gæðingsins. Það er hreint ekki ónýtt fyrir ungan arkitekt að eiga svona góðan og náskyldan hauk í horni meðal ráðamanna í bygging- arskipulagsmálum". Svo mörg voru þau orð. Þessu get ég ekki trúað, þessu vil ég ekki trúa, en þið, lesendur góðir, ráðið hvað þið gerið. Á þessum sögulega fundi í Arki- tektafélaginu vildu gæðingarnir ekki heyra á neinar breytingartil- lögu minnzt, brugðust hinir verstu við og hótuðu meira að segja að fara í skaðabótamál. Þeir voru greinilega staðráðnir í því að leyfa ekki neinum óviðkomandi að setj- ast að kjötkötlunum með sér. Þjóðdeild áfram í Safnahúsinu Starfsemi sameinuðu safnanna, þ.e. Landbókasafns og Háskóla- bókasafns í Osló, hefur ekki þótt gefa eins góða raun og menn höfðu vonazt til, og er ekki ofsagt, að enn gæti almennrar óánægju með þetta fyrirkomulag þar í landi. Og nú ku aðskilnaður safnanna víst vera á döfínni. Megum við íslendingar ekki draga nokkurn lærdóm af dýr- keyptri reynslu Norðmanna í þess- um efnum, og það er áreiðanlega ekki um seinan að snúa við blað- inu. Með því að flytja aðeins er- lend rit í Þjóðarbókhlöðu, eða rétt- ara sagt Háskólabókasafn, en varðveita aftur á móti íslenzk rit ásamt erlendum handbókum og ' erlendum tvítökum áfram í Safna- húsinu, myndi sparast bæði tími, vinna og peningar. Ef bókakostur beggja safnanna yrði hins vegar allur sameinaður í stórhýsinu á Melunum, þá yrði áreiðanlega nauðsynlegt fyrr en varir að byggja við það fyrir þrengsla sak- ir. Eðli sínu samkvæmt stækka söfn og stækka. Barnið vex en brókin ekki, segir gamalt máls- háttur. Ef Landsbókasafninu yrði leyft að þjóna sínu gamla og göf- uga hlutverki, að vísu með nokkuð breyttum hætti, i Safnahúsinu góða, þá þyrfti áreiðanlega ekki að byggja við Þjóðarbókhlöðu eða Háskólabókasafn fyrr en eftir 50-60 ár. Er þetta ekki einstakt tækifæri til að spara stórfé fyrir komandi kynslóðir? Höfundur er bókavörður og skólastjóri. NÝTT KORTATÍMABIL hefst i dag hagkacp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.