Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.04.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 45 mann en mjög kæran vin minn, Albert Guðmundsson, þegar hann er nú kvaddur sjötugur að aldri - en þó langt fyrir aldur fram. Hversu dásamlegt hefði það ekki verið að njóta enn um sinn hæfileika AI- berts til mótunar auðugra lífs og betri aðstæðna fyrir þá þjóð, sem hann ávallt dáði og elskaði og kaus að helga sitt ævistarf, þó ýmsir aðrir kostir stæðu honum opnir. Hann var einstakt valmenni, ein- lægur, velviljaður, trygglyndur og í einu orði sagt „góður drengur" í þeirri bestu merkingu sem íslensk tunga felur þessum tveimur orðum. Þessir kostir mótuðu hann á litrík- um ferii hans sem íþróttastjörnu, íþróttaleiðtoga, borgarfulltrúa, al- þingismanns, ráðherra og sendi- herra. Hann var alla tíð, og hvaða titil sem hann bar, einlægur mann- vinur. Ég ætla ekki að rekja allan góð- verkaferil Alberts Guðmundssonar, sem mér er kunnugt um. En minn- ingu um tvö atvik - tvenn viðbrögð hans - langar mig að leggja á leiði hans sem hinsta þakklæti til dáðs vinar. Síðla á sjötta áratugnum var spjótum beint að mér að taka við formennsku í íþróttafélagi Reykja- víkur. Ég færðist undan helst vegna stöðu minnar sem íþróttafréttarit- ara Morgunblaðsins, því mér fannst þá sem nú, að maður í slíkri stöðu gæti ekki verið formaður eins af þeim íþróttafélgum sem skrif hans fjölluðu um. Ég bauðst hins vegar til að leita að nýjum formanni - og sneri mér að Albert. Eftir að við höfðum setið yfir tafli nánast næt- urlangt og rætt um málefnið lét hann til leiðast. Þar með hófst giftu- ríkur ferill hans sem forystumanns í íslenzkri íþróttahreyfingu. Albert fékk að kjósa sér sam- starfsmenn í stjórn ÍR og var ég einn af þeim sem hann valdi sér við hlið til að hefja endurreisnar- starf innan félagsins, en fjárhagur þess var þá (eins og annarra íþrótta- félaga á þeim tímum) afar bágbor- inn. Hann ákvað stjórnarfund kl. 5 daginn eftir aðalfundinn. Þegar ég mætti fyrstur stjórnarmanna til þess fundar varð honum að orði: „Þú getur ekki ímyndað þér hvaða óleik þú hefur gert mér,“ og sagði að rukkarar ýmissa fyrirtækja hefðu staðið vörð um skrifstofur hans, sem þá voru á Smiðjustíg, þegar hann kom til vinnu sinnar og stöðugur straumur þeirra verið allan daginn. Ég gat ekki svarað öðru til en ég hefði tjáð honum, að fjárhagur félagsins væri erfiður og það væri langtímaverkefni nýrrar stjórnar að leysa þann vanda. „Heldurðu að ég geti haft þessa rukkara snuðrandi um nágrennið vikum og mánuðum saman,“ sagði hann og rétti mér bunka af reikn- ingum í bréfaklemmu. „Ég varð að borga þetta.“ Það kom í ljós að þama voru alls konar reikningar upp á rúmar 52 þúsund krónur. Ég var í raun og veru orðlaus, en stautaði eitt- hvað á þá leið, að félagið myndi auðvitað endurgreiða honum þessa upphæð svo fljótt sem verða mætti. Hann hlustaði á fátæklegar útskýr- ingar mínar en sagði svo: „Þetta fæ ég aldrei borgað," reif bunkann og lét falla í ruslakörfuna! Á þessum tíma vom góð blaða- mannalaun hjá Morgunblaðinu 8.000 krónur, svo þarna var um að ræða rúmlega hálfs árs góð laun. Þetta er eitt af mörgum góðverkum Alberts, sem unnin voru í kyrrþey en af ótæmandi kærleik til þess málefnis sem hann taldi rétt að leggja lið. Aldarfjórðungi síðar gengum við þrír forsvarsmenn nýstofnaðs Fé- lags fréttamanna á fund Alberts sem þá var fjármálaráðherra. Hann hlýddi á rök okkar fyrir kröfum um hærri laun, sá að þarna var úrbóta þörf og fékk því til leiðar komið, að veruleg bót var á gerð. Fram að þeim tíma hafði það ekki árang- ur borið að ræða þessi mál á þessum vettvangi. Skilningur Alberts á störfum fréttamanna bætti hag þeirra allra verulega á fyrri hluta níunda áratugarins og í sumum til- fellum um nær helming. Það er langt í frá að þessi ákvörðun Al- Um borð í Gullfossi árið 1950, kominn heim í frí frá knattspyrnuvöll- um Evrópu, ásamt Helenu dóttur sinni og Brynhildi konu sinni. þeir að vera i sambandi um þessi mál. Eftir þennan fund vorum við sannfærðir. Albert var sanntrúaður maður, hann trúði á boðskap Jesú Krists frelsara okkar. Afstaða Al- berts var skýr og fór að öllu leyti saman við það sem Kristileg stjórn- málahreyfíng boðar og lýsti hann stuðningi við grundvallarstefnuna. Guð elskar mannkynið, ekki síst þá sem minna mega sín, og þeim sem á hann trúa er skylt að fram- fylgja boðskap hans, því kærleikur Guðs fer ekki í manngreinarálit. Þeir sem gefa sig að stjórnmálum verða að þjóna Guði, vera hreinir og auðmjúkur þjónar fólksins, játa syndir sínar, vinna gegn öllu rang- læti meðal fólksins. Lýðræðið sem er hönd réttlætisins verði virkt meðal manna, með fulltrúakosning- um í litlum einingum, vinna gegn hvers konar valdakerfum, með hamingju fólksins að markmiði, því sameiginlega leysum við vandamál- in og útrýmum fátækt meðal þjóð- arinnar. Albert annar frá vinstri í liði ítalska stórliðsins AC Milan á San Siro leikvellinum í Mílanó. berts hafi verið metin sem skyldi af stéttinni. Albert kynnti sér ætíð rök allra mála sem fyrir hann voru lögð. Hann tók rökum, og þegar hann sá að einhver eða einhverjir voru misrétti beittir vildi hann bæta þar úr. Hann var ekki feiminn að kalla sig „vin litla mannsins", en það er lýsing á þeim manni sem er mann- úðlegri og oftast réttsýnni en aðrir menn. í huga mér ljóma ótal minningar um samstarf við Albert Guðmunds- son innan fR, innan FH þar sem hann gerði undursamlegt krafta- verk, sem vert væri að gefa langa lýsingu á, og innan Knattspymu- sambands íslands, þar sem hann skildi eftir sig spor sem aldrei mást út - eins og raunar alls staðar þar sem hann fór. Hann varð snemma stórmenni og þó jarðvistarlífi hans sé nú lok- ið, mun ferill hans sem íþrótta- manns lengi verða hvatning nýjum sonum íslands, og mörg verk hans á stjórnmálasviðinu eru fögur for- dæmi sem mörkuðu tímamót og verða seint fullþökkuð. Við Anna sendum Brynhildi eig- inkonu hans og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur úr fjar- lægð. Brynhildur á sinn mikla þátt í lífsstarfi Alberts og hefur óendan- lega sæmd af. Atli Steinarsson. Eitt hið dýrmætasta í lífi hvers manns er að eignast góða og trausta vini. Ég get sagt með sanni að hafa átt samleið með Albert Guðmundssyni fæ ég aldrei nóg- samlega þakkað. Nú þegar þessi góði drengur hefir lokið sinni jarð- vist sé ég ennþá betur hve mikið hann gaf mér og má þar færa til að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Það hafa sjálfsagt ekki margir íslendingar kynnst eins mörgum hliðum lífsins eins og minn tryggi vinur, enda varð vettvangur hans þar sem þörfin var mest. Það var talað um hann sem vin „litla manns- ins“ og vissulega voru það sann- mæli og svo hitt, að öllu sem Al- bert gekk fylgdi hugur, hönd og hjarta með og hann vissi „að skilj- ast við ævinnar æðsta verk, í ann- ars hönd, það er dauðasökin“. Og að Albert hafi hætt við hálfklárað verk heyrði ég ekki minnst á. Drengskapur hans kom fljótt í ljós. Sem íþróttamaður var hann fyrir- mynd og sem þjóðfélagsþegn einn- ig. Hann átti ekki bágt með að syngja fullum rómi: Ég vil elska mitt land, enda hugurinn bundinn landi og þjóð og gleði hans yfir velgengni landsins var ótvíræð. Guði sé lof fyrir hversu ég naut hans í orði og athöfnum, hversu ætíð við gátum rætt saman tæpi- tungulaust. Það er svo margt sem hrannast upp í hugann nú við hér- vistarleiðarlok Alberts með sól úti, sól inni, sól bara sól. Guð blessi þína góðu minningu og þá sérstaklega samtalið á mínum heiðursdegi og mín sterkasta ósk í dag mínu landi til blessunar er að gæfan gefi því marga Alberts líka með því hugarfari sem „aldrei má- ist af skildi". Um leið og ég þakka liðna daga minnist ég hans góðu konu og fjöl- skyldu, sendi þeim kveðjur og sam- úð okkar hjóna, minnugur alls og bið þeim allrar blessunar. Guð blessi þig, kæri vinur. Við trúðum báðir á frelsarann og vitum hvað hann sagði um vistaskiptin og á landi. lífsins munu hittast vinir í varpi. Árni Helgason, Stykkishólmi. Það var mikil harmafregn er rík- isútvarpið skýrði frá láti Alberts Guðmundssonar. Við vorum mjög slegnir og það fyrsta sem kom í liuga okkar var: Guð minn góður, er þetta virkilegt? Persóna hans er svo ljóslifandi í huga okkar. Um síðustu áramót höfðum við samband við Albert og buðum hon- um að kynna sér hugmyndir okkar um Kristilega stjórnmálahreyfingu. Tók hann því vel og var fundur ákveðinn á Hótel Borg með Árna. Sá fundur er Árna ógleymanlegur. Árni las af blöðum sínum hugmynd- ir sínar og hugsjónir og Albert lýsti ánægju sinni með hvatningarorðum um að halda þessu áfram og ákváðu Albert hafði mörg orð um hvað fátækt væri orðin almenn hér á landi og væri það brýnasta verkefni Kristilegs stjórnmálaafls að útrýma slíkum vágesti úr íslensku þjóðfé- lagi. Á þeim fundum sem við áttum með Albert um þessi mál kom skýrt fram það álit, að núverandi flokka- kerfí væri úr sér gengið og að hann hefði fullan hug á að standa með og styðja við hreyfingu sem byggði á kristilegum grunni og hefði ítök á landsvísu. Hafði hann hug á að vinna að því máli hið fyrsta. Á fundum okkar Alberts áttum við yndislegar bænastundir með miklum einhug og eftirvæntingu, allir sem voru á þessum fundum skynjuðu kærleika hans. Hinn kraftmikli, heilbrigði hugs- unarháttur og hreinskilni hans hafði mikil áhrif á alla. Það rann upp fyrir okkur ljós er við fórum yfír það sem við minntumst af ferli Al- berts, að nú þekktum við hann. Hann var mikilmenni sem hafði boðskap til fólksins sem er réttlæti Guðs handa mönnum. Hann var okkur samhuga um að byija ætti hvern þingfund Alþingis íslendinga með bæn og þakkargjörð til Guðs. Við eigum þá von að merki Al- berts Guðmundssonar verði haldið á loft um ókomna framtíð og þökk- um honum þann stuðning er hann sýndi Kristilegri stjórnmálahreyf- ingu. Við vottum eftirlifandi konu hans, börnum og barnabörnum dýpstu samúð. Guð blessi þau öll í Jesú nafni. Son minn ef þú veitir orðum mfnum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér þá munt þú skilja hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni, í stuttu máli: sérhveija braut hins góða. (Orðskv. 2: 1 og 9.) Fyrir hönd Kristilegs stjórnmála- afls: Árni Björn Guðjónsson, Kristján Árnason. Foringi er fallinn, Albert er all- ur. Á besta aldri og hafði hratt á hæli eins og hans var vandi. Átti engan sinn líka og þjóðin átti ekki annan eins son. Áfreksmann til íþrótta og eljumann til allra verka. Óx af sjálfum sér. Áran var stór og skugginn oft líka, því hjartað var stórt en skapið oft stærra. Albert Guðmundsson lét flest til sín taka og leið hans lá víða. Gerði mörgum greiða en aldr-.- ei upp á milli manna. Maður fólks- ins, vinur litla mannsins. Drjúgt liggur dagsverk við sólarlag. Ég kveð vin minn og vopnin, en ' seinna tökum við upp þráðinn hin- um megin. Alfaðir blessar ættingja og vini, styrkir vinkonu mína Bryn- hildi og börnin öll. Guðs í friði. Ásgeir Hannes. Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Það var hringt af skrifstofu Heildverzlunar Alberts Guðmunds- sonar fímmtudagsmorguninn 7. apríl sl. og sagt: „Vinur okkar er látinn." Það setti að manni þunga við þessa sviplegu frétt. Síðar reikaði hugurinn aftur í tímann og kallaði fram margar eft- irminnilegar stundir í starfi og leik. Reyndar vorum við búnir að ákveða að hittast nú næsta daga í „Krikan- um“, til myndbandsupptöku og ræða þar ýmislegt, er á dagana hefur drifið. Eitt af því sterka, sem eftir situr úr samstarfi við Albert Guðmunds- son, er setning, sem hann hafði oft yfir í sambandi við þjálfun í knatt- spyrnu hér áður fyrr. Hún hljóðaði svo: „Taktu boltann við fyrstu mögulegu snertingu, láttu hann ekki lenda, því ef þú bíður, er and- stæðingurinn búinn að taka hann.“ Þetta voru viðhorf Alberts „til boltans“. Hann leitaðist við að framkvæma þetta sjálfur á vellinum og tókst vel. Þaulæfði stílinn svo í smáatriðum að ekki sást „flottari meðferð" eða betur framkvæmd, þegar bezt lét. Leikgleðin var alltaf til staðar, maðurinn var listamaður á við þá beztu í heiminum. Hann var „Hvíta perlan“ eins segir í bók- um hann. Þessi lýsing á „Monsieur Alberti" eins og við strákarnir köll- uðum hann lengi vel, speglast svo í lífshlaupi hans og þjóðmálabar- áttu. Aldrei ragur við að slást við hið óvænta, tók ákvarðanir og stóð við þær. Heill í að halda fram góð- um málstað lítilmagnans og þjóðar- heillar; fyrirgreiðslumaður fyrir þá, sem hann taldi að þyrftu hjálpar við, alltaf til reiðu að leggja jákvæð- um málstað lið. Framgreint er reynsla okkar af „Monsieur Alberti". Hann var drengur góður. Við í Hafnarfirði og FH þekktum hann af löngu og miklu starfi hér í smáu sem stóru. Fyrst kom hann hér til að þjálfa FH 1943, rétt áður en hann hvarf til útlanda til náms og knattspyrnu- iðkunar, sem öll íslenzka þjóðin þekkir svo vel. Sá árangur er glæsi- legur og einstakur. Hann kom aftur 1955 og þjálfaði og lék með liði ÍBH í nokkur ár og síðar FH, er félagið hóf sjálfstæða iðkun knattspyrnu aftur. Avallt síð- an hefur hann verið viðloðandi fé- lagið í starfí, enda hlaut hann 25 ára gullmerki FH með lárviðarsveig fyrir keppni og frábær störf fyrir félagið. Nú á vordögum vorum við farnir að hlakka til að sjá hann hér á leikj- um í sumar. Sitjandi í Benzinum sínum uppi á „kantinum", eins og á árum áður. En fljótt skipast veð- ur í lofti. Örlögin taka í taumana. Vinurinn er horfinn. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja kappann Albert og þakka honum tryggð og mikið starf. Við sendum eiginkonu hans, frú Bryn- hildi, og bömum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Alberts Guð- mundssonar. F.h. Fimleikafélags Hafnai’fjarðar B.J. og Á.Á. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi íslands Fallinn er í valinn mesti knatt- spyrnusnillingur sem ísland hefur alið. Albert Guðmundsson er án efa frægasti íþróttamaður íslands frá upphafi. Innan knattspyrnuhreyfingar- &IÁ NÆSTU SÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.