Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 KORFUKNATTLEIKUR leikurinn FOLX Leikið gegn Saudi Arabíu í Cannes FRÁBÆR varnarleikur tryggði KR-stúlkum 64:60 sigur á IBK í Hagaskóla í gærkvöldi og þar með fimmta leik liðanna í úr- slitum fyrstu deildar en hvort lið hefur unnið tvo leiki. Vesturbæingar héldu forystunni allan fyrri hálfleik en eftir hlé komust Keflvíkingar meira inní leikinn og loks yfir um ■■Hi miðjan hálfleik. Þá Stefán breyttu KR-stúlkur Stefánsson um vörn og sneru á skrifar sjö mínútum stöð- unni úr 38:41 í 53:43, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Suð- umesjastúlkum tókst að saxa á forskotið undir lokin en ekki nóg. „Við tókum þetta fyrst og fremst á góðri vörn og með frábær- um stuðningi áhorfenda," sagði María Guðmundsdóttir fyrirliði KR Morgunblaðið/Kristinn Eva Havlikova átti mjög góðan leik með KR. Hér hefur hún komist fram hjá Erlu Reynisdóttur og Önnu Maríu Sveinsdóttur — og leggur knöttinn í körfuna. eftir leikinn. Guðbjörg Norðfjörð, Eva Havlikova og Kristín Jónsdótt- ir voru bestar hjá KR. „Við lékum hræðilega en þær ágætlega, meira er ekki hægt að segja,“ sagði Sigurður Ingimund- arsson þjálfari IBK eftir leikinn. Anna María Sveinsdóttir, Olga Færseth og Björg Hafsteinsdóttir ásamt Hönnu Kjartansdóttur voru bestar hjá ÍBK. HANDKNATTLEIKUR Gunnar og Ólaf- ur til Viborgar ÆT Islenskir handknattleiksdómarar hafa fengið mjög mörg verkefni í Evrópu í vetur. í gær sögðum við frá tveimur verkefnum dómara í Evrópukeppni bikarhafa og meistaraliða en saga íslenskra dómara er ekki öll sögð því Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson hafa einnig fengið verkefni. Þeir félagar dæma á sunnudaginn síðari úrslitaleik danska liðs- ins Viborg og franska liðsins Dijon í borgarkeppni Evrópu. Danirnir sigruðu í fyrri leiknum með sjö marka mun þannig að þeir ættu að hafa það í síð- jari leiknum á heimavelli. Víkingssigur Víkingsstúlkur byijuðu titilivöm- ina vel í Víkinni í gærkvöldi þegar þær skelltu Stúdínum 3:2. Víkingsstúlkur Guðmundur H. unnu fyrstu hrinuna Þorsteinsson 15:6, en Stúdínur skrifar náðu yfirhöndinni með því að vinna aðra hrinuna 15:11, og þá þriðju 15:5. Víkingsstúlkur náðu síðan að krækja í úrslitahrinu með jgóðum íjigri í fjórðu hrinunni 15:7. Urslita- fírinan var spennandi og það var ekki fyrr en í lokin að Víkingsliðið náði að heija út vinninginn. Hjá Stúdínum stillti Friðrika Marteind- sóttir hávörnina vel af, en framan af leiknum áttu skellir Oddnýjar Erlendsdóttur greiða leið í gólfið hjá Stúdínum. Fyrsti leikurinn lofar góðu um framhaldið en liðin sýndu bæði frábært blak á köflum. Heldursíðan beintfrá Frakklandi til Bandaríkjanna „ÉG er alltaf ánægður með að fá æfingaleiki," sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, en hann mun stjórna landsliðinu í vináttuleik gegn Saudi-Arab- íu í Cannes í Frakklandi á mið- vikudaginn kemur. Sjö leik- menn sem leika með erlend- um liðum leika með gegn Saudi-Arabíu. ÆT Asgeir sagði að ferðin til Frakk- lands væri tveggja daga framlenging á Bandaríkjaferð landsliðsins, en leikið verður gegn Bandaríkjamönnum í San Diego, sunriudaginn 24. maí. „Þeir leik- menn sem taka þátt í báðum Ieikj- unum, fara beint frá Frakklandi til Bandaríkjanna," sagði Ásgeir. Saudi-Arabar eru að undirbúa sig fyrir HM-keppnina í Banda- ríkjunum og eru nú í æfingabúðum í Suður-Frakklandi. Landsliðið heldur út á þriðjudaginn. leikur á miðvikudag, en síðan er haldið til Bandaríkjanna á fimmtudag. Þeir leikmenn, sem leika með erlendum liðum, sem leika í Can- nes, eru: Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Þon/aldur Örlygsson, Stoke Hlynur Stefánsson og Arnór Guðjohnsen, Örebro, Andri Mar- teinsson, Lyn, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Feyenoord. Aðrir leikmenn sem fara til Frakklands eru Birkir Kristinsson, Fram og Kristján Finnbogason, KR, markverðir. Izudin Daði Dervic, KR, Rúnar Kristinsson, KR, Ólafur Kristjánsson, FH Ólaf- ur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Haraldur Ingólfsson og Sigur- steinn Gíslason, ÍA. Hlynur, Arnór, Eyjólfur og Þor- valdur komast ekki til Bandaríkj- anna, en þeir sem koma í þeirrar stað eru Arnar Grétarsson, Breiða- bliki, Þormóður Egilsson, KR^ helgi Sigurðsson, Fram og Ólafur Adolfsson, ÍA. IVIódgun við íslendinga Mývatn 94 íslandsmeistaramót í vélsleðaakstri verður haldið 21.-24. apríl. Skráning í síma 96-44176, Egill og í síma 96-44390, Hulda. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF Grétar Þ. Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð Arnór Guðjohnsen lék vel með Örebro á mánudagskvöldið er liðið gerði 1:1 jafntefli á útivelli gegn AIK. Örebro gerði jöfnunarmark- ið á 75. mínútu úr vítaspymu. Arnór var fluttur i framlín- una um miðjan síðari hálfleikinn og gjörbreyttist leikur liðsins við það, það sótti nær látlaust eftir að Arnór fór fram. Hácken gengur illa eins og við var búist og greinilegt að liðið sakn- ar Arnórs. I grein í Göteborgs Post- ert í gær var fjallað lítillega um b j b þetta: „Þegar miðjumaðurinn Jo- hnny Rödlund frá Norrköping var keyptur til Hácken sögu forráða- menn liðsins að hann myndi fylla skrað Arnórs á miðjunni. Hvílíkt rugl! Þau ummæli eru ekkert annað en lélegur brandari og móðgun við íslendinga og íslenska knatt- spyrnu," segir greinarhöfundurinn Jan Hansson. Önnur úrslit í annari umferð deildarinnar urðu: Helsingborg - Göte- borg 1:2, Trelleborg - Ilammerby 1:1, Norr- köping - Frölunda 2:0, Öster - Malmö 2:4, Degerfors - Landskrona 2:0, Hácken - KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ ■ JEAN-Pierre Papin skrifaði undir tveggja ára samning við Bay- ern Miinchen í gær. Þessi 30 ára miðheiji franska landsliðsins, byijar að leika með Bayern næsta keppnis- tímabil. ■ BAYERN borgaði AC Milan 227,2 millj. ísl. kr. fyrir Papin, aftur á móti keypti AC Milan hann frá Marseille fyrir tæpum tveimur árum á 603,5 millj. kr. ■ PAPIN mun sjálfur fá 49,7 millj. kr. í vasann fyrir að ganga til liðs við Bayern. Hann er þriðji sterki leikmaðurinn sem félagið hefur tryggt sér fyrir næsta keppnistíma- bil. Hinir eru Oliver Kahn, mark- vörður Karlsruhe, og Marcus Bab- bel, vamarleikmaður frá Hamburg- er SV. Þá er Bayern að reyna að fá Andy Möller frá Juventus. ■ ERIC Cantona, sóknarleikmað- ur Man. Utd. hefur kallað yfir sig meiri vandræði, en hann er nú að taka út fimm leikja leikbann. Can- tona gerir lítið úr og sendir dómaran- um Vic Callow kveðjur í einu París- ar-blaðanna um sl. helgi. Mikiar lík- ur eru á að umsögn Cantona um enska dómara verði tekin fyrir hjá enska knattspyrnusambandinu. ■ KOLN hefur mikinn áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Giovane Elber, miðheija Grasshoppers. El- ber, sem er 21 árs og í láni frá AC Milan, , hefur skorað fjórtán mörk í svissnesku deildarkeppninni í vetur og sex mörk í bikarkeppninni. BLAK ÚRSLIT KR-ÍBK 64:60 íþróttahús Hagaskóla, íslandsmótið í körfu- knattleik kvenna, - 4. úrslitaleikur, miðviku- daginn 13. apríl 1994. Gangur leiksins: 0:2, 4:6, 14:6, 20:11, 22:19, 24:22, 25:22, 29:22, 33:29, 33:36, 38:41, 53:43, 53:48, 60:50, 64:56, 64:60. Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 18, Guðbjörg Norðfjörð 10, María Guðmundsdóttir 9, Kristín Jónsdóttir 8, Kolbrún Pálsdóttir 8, Eva Havlikova 7, Hrund Lárusdóttir 4. Stig ÍBK: Björg Hafsteinsdóttir 18, Olga Færseth 17, Hanna Kjartansdóttir 13, Anna María Sveinsdóttir 10, Erla Reynisdóttir 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson voru mjög góðir. Áhorfendur: Um 260. IMBA-deildin Cleveland - Milwaukee........119: 91 Detroit - Philadelphia.......107:134 Chicago - New Jersey.........111:105 Houston - Minnesota...........98: 89 Denver - Phoenix.............102:107 Uyah - Sacramento............126: 91 LA Clippers - Seattle........101:116 LA Lalters - Golden State....117:128 Portland - Dallas............107:108 Selfoss - KA 29:22 íþróttahúsið Selfossi, 8 liða úrslitakeppni karla í handknattleik, 1. leikur, miðvikudag- inn 13. apríl 1994. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 8:9, 9:11, 11:11, 12:11, 15:15, 18:15, 20:16, 22:17, 24:21, 28:21, 29:22. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson 9, Sigurður Sveinsson 8/3, Einar Guð- mundsson 4, Siguijón Bjamason 3, Gústaf Bjarnason 3, Jón Þórir Jónsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk KA: Valdimar Grimsson 10/5, Alfreð Gíslason 5, Valur Arnarson 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Erlingur Kristjánsson 1, Jó- hann G. Jóhannsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen. Komust ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 800. Haukar- UMFA 28:21 íþróttahúsið Strandgötu: Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 7:4, 10:5, 13:7. 16:8, 19:10, 21:12, 23:18, 26:18, 28:21. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/1, Petr Baumruk 5/2, Páll Ólafsson 4, Sigurjón Sigurðsson 4, Aron Kristjánsson 3, Pétur Vilberg Guðnason 2, Þorkell Magnússon 1. Utan vallar: 6 mín. Mörk UMFA: Jason Ólafsson 5, Róbert Sig- hvatsson 4, Alexei Trúfan 3, Ingimundur Helgason 3, Þorkell Guðmundsson 2, Guð- mundur Guðmundss. 2, Páll Þórólfsson 2/2. Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, sem dæmdu vel. Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða A-RIÐILL Mónakó: Mónakó - Barcelona..............0:1 - Hristo Stoiehkov (13.). 16.000. Istanbúl, Tyrklandi: Galatasaray - Spartak Moskva....1:2 Cihat Taskin (86.) — Viktor Onopko (55.), Valery Karpin (83.) Briissel, Belgíu: Anderlecht - Werder Bremen......1:2 Johnny Bosman (45.) — Marco Bode 2 (33., 65.). 13.000. Oporto, Portúgal: FC Porto - AC Milan..............0:0 ■Barcelona mætir Porto í undanúrslitum og AC Milan mætir Mónakó í hinum leiknum Evrópukeppni bikarhafa Parma - Benfica..................1:0 Roberto Sensini (77.). 28.000. ■Parma mætir Arsenal í úrslitum. England Man. Utd. - Oldham..............4:1 Irwin (9.), Kanchelskis (15.), Robson (62.), Giggs (68.) — Pointon (39.).. 32.211. ■Man. Utd. mætir Chelsea á Wembley. Úrvalsdeildin: Q.P.R. - Chelsea................1:1 Ferdinand (66.) — Wise (79.). 15.735. 1. deild: Stoke - Petersborough...........3:0 Skotland Bikarkeppnin, undanúrslit: Glasgow Rangers - Kilmarnock....2:1 Mark Hateley 2 — Tom Black. Badminton Einliðakeppni, 1. umferð, á Evrópu- meistaramótinu í Hollandi: Vigdís Ásgeirsdóttir vann Sarnesti, Finn- landi 11:8, 3:11, 11:4 Guðrún Júlíusdóttir, Birna Petersen, Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgríms- son töpuðu sínum leikjum Tvenndarleikur: Broddi og Birna unnu Heimo Götschl og Tinu Riedl, Austurríki 15:8, 15:10 Guðmundur og Vigdís og Árni Þór og Guðrún töpuðu sínum leikjum I kvöld Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla, 4. leikur: Njarðvík: UMFN - UMFG........20 Handknattleikur Úrslitakeppni karla, 2. leikur: Garðabær: Stjarnan - Valur...20 Kaplakriki: FH - Víkingur....20 Blak Úrslitakeppni karla, 1. leikur: Austurberg: Þróttur R. - HK..19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.