Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 Gospelsveifla o g ballöður Iris Guðmunds- dóttir heldur sína fyrstu tónleika í Fíladelfíukirkj- unni ÞAÐ þarf áræði til að hrinda úr vör einsöngvaraferli og það ger- ir íris Guðmundsdóttir í Fíladelf- íukirkjunni í kvöld. íris hyggst þá syngja gospellög, helst með píanóundirleik, en einnig koma bassi og gítar við sögu í einhverj- um iaganna. Íris Guðmundsdóttir segist ætla að syngja gospeltónlist eingöngu, „ég er bæði með gamla sálma sem ég endurútset aðeins, flesta í gosp- elsveiflu, og svo er ég með yngri lög, sem þá eru ballöður". Þetta eru fyrstu sólótónleikar írisar, þó hún hafi sungið gospeltónlist frá unga aldri, en hún segist ekki kvíðin. íris er komin af tónlistarfólki, segir hún og það hafi verið mikið um tónlist á heimilinu og þá nánast eingöngu gospeltónlist. Hún segist þó hafa nasasjón af ýmiskonar ann- arri tónlist; hún byijaði söngnám í FÍH og hefur meðal annars sungið íris Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn jass, „en gospelstón- listina þekki ég best og hún stendur hjarta mínu næst. Það blasti því við þegar ég var að fara að halda fyrstu sóló- tónleikana að halda mig við eitthvað sem ég þekkti," segir Íris, „ég hugsaði mikið um það hvað ég ætti að syngja, en það má segja að það hafi ekkert ann- að komið til greina en að syngja gospel- tónlist, lög sem ég hef sungið í gegnum árin og sem hafa verið í kringum mig alla tíð.“ Iris segir að öll lögin séu henni sérstaklega kær og þvertekur fyrir að tína til einhver sem hún haldi uppá öðrum fremur, en textar lag- anna eru ýmist á ensku en ís- lensku, þó lögin séu öll erlend. íris segir að þetta verði fyrstu tónleikarnir en ekki þeir síðustu og hún hafi hug á að halda fleiri tón- leika á næstunni og þá í kirkjum einnig. Píanóleikari á tónleikunum, sem verða í Fíladelfíukirkjunni eins og áður er rakið, kl. 20.30, verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir og megnið af tímanum verða þær bara tvær íris og Aðalheiður, en í nokkr- um lögum koma við sögu bassaleik- ari og gítarleikari; Þórður Högna- son og Órn Árnason. Viðtal Árni Matthíasson * Sinfóníuhljómsveit Islands Guðríður Sigurðardóttir leik- ur verk eftir Saint-Saens Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Gulri áskriftarröð í kvöld, klukkan 20. Hljómsveitar- stjóri á tónleikunum er Petri Sak- ari, fyrrverandi aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og einleikari verður Guðríður Sigurðardóttir, píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru: Sinfónía nr. 93 eftir Josef Haydn, Píanókon- sert nr. 5 op. 103 eftir C. Saint Sa- éns og Tónlist fyrir strengi, slagverk og celesta eftir Béla Bartok. Sinfónía Haydns er sú fyrsta af tólf Lundúnasinfóníum hans, en Ha- ydn átti ævinlega mikilli velgengni að fagna í Englandi. Einleiksverkið á tónleikunum, Píanókonsert nr. 5, eftir Saint- Saéns. Hann var undrabam á tónlist- arsviðinu og hélt sína fyrstu opinberu píanótónleika í París aðeins 11 ára gamall. Brátt hafði hann skapað sér nafn sem afburða orgel- og píanó- leikari. Píanókonsert nr. 5 „Hinn egypski" er saminn 1896. Saint- Saéns var þá á ferðalagi í Egypta- landi og notaði hann egypsk og arab- ísk stef í konsertinn, meðal annars má heyra í honum tilvitnun í þekkt- ustu aríu óperunnar Samson og Dal- ila. Er þetta frumflutningur kon- sertsins hér á landi. Síðasta verkið á efnisskrá tónleik- Guðríður Steinunn anna, eftir Bartok, er skrifað fyrir Kammersveitina í Basel í Sviss en stjómandi hennar Paul Sacher var mikill baráttumáður fyrir samtíma- tónlist og pantaði hann gjarnan ný verk hjá tónskáldum til flutnings fyrir hljómsveit sína. Bartok samdi fleiri verk fyrir þessa hljómsveit, þar á meðal hið gullfallega Divertimento fyrir strengi. Einleikarinn, Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, kemur nú fram í fyrsta sinn sem einleikari með Sin- Hafnarfjörður Vönduð vel staðs. 117 fm sérh. í þríbhúsi. Mikið end- urn. m.a. nýtt eldhús. Bíiskúr. Útsýni. Áhv. 6,0 m. kr. húsbr. Verð 9,8 millj. Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, sími 26600. Góáur skemmtistaáur til sölu! Af óviárááanlegum ástæáum er einn vinsælasti og Lest rekni skemmtistaáurinn í Reykjavík til sölu. Góáir tekjumögfuleikar fyrir samkenta ogf kugmynJaríka aáila. Upplýsingar ekki veiltar í gegnum síma, FYRIRTÆKI OG FJÁRMÁL F YBIRT ÆKJASALA, LEIGUIVIIOLUIM , IININHEIMTUR Borgarkringlan 3 - k rc ð • Símar 88775 0 og 887751 SímUði 984-60088 • Fax 88775 1 Petri Sakari fóníuhljómsveit íslands. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1978 og meistara- prófi frá University of Michigan 1980. Það ár hlaut hún fyrstu verð- laun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society for Musical Arts. Guð- ríður hefur komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á flestum Norðurlandanna. Hún starfar nú sem kennari við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Reykjavík. DAGBÓK NESKIRKJA: Hádegissam- vera í dag kl. 12.10 í safnað- arheimilinu. Umræður um safnaðarstarfið, málsverður og íhugun Orðsins. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. Friðrik R. Guð- mundsson heymar- og tal- meinafræðingur kemur í heimsókn. FELLA- og Ilólakirkja: Æskulýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safn- aðarheimilinu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkja- klúbbur í dag kl. 17. Gítarsnillingur _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Þegar hljóðfæraleikari nær því marki, að leikur hans er óað- finnanlegur, bæði hvað snertir yfirburðatækni og músíkalska mótun, öðlast hann rétt til að vera útnefndur snillingur. David Russell er gítarsnillingur og hann leiddi hlustendur um lendur feg- urðarinnar, á tónleikum í Ás- kirkju, sl. þriðjudag, en hingað til lands er hann kominn til að halda námskeið á vegum Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Það er mikill vorhugur í íslensk- um gítarleikurum og víst má telja, að heimsókn Russells mun verða þeim dijúg, til að þeir megi blómfegra komandi sumargróður í görðum sínum. Fyrsta verkið á efnisskránni var Polonesa í e-moll eftir Dion- isio Aguado y Garcia, spánskan gítarleikara og tónskáld, sem var uppi frá 1784 til 1849. Auk tón- smíða, ritaði hann kennslubók og æfingar í gítarleik. Polonesan er háklassísk að gerð, skemmtilegt verk, sem Russell lék af glæsi- brag. Garuda eftir Oliver Hunt var eina nútímaverkið á tónleikunum, heldur svona einlitt safn af gítar- effektum, sem auðvitað voru frá- bærlega vel útfærðir af flytjand- anum. Besta verk tónleikanna var sembalsvíta nr. 7, í g-moll eftir Hándel. Svítan er talin samin 1720 og sérstæð fyrir það, að gigue og passacaille kaflinn, eru sjálfstæðar tónsmíðar og báðar samdar nokkru fyrr en sjálf svít- an. Síðasti kaflinn er í chaconne- formi en hjá Englendingum rugl- uðust menn gjarnan á passkaglíu og ground, sem er eins konar chaconne. I músíkorðabók Groves er verkið kallað Passacaille (Choc- onne). Það var hreint ævintýri að heyra suma kafla svítunnar í út- færslu Russells. Sjálf passakagl- ían leið nokkuð fyrir það, að vera í upprunagerðinni, einkum undir lokin, of mikil hljómborðstónlist, til að hún fengi virkilega að notið sín í umrituninni fyrir gítarinn. Seinni hluti tónleikanna var helgaður gítarsnillingnum Aug- ustin Barrios-Mangore en mörg verka hans hafa ekki enn verið gefin út og hefur Russell grafið upp nokkur og flutti þau á tónleik- unum í Áskirkju. Alls lék Russell um tíu verk eftir Barrios og eru þau öll rómantísk og raddferli og hljómskipan öll mjög skrautfeng- in. Þessi glæsilegu verk lék Russ- ell af ótrúlegri leikni og sterkri tilfinningu fyrir blæ og tónrænu innihaldi þeirra. Það er í engu oflátið í mal þessa snillings, þó ofan á allt hólið sé bætt við orðinu snillingur. Art-Hún 5 ára Afmælissýning- í Listhúsinu í Laug- ardal 16. apríl til 1. maí 1994 LAUGARDAGINN 16. apríl nk. kl. 15 opnar Art-Hún-hópurinn sýningu á í Listhúsinu í Laugar- dal. Sýningin er haldin í tilefni af 5 ára afmælis Art-Hún en það var stofnað 15. apríl 1989. í fréttatilkynningu segir: „Hug- myndafræðin sem liggur til grund- vallar Art-Hún er einföld: Að hver og ein geti unnið að list sinni í næði en þó notið félagsskapar og hvatningar hinna. „Þetta form — vinnustofa fimm listakvenna ásamt galleríi — var óþekkt hér á landi þegar þær Elínborg Guð- mundóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir leirlist, Helga Armanns grafík og Erla B. Axelsdóttir málun komu Art- Hún á laggirnar“. í Art-Hún er gestum sem koma í galleríið boðið inn á vinnustofurnar og hefur það mælst mjög vel fyrir, en galleríið er opið alla virka daga frá kl. 12 til 18. í þessi fimm ár sem Art-Hún- hópurinn hefur starfað hafa lista- konumar sýnt fimm sinnum sam- eiginlega en síðast var það í Pom- peii museum, Saratoga Springs, NY í júní sl. skúlptúra; kol og krítarteiknignar; málverk og pa- stelmyndir. Öll þessi verk eru unn- in á undanfömum teim árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 en henni lýkur sunnu- daginn 1. maí. 1 ú Q i i < i ( ( ( ( m h i i i i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.