Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 15 Hvað dvelur aðgerðir gegn höfuðslysum barna og unglinga? eftir Ólaf Ólafsson Síðastliðin tíu ár hafa verið lagðar fram slysaskýrslur er sýna á ótvíræð- an hátt slysatíðni barna og unglinga hér á landi. Komið hefur í ljós að höfuðslys við hjólreiðar eru mjög tíð og afleiðingar alvarlegar. í grein í Læknablaðinu, 1993: 79; 281-86, frá Borgarspítaia, sem rituð er af Kristni R. Guðmundssyni heilaskurð- lækni og félögum koma í ljós eftirfar- andi niðurstöður: Tafla I Fjöldi innlagðra barna 0-14 ára vegna höfuðáverka á Borgarspítala 1987-1991 Heilahristingur 259 Heilamar, tættur heili 17 Blæðingar 18 Annar áverki 3 Aðrir spítalar 62 Alls 359 Rúm 50% þeirra barna er vistast á Borgarspítala vegna höfuðáverka slasast á reiðhjóli. í fyrrnefndri grein kemur fram að ársmeðaltal innlagðra barna með heilaskaða 15 ára og yngri lækkaði úr 84-59 og nýgengi úr 2/1000 í 1,4 á 1000 eftir 1980 eða um 30%. Þeir telja að leiða megi líkur að því að merkja megi áhrif aukinnar notkunar bílstóla, belta, endurskinsmerkja og hjálma. Hér kemur einnig til umferðarfræðsla í skólum, áróður, fræðsla og aukin aðgát uppalenda. Enn er þó mikil þörf á að efla öryggi í umferð. Um áhrif notkunar bílbelta á slysatíðni má lesa um í töflu II. Tafla II Bílbeltanotkun* /S85% Alvarleg mænuslys og heilaskemmdir..fæWíad u/n 50-60% Sárogbrot.........fækkað um 50% Andlitsáverkar....fækkað um 50% Augnslys......framrúðuslys hverfa * Bílbelti í framsætum lögboðin 1987. Viðurlög samþykkt 1988. Bíl- belti í aftursætum lögboðin 1990. Höfundar benda á tiltölulega hátt hlutfall höfuðáverka bama undir 5 ára aldri sem er eftirtektarvert og áhyggjuefni. Mörg þessara barna ná seint fullri heilsu og önnur bíða þess aldrei bætur. Óskað er eftir mark- vissari fyrirbyggjandi aðgerðum. Hvers vegna þurfum við ætíð að bíða eftir alvarlegum slysum? Nú eru liðin 10 ár frá því að fyrst var óskað eft- ir róttækum aðgerðum hér á landi, þ.e. lögbindingu á hjálmanotkun barna og unglinga. (Norrænt slysa- þing í Reykjavík 1983). Ástralir lö- gleiddu notkun hjálma við hjólreiðar barna að 12 ára aldri fyrir nokkrum árum. í 5 ríkjum Bandaríkjanna (New Jersey, Kaliforníu, Massachu- setts, New York og Pennsylvaníu) hefur skyldunotkun einnig verið sam- þykkt. Alvarlegum höfuðmeiðslum fækkaði um 60-70% í Ástralíu og víðar. Tíu ára bið hefur orðið okkur dýr. Satt er að ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir spara ekki fjármuni, því að það kostar að halda heilsu. Ánnað Ólafur Óiafsson iandlæknir „Hvers vegna þurfum við ætíð að bíða eftir alvarlegum slysum? Nú eru liðin 10 ár frá því að fyrst var óskað eftir róttækum aðgerðum hér á landi, þ.e. lög- bindingu á hjálmanotk- un barna og unglinga.“ mál er að fyrirbyggjandi aðgerðir kosta yfirleitt mun minna en læknis- meðferð til þess að halda heilsu. Heilsuhagfræðingar eru yfírleitt sammála um að fyrirbyggjandi að- gerðir gegn umferðarslysum spari fé sökum lítils kostnaðar við fram- kvæmdina. Öllum sem vilja kynna sér niður- stöður erlendra rannsókna hlýtur að vera ljóst að almenn hjálmanotkun næst ekki nema með lögbindingu. Með miklu kynningarstarfi Umferð- arráðs og annarra hefur hjálmanotk- un aukist í 20%. Rætt er um að erfitt sé að koma við viðurlögum ef hjálmalög eru brot- in. Vitaskuld er ekki hægt að sekta börn eða fangelsa ef hjálmalög eru brotin. En viðurlög gætu verið tiltal eða áminning, lögregluviðtal við for- eldra og sektir ef iögin eru marg brotin. Ég er viss um að slík við- brögð hefðu áhrif. Lögreglan er full- fær um að beita þessum viðurlögum á viðeigandi hátt. Má ekki skírskota til ábyrgðar foreldra á Árí fjölskyld- unnar? Benda má á að samkvæmt umferðarlögum ber ökumaður ábyrgð á að unglingar 15 ára og yngri noti bílbelti. Er þetta lögfræði- legt vandamál? Á meðan við veltum vöngum yfír lögfræðilegum vandamálum og „við- kvæmni foreldra“ slasast börn alvar- lega á götum borgarinnar. Hvers vegna er komið í veg fyrir að við íslendingar séum brautryðj- endur í slysavörnum? Höfundur er landlæknir. Isfirðingum gefn- ar skógarplöntur SVEITARFÉLÖGIN átta á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að færa bæjarstjórn ísafjarðar, 3.511 skógarplöntur að gjöf vegna þess áfalls sem ísfirðingar urðu fyrir þegar sqjóflóð féll á Seljalandsdal og í Tungudal. í bréfí til bæjarstjómar ísafjarðar segir að fyrir hönd íbúa sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu sé Is- fírðingum vottuð samúð með þessari táknrænu gjöf sem eru 3.511 skógar- plöntur, jafnmargar íbúum Isafjarð- arkaupstaðar. Undir bréfið rita Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, Inginiundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ, Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Jón P. Líndal sveitarstjóri Kjalarnes- hrepps, Sigurður Geirdal bæjastjóri í Kópavogi, Róbert Agnarsson bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, Árni Sigfússon borgarstjóri í Reykjavík og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi. Tveggja manna með krómgrind 90x200 19.900 kr 120x200 28.900 kr 140x200 29.900 kr Auöbrekku 3 Kópavogi Skeifunni 13 Reykjavík Noröurtanga 3 Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.