Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 37 Um lestrarátak í Iðnskólanum í Reykjavík — að gefnu tilefni eftir Guðna Kolbeinsson Tilefni þessara skrifa er frétt í sjónvarpi 21. febrúar sl. og viðbrögð manna við henni. Sú frétt olli miklu upphlaupi meðal nemenda skólans, kennara hans og ýmissa annarra. Upphlaup þetta er sem betur fer á misskilningi byggt; misskilningi sem mér er skylt að leiðrétta. Verður hér á eftir leitast við að svara þeim spurningum sem helst hefur verið til mín beint að undanförnu: Eru nemendur Iðnskólans verr læsir en aðrir frainhaldsskólanemendur? Eigi að svara þessari spurningu heiðarlega hlýtur svarið að verða: „Það hef ég ekki hugmynd um.“ Aðrir framhaldsskólar hafa, það ég best veit, lítið eða ekkert kannað læsi nemenda sinna skipulega. Hins vegar vil ég benda á að í ofangreindri sjónvarpsfrétt var talað um þá nemendur sem hefja nám við skólann en ekki nemendur hans í heild. Að minni hyggju er einungis ein staðreynd sem við getum byggt á ef við viljum bera læsi nemenda, sem hefja nám við Iðnskólann, saman við læsi þeirra sem hefja nám í öðrum framhaldsskólum: Samkvæmt at- hugunum, sem gerðar hafa verið í grunnskólum, eiga um 20-25% nem- enda þar við lestrarörðugleika að etja (fjórði til fimmti hver). Einungis lítið brot þessara nemenda sest í Iðn- skólann í Reykjavík, hinir fara flest- ir í aðra framhaldsskóla og þess vegna hlýtur vandamálið líka að vera til staðar þar — og það í verulegum mæli. En hvers vegna legg ég svona mikla áherslu á að bara sé um að ræða þá sem hefja nám við skólann? Vegna þess að í Iðnskólanum í Reykjavík, eins og öðrum framhalds- skólum landsins, flosnar fjöldi nem- enda upp og hverfur frá námi. Þeir nemendur eru að stórum hluta úr hópi þeiira sem eiga í erfiðleikum með lestur og geta þess vegna ekki tileinkað sér bóklega námsefnið nógu vel. Eftir brottfallið eru í skólanum nemendur sem ég tel á engan hátt skera sig úr nemendum annarra framhaldsskóla; sumir hörkuduglegir námsmenn, aðrir heldur lakari eins og gengur. Mig langar til að geta þess hér að nú fyrir skömmu lagði ég fyrir nemendur mína í Meistaraskólanum (sem allir eru fýrrverandi nemendur úr iðnskóla) próf í Njálssögu. í þessu prófi reyndi verulega á þekkingu á sögunni, skilning á efninu og álykt- unarhæfni. Meðaleinkunn í 25 manna hópi var 8,2 og þessum ngm- endum treysti ég vel í spurninga- keppni um bókmenntaperluna Njáls- sögu við nemendur úr hvaða fram- haldsskóla landsins sem er — og undanskil ég þar ekki nema í ís- lenskudeild Háskóla íslands. En snúum okkur þá að annarri spurningu sem varðar efni þessarar greinar: Hvað skal gera við treglæsa nemendur? Tveir kostir koma einkum til greina: 1. Láta þá bara falla. Til þessa hefur í framhaldsskólum landsins nánast eingöngu verið reynt að hjálpa þeim nemendum sem greinst hafa með sértæka lestrarörð- ugleika af einhveiju tagi. Hefur ver- ið reynt að koma til móts við þarfir þeirra með hljóðbókum, þeir fengið að taka munnleg próf og fleira þess háttar. Þessi aðstoð hefur verið mjög mismikil í skólum. Aðrir þeir sem hafa átt í vandræð- um hafa einfaldlega ekki ráðið við námsefnið og bara failið. Kennarar og stjómendur skólanna hafa yppt öxlum, talað um síversnandi grunn- skóla og látið sem þeim kæmi þessi hópur nemenda ekkert við — þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að í framhaldsskóla skuli hver nemandi fá kennslu við sitt hæfi. Ég verð að játa að mér finnst ári lítilmannleg lausn að neita að ræða vandann og ímynda sér að hann hverfi við það. Ýmsir hafa sagt mér það síðustu dagana að svona mál eigi ekki að nefna — megi beinlínis ekki nefna; sagt að það kasti rýrð á skólann og nemendur hans. Slíkt hjal lýsi ég marklaust blaður. Þetta er skóli sem vill öllum nemendum sínum vel en ekki bara sumum, skóli sem viðurkennir vandann og ætlar að taka á honum. Taka seinni kost- inn hvað varðar treglæsa nemendur: 2. Reyna að hjálpa þeim. Sú spurning hlýtur að brenna á öllum skólamönnum (eða ætti að minnsta kosti að gera það) hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þá fjölmörgu nemendur sem eru treglæsir án þess að á því séu neinar sérstakar skýringar. Tilraunir okkar við Iðnskólann í Reykjavík benda eindregið til að svo sé, og ég vil ganga svo langt að fullyrða að fjög- urra vikna námskeið, sem við höfum skipulagt, dugi til þess að gera nær alla þessa nemendur nógu vel læsa til að takast á við efni námsbók- anna. (Enginn skal þó ætla að les- hæfnin leysi allan vanda; ýmislegt fleira kemur til. En miklum tálma væri rutt úr vegi.) Megnið af þessum unglingum skortir fyrst og fremst æfingu og einbeitingu. Við getum hæglega tek- ið mið af íþróttum: Setjum svo að eitthvert bam sé þjálfað í tennis frá því það er sex ára fram til tíu ára aldurs eða svo. Eftir það er engin þjálfun en þó keppt stöku sinnum. Sum þessara barna halda sér vel við í íþróttinni, önnur miður. Hvemig yrði ástandið við sextán ára aldur? Areiðanlega ósköp svipað og hvað lesturinn varðar. Enda er ég þess fullviss að enginn íþróttaþjálfari kæmi svona fram við skjólstæðinga sína; hann tæki þá annað veifið í æfingabúðir. Lestur er að minni hyggju íþrótt sem ekki er nóg að kenna bara í bernsku heldur þarf sífellt að halda við og þjálfa. Standi nemendur sig illa í lestri er ekki við þá að sakast heldur okkur, „þjálfar- ana þeirra“, Enginn getur fullyrt að sá sem er í lélegri líkamsþjálfun geti ekki orðið afbragðsiþróttamaður ef hann fer að æfa. A sama hátt er ekkert hægt að segja til um námshæfileika æfing- arlauss lesara. Treglæsi eitt og sér segir nákvæmlega ekkert til um það hvort neminn getur orðið liðtækur námsmaður eða ekki — sé honum sinnt. Hvað hefur verið gert við Iðnskólann í Reylqavík? Nokkrar undanfamar annir hefur Fjölnir Ásbjörnsson sérkennari kann- að leshraða og lesskilning nemenda í byijunaráföngum í íslensku. í ljós Guðni Kolbeinsson „Meðaleinkunn í 25 manna hópi var 8,2 og þessum nemendum treysti ég vel í spurn- ingakeppni um bók- menntaperluna Njáls- sögu við nemendur úr hvaða framhaldsskóla landsins sem er.“ hefur komið að um þriðjungur þess- ara nemenda er bæði seinlæs og skilur að auki illa það sem lesið er. Því til viðbótar er allnokkur hópur sem er seinlæs en skilur textann vel. Að frumkvæði undirritaðs og Fjölnis ákváðu stjórnendur skólans að reyna að finna einhveijar leiðir til úrbóta. Að fengnu leyfi mennta- málaráðuneytisins var gripið til þrí- þættra aðgerða: 1. Breytt námstilhögun í fornámi. í fornámsáföngum eru nemendur sem ekki stóðust grunnskólapróf í viðkomandi grein. Skipt var um námsefni í fornámi í íslensku og megináhersla lögð á lestur og les- skilning en ekki upprifjun á náms- efni grunnskólans í málfræði og staf- setningu, eins og áður. Helga D. Sverrisdóttir „Hjúkrunarfræðingar fást ekki til starfa á litlu staðina og þá hafa sjúkraliðar dugað.“ í allri þessari umræðu er sjaldan minnst á læknastéttina sem er þó yfir öllum þessum aðiljum sem nú bítast um kökuna. Læknar styðja frumvarpið í heild sinni. Þeir telja þörf á að auka verksvið sjúkraliða og þeir fái að njóta sín betur. Lækn- ar, hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar eru sannnála um þriðju grein Árangur varð góður. Nemendur juku leshraða sinn um 60% að með- altali og bættu lesskilning verulega. 2. Ráðinn sérkennari. Ráðinn var sérkennari að skólan- um til þess að sinna treglæsum nem- endum sem eiga í verulegum varnÞ" ræðum í skölastarfinu. Um er að ræða einstakiingskennslu og ýmiss konar tæknilega ráðgjöf. 3. Námskeiðið Lestu betur. Loks héldu undirritaður og Fjölnir Ásbjörnsson námskeiðið Lestu betur í haust er leið, fjögurra vikna kvöld- námskeið sem ætlað var að auka leshraða og bæta lesskilning. Nám- skeiðið var opið öllum nemendum skólans og sóttu það um 50 manns, mjög misjafnlega hraðlæsir í upp- hafi: lásu allt frá 40 orðum á mínútu upp í rúm 300. Árangur á þessu námskeiði varð enn betri en við höfðum þorað að vona. Langflestir gerðu betur en að tvöfalda leshraða sinn, jafnvel þre- eða ferfölduðu hann. Þessi aukni hraði dró þó ekkert úr skilningnum. Ég kenndi sumum þessara nem- enda íslensku og sá í allnokkrum til- vikum mjög ánægjuleg umskipti. Dæmi vil ég taka af einum nemanda mínum, sem var einstaklega seinlæs áður en hann kom á námskeiðið. Það hafði þær afleiðingar að hann réð ekkert við námið og hafði alveg gef- ist upp. Eftir tvær vikur af fjórum á námskeiðinu var hann orðinn kappsfullur og áhugasamur; fann að hann gat þetta rétt eins og hinir. Ekki er hægt að fjalla um þetta námskeið án þess að þakka Ólafi Johnson, skólastjóra Hraðlestrar- skólans, margháttuð hollráð. Hann kom á fund til okkar meðan þessar aðgerðir allar voru enn á umræðu- stigi og hvatti okkur mjög. Við Fjöln- ir og Guðlaugur Guðmundsson, deild- arstjóri í íslensku við Iðnskólann, sóttum síðan námskeið hjá honum til að sjá hvernig hann fengi menn til að stórauka leshraða sinn á stuttu námskeiði. Nýttum við okkur margt úr smiðju hans en leituðum að sjálf- sögðu víðar fanga, einkahlega í ýms- um erlendum fræðiritum. Og hvað skal nú? Árangur ofangreindra aðgerða er svo góður að ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut. Halda uppi sérkennslu í Festri fyrir þá verst stöddu, halda hinum breyttu áhersl- um í fomámsíslenskunni og taka námskeiðið Lestu betur inn í hefð- bundið skólanám, bæði í fomáminu og byijunaráfanga í íslensku. Höfundur kennir íslensku við Jðnskólann í Reykjavík. lagafrumvarpsins og það ætti að nægja til að .koma frumvarpinu í gegn. Undirskriftir með afgreiðslu málsins Fyrir nokkru sendum við áskorun á heilbrigðisráðherra að flýta af- greiðslu frumvarpsins og fengum fleiri heilbrigðisstéttir til að taka þátt í henni, en viti menn. Hjúkrun- arfræðingar fengu aðvörunarbréf frá sinni stjóm (sem notaði hjúkmn- arforstjóra spítalanna sem dreifing- araðila). Mér er spurn: Stóðu hjúkr- unarfræðingafélögin ekki að þessu frumvarpi og vilja þau ekki að frum- varpið fari í gegnum þingið? Það er kominn tími til að allar stéttir virði rétt annarra og leyfi þeim að njóta sín, en noti þær ekki sem þræla sem eiga að hlýða þegar húsbóndinn kallar. Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að við sjúkraliðar höfum leitað eftir stuðningi við frumvarpið með undirskriftasöfnuninni. Stað- reyndin er sú að sjúkraliðar vildu eingöngu ýta á heilbrigðisráðhen-a að flýta afgreiðslu málsins og um það snerist undirskriftasöfnuniii. Mér er það hulin ráðgáta hvernig hægt var að túlka undirskriftasöfn- unina sem stuðningsyfirlýsingu við frumvarpið. Við viljum einfaldlega flýta afgreiðslu málsins á alþingi. Um það snýst málið. Höfundur er sjiikraliði á Dalvík og formaður deildar Sjúkraliðafé- lags íslands á Norðurlandi eystra. Verða sjúkraliðar öldrunarfræðingar? eftir Helgu D. Sverrisdóttur Eins og margir vita emm við sjúkraliðar ásamt fleirum í þessu þjóðfélagi að bíða eftir að Alþingi afgreiði frumvarp að lögum um sjúkraliða. Það eru deiluatriði i þessu frumvarpi eins og oft vill verða. Hjúkrunarfræðingar hafa amast við áliti meirihluta nefndar- innar sem samdi frumvarpið. Sjúkraliðar um land allt Við sjúkraliðar leggjum áherslu á að fá lagalegan rétt til að starfa undir stjórn lækna og annarra fag- stétta í heilbrigðiskerfinu en ekki eingöngu undir stjórn hjúkrunar- fræðinga eins og er samkvæmt núgildandi lögum. Ég tel nauðsyn- legt að rýmka lögin þar sem slíkir sjúkraliðar eru að störfum um allt land umfram ströngustu lagaheim- ildir. Af hveiju er það svo, spyija eflaust margir? Stutt svar: Hjúkr- unarfræðingar fást ekki til starfa á litlu staðina og þá hafa sjúkralið- ar dugað. Nú vilja hjúkmnarfræð- ingar loka augunum fyrir þessari staðreynd og vilja meina sjúkralið- um að sinna þessum störfum og lítil eða léleg rök fylgja. Það er um þetta sem deilan snýst einna helst. Litlar hjúkkur að taka völdin? Getur verið að hjúkrunarfræð- ingar haldi að sjúkraliðar ætli að leikaMitlar hjúkkur sem setjist í stólana þeirra og taki þeirra völd? Ég vona að svo sé ekki, því sjúkra- liðar kæra sig ekki um það. Forysta hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarforstjórar sjúkrahúsanna telja menntun sjúkraliða henta mjög vel til öldrunarhjúkrunar og sæju sjúkraliðana gjarnan fyrir sér fylla þær deildir og stofnanir. Eg vil síð- ur en svo gera lítið úr þeim þætti umönnunar og er í reyndinni hissa á að hjúkrunarfræðingar skuli ekki starfa meira inn á öldrunarsviði en raun ber vitni. Með nýrri og betri tækni í öllum lækningum dvelur fólk skemur inni á sjúkrahúsunum. Með þessum breytingum er oft ástæða til að spyija hvort nauðsynlegt sé að hjúkrunarfræðingar skipi allar stöð- ur inni á deildum. Hingað til hafa sjúkraliðar sinnt þessum störfum með prýði og ekki fleiri áföll eða óhöpp vegna þess sérstaklega. Iljúkrunarfræðingar af færiböndum Nú er öldin önnur en þegar sjúkraliðar þóttu fullgóðir í öll störf. Hjúkrunarfræðingar útskrifast eins og af færiböndum og fæstir vilja þeir í öldrunarhjúkrun þar sem nóg er af stöðum fýrir þá. Þetta hefur leitt til þess að sjúkraliðum er ýtt út af sérdeildum með þeim rökum að við hefðum einungis gegnt störfum þar tíma- bundið þangað til að hjúkrunar- fræðingar fengjust. Mér er spurn: Hefur þetta litla samfélag efni á að hafa háskólamenntað fólk í öllum stöðum? Hitt hefur dugað og dugar enn hvarvetna í Evrópu. Læknar styðja sjúkraliða Stjórn hjúkrunarfræðinga sér of- sjónum yfir því að læknar vilji gjam- an nota sjúkraliða ásamt öðrum sem sína aðstoðarstétt og hjúkrunar- fræðingarnir vilja ráða því eins og svo mörgu öðru sem snertir sjúkral- iða. Bæði læknafélögin styðja sjúkr- aliða og það sýnir að einhver þörf virðist vera á rýmkun laganna. Áuk- in menntun gerir sjúkraliða hæfari til að vinna þessi störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.