Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL.1994 58 Með morgimkaffinu Reglurnar eru ekkert ósvipaðar reglunum heima, elsku Berta mín. * Ast er... I o \UlS 12-16 ... að eldast saman TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved c 1993 Los Angoles Times Syndicate HÖQNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Réttum Færeyingum hjálparhönd Frá Braga Melax: Fregnir herma að í Danmörku sjáist límmiðar á bílrúðum með þessari áletrun: „Lækkum skatt- ana, skjótum Færeying.“ Sjálfsagt er nú ekki mikil ástæða til að taka þetta alvarlega. Heldur ótrúlegt að þetta endurspegli hug þessarar menningarþjóðar sem Danir eru. Þeir eru hins vegar grín- istar í betra lagi. Alvaran er svo aftur sú, að Danir eru flestum þjóð- um fremri í hugkvæmni og krafti í uppbyggingu síns þjóðfélags, enda á mörkum tveggja ekki afleitra menningarheima. Við Islendingar ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar í lím- miðanotkun, senda Færeyingum kveðju okkar á þeim ágæta miðli, en hafa orðin önnur, t.d. „Færey- ingar! Verið velkomnir. íslending- ur.“ Miðann gætum við selt á 1000 Lögreglan á Suðvesturlandi verður með samstillt umferðarátak dagana 14. til 20. apríl nk. Hún mun þá beina athyglinni sérstak- lega að ökuhraða og bílbeltanotkun ökumanna og farþega. Á vorin þegar færð batnar og sól hækkar á lofti eykst ökuhraðinn og alvarleg umferðarslys í sam- ræmi við það. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að full ástæða er fyrir lögreglu að gefa ökuhraðan- um sérstakan gaum á þeim tíma. Þá reynir og ekki minna á að öku- menn geri sér grein fyrir hlutverki sínu og taki mið af leyfilegum há- markshraðamörkum og aðstæðum á hvetjum tíma. Á hveiju ári þarf lögreglan á þessu svæði að kæra nálægt 10.000 ökumenn fyrir að aka of hratt. Flestir fá sektir, en svipta þarf u.þ.b. 300 ökumenn ökuréttindum í framhaldi af slíkum umferðar- lagabrotum. Markmiðið er þó ekki að reyna að sekta eða svipta sem flesta, heldur fyrst og fremst að reyna að vekja athygli ökumanna á nauðsyn þess að virða lög og reglur svo draga megi úr líkum á slysum. kr. 50 þús. miðar gera 50 milljónir. Réttum síðan hverri færeyskri fjöl- skyldu sem hingað vill koma og dvelja í 2-3 ár eða lengur, endur- gjaldslaust 3-500 þúsund meðan krónurnar endast. Þetta er ekki hugsað sem ölm- usa. Færeyingar bjarga sér. Við værum með einhveiju slíku, að sýna aldagömlum vinum það, að við finn- um til með þeim. Þeirra hjálp kem- ur seinna. Það er mjög ánægjulegt að finna það hve sterkt íslendingar skynja núverandi erfiðleika þessara ná- granna okkar. Það eru líka margar ástæður fyrir því að engir ættu að vera færari um það en við, aðstæð- ur beggja þjóðanna í mörgu það líkar. „Eins dauði er annars brauð“. Gleymum ekki hagnaði okkar sem felst í því, „að til þess eru vítin að varast þau“. Samkvæmt meginreglu umferð- arlaganna skal vegfarandi sýna til- litssemi og varúð svo akstur leiði eigi til hættu eða valdi öðrum tjóni eða óþægindum. Þá segir í leiðbein- ingarreglunum að vegfarandi skuli fara eftir leiðbeiningum um um- ferð, sem gefnar eru með um- ferðarmerkjum. í fimmta kafla laganna er kveð- ið á um ökuhraða. Þar segir m.a. að „ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður’ skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, verður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferð- araðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutæk- inu og geti stöðvað á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir, og áður en hann kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir.“ Þá segir að „í þéttbýli megi öku- hraðinn ekki vera meiri en 50 km/klst. Utan þéttbýlis má hann ekki vera meiri en 80 km/klst. þó 90 km/klst. á vegum með bundu slitlagi". Hér er að sjálfsögðu mið- að við bestu hugsanlegu aðstæður. Að lokum lítil saga sönn eða log- in, sem ég heyrði fyrir tveim eða þrem áratugum. Hún rifjast upp þegar maður spyr sig: „Lærði þetta gjörvulega fólk, Færeyingar, óþarf- lega margt af „stóra bróður í norðri“?“ Alþingismaður gekk nótt eina óboðinn um borð í færeyskt fiskiskip í Reykjavíkurhöfn. Sjó- mennirnir tóku honum vel og var gleðskapur mikill þar til dagur rann.. Færeyingarnir vissu ekki hve tiginn mann þeir höfðu um borð en undr- uðust mjög visku hans og fróðleik. íslendingurinn vildi um morguninn með einhveiju launa gestrisni skip- verja og bauðst til að sýna þeim Alþingishús íslendinga. í Alþingis- húsinu vísar hann þeim til sætis á áheyrendabekkjum og hverfur síð- an. Færeyingar virða þingheim fyr- ir sér en fljótlega sjá þeir drykkjufé- lagann stíga í ræðustól og halda þar þrumuræðu. Þetta þótti Færey- ingum undur mikil. Loks fékk einn þeirra málið og varð að orði: Jah, helvítis íslendingurinn getur allt.“ BRAGI MELAX, Borgarheiði 13, Hveragerði. Ökuhraði annarra bifreiða en fólksbifreiða má aldrei vera meiri en 80 km/klst. og ökuhraði bifreið- ar með eftirvagn eða skráð tengi- tæki má aldrei vera meiri en 70 km/klst. Að öðru leyti skal t.d. ekið sér- staklega hægt miðað við aðstæður í þétttbýli, þegar útsýni er tak- markað, í beygjum, við vegamót, áður en komið er að gangbraut, við blindhæð, í hálku, þegar öku- tæki nálgast, þar sem vænta má búfjár, þar sem vegavinna fer fram og þar sem umferðaróhapp hefur orðið. Lögreglan hvetur ökumenn til þess að sýna varúð og aka ekki hraðar en aðstæður leyfa á hveij- um stað og/eða leyfileg hámarks- hraðamörk segja til um. Það er betra að flýta sér hægt því sektir fyrir að aka of hratt geta numið allt að 9.000 kr. áður en kemur að ökuleyfissviptingu. Slíkri að- gerð fylgja og jafnan hærri sektir. Ef ekið er allt of hratt er hægt að svipta ökumann ökuréttindum í allt að 12 mánuði og dæma í 45.000 kr. sekt. ÓMAR SMÁRIÁRMANSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Ökuhraði og bílbelti Frá Ómari Smára Ármannssyni Ökuhraði „'VAKPAUPt PenA kATTAGfZAS þAKNA ... Víkverji skrifar Tíðindamaður Víkveija í Garðin- um hafði frá ýmsu að segja er skrifari hitti hann á förnum vegi og sagði meðal annars að lóan væri komin. Hún-sást úti á Skaga eins og Garðmenn kalla það en auk þess var hún að byija að láta sjá sig inni í bænum. Aðrir farfuglar eru fyrir nokkru komnir. Á skírdag heyrðist fyrst í þessum sem gefur frá sér sitt hvella hljóð sem beinlín- is tilkynnir vorkomuna. Hann er þrekvaxinn sterkbyggður vaðfugl, svartur á bak og höfuð og hvítur að neðan með rauðgulan gogg og bleika fætur. Já, þetta er tjaldur- inn. Mikið ber á stelknum þessa dagana. Hann virðist koma hér við til að næra sig áður en hann heldur lengra. Þá er a.m.k. hálfur mánuður síðan sandlóan sást hér í stórum hópum. Tilhugalíf stokkandarinnar fer ekki fram, hjjá þejm sep) Ipúa við sjóinn og tjarnirnar. Makavalið á sér nokkurn aðdraganda og loks þegar búið er að finna hinn rétta þá hefst ástarleikurinn með tilheyr- andi höfuðhneygingum og hreint stórkostlegum leikþætti sem unun er á að horfa, sagði Garðbúinn. Þessa dagana er kollan að safna sér fæðu og ef það gerist nærri mannabústöðum nærist kollan en karlinn er á verði. XXX Undanfarnar vikur hefir farið fram val á fegurðardrottning- um um land allt til keppni um titil- inn Fegurðardrottning íslands 1994. Síðast var valin fegurðar- drottning Reykjavíkur á Hótel ís- landi. Fjölmiðlafárið í lok keppninn- ar í Reykjavík var mikið og eins og venjulega keppast fjölmiðlarnir við að finna upp á einhveiju nýju eða öðruvísi en hinir gera. Önnur sjónvarpsstöðin sendi einn sinna mann úr „mjúku deildinni" til að forvitnast um stúlkuna sem bar sigur úr býtum. Hann komst að því að stúlkan yann í slorinu og taldi sjónvarpsmaðurinn sig aldeilis hafa komist í feitt. Dreif hann bless- aða stúlkuna á slorstaðinn og myndaði hana við að þrífa og spúla slorið og meira að segja kom hún við ófögnuðinn. Þessi ágæti sjónvarpsmaður missteig sig svo illa að ekki verður hjá komist að benda honum á að þessi slorstaður er fyrirtæki í mat- vælaiðnaði. Fiskverkunarhús eru ekki hús þar sem unnið er slor — þar er unninn fiskur til útflutnings og íslenzka þjóðin lifir á því að selja fisk og þar þarf að gæta fyllsta hreinlætis. Islendingar ætla seint að skilja það að lífið á íslandi er fiskur. Peningarnir verða ekki til í bönkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.