Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 1

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 1
104 SIÐUR B/C/D 89. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þróa gler- augu gegn heymæði London. Reuter. BRESKIR sjóntækjafræðingar hafa þróað gleraugu sem verja þá sem þjást af heymæði fyrir ónæmisvöldunum. Gleraugun skýla augunum og litlar dælur sjá til þess að blása lofti, sem hefur verið síað, að augunum. Sjóntækjafræðingarnir segja gleraugun hafa verið prófuð í Bret- landi og á Nýja-Sjálandi og reynst vel. Segja þeir ennfremur mögulegt að setja sjóngler eða litað gler í umgjarðirnar. Gleraugun verða fljótlega sett á markað í Bretlandi og seld í verslun- um Duncan og Todd, sem eiga heið- urinn að uppfinningunni. Tsj ernobyl-verið Tvö óhöpp í vikunni Kiev. Reuter. TVÖ tæknileg óhöpp urðu í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu á mánudag og þriðjudag á sama tima og alþjóðlegir eft- irlitsmenn voru þar að störfum. Koma þau sér afar illa fyrir úkra- ínsku stjórnina, sem vill fá að reka verið áfram. Ekki varð vart neinnar geislunar vegna óhappanna en annað þeirra var skráð sem einn á sjö stiga skala yfir kjarnorkuslys. Eftirlitsmenn frá IAEA, Alþjóðakjamorkumálastofn- uninni, hafa verið að skoða Tsjerno- byl-verið í tíu daga en í nýlegri skýrslu segir, að rekstur þess sé hættulegur. Verða niðurstöður ferð- arinnar ræddar á fundi í Vín í dag. Á síðasta ári breytti úkraínska þingið fyrri ákvörðun sinni um að loka kjarnorkuverinu og bar við orku- skorti í landinu en samkvæmt nýleg- um samningi Bandaríkjanna og Úkraínu verður því lokað þegar fund- ist hafa aðrar orkulindir. Morgunblaðið/Arni Sæberg UTSYNITIL STRUTS AF HAMRABELTIIEIRIKSJOKLI Ciinton boðar aukna hörku gegn Serbum Washington, Moskvu, Brussol. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti boðaði í gær aukna hörku gegn Bosníu-Serbum vegna árása þeirra á múslimabæinn Gorazde í Bosn- íu, meðal annars að gripið yrði til aukinna loftárása á sveitir þeirra en aðildarríki Atiantshafsbandalagsins samþykktu það fyrir sitt leyti í gær. Clinton lét þung orð falla um aðgerðir Serba undanfarnar vikur og sagði að snerist þeim ekki hugur og sýndu raunverulegan friðarvilja yrðu þeir að gjalda fyrir það dýru verði. Sáttum í Suður-Afríku fagnað á Vesturlöndum Jóhannesarborg, Lundúnum. Reuter. RÁÐAMENN á Vesturlöndum fögnuðu í gær samkomulagi helstu flokka Suður-Afríku sem felur í sér að Inkatha-frelsisflokkurinn lætur af and- stöðu sinni við þingkosningamar 26.- 28. þessa mánaðar. Samkomulag- ið vekur vonir um að kosningarnar leiði ekki til mikilla blóðsúthellinga. „Þetta vekur miklar vonir um friðsamlegar kosningar," sagði John Maj- or, forsætisráð- herra Bretlands, og talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneyt- isins sagði að sarrikomulagið yrði vonandi til þess að mannskæðum átökum milli fylgis- manna Inkatha og Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) myndi loksins linna. „Samkomulagið er mikilvægur lið- Ht ur í því að tryggja þátttöku allra Suður-Afríkumanna í kosningunum og í uppbyggingu lýðræðislegrar Suður-Afríku eftir afnám kynþátta- aðskilnaðarins,“ sagði talsmaður franska utanríkisráðuneytisins. Erlendir fjárfestar voru þó varkár- ir og bíða með að Qárfesta í Suður- Afríku þar til eftir kosningarnar. ANC sigurstranglegt Fréttaskýrendur telja að Afríska þjóðarráðið fái um 55-65% atkvæð- anna í kosningunum. Heimildarmenn í Jóhannesarborg segja að forystu- menn ANC geri ráð fyrir að fá 57% atkvæðanna og líti á meira fylgi sem stórsigur. Fréttaskýrendurnir sögðu að Ink- atha hefði tapað miklu fylgi með hótun sinni um að sniðganga kosn- ingarnar og njóti nú aðeins verulegs stuðnings i héruðum Zúlú-manna, KwaZulu og Natal. Talið er að ANC hafi tvöfalt meira fylgi í KwaZulu en Inkatha. Nelson Mandela, leiðtogi ANC, er líklegur til að verða fyrsti blökku- maðurinn til að gegna embætti for- seta Suður-Afríku. Hann sagði á fundi með hvítum bændum í gær að eignarréttur þeirra yrði viitur eftir kosningarnar. Forystumenn ANC höfðu áður sagt að 30% bújarðanna myndu skipta um eigendur ef flokk- urinn næði meirihluta. Um 60.000 hvítir bændur eiga 87% af jörðunum. Clinton sagðist myndu beita sér fyrir því að Bosníu-Serbum yrðu sett sömu skilyrði og við Sarajevo um brottflutning stórskotaliðs 20 kílómetra út frá Gorazde og fjórum öðrum griðarsvæðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Sagði Bandaríkja- forseti það kalla á fjölgun í gæslu- sveitum SÞ í Bosníu og aukinn flutning hjálpargagna. Ennfremur sagðist Clinton myndu knýja á um að efnahagsleg- ar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Serbíu í Belgrad yrðu hertar. Loks sagðist Bandaríkjaforseti ætla taka frumkvæði að „öflugum pólitískum aðgerðum" til þess að stöðva Bosn- íudeiluna. Með því er talið að hann sé að koma til móts við Borís Jelts- ín Rússlandsforseta sem hvatti til þess í gær að haldinn yrði leiðtoga- fundur Bandaríkjanna, Rússlands og Evrópusambandsins um lausn stríðsins. Bosníu-Serbar virtu ekki í gær samkomulag um vopnahlé í Gorazde sem þeir undirrituðu á þriðjudagskvöld við fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) því í gær skutu þeir þremur eldflaugum á sjúkrahús í Gorazde með þeim af- leiðingum að 10 sjúklingar biðu bana og 15 særðust, að sögn full- trúa alþjóðlegra hjálparstofnana. Einnig biðu 8 flóttamenn í húsi við hlið sjúkrahússins bana. Þá sóttu skriðdrekasveitir Bosníu-Serba aft- ur inn að Gorazde og virtist skot- færaverksmiðja í miðborginni vera skotmark þeirra. Fregnir hermdu að stórskotahríð hefði dunið dag- langt á Gorazde og alls hefðu 44 manns, aðallega óbreyttir borgarar, beðið bana og 137 særst. Andreij Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands sagði í gær að Rússar myndu ekki styðja lofthern- að gegn Bosníu-Serbum fyrr en SÞ og stjórnvöld í Washington, Moskvu og í Evrópusambandinu hefðu mót- að sameiginlega afstöðu til Bosníu- deilunnar. Þjóðveijar þjóra mest Berlín. Reuter. ÞJÓÐVERJAR hafa skotist frani úr Frökkum sem mestu áfengisneytendur heims, sain- kvæmt nýrri skýrslu þýska heilbrigðisráðuneytisins. I skýrslunni segir að neysla áfengra drykkja jafngildi því að hvert mannsbarn í Þýskalandi hafi drukkið 12,1 lítra af hreinu alkóhóli í fyrra. Jafngildir það því að áfengisneysla á inann hafi þrefaldast frá 1950. Meðal- talsneyslan nam 140 lítrum af bjór á mann, 27 lítrum af borð- vínum og 10 lítrum af öðrum áfengistegundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.