Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 7 Þróttur byggir íþróttahús BORGARRÁÐ og skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar hafa samþykkt teikningar að nýju íþróttahúsi íþróttafélagsins Þróttar við Sæviðar- sund. Ekkert er því að vanbúúaði fyrir félagið að hefja framkvæmd- ir. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 95 milljónir. SVONA kemur íþróttahúsið sem íþróttafélagið Þróttur fyrirhugar að byggja við Sæviðarsund til með að líta út. Framkvæmdir hefjast að öllum líkindum i sumar. Unglinga- fargjald I strætó STJÓRNARNEFND um al- menningssamgöngur hefur tekið ákvörðun um að taka upp sérstök unglingafargjöld frá og með næsta mánudegi. Gjaldið nær til unglinga frá 12 ára fram til 1. júní það ár sem 16 ára aldri er náð. Hvert fargjald kostar 50 krónur, en einnig verður hægt að fá keypt farmiðaspjöld með 20 miðum á 900 krónur. Farmiðarnir verða til sölu í skiptistöðvunum á Hlemmi, Lækjartorgi, Grensás og í Mjódd og einnig í upplýsingaþjón- ustunni í Ráðhúsinu og í af- greiðslum sundstaða. Tveir nýir sýslumenn Dómsmálaráðherra hefur skip- að sýslumenn til að starfa á Pat- reksfirði og á Blönduósi. Þórólfur Halldórsson hdl hefur verið skipaður sýslumaður á Pat- reksfirði frá 1. maí í stað Stefáns Skarphéðinssonar sem hefur verið skipaður sýslumaður í Borgarnesi. Kjartan Þorkelsson sýslumaður í Olafsfirði hefur verið skipaður sýslu- maður á Blönduósi frá og með 25. apríl í stað Jóns ísberg sem lætur af störfum vegna aldurs. ----»-♦.♦-.. Ráðuneyt- isstjóri fær lausn Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, hefur beðist lausnar frá störfum af heilsufarsástæðum frá og með 1. september nk. og hefur forseti íslands fallist á lausnarbeiðn- ina, segir í fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu. ----» ♦ ♦--- Vilja leggja Islandstorg Frá Hólmfríði Matthíasdóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins í Barcelona. BORGARYFIRVÖLD í Barcelona hafa ákveðið að stefna að því að opna sérstakt Islandstorg í borg- inni, en á því torgi yrði gosbrunn- ur líkur þeim sem er í Perlunni. Vonast er til að hægt verði að leggja hornstein torgsins á lýð- veldisafmælinu í júní nk. Forsaga mátsins er sú að borgar- ráðsmaður í Barcelona hreifst af gosbrunninum í Perlunni þegar hann var staddur á íslandi í fyrrasumar og þegar nýtt torg í Barcelona var á dagskrá lagði hann til að ámóta gosbrunnur yrði settur upp á því torgi og það nefnt íslandstorg. Það var vélsmiðjan Héðinn sem átti veg og vanda af uppsetningu gosbrunns- ins og hefur meðal annars verið leit- að til Héðins um upplýsingar. í kjöl- far þeirrar athugunar kom í ljós að engir tæknilegir vankantar eru á því að setja brunninn upp, en meðal annars hefur komið upp sú hugmynd að íslenskir aðilar tækju sig saman um að gefa Barcelonaborg gosbrunn- inn. Heildarkostnaður við torgið, sem heita myndi Placa d’Islandia, er áætl- aður um 200 millj. peseta, um 100 millj. ísl. kr., og er þá gosbrunnurinn ekki meðtalinn. Vonast er til að hægt verði að leggja homstein torgsins í júní, eins eru í byrjun næsta ars. .uiinói Þróttur hafði ráðgert að byggja gervigrasvöll á íþróttasvæði sínu, en nú hefur verið hætt við þær fram- kvæmdir. íþrótta- og tómstundaráð hafði samþykkt að veita 52 milljón- um til byggingar vallarins. Ákveðið hefur verið að þessum styrk verði varið til byggingar íþróttahússins. Til viðbótar mun borgin að öllum líkindum veita 24 milljónum til bygg- ingarinnar, en borgin greiðir 80% af áætluðum byggingarkostnaði íþróttamannvirkja. Með nýja húsinu er stefnt að því að skapa þeim sem iðka knattspyrnu og tennis mjög góða aðstöðu, en auk þess verður í húsinu aðstaða til allr- ar almennrar íþróttaiðkunar. Við afgreiðslu málsins í skipulags- nefnd var tekin ákvörðun um að lækka húsið eilítið frá upphaflegum teikningum og færa til bílastæði. Þetta var gert vegna óska íbúa í nágrenni hússins. Óskum um að húsið verði staðsett með öðrum hætti á lóðinni var hins vegar hafn- að í skipulagsnefnd. Hvað fœrðu fyrir mikil innlánsviðskipti í bankanum þínum... ...annað en vexti? Til mikils aö vinna meö Vildarþjónustu íslandsbanka! Vildarþjónustu íslandsbanka njóta þeir viöskiptavinir sem eiga mikil og góö innlánsviöskipti viö bankann; aö lágmarki 500.000,- kr. í samanlögöum innstœöum. Þú hefur beinan aögang aö þjónustufulltrúa. Forgangsverkefni hans er aö veita persónuiega þjónustu og þekkja viöskipti þeirra sem eru í Vildarþjónustunni og vera þeim innanhandar um hvaöeina sem varöar dagleg samskipti viö bankann. Þú fœrö afhent nafnspjald þjónustufulltrúans meö beinu símanúmeri hans. Eftir lokun tekur símsvari viö skilaboöum sem þjónustufulltrúinn afgreiöir síöan strax aö morgni. Þú fœrö yfirlit reglulega yfir viöskipti þín í bankanum. VILDARÞJONUSTA ISLANDSBANKA Þar aö auki spararöu þér umtalsveröar fjárhœöir árlega vegna niöurfellingar ýmissa þjónustugjalda eins og eftirfarandi dcemi sýnir: Yfirdráttarheimild 200.000 kr., 50% nýting 9.000,- Tólf tékkhefti 3.300,- Þrjú skuldabréf meö einni afborgun á ári í innheimtuþjónustu 2.175, - Mánaöarleg innheimta á húsaleigu 5.820,- Greiöslukort, árgjald 1.750,- Viöskiptayfirlit 190,- Samtals: 22.235,- Efþú vilt fá meira en vexti fyrir mikil innlánsvidskipti skaltu kynna þér Vildarþjónustu íslandsbanka; menn hafa skipt um banka fyrir minna! wngnfl .iutlö<jl!öjq2 ■tzilnótiutaM 00.00 .no- -6ðV ,ionótnu()ioM f ð.d .lugnöpmoe ■mfiot.nupioM.. -íifumilm- mu óollcjH .iuttö(jotnnem?l63 —fflli—ynlxuH ?unhiA íinihnnhiiti'. ípfcaid .I S L A N DS BAN Kl . -n,,,KDU ,n<wgoia luötugic ,n< --.nat..mi-«u<í4idvdii .biouiiaJjJp.óI—Ofl.OE-----------b6»M nogwmgpiA oo^tg po

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.