Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 10

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Sýningnm fer fækkandi á Skilaboðaskjóðunni NÚ FER að fækka sýningum í Þjóðleikhúsinu á ævintýraleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Skilaboðaskjóðan er íslenskt ævintýraleikrit með söngvum fyrir börn á öllum aldri og byggir höfundur verkið á sögupersónum í vinsælli verðlaunabarna- bók sinni með sama safni. Þorvaldur hefur einnig samið söngtextana í sýningunni, en Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina og er hljóm- sveitarstjóri. í Skilaboðaskjóðunni fáum við að kynnast öllum þeim merkilegu persónum sem búa í Ævintýraskóg- inum, illþýði og tröllum og í kynn- ingu segir: „Skilaboðaskjóðan var frumsýnd í nóvember sl. og hefur verið sýnd síðan við mikiar vinsæld- ir.“ Fyrir skömmu kom tónlistin úr sýningunni út á geisladiski og snældu. Sögumaður er höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinssón. Mikill fjöldi leikara fer með hlut- verk á sýningunni, en í helstu hlut- verkum má m.a. nefna Margréti Pétursdóttur, Hörpu Arnardóttur, Jón Stefán Kristjánsson, Stefán Jónsson og Margréti Guðmunds- dóttur. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Leikmynd og búningar eru í höndum Karls Aspelunds, Ástrós Gunnarsdóttir samdi dansa og lýs- ingu annast Ásmundur Karlsson. Sýningum á Skilaboðaskjóðunni lýkur um miðjan maí og eru áætlað- ar um átta sýningar fram að þeim tíma. Hugleikur sýnir í Hafnarhúsinu HUGLEIKUR frumsýnir 13 nýja einþáttunga, Hafnsögur, í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu á morgun, 22. apríl kl. 20.30. Hafnsögur eru 13 stuttverk, ein- þáttungar, örleikrit, gamanþættir og ópera. Höfundar eru allir Hug- leikarar, gamlir og reyndir eins og Sævar Sigurgeirsson og Ingibjörg Hjartardóttir og einnig tveir nýir höfundar. Leikstjórar eru níu talsins og koma einnig úr röðum félagsins. í fréttatilkynningu segir: „í svona sýningu er að sjálfsögðu komið víða við og aðal hennar fjöl- Sumarbústaöur óskasttil leigu Starfsmannafélag í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu góðan sumarbústað í sumar. Upplýsingar í síma 622800, (Ingibjörg). Gleðilegt sumar! Óskum núverandi og verðandi viðskiptavinum, sam- starfsaðilum og keppinautum gleðilegs sumars. B0RGARE1GN Fasteígnasala - Suðurlandsbraut 14 Sími 678221 Fax 678289 A 011 Kfl 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori L I lvvBblw/v KRISTINNSIGURJÓNSSOIM,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisveröra eigna: í nágrenni Vesturbæjarskóla Glæsileg efri hæð í þríbýlishúsi. 3 rúmgóð svefnh. í svefnálmu, 2 stór- ar stofur aðskildar. Innb. bílskúr með geymslu, tæpir 40 fm. Húsið er byggt 1967 og stendur á rúmgóðri lóð með trjágróðri. Eignaskipti. Á vinsælum stað i' Þingholtunum Fyrsta hæð í þríbhúsi, 99,4 fm. Mikið endurn. í „gömlum stíl11. Góð lán fylgja. Teikn. á skrifst. Bankastræti - úrvalsstaður Stór rishæð, 143,8 fm, auk þess er mikið rými undir súð. Margskonar breytinga- og nýtingarmöguleikar. Útsýni. Tilboð óskast. Verslunarhæð í sama húsi, rúmir 110 fm. Kjallari fylgir. Teikning og nánari upþl. á skrifst. í tvíbýlishúsi við Smáragötu 2ja-3ja herb. lítið niðurgr. íb. Allt sér. Glæsil. trjágarður. Tilboð óskast. Stór og góð - frábært útsýni í lyftuhúsi á 7. hæö við Kríuhóla. Vel meðfarin. Ný yfirbyggðar svalir. Húsið er nýklætt utan. Laus fljótlega. Tilboð óskast. Gleðilegt sumar! Lokað í dag. Opið á morgun ______________________ og laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FtSTEIGNASAUH breytni. Þó má nefna að það hefur ekki farið fram hjá Hugleikurum að nú er afmælisár sjálfstæðra Is- lendinga. Þess má sjá stað í nokkr- um verkanna. Einnig er fjölskyld- unni gefinn sá gaumur sem henni ber á ári hennar. Húsdýrin eru á sínum stað og ástir og örlög, prins- essa og snyrtidama ráðast um sýn- inguna þvera og endilanga. Allir fá þættirnir þó þann sameiginlega en óræða samnefnara sem leikhús- nautnafólk hefur kallað „hinn hug- leikska stíl“.“ Hafnsögur verða á fjölunum í Hafnarhúsinu fram í miðan maí. Tónleikar haldnir í Norræna húsinu Burtfararpróf Hlínar Erlendsdóttur TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu laugardaginn 23. apríl og hefj- ast kl. 14. Tónleikarnir eru burtfararpróf Hlínar Erlends- dóttur fiðluleikara frá skólan- um. Á efnisskránni eru Sónata í G- dúr fyrir fiðlu og píanó KV. 301 eftir Mozart, Paríta nr. 3 í E-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, Chansons russe eftir Stravinsky og Sónata í G-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 78. Kristinn Órn Kristins- son leikur með á píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hlín Erlendsdóttir Nýjar bækur ■ ÚT er komin bókin Tannsmiða- tal - íslenskir tannsmiðir frá upphafi. Bókin Tannsmiðatal er gefin út af Tannsmiðafélagi íslands í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Bókin hefur m.a. að geyma upplýsingar um nöfn allra íslenskra tannsmiða frá upphafi og starfsferil þeirra. Einnig er að finna í bókinni upplýs- ingar um starf félagsins frá stofnun þess én félagið var formlega stofn- að í Reykjavík 19. apríl 1941. Tannsmiðatalið er hægt að panta hjá Tannsmiðafélagi íslands. DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA Or|ára afmæli. í dag, 21. OU apríl, er áttræð Krist- björg S. Olsen, Þverbrekku 4, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Ásmundur B. Olsen, kaup- maður og oddviti á Patreks- firði, en hann lést árið 1985. Kristbjörg verður að heiman á afmælisdaginn. 7/Wa afmæli. Á morgun, I U 22. apríl, er sjötug Val- gerður Oddný Agústsdóttir frá Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar var Vilhjálmur Pálsson en hann lést 5. nóvember 1993. Valgerður tekur á móti vinum og vandamönnum í kaffisopa í safn- aðarheimili Langholtskirkju milli kl. 19 og 22 á afmælisdaginn. SKIPIN__________________ HAFNARFJARÐARHÖFN: í gærkvöldi fór Lagarfoss. Rúss- inn Ozherelye er væntanlegur í nótt eða snemma í fyrramálið til löndunar. GULLBRÚÐKAUP eiga á morgun, föstudag 22. apríl, hjónin Rakel Guðmundsdóttir og Björgvin Jónsson, HörðuvöIIum 4, Hafnar- firði. Þau verða að heiman. ára afmæli. í dag, 21. apríl, er sjötug Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Bogahlíð 17, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal Hjúkrunarfélags ís- lands, Suðurlandsbraut 22, eftir kl. 15 á afmælisdaginn. ára afmæli. í dag, 21. apríl, er fimmtugur Þór- arinn Sigurður Kristinsson, framkvæmdasljóri, Holtaseli 35, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Sveinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heim- ili sínu í dag milli kl. 17 og 20. KIRKJUSTARF S AFN AÐ ARHEIMILI aðvent- ista, Gagnheiði 40, Selfossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurann- sókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorrason. AÐVENTKIRKJAN, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu- rannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Lilja Ármanns- dóttir. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplarahús- inu, Suðurgötu 7: Samkoma kl. 10. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. MINNINGARSPJÖLP MINNINGARKORT MS- „félagsins fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félags- ins að Álandi 13. í apótekum: Kópavogsapótek, Hafnar- fjarðarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Háaleitisapó- ték, Holtsapótek, Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegsapótek, Reykjavíkurapótek, Vestur- bæjarapótek, Apótek Kefla- víkur, Akraness Apótek og Apótek Grindavíkur. í Bóka- búðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Foss- vogs í Grímsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.