Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Sýningnm fer fækkandi á Skilaboðaskjóðunni NÚ FER að fækka sýningum í Þjóðleikhúsinu á ævintýraleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Skilaboðaskjóðan er íslenskt ævintýraleikrit með söngvum fyrir börn á öllum aldri og byggir höfundur verkið á sögupersónum í vinsælli verðlaunabarna- bók sinni með sama safni. Þorvaldur hefur einnig samið söngtextana í sýningunni, en Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina og er hljóm- sveitarstjóri. í Skilaboðaskjóðunni fáum við að kynnast öllum þeim merkilegu persónum sem búa í Ævintýraskóg- inum, illþýði og tröllum og í kynn- ingu segir: „Skilaboðaskjóðan var frumsýnd í nóvember sl. og hefur verið sýnd síðan við mikiar vinsæld- ir.“ Fyrir skömmu kom tónlistin úr sýningunni út á geisladiski og snældu. Sögumaður er höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinssón. Mikill fjöldi leikara fer með hlut- verk á sýningunni, en í helstu hlut- verkum má m.a. nefna Margréti Pétursdóttur, Hörpu Arnardóttur, Jón Stefán Kristjánsson, Stefán Jónsson og Margréti Guðmunds- dóttur. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Leikmynd og búningar eru í höndum Karls Aspelunds, Ástrós Gunnarsdóttir samdi dansa og lýs- ingu annast Ásmundur Karlsson. Sýningum á Skilaboðaskjóðunni lýkur um miðjan maí og eru áætlað- ar um átta sýningar fram að þeim tíma. Hugleikur sýnir í Hafnarhúsinu HUGLEIKUR frumsýnir 13 nýja einþáttunga, Hafnsögur, í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu á morgun, 22. apríl kl. 20.30. Hafnsögur eru 13 stuttverk, ein- þáttungar, örleikrit, gamanþættir og ópera. Höfundar eru allir Hug- leikarar, gamlir og reyndir eins og Sævar Sigurgeirsson og Ingibjörg Hjartardóttir og einnig tveir nýir höfundar. Leikstjórar eru níu talsins og koma einnig úr röðum félagsins. í fréttatilkynningu segir: „í svona sýningu er að sjálfsögðu komið víða við og aðal hennar fjöl- Sumarbústaöur óskasttil leigu Starfsmannafélag í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu góðan sumarbústað í sumar. Upplýsingar í síma 622800, (Ingibjörg). Gleðilegt sumar! Óskum núverandi og verðandi viðskiptavinum, sam- starfsaðilum og keppinautum gleðilegs sumars. B0RGARE1GN Fasteígnasala - Suðurlandsbraut 14 Sími 678221 Fax 678289 A 011 Kfl 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori L I lvvBblw/v KRISTINNSIGURJÓNSSOIM,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisveröra eigna: í nágrenni Vesturbæjarskóla Glæsileg efri hæð í þríbýlishúsi. 3 rúmgóð svefnh. í svefnálmu, 2 stór- ar stofur aðskildar. Innb. bílskúr með geymslu, tæpir 40 fm. Húsið er byggt 1967 og stendur á rúmgóðri lóð með trjágróðri. Eignaskipti. Á vinsælum stað i' Þingholtunum Fyrsta hæð í þríbhúsi, 99,4 fm. Mikið endurn. í „gömlum stíl11. Góð lán fylgja. Teikn. á skrifst. Bankastræti - úrvalsstaður Stór rishæð, 143,8 fm, auk þess er mikið rými undir súð. Margskonar breytinga- og nýtingarmöguleikar. Útsýni. Tilboð óskast. Verslunarhæð í sama húsi, rúmir 110 fm. Kjallari fylgir. Teikning og nánari upþl. á skrifst. í tvíbýlishúsi við Smáragötu 2ja-3ja herb. lítið niðurgr. íb. Allt sér. Glæsil. trjágarður. Tilboð óskast. Stór og góð - frábært útsýni í lyftuhúsi á 7. hæö við Kríuhóla. Vel meðfarin. Ný yfirbyggðar svalir. Húsið er nýklætt utan. Laus fljótlega. Tilboð óskast. Gleðilegt sumar! Lokað í dag. Opið á morgun ______________________ og laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FtSTEIGNASAUH breytni. Þó má nefna að það hefur ekki farið fram hjá Hugleikurum að nú er afmælisár sjálfstæðra Is- lendinga. Þess má sjá stað í nokkr- um verkanna. Einnig er fjölskyld- unni gefinn sá gaumur sem henni ber á ári hennar. Húsdýrin eru á sínum stað og ástir og örlög, prins- essa og snyrtidama ráðast um sýn- inguna þvera og endilanga. Allir fá þættirnir þó þann sameiginlega en óræða samnefnara sem leikhús- nautnafólk hefur kallað „hinn hug- leikska stíl“.“ Hafnsögur verða á fjölunum í Hafnarhúsinu fram í miðan maí. Tónleikar haldnir í Norræna húsinu Burtfararpróf Hlínar Erlendsdóttur TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu laugardaginn 23. apríl og hefj- ast kl. 14. Tónleikarnir eru burtfararpróf Hlínar Erlends- dóttur fiðluleikara frá skólan- um. Á efnisskránni eru Sónata í G- dúr fyrir fiðlu og píanó KV. 301 eftir Mozart, Paríta nr. 3 í E-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, Chansons russe eftir Stravinsky og Sónata í G-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 78. Kristinn Órn Kristins- son leikur með á píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hlín Erlendsdóttir Nýjar bækur ■ ÚT er komin bókin Tannsmiða- tal - íslenskir tannsmiðir frá upphafi. Bókin Tannsmiðatal er gefin út af Tannsmiðafélagi íslands í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Bókin hefur m.a. að geyma upplýsingar um nöfn allra íslenskra tannsmiða frá upphafi og starfsferil þeirra. Einnig er að finna í bókinni upplýs- ingar um starf félagsins frá stofnun þess én félagið var formlega stofn- að í Reykjavík 19. apríl 1941. Tannsmiðatalið er hægt að panta hjá Tannsmiðafélagi íslands. DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA Or|ára afmæli. í dag, 21. OU apríl, er áttræð Krist- björg S. Olsen, Þverbrekku 4, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Ásmundur B. Olsen, kaup- maður og oddviti á Patreks- firði, en hann lést árið 1985. Kristbjörg verður að heiman á afmælisdaginn. 7/Wa afmæli. Á morgun, I U 22. apríl, er sjötug Val- gerður Oddný Agústsdóttir frá Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar var Vilhjálmur Pálsson en hann lést 5. nóvember 1993. Valgerður tekur á móti vinum og vandamönnum í kaffisopa í safn- aðarheimili Langholtskirkju milli kl. 19 og 22 á afmælisdaginn. SKIPIN__________________ HAFNARFJARÐARHÖFN: í gærkvöldi fór Lagarfoss. Rúss- inn Ozherelye er væntanlegur í nótt eða snemma í fyrramálið til löndunar. GULLBRÚÐKAUP eiga á morgun, föstudag 22. apríl, hjónin Rakel Guðmundsdóttir og Björgvin Jónsson, HörðuvöIIum 4, Hafnar- firði. Þau verða að heiman. ára afmæli. í dag, 21. apríl, er sjötug Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Bogahlíð 17, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal Hjúkrunarfélags ís- lands, Suðurlandsbraut 22, eftir kl. 15 á afmælisdaginn. ára afmæli. í dag, 21. apríl, er fimmtugur Þór- arinn Sigurður Kristinsson, framkvæmdasljóri, Holtaseli 35, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Sveinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heim- ili sínu í dag milli kl. 17 og 20. KIRKJUSTARF S AFN AÐ ARHEIMILI aðvent- ista, Gagnheiði 40, Selfossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurann- sókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorrason. AÐVENTKIRKJAN, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu- rannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Lilja Ármanns- dóttir. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplarahús- inu, Suðurgötu 7: Samkoma kl. 10. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. MINNINGARSPJÖLP MINNINGARKORT MS- „félagsins fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félags- ins að Álandi 13. í apótekum: Kópavogsapótek, Hafnar- fjarðarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Háaleitisapó- ték, Holtsapótek, Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegsapótek, Reykjavíkurapótek, Vestur- bæjarapótek, Apótek Kefla- víkur, Akraness Apótek og Apótek Grindavíkur. í Bóka- búðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Foss- vogs í Grímsbæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.