Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Reuter Ofhlaðin asnakerra ÞÚSUNDIR asna eru yfirleitt á götum Kirachi í Pakistan og draga á eftir sér kerrur. Á myndinni reynir Pakistani að ná asnanum sínum niður eftir að hafa ofhlaðið kerruna. Deilt um ríkisstyrki til flugfélaga Franska sljórn- in nær sínu fram Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÁTT FYRIR endurteknar yfirlýsingar innan Evrópusambandsins um að tekið verði fyrir ríkisstuðning til flugfélaga hafa samgöngráð- herrar ESB-landanna nú ákveðið að slíkur stuðningur sé áfram leyfi- legur. Ennfremur er búist við að ESB-nefndin muni brátt sam- þykkja ríkisstuðning frönsku stjórnarinnar við Air France, en hann mun nema jafnvirði 240 milljarða króna. Þessar aðgerðir ganga þvert á tilraunir til að hætta ríkisstuðningi nú þegar stefnir í að flugsamgöngur í Evrópu verði gefnar frjálsar. Paul Touvier dæmd- ur í lífstí ðarfangelsi Fyrsti Frakkinn sem dæmdur er fyrir glæpi gegn mannkyninu Versölum. Reuter. Reuter * I skotheldu glerbúri PAUL Touvier, fyrrum yfirmaður í frönsku öryggislögreglunni, sat í skotheldu glerbúri á meðan réttarhöldunum yfir honum stóð. FRANSKIR gyðingar kröfðust þess í gær að réttarhöldum yfir Maurice Papon, samstarfsmanni nasista í heimsstyijöldinni síðari, yrði hraðað í kjölfar lífstíðar- dóms yfir Paul Touvier seint í fyrrakvöld. Touvier er fyrsti Frakkinn sem dæmdur er fyrir glæpi gegn mannkyninu en hann var fundinn sekur um að hafa fyrirskipað aftöku sjö gyðinga árið 1944. Hann er nú 79 ára gamall og var í felum í kaþólsk- um klaustrum í um fjóra áratugi. Lögmaður Touviers kvaðst myndu áfrýja dóminum til hæsta- réttar og sagði baráttunni hvergi nærri lokið. Er hann yfirgaf dóm- húsið í Versölum, þar sem réttar- höldin yfir Touvier fóru fram, gerði. lítill hópur námsmanna af gyðinga- ættum hróp að honum. Touvier var yfirmaður njósna hjá frönsku öryggislögreglunni í Rillie- ux-la-gape, sem var handbendi nas- ista. Áður en kviðdómur yfirgaf salinn, hvíslaði Touvier rámur: „Ég hef ekki gleymt fórnarlömbunum í Rillieux. Ég hugsa um þau dag og nótt. Það er allt og sumt.“ Dómurinn er talinn sigur fyrir gyðinga og meðlimi frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar, sem hafa lengi barist fyrir því að sannleikur- inn um þátt Frakka í dauða gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari komi í ljós. Touvier sýndi engin svipbrigði er dómurinn yfir honum var lesinn upp, heldur kreppti hnefana í gler- búrinu sem hann hefur setið í á meðan fímm vikna réttarhöldunum hefur staðið. Hann skalf er hann stóð upp að dómnum uppkveðnum og veifaði veiklulega til konu sinnar. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku er hann lýsti því yfir að hann sæi lítinn tilgang í því að ákæra gamalmenni, svo löngu eftir að atburðirnir hefðu átt sér stað. Hefur verið skorað á lögmann To- uviers að biðja forsetann að náða hann. Maurice Papon er sakaður um að hafa staðið að brottflutningi um 1.600 gyðinga er hann var háttsett- ur yfírmaður á Bordeux-svæðinu. Ferill Papon að stríði loknu var glæstur, hann varð lögreglustjóri Parísarborgar og síðar ráðherra. Papon er nú 83 ára og telja margir að réttarhöld yfir honum hafí verið dregin á langinn í ljósi aldurs hans. Nýlega lagði nefnd sérfræðinga fram skýrslu á vegum ESB um flug- samgöngur í Evröpu. Þar var ein- dregið lagt til að stjórnir ESB-ríkj- anna hættu ríkisstuðningi við flug- félögin þegar flugsamgöngurnar verða gefnar fijálsar. Þó var sagt að hægt væri að fallast á að leyft yrði að aðstoða félögin í eitt skipti áður en stuðningnum yrði með öllu hætt. Mikil hagsmunaátök eiga sér stað um þetta mál á vettvangi ESB. Lönd eins og Frakkiand og Portúgal eiga mjög erfitt með að sætta sig við að hætta stuðningnum, enda standa flugfélög þeirra mjög höilum fæti. Á fundi samgönguráðherranna nú í vikunni sagði Jan Tröjborg sam- gönguráðherra Dana starfsbræðrum sínum að hann gæti alls ekki fallist á nýjar undantekningar, en fékk aðeins stuðning frá enska ráðherran- um. í samþykkt fundarins er gert ráð fyrir miklu meiri möguleikum á rík- isstyrkjum en sérfræðinganefndin hafði lagt til. I samþykktinni er tek- ið fram að fijáls samkeppni sé ekki tilgangur í sjálfu sér og gefinn er möguleiki á ýmsum undantekning- um á þeim reglum, sem koma áttu í veg fyrir ríkisstyrki. í lokin er ESB-nefndin hvött til að setja saman nýjar og skýrar reglur um ríkis- styrki. Danski ráðherrann hefur einnig mótmælt að samþykktur verði nýr ríkisstyrkur upp á meira en tvö hundruð milljarða til Air France frá frönsku stjóminni. Hann bendir á að þetta sé óréttlátt, þegar flugfélög eins SAS njóta ekki ríkisstyrkja. Þau flugfélög, sem ekki þiggja ríkis- styrki, hafa tekið sig saman og mótmælt áframhaldandi ríkisstyrkj- um, sem komi í veg fyrir fijálsa samkeppni. Biskupinn af Kantaraborg sækir íslendinga heim Braust úr fátækti æðsta biskupsstólinn GEORGE Leonard Carey, erkibiskupinn af Kantaraborg, æðsti biskup ensku þjóðkirkjunnar, kemur í heimsókn til Islands annað kvöld, föstudag, og fer af landinu á sunnudag. Island er síðasti viðkomustaðurinn á ferð hans um Eystrasaltsríkin og Norður- lönd. George Carey fæddist 13. nóv- ember árið 1935 og ólst upp í fátæktarhverfí í austurhluta Lundúna. Faðir hans var dyra- vörður á sjúkrahúsi og fjölskyldan bjó í fjölbýlishúsi í eigu borgarinn- ar. Þegar hann var 15 ára varð hann að hætta skólanámi og hóf störf á skrifstofu. Á árunum 1954-56 var hann loftskeytamað- ur hjá flughernum. George Carey hóf heimanám og fékk síðan inngöngu í King’s College við Lundúnaháskóla, lauk þar B.A.-námi árið 1962 og dokt- orsprófí í guðfræði nokkrum árum síðar. Carey var um tíma aðstoðar- prestur í Lundúnum og síðan sóknarprestur í Durham frá 1975 til 1982 þegar hann varð skóla- meistari Trinity Theological Col- lege í Bristol. Því starfi gegndi hann til ársins 1987 þegar hann var vígður biskup Bath og Wells. Hann hafði aðeins verið biskup í þijú ár þegar hann varð fyrir valinu sem erkibiskup af Kantara- borg. Carey hafði ritað átta bækur um guðfræði, þar sem hann fjall- aði meðal annars um tilvist guðs og tengsl ensku biskupakirkjunn- ar við kaþólsku kirkjuna. Hann gat sér gott orð fyrir fræðistörf og naut virðingar fyrir hefð- bundna túlkun fagnaðarerindis- ins, en lagði um leið ríka áherslu á nauðsyn náttúruverndar og var einarður stuðningsmaður þess að konur fengju að taka prestvígslu. Flestum kom mjög á óvart að Carey skyidi verða fyrir valinu sem erkibiskup af Kantaraborg þar sem hann var tiltölulega lítt þekktur. Valið mæltist þó vel fyr- ir. Carey var vígður erkibiskup vorið 1991 og árið eftir sam- þykkti kirkjuráð ensku biskupa- kirkjunnar að heimila konum að taka prestvígslu. Ákvörðunin markaði tímamót hjá kirkjunni og var talin sú mikilvægasta sem hún hefur tekið frá því hún klofnaði frá þaþólsku kirkjunni fyrir 450 árum. Carey er ólíkur fyrirrennara sínum, Robert A.K. Runcie, sem þótti litlaus og hikandi. Skömmu eftir að hann var vígður olli hann til að mynda uppnámi á meðal ráðherra breska íhaldsflokksins þegar hann lýsti yfir því að óeirð- ir, sem höfðu blossað upp á með- al breskra ungmenna, mætti að nokkru leyti rekja til „félagslegrar eymdar, fátæktar, lélegra húsa- kynna og ólæsi“. Litið var á um- mæli hans sem gagnrýni á stefnu breskra stjórnvalda gagnvart vandamálum stórborganna og í menntamálum. George Carey er 103. erkibisk- upinn af Kantaraborg. Valið á erkibjskupnum fer þannig fram að 16 manna kirkjuráð gerir til- lögu um tvo menn, sem forsætis- ráðherrann velur á milli. Elízabet Bretadrottning skipar síðan þann sem verður fyrir vaiinu. Erkibiskupinn GEORGE Carey, erkibiskupinn af Kantaraborg. Fyrsti biskupinn af Kantara- borg var heilagur Ágústínus (dá- inn 1604), munkur af Benedikts- reglunni sem Gregoríus páfí sendi til Englands árið 597 til að kristna ’ Engilsaxa. Aethelberth I, konung- ur Kent, gaf honum aðsetur í Kantaraborg og heimilaði honum að boða kristni. Erkibiskupinn af Kantaraborg er álitinn æðsti biskup ensku bisk- upakirkjunnar. Hann hefur aðset- ur í Lambeth Palace í Lundúnum og stjórnar ráðstefnu biskupanna sem haldnar eru í höllinni á tíu ára fresti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.