Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 33

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 33 Of mörg skip, of fáirfiskar HRUN fiskstofna um allan heim vegna gegndarlausrar sóknar og rányrkju hefur verið mikið til um- ræðu að undanförnu í erlendum fjölmiðlum. Fiskurinn í sjónum er ein af helstu fæðuuppsprettum manna og eru þegar teknir að rísa úfar með ríkjum, til dæmis í Suð- austur-Asíu, vegna veiðiþjófnaðar og ágreinings um lögsögumörk. Hér getur að líta forsíðu nýjasta heftis af bandaríska tímaritinu Newsweek en þar er niðurstaðan sú, að verið sé að eyðileggja fisk- stofnana með allt of mikilli sókn. Segjast greinarhöfundar vona, að menn beri gæfu til að bjarga fisk- stofnunum með öðrum aðferðum en styrjöld og nefna í því sam- bandi, að vegna Persaflóastríðsins hafi rækjustofnar í flóanum náð að rétta úr kútnum. FALLEGAR NYJAR FLISAR Nýkomið mikið úrval af glæsilegum flísum á gólf og veggi. Veitum staðgreiðsluafslátt, Visa og Euro raðgreiðslur Nokkrar gerðir a ver«: 20x20 Kr. 1.190 m stg_ 31,6x31,6 kr. 1.490 m2 stgr. Á t:. ±J Stórhöfða 17 við Gullinbrú Sími 67 48 44 Líbýa Leyniþjón- ustumað- ur myrtur Bonn. The Daily Telegraph. GETUM hefur verið leitt að því að háttsettur þýskur leyniþjón- ustumaður, sem var myrtur ásamt konu sinni í Líbýu, hafi unnið að rannsókn á sprengingu sem varð í flugvél PanAm yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Talið er að Líbýumenn standi á bak við tilræðið. Maðurinn, Silvian Bec- ker, var yfirmaður þeirrar deild- ar leyniþjónustunnar sem rann- sakaði alþjóðleg hryðjuverk. Bec- ker var ásamt konu sinni í fríi í Norður-Afríku en tveimur dögum eftir að þau óku inn í Líbýu, réð- ust óþekktir menn á þau með kylfum og létust þau af sárum sínum. Engu var stolið af þeim. Þýskum leyniþjónustumönnum er bannað að fara til Líbýu og sögðust Beckér-hjónin á leið til Egyptalands. Kvaðst talsmaður leyniþjónustunnar telja að Becker, sem var sérfræðing- ur í málefnum Norður-Afríku, hefði ekki staðist freistinguna og vanmet- ið áhættuna við að fara til Líbýu. Leyniþjónustan neitar því að hann hafi verið að störfum fyrir hana er ráðist var á hann. Dagblaðið Bild segir að grunur leiki á að Becker hafi tekið þátt í rannsókninni á Lockerbie-slysinu, sem 270 manns létu lífið í. Der Spiegel sagði í grein á mánu- dag að tímastýribúnaður sprengj- unnar sem grandaði PanAm vélinni, væri eins og búnaður sem austur- þýska öryggislögreglan Stasi hefði notað. Sagði blaðið þó ekkert benda til þess að Stasi hefði selt Líbýu- mönnum búnaðinn til að sprengja vélina, heldur hefði hann getað bor- ist þangað eftir öðrum leiðum. Sagði blaðið að fyrrum Stasi-foringjar hefðu verið yfirheyrðir vegna máls- ins. 6 D A G A F £ 20.-25. maí Lissabon er töfrandi heimshorg með glæsilegum byggingum, heillandi borgarbrag og mikilli sögu. H-borgir fyrir handhafa Farkorta og Gullkorta VISA Borgarferðir VISA-íslands og Úrvals-Utsýnar til Madrid og Prag seldust upp á augabragði og komust færri með en vildu. Og nú gefum við enn fleirum kost á að ferðast til háborgar á hagstæðu verði. Fararstjóri Guðmundur V. Karlsson. Þrjár nætur á Hotel Real Parque, nýju og glæsilegu 4 stjörnu hóteli. Tvær nætur í Algarve. Gist á Brisa Sol, glæsilegu 4 lykla íbúðahóteli. Fjölbreyttar skoðunar- og : skemmtiferðir. • Portúgölsk hámenning í mat og diykk. Nákvæm ferðalýsing hjá sölufólki og umboðsmönnum um allt land. Eingöngu fyrir korthafa Farkorta og Gullkorta VISA. Verá á mann í tvíbýli á Hotel Real Parque og Brisa Sol. Innifalið: Flug, gisting (m/morgunverði í Lissabon), akstur til og frá flugvelli og flugvallarskattar. Flogið út um London og heim í beinu leiguflugi Urvals-IJtsýnar frá FARO. éíPÖRVAL-IÍTSÝH Lágnúla 4: sími 699 300, ( Hafnarfirði: simi 65 23 66, iKeflavik: sími 11353, við Ráðbúslorg á Akureyri: simi 2 50 00 - - og bjá umboðsmönnum um land alll. ♦ ♦ FERÐALOG Stórglæsileg sýning í Perlunni 21. - 24. apríl Opið í dag kl. 13-18 Föstudag kl. 16-21 Island sækjum pab neim i 1994 j<v iríyl •luöjáv msa -Bquafctd’'njiatíó '7%o iUad quáaiu 'wopn TÍTy'l ( irno>í moa , m|

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.