Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 44

Morgunblaðið - 21.04.1994, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 Minning Kolbrún Jóhanna Finnbogadóttir Fædd 21. nóvember 1938 Dáin 15. apríl 1994 Á morgun, föstudaginn 22. apríl 1994 verður útför móður minnar Kolbrúnar Jóhönnu Finnbogadóttur gerð frá Bústaðakirkju. Hún fæddist á Seyðisfirði 21. okt. 1938, dóttir hjónanna Finnboga Laxdal Sigurðs- sonar sjómanns og Kapítólu Sveins- - dóttur fískverkakonu. Eignuðust þau 11 börn og bjuggu við mjög þröngan húsakost. Mamma fór sem bam inn á heimili hjá Waage-fólkinu á Seyðisfirði sem tók henni sem sínu eigin barni og þar var fyrir öðlings- konan Guðrún Bjarnadóttir frá Gíslastaðagerði sem gekk henni í móðurstað. Mamma var ein af fyrstu kven- bréfberum landsins, stofnandi bréf- berafélagsins og lengi formaður Þórs og Freyju, félags bréfbera. Hún hafði mikinn áhuga á íþróttum og útivist, stundaði blak í fjölda ára með vinkonum sínum í öldungablaki Víkings. Sem dæmi um kraft hennar og dugnað létu þau hjónin ásamt ' yngsta syninum sig ekki muna um að hjóla hringinn í kringum landið á nokkrum dögum. Hún starfaði í mörg ár sem svæðanuddari, heilari og fór á fjölda námskeiða sem tengd- ust þessum hugðarefnum. Foreldrar mínir kynntust þegar þau voru 17 ára unglingar. Þau eign- uðust fjóra syni, þá Rúnar Laxdal stýrimann, f. 20. ágúst 1957, kvænt- ur Jóhönnu Gísladóttur, kennara og eiga þau þijú böm; Gunnar Öm kennara, f. 4. apríl 1960, kvæntur , Jóhönnu Jónasdóttur kennara og eiga þau tvö börn; Jafet Egil bak- ara, f. 8. janúar 1964, í sambúð með Maríu Grétarsdóttur viðskipta- fræðingi; og Svein Ólaf nema, f. 6. janúar 1977. Búskapurinn hófst í Skógargerði 3 og bjuggum við þar í 13 ár í húsi sem afi, pabbi og Ása frænka komu upp með hörðum hönd- um en af litlum efnum. Síðan fluttum við í Unufeil og vomm þar í tíu ár og fluttum þaðan í Vesturberg 199. Mamma og pabbi voru mjög sam- rýnd hjón, höfðu sömu áhugamál og vora mjög mikið saman, ég veit að ég tala fyrir munn okkar bræðranna þegar ég segi að við hefðum ekki getað átt betri foreldra. Það var fyrir tveimur áram að mamma hóf baráttuna við illvígan sjúkdóm, hún vann margar orastur en á endanum vora öll vopn úr hönd- um hennar slegin og síðasti lífsneist- inn slökktur. I baráttu sinni við þennan sjúkdóm stóð hún sig eins og hetja, kvartaði aldrei undan sínu hlutskipti né velti fyrir sér „hvers vegna ég?“ Hún hafði miklu fremur áhyggjur af því hvað yrði um yngsta drenginn sinn og pabba þegar Ijóst var að hverju stefndi og bað okkur að líta eftir þeim fyrir sig. En tárin og sorgina hafði hún fyrir sig. Mig langar að þakka starfsfólki krabba- meinsdeildar kvenna á Landspítalan- um, deild 23A, fyrir hjálpina og hugulsemina, en ég verð að segja * að ég hef aldrei kynnst eins þægi- legu, samviskusömu og góðu fólki á einum vinnustað. Við nutum þeirrar gæfu að hafa mömmu heima síðustu vikurnar sem hún lifði. Þar gat fjölskyldan hlúð að henni og hún að okkur, en það verður þó að segjast eins og er þetta hefði ekki verið mögulegt nema vegna þess að pabbi og móðursystir mín Hrefna voru vakin og sofin yfir henni öllum stundum. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig núna, mamma mín, með söknuði og trega. Ég veit að þetta eiga eftir að verða erfiðir tímar hjá okkur sem elskuðum þig svo heitt, en minning- in um einstaka móður og góðan vin lifir um eilífð. Gunnar Örn. Það er komið að kveðjustund, að vísu ekki óvænt en alltof fljótt. Á föstudag kveðjum við elskulega mágkonu sem lést á heimili sínu umvafin ást og umhyggju eigin- manns, sona, tengdadætra og vina. Við vissum öll hvert stefndi, samt biðum við eftir að hið óvænta gerð- ist. Að Kollu okkar tækist að sigra vágestinn, hún var þannig. Kolla hafði mikinn lífskraft og óhætt er að segja að hún naut lífsins til loka þó sárþjáð væri. Um páskana áttum við nokkrir vinir saman ótrúlega fimm daga, þó af Kollu væri dregið og hún þyrfti oft að hvílast. Þá granaði okkur ekki að svo stutt væri eftir. Ég minnist fyrstu ferðar okkar saman, með Kollu, Gunnari og elsta syninum, Rúnari. Þar sitja þau þijú á vörabílspalli og era á leiðinni upp í sveit með okkur hjónunum í okkar fyrstu sameiginlegu ferð. Ferðamát- inn þætti ekki merkilegur í dag en fyrir þijátíu og fimm árum fórum við sjö saman á vörubíl tengdaföður míns. Vörubíllinn hafði yfirbyggðan pall og í honum var matast og sof- ið. Ferðinni var heitið í Þrastarskóg og þar áttum við öll saman yndislega sumardaga. Síðan hefur mikið breyst. Árvisst hefur verið að fara í „Kofann" um verslunarmannahelg- ina. Það er sælureitur á fjöllum, sem þeir vinir Gunnar bróðir og Guð- mundur Daníelsson reistu af harð- fylgi fyrir mörgum árum. Þó ekki væri vítt til veggja þá blikna öll önnur sumarhús í samanburði. Nátt- úrufegurðin og kyrrðin, veiðin í vatn- inu og síðast en ekki síst góður fé- lagsskapur, sannkallaðar unaðs- stundir. Kolbrún Finnbogadóttir fæddist á Seyðisfírði hinn 21. október 1938, dóttir hjónanna Finnboga Laxdal Sigurðssonar og Kapítólu Sveins- dóttur. Kolla ólst þar upp í stóram systkinahópi. Ung að áram kynntist hún bróður mínum Gunnari Gunn- arssyni úr Reykjavík. Þar varð þeirra framtíðarheimili. Þau eignuðust fjóra mannvænlega syni. Þeir eru Rúnar Laxdal, f. 20. ágúst 1957, stýrimaður á Seyðisfirði, kona hans er Jóhanna Gísladóttir kennari og eiga þau þijú börn; Gunnar Örn, fæddur 4. apríl 1960, kennari í Reykjavík, kona hans Jóhanna Jón- asdóttir kennari og eiga þau tvö börn; Jafet Egill, fæddur 8. janúar 1964, bakari í Reykjavík, unnusta hans María Grétarsdóttir viðskipta- fræðingur; og yngstur er Sveinn Ólafur, fæddur 6. janúar 1977, nemi, býr í foreldrahúsum. Það hefur alltaf verið mjög gest- kvæmt á heimili Kollu og- Gunnars. Margir áttu þar griðastað. Faðir Koliu, Finnbogi, eyddi þar síðustu árum ævi sinnar hjá Kollu og Gunn- ari. Þetta var fallegt samband sem fáir aldraðir fá að njóta. Sagði hann mér að aldrei hefði hann órað fyrir því að hann myndi kunna svona vel við sig í höfuðborginni. Honum fannst allir vera sér svo góðir. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Gunnar og Kolia í sama húsi og faðir okkar og Ása systir. Oft fannst mér sá gamli full afskiptasamur en Koila tók því með jafnaðargeði því hún vissi að þetta var umhyggja. Gömlu mennirnir hans Gunnars urðu augasteinar afans. Gamli maður var gælunafn sem pabbi notaði á yngsta soninn hveiju sinni. Hún vinkona mín elskaði að ferð- ast, hvort sem var innanlands eða utan. í vor hugleiddum við að fara til Evrópu og sigla um ár og skurði þó við værum vondauf um að af því yrði. Kolla mín gekk í gegnum ótrúlega erfíða krabbameinsmeðferð en aldrei lét hún það aftra sér frá því að njóta lífsins. Hún hafði alla tíð verið frek- ar heilsuhraust enda sinnti hún sjálfri _sér bæði andlega og líkam- lega. Ótrúlegt að kona sem fyrir rúmum tveim áram hjólaði hringinn í kringum landið með eiginmanni og syni, hlaut bæði gull og silfur fyrir ári í blakkeppni, skuli nú hafa lotið í lægra haldi fyrir þessum vágesti sem krabbamein er. Koila hafði líknarhendur sem hún var ólöt að nota til hjálpar öðram þó sjúk væri. Ég er þess fullviss að hinn innri kraftur hennar gerði henni kleift að deyja með þeirri reisn sem hún gerði. Það var yndislegt þótt sárt væri að sjá þá umhyggju sem hennar nánustu sýndu henni. Einhvers stað- ar stendur að við uppskerum það sem við sáum til og vinkona mín sáði aðeins góðum fræjum. Það á eftir að ylja okkur um ókomin ár þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hennar. Elsku Gunnar, synir, tengdadætur og bamabörn, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Minningin um góða konu lifir. Hrafnhildur. Látin er langt um aldur fram æskuvinkona mín hún Kolbrún Jó- hanna Finnbogadóttir, hún sem var svo lífsglöð og sterk. Það var gæfa mín þegar eg flutti í næsta hús við Kollu á Seyðisfirði. Þar hófst okkar vinátta sem hefur staðið í tæp 50 ár og aldrei fallið skuggi á. Kolla hafði einstaklega ljúfa skapgerð og mikinn innri styrk sem hún miðlaði öllum sem tii henn- ar komu. Kolla lifði ávallt sólarmeg- in í lífinu. Ung giftist hún Gunnari Gunnarssyni og saman eignuðust þau fjóra mannvænlega syni. Þau voru samhent hjón og bjuggu sér fagurt heimili sem stóð öllum opið. Æðruleysi Kollu var undravert. Þrátt fyrir erfiða meðferð vegna veikinda siðastliðið eitt og hálft ár hélt hún sínu striki. Hún fór í veiði- túra, dvaldi í sumarhúsum og ferð- aðist erlendis. Nú síðast um páskana fór hún með ferðaklúbbnum sínum í Vaðnes og hafði mikla ánægju af dvölinni þar. En nú hefur Kolla mín, umvafin kærleika ástvina sinna, kvatt þennan heim og haldið ein og óttalaus í síð- ustu ferðina sem enginn á aftur- kvæmt úr og eftir stend ég sorg- mædd yfir því að fá ekki lengur að njóta návista hennar. En sú hlýja, gleði og bjartsýni sem ávallt geislaði frá henni fer aldrei frá mér og mun ylja mér um ókomin ár. Ég bið Guð að styrkja Gunnar, Rúnar, Gunnar Örn, Jafet, Svein og fjölskyldur þeirra við þennan mikla missi. Hrefna Magnúsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Kol- brún J. Finnbogadóttir, er látin, langt fyrir aldur fram. Kolla fæddist á Seyðisfirði 21. október 1938, og var fimmta í röðinni af ellefu börnum þeirra Kapítólu Sveinsdóttur hús- móður og fiskverkakonu og Finn- boga Laxdal Sigurðssonar sjómanns. Sem stelpa bjó Kolla lengi á heimili Þorbjörns Arnoddssonar bílstjóra, konu hans Þórunnar Waage og dótt- ur þeirra Pálínu. Kolla var þar eins og ein úr fjölskyldunni og tengdist henni nánum böndum. Sérstök vin- kona hennar varð vinnukonan á heimilinu, Guðrún Bjarnadóttir frá Gíslastaðagerði á Héraði, og kom sú vinátta vel í ljós nú á síðustu mánuðum. Kunnum við Gunnu bestu þakkir fyrir tryggð hennar og um- hyggju. Sem ung stúlka fór Kolla til Reykjavíkur og kynntist þar eftirlif- andi eiginmanni sínum, Gunnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra. Þau eiga fjóra syni og barnabörnin eru orðin fimm. Gestrisnin á fallegu heimili þeirra hjóna er með eindæmum, enda er þar gestkvæmt. Vinir og vandamenn líta við í kaffi og enda gjarnan í mat, og bæði skyldfólk og vanda- lausir utan af landi gista hjá Kollu og Gunna þegar þeir eiga erindi í bæinn. Oft hafa þau tekið fólk inn á heimilið til sín í lengri eða skemmri tíma, bæði ættingja sem hafa verið í húsnæðishraki og venslafók af landsbyggðinni sem þarf að sækja menntun sína til Reykjavíkur. Ein úr þeim hópi er undirrituð, sem að miklu leyti á menntun mína þeim hjónum að þakka. Alltaf var sjálf-/ sagt að fá að búa hjá þeim, og kogí reyndar annað aldrei til greina þar sem þau tóku það ekki í mál. Ekki aðeins veittu þau mér fæði og húsa- skjól heldur líka góðan félagsskap, uppörvun og hvatningu. Finnbogi, faðir Kollu, fluttist til þeirra hjóna eftir andlát konu sinnar og bjó hjá þeim í 12 ár eða þar til hann lést fyrir sex árum. Hlaut hann þar þá umhyggju sem einkennir fjöl- skylduna alla og alltaf er veitt sem sjálfsagður hlutur. Kolla átti sér mörg áhugamál. Alveg frá því ég kynntist henni hef- ur hún haft mikinn áhuga á náttúru- lækningum hverskonar og ber þar sennilega hæst svæðanuddið. Hún stundaði svæðanudd í mörg ár og hefur margur maðurinn fengið hjá henni ótrúlega bót meina sinna. Allt- af var auðsótt að fá nudd hjá henni, enda hafði hún óbilandi trú á því. Skemmtilegt og einkennandi er ný- legt atvik þegar Kolla, nývöknuð eftir mikla aðgerð, vildi aðstoða stofusystur sína sem var sárkvalin í maga. Hjúkrunarfólkið vissi ekki hvað var að konunni og var að leita að lækni til að sprauta hana við kvölunum. Kolla biður þá Gunnar, mann sinn, að þrýsta á tiltekinn punkt á iljum konunnar. Gunnar sá sig hins vegar ekki knúinn til að fara að eiga við iljarnar á svo til bláókunnugri konu. Kolla gaf sig ekki frekar en fyrri daginn og end- aði svo að hún reif sig fram úr rúm- inu, þreif í fótinn á konunni, sem spyr hvort hún hafi nú ekki nóg með sjálfa sig. Hún lætur Kollu þó eftir fótinn og Kolla þrýstir á „Oles- en-punktinn“ í einhverja stund og fer að því búnu aftur upp í rúm. Þegar hjúkrunarfólkið kom svo og tilkynnti að læknir væri á leiðinni til að gefa konunni sprautu, segir hún því að verkurinn sé horfinn, töfrakonan í rúminu við hliðina á sér hafi læknað sig. Reyndar er hægt að segja ótal slíkar sögur af Kollu, alltaf átti hún góð ráð við t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KOLBRÚN JÓHANNA FINNBOGADÓTTIR bréfberi, Vesturbergi 199, Reykjavik, andaðist á heimili sínu föstudaginn 15. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög Gunnar Gunnarsson, Rúnar L. Gunnarsson, Jóhanna Gisladóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Jóhanna Jónasdóttir, Jafet Egill Gunnarsson, María Grétarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og barnabörn. öllum kvillum, stórum og smáum sem heijuðu á vini hennar og vanda- menn. Þau ráð hafa oft dugað vel og eiga eflaust eftir að duga okkur lengi enn, þótt við höfum þessa elskulegu konu ekki lengur á meðal okkar. íþróttir skipuðu háan sess í huga Kollu og hún tók þátt í þeim af lífi og sál, bæði sem áhorfandi og eins ef hún var sjálf í keppni, æfingu eða að leika sér. Hún stundaði blak með öldungadeild Víkings í Ijölda ára af miklum áhuga og lét ekki deigan síga þrátt fyrir mikil veikindi. Synir Kollu hafa allir stundað íþróttir í einhveijum mæli, og hafa verið dyggilega studdir af mömmu og pabba. Þegar farið var á völlinn til að hvetja Gunnar Örn eða Jafet, fór ekki á milli mála að Kolla var mætt. Aldrei hef ég kynnst eins ástríku sambandi milli mæðgina og var milli Kollu og strákanna hennar, enda eru þeir allir fádæma miklir mömmu- strákar. Reyndar var Kolla þannig að aliir löðuðust að henni, glaðlynd, falleg og traust kona, jafnan hrókur alls fagnaðar. Veikindum sínum tók hún með ótrúlegu jafnaðargeði og lét þau lítið sem ekkert trufla sitt daglega líf. Hún naut þar einstaks stuðnings Gunnars eiginmanns síns, sem hefur annast hana af þvílíkri natni og slíkum dugnaði að varla eru til önnur dæmi um slíkt. Fyrir utan að stunda vinnu sína, sjá um Kollu og allt heimilishald, hefur Gunni verið sá sem hefur hringt til að hressa upp á okkur hin þegar á móti hefur blásið og neikvæðar frétt- ir borist. Fyrir það hlýtur hann ævar- andi aðdáun okkar sem af vissum. Það hlýtur að vera strákunum hugg- un að eiga slíkan föður og að vita til þess að mamma þeirra fékk þá bestu umhugsun sem völ var á í veikindum sínum. Elsku Gunni, Rúnar, Gunnar Örn, Jafet og Svenni. Það er ótrúlegt að þessi yndislega og hressa kona sem var ykkur öllum svo mikils virði skuli ekki vera./ lengur á meðal okkar. Sorg ykkar er mikil og sárin gróa seint. VJð skulum þó reyna að hugga okkur/við að hún átti mörg góð ár, og þákka fyrir að einmitt þið voruð svo heppnir að eiga þessa sérlega góðu eiginkonu og mömmu. Jóhanna Gísladóttir. / Föstudagurinn 15. apríl var óvenju sólríkur og hlýr, fegursti dagur vorsins og sumarið á næsta leiti. Þann dag hneig sól Kolbrúnar, vinkonu minnar, til viðar. Hugurinn fyllist trega. Kolbrún hafði barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm þann, sem að lokum hafði betur. Ég veit þú heim ert horfm nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo látlaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. Þetta erindi Steins Sigurðssonar lýsir vel þeirri minningu sem er efst í huga mínum við andlát Kollu, eins og hún var jafnan kölluð af þeim sem hana þekktu. Margs er að minnast þegar hug- urinn reikar til baka. Kynni okkar hófust fyrir liðlega tuttugu árum. Við störfuðum þá saman sem póst- freyjur hvor á sínum vinnustaðnum, vorum félagar í Póstfreyjufélagi ís- lands og báðar í stjórn félagsins. Það var fyrst og fremst hennar verk, eldhugans, baráttukonunnar, að stofna það félag og gegna þar for- mennsku á fyrstu árum þess. Konur voru þá nýteknar við hefðbundnu karlastarfi bréfberans og höfðu ekki rétt til að vera félagar í Póstmanna- félagi íslands. Póstfreyjufélagið sameinaðist síðan Póstmannafélag- inu árið 1974. Stjórn Póstfreyjufélagsins var mjög samhent og fékk hún áorkað mörgum góðum málum og er mér minnisstæðast þegar safnað var undirskriftum hjá almenningi og fyrirtækjum um að ekki yrði borinn út póstur á laugardögum. Það er með slíkum sameiginlegum, mark- vissum aðgerðum sem árangur næst. Félagslíf í Póstfreyjufélaginu var mjög líflegt á þessum árum, spila- kvöld, bingó og myndakvöíd auk ferðalaganna, sem báru jafnan hæst vor og haust. Það vantaði mikið, ef þau Kolla og Gunni komust ekki með í ferð. Þessir hressu og kátu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.