Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 51

Morgunblaðið - 21.04.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 51 Ég hitti Óskar alltof sjaldan síð- ustu 4-5 árin af kringumstæðum sem erfitt var að ráða við. Ég þakka Óskari Ólasyni sam- starfið, góða viðkynningu og ein- læga vináttu og sendi eiginkonu hans, Astu Einarsdóttur, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Hermannsson. Það var rétt fyrir miðnætti 14. apríl, að Einar Óskarsson hringdi til mín og sagði mér að faðir hans, Óskar Ólason, hefði látist þá um kvöldið. - Mér kom þetta mjög á óvart, Óskar hafði verið hress og kátur alveg fram á hið síðasta, ég vissi að hann var nýkominn úr þriggja vikna fríi á Kanaríeyjum með konu sinni. Hann var ávallt skörulegur í framgöngu og glæsi- legur maður, bar ekki aldurinn utan á sér og hefði eftir útiliti að dæma getað verið 1 til 2 áratugum yngri, enda þótt hann ætti aðeins rúm tvö ár í áttrætt. Óskar stundaði dag- lega sund og ég trúi því, að sú íþrótt hafi átt stóran þátt í því, hversu heilsugóður og hress hann hafi verið fram á hið síðasta. En kallið gerir engin boð á undan sér. Þótt það sé erfitt fyrir aðstandend- ur að missa mann í fullu fjöri svona fyrirvaralaust, segja sumir, að þeir geti einskis óskað frekar heldur en að falla frá skyndilega, þegar þeir séu komnir aldurslega „á tíma“ heldur en að kveljast á sjúkrahúsi mánuðum eða árum saman. - Þeir, sem eru trúaðir, óttast ekki kallið. Þannig held ég, að hafi verið farið með Oskar Ólason. Ég hafði þekkt Óskar í yfir þijá áratugi eða allt frá því Ragnhildur systir mín giftist Einari, syni hans. Töluvert samband var á milli okkar í gegnum árin og gerði ég mér fljótt grein fyrir því, að þarna var um mjög vandaðan mann að ræða. Meginhluta starfsævi sinnar vann hann við lögreglustörf í Reykjavík eða frá árinu 1943 og þar til honum bar að hætta lögum samkvæmt, þar sem hann hafði náð sjötugu. Þar af var hanri yfirlögregluþjónn frá árinu 1966. Ekki var komin þreyta í Óskar þótt sjötugur væri, og var hann fullur starfsorku. Mörg síðustu árin gætti hann ásamt öðr- um fyrrverandi yfirmanni lög- gæslu, Guðmundi Kjærnested, fyrrum skipherra, hliða utanríkis- ráðuneytisins, annar fyrir hádegi og hinn síðdegis. Gerðu þeir það báðir svo að stofnuninni hefur ver- ið til mikils sóma. Þessu starfi gegndi Óskar til næstsíðasta dags. Óskar var ekki vanur að gorta af sínum eigin verðleikum eða ágætum, hann var að því leyti hlé- drægur. - Um síðustu áramót gerði ég ákveðin viðvik fyrir Óskar og konu hans. Þegar því var lokið, sýndi Óskar mér heiðursmerki og skjöl, sem honum hafði hlotnast í löngu starfi sínu hjá lögreglunni, bæði frá innlendum sem og erlend- um þjóðhöfðingjum ásamt ljós- niyndum frá ýmsum atburðum og atvikum úr starfssögu hans. Ljóst var mér þá sem og áður, að hann var sáttur við það ævistarf, sem hann hafði valið sér. Óskar var fæddur í Reykjavík 7- nóvember 1916 og voru foreldr- ar hans hjónin Óli Vigfússon, sjó- máður í Reykjavík, og kona hans Gréta Þorsteinsdóttir. Oskar stund- aði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni, sótti námskeið fyrir lögreglumenn í Reykjavík, sat í sænska lögregluskólanum í Stokk- hólmi í sex mánuði árið 1946. Lengra var nám hans ekki. Hinn 7. febrúar 1939 gekk Ósk- ar að eiga eftirlifandi konu sína, Astu, dóttur Einars Gíslasonar, málarameistara í Reykjavík, sem ættaður var frá Bygggarði á Sel- tjarnarnesi, og konu hans Kristínar Ériðsteinsdóttur, sjómanns í Reykjavík. Börn þeirra eru tvö: Ágústa, stjórnarráðsritari, gift Jó- hanni Gunnari Þorbergssyni, lækni í Garðabæ, syni Þorbergs heitins Kjailanssonar, kaupmanns í Reykjavík og eftirlifandi konu hans, Guðríðar Siguijónsdóttur, systur Sigurgeirs Siguijónssonar hrl.; Einar, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Ragnhildi, sjúkraliða, dóttur Ásgeirs heitins G. Stefánssonar, framkvæmda- stjóra í Hafnarfirði og eftirlifandi konu hans, Sólveigar Björnsdóttur. Óskar verður kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkjunni næstkom- andi föstudag. Við hjónin sendum Ástu og öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðju. Hrafnkell Ásgeirsson. Hann fór í kallið sjálfur, tafar- laust, undanbragðalaust og með fullri reisn og virðingu fyrir þeim, sem til þurfti að fara. Þannig hafði hann innprentað okkur, sem hann stjórnaði, að fara í köllin. En í það kall, sem sjálfur Himnafaðir kallar í, mætir maður sjálfur. Óskar var heima, hafði verið í vinnu um dag- inn og nokkrum dögum áður ný- kominn tíl landsins frá sólarlandi, er hann kenndi verkja fyrir bijósti. Hann sagði konu sinni að hann ætlaði að leggja sig og sjá hvort þetta liði ekki hjá, en áfallið var það stórt á hans hjarta að þrátt fyrir bestu læknismeðferð varð ekki við ráðið. Hann hét fullu nafni Óskar Guð- finnur Sigurður Ólason, fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1916 og var því 77 ára er hann lést. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og við Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Gerðist lög- regluþjónn í Reykjavík í april 1943. Árið 1939 giftist Óskar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ástu Einars- dóttur og eignuðust þau tvö börn, Ágústu, sem gift er Jóhanni Gunn- ari Þorbergssyni, lækni og Einar, sem kvæntur er Ragnhildi Asgeirs- dóttur. Það var tvennt, sem ég vissi að var Óskari kærast í lífinu, það var fjölskylda hans og lögreglustarfið. Fjölskyldunni unni hann, sem hann mátti og var þar alla tíð heill og óskiptur. En sem lögregluþjóni og félaga kynntist ég Oskari vel. Fyrstu kynni mín af honum urðu þegar ég mætti hjá honum í yfir- heyrslu, sem lögregluþjónn og vitni, árið 1958, en þá vann Óskar sem rannsóknarlögregluþjónn á Fríkirkjuvegi 11. Hann var í hálf- skiptu herbergi með öðrum rann- sóknarlögregluþjóni. Þá fann ég hversu vandvirkur Óskar gat verið við rannsóknir alvarlegra slysa- mála. Síðar á starfsævinni þegar leiðir okkar lágu saman við störf, þá fann ég vel, hvað þessi ár við rann- sóknir umferðarslysa höfðu haft djúp áhrif á hann. Óskar var maður myndarlegur, í hærra lagi, þéttur á velli og í lund, hraustur og reglusamur. Við unn- um saman meira og minna í 20 ár og vil ég nú rifja það upp. Ég man ekki eftir því að hann hafi látið mig, sem aðstoðarmann, vita í eitt einasta sinn að hann væri veikur. Hann mætti alltaf til vinnu. Mig langar til að vitna í meðmæli, sem Óskar fékk frá Hannesi Frið- steinssyni, skipstjóra á varðskipinu Þór árið 1942 en þar segir Hannes um Óskar, „að þann tíma sem Ósk- ar Ólason hefur verið með mér á varðskipinu Þór eða um tveggja ára bil, hefur hann reynst sérstak- lega duglegur og í hvívetna reg- lusamur við starf sitt“. Það er eink- ar ánægjulegt að geta tekið heils- hugar undir þessi orð að leiðarlok- um eftir langt og afar ánægjulegt samstarf. Óskar var skipaður aðalvarð- stjóri árið 1963 og yfirlögreglu- þjónn árið 1966. Þáverandi lög- reglustjóri setti hann yfir umferð- armálin. Umferðardeildin, sem hafði verið í gamla Skátaheimilinu og Sverrir Guðmundsson, aðalvarð- stjóri hafði stýrt, færðist nú í kjall- ara aðallögreglustöðvarinnar, álmu við Snorrabraut. Sverrir varð að- stoðaryfirlögregluþjónn og var með Óskari þar til sá er þessar línur ritar,_tók við af Sverri, og starfaði með Óskari þar til hann lét af störf- um sökum aldurs um áramót 1986- 1987. Þá hafði Óskari verið sýndur margskonar sómi, sæmdur heiðurs- merkjum og orðum en ég held að honum hafi þótt vænst um þegar forseti Lýðveldisins sæmdi hann riddara hinnar íslensku Fálkaorðu. í umferðarmálunum var Óskar á heimavelli, þar þekkti hann til. Hann lagði allt sem hann mátti í starfið, sama hvar það var eða hvert hann þurfti að fara. Hann ætlaðist til mikils af okkur, „sínum mönnum“, til að vinna að forvörn- um og slysavörnum í umferðinni. Mæta varð á fundum og tala við fólk. Hitta eldri borgara, bjóða þeim á stöðina og fræða þá um hætturnar í umferðinni, ekki bara þá eldri, ekki síður þá yngri, börn- in. Eða mótorhjólaökumennina, sem hann bauð á lögreglustöðina eða ökumenn, sem þurftu endur- þjálfun. Ég gæti talið lengi upp þau atriði, sem Óskar stakk uppá að gerð yrðu til varnar slysum í um- ferðinni. Hann var sjálfur með í þessu af lífi og sál. Éinnig þegar hægri umferðin varð 1968, þá var mikið unnið að fræðslu og fyrir- byggjandi starfi fyrir breytinguna og síðan við breytinguna sjálfa og mánuðina á eftir. Margir spáðu því þá að illa færi og slysum í umferð myndi fjölga en reyndin varð önnur vegna þrotlauss starfs þeirra er að umferðarmálum störfuðu, og þar var Óskar Ólason í forystunni. Óskar vildi styrk umferðardeild- arinnar sem mestan. Hann, ásamt yfirlögregluþjónum umferðardeilda lögreglunnar í Kaupmannahöfn og Ósló, stofnaði til samvinnufunda urii umferðarlöggæslumál og í dag hittast yfirmenn umferðardeilda lögreglu í höfuðborgum allra Norð- urlandanna á fundi árlega og skipt- ast á heimsóknum. Oft heyrði ég Óskar ræða það af þunga, hve efla þyrfti umferðardeildina í Reykjavík af mannskap og tækjum. Þá komu, sem högg, rök um fjölda slysa, eignatjón og jafnvel dauðsföll í umferðinni. Hvar var þá brýnna að efla löggæsluna? Ég man það eins og gerst hafi í gær, þegar Óskar frétti á síðastliðnu ári að seld hefðu verið tvö lögreglumótor- hjól og ekki fengin ný í staðinn, hve honum sárnaði og hann hvatti mig til að gæta þess að standa vörð um að til væri mannskapur og tæki til að umferðarlöggæslan væri í lagi. Því hann vissi af eigin raun að þeir menn, sem væru við rannsókn- ir eða í almennri deild lögreglunn- ar, hefðu nægum öðrum störfum að sinna og þá vildu umferðarmálin sitja á hakanum. Við, sem unnum með Óskari, munum margar skemmtilegar stundir, þær verða ekki tíundaðar hér heldur geymast í minningunni um góðan dreng, sem var kappsam- ur umferðarlögregluþjónn, vildi öll- um vel og var léttur og skemmtileg- ur félagi á góðum stundum. Lögreglumenn, yfirstjórn og sér- staklega við félagarnir í Umferðar- deildinm kveðjum nú foringja og félaga, og þökkum honum sam- vinnu og forystuna og biðjum hon- um guðs blessunar. Astu, Ágústu, Einari og öllum nánustu aðstand- endum sendum við hlýjar og inni- legar samúðarkveðjur. Magnús Einarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Á niot'gun kveðjum við hinstu kveðju Óskar Ólason, fyrrverandi yfirlögregluþjón. Að loknu farsælu ævistarfi í lög- reglunni í Reykjavík, þar sem hann að verðleikum naut mikils trausts og frama, réðst hann í hlustastarf' sem móttökustjóri í utanríkisráðu- neytinu þar sem við samstarfsmenn hans höfum notið samvinnu og vin- áttu hans um margra ára skeið. Persónulega þótti mér mikill fengur að fá tækifæri til að endurnýja kynni við Óskar, en í barnæsku naut ég þess að kynnast honum á heimili mínu er þeir faðir minn og hann voru samstarfsmenn í Rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík og samgangur var milli heimilanna. Samviskusemi og myndugleiki voru Óskari eðlislæg og við það bættist hlýtt hjartalag. Hann leysti fumlaust úr öllum málum, sem hann tók að sér og aldrei beið hann morguns með það sem ljúka mátti í dag. Hann hafði lifandi áhuga á öllu umhverfi sínu jafnt þjóðmálum sem velferð samferðamanna sinna og fór þar ekki í manngreinarálit. Hjálpsemi hans var við brugðið og nutu hennar jafnt samstarfsmenn sem og þeir fjölmörgu, sem daglega eiga erindi við ráðuneytið. Sérstaka nærgætni og skilning sýndi hann þeim, sem aðstoðar utanríkisþjón- ustunnar þurftu að leita þegar al- varlega bjátaði á hjá ættingjum erlendis. Veit ég að margir minn- ast Óskars með miklum hlýhug vegna þessa. Ungum starfsmönn- um ráðuneytisins var hann sem föðurímynd, svo annt lét hann sér um velferð þeirra. Óskar kom gjarnan auga á bjart- ari hliðar mála og lagði ávallt gott til. Hann kunni að gleðjast á góðri stund og naut samverustunda starfsfólks og lagði vel af mörkum til að glæða þær lífi. Slíkur sam- starfsmaður auðgar tilveru allra sem hann fá að umgangast og fyr-1 ir það erum við þakklát. Betri sam- starfsmann var erfitt að hugsa sér og er nú skarð fyrir skildi þegar hann svo fyrirvaralaust er kvaddur á brott. Fyrir hönd samstarfsfólks í utan- ríkisráðuneytinu og fjölmargra kol- lega okkar sem nú starfa erlendis og geta því ekki fylgt Óskari síð- asta spölinn, flyt ég frú Ástu, börn- um þeirra og öllum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur. Þorsteinn Ingólfsson. VÖNDUÐ VÖRUMERKI GOTT VERÐ Svefnpokar kr. 1.510,- Tjöld kr. 4.768,- Hornhillur kr. 952,- Baðvigt kr. 708,- Gufu- straujárn kr. 1.820,- Brauðrist kr. 1.900,- Samlokugrill kr. 1.582,- Matarstell kr. 1.588,- Gullhringar kr. 1.114,- Silfur kr. 475,- Úr kr. 793,- Eldhúsklukka kr. 596,- Hárblásari kr. 874,- Ferðatöskusett kr. 3.178,- íþróttavörur, garðyrkjuáhöld, verk- færi, leikföng gjafavara í úrvali o.fl. o.fl. Listinn frír PÖNTUNARSÍMI 52866 RM B.MAGNUSSONHF. HÓLSHRAUNI2 ■ SIMI 52866 ■ P.H.410 ■ HAFNARFIROI I I \ ~ I I I I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.