Morgunblaðið - 21.04.1994, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL1994
*
BÍLASALAN
BILABORG
Skeifunni 6, sími 686222
Ekki bara opið frá
kl. 10-22
heldur einnig laugardaga
og sunnudaga.
Einn stærsti innisalur
landsins.
101 bíll sal.
Nissan
bíiaflutningabíll,
ápgerð 1990,
ekinn
59 þús. km.
Verð kr.
1.700 þús
m/vsk.
NÁMS8
^ Búnaðarbanki íslands auglýsir
4B Z eftir umsóknum um styrki úr
Wf Æ Z Námsmannalínunni
LÍNAN A
Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Veittir verða 10 styrkir hver að upphæð
150.000 krónur.
Styrkimir skiptast þannig:
* 5 útskriftarstyrkir til nema Háskóla íslands
* 3 styrkir til námsmanna erlendis í SINE
* 2 útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/
sérskólanema
Umsóknareyóublöó eru afhent í öllum útibúum
Búnaóarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs,
SÍNE og BÍSN.
Einungis aóilar í Námsmannalínunni eiga rétt á aó
sækja um þessa styrki.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til
BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS
Markaösdeild, Austurstræti 5
155 Reykjavík
®BIINAÐARBANKI ÍSLANDS
félk f
fréttum
POPPHEIMURINN
Sögulegar sættir
Sættir hafa nú tekist með þeim Yoko Ono, ekkju bítils-
ins John Lennons, og Paul McCartney, en sem kunn-
ugt er taldi Paul að Yoko hefði meðal annars orðið þess
valdandi að Bítlarnir hættu samstarfi á sínum tíma. Á
mikilli rokkhátíð í New York nú nýverið fór vel á með
þeim og engu líkara en þeim hefði aldrei orðið sundur-
orða, samkvæmt heimildum þar vestra. Á myndinni held-
ur Paul utan um Yoko og son hennar og Lennons, Sean.
Anna Birna Snæþórsdóttir og Vernharður Vilhjálmsson frá Möðru- Friðrik Ingólfsson á Valþjófsstað
dal eiga um langan veg að sækja á æfingar, eins og reyndar fleiri í Fljótsdal slær öll met hvað varð-
félagar kórsins. ar langakstur á æfingar.
KORSÖNGUR
Um langan veg á æfingar
Samkór Norðurhéraðs er nú að
ljúka öðru starfsári sínu, að
þvi er fram kemur í pistli fréttarit-
ara okkar í Vaðbrekku í Jökuldal,
Sigurðar Aðalsteinssonar. í kórn-
um starfar fólk úr Jökuldals-, Hlíð-
ar- og Tunguhreppum auk eins
félaga úr Fljótsdal. Allt þetta fólk
á það sammerkt að eiga um langan
veg að sækja æfingar kórsins.
Þetta virðist þó ekki hafa áhrif á
þátttöku í kórstarfinu því kórfélög-
um hefur fjölgað frá því í fyrra,
en nú syngja rúmlega fjörutíu
manns með kómum. Æfingar eru
einu sinni í viku, til skiptis að
Skjöldólfsstöðum og í Brúarási.
Stór hluti kórfélaga þarf að aka
yfir fimmtíu kílómetra á viku til
að sækja æfingar. Hjónin í
Möðrudal, Anna Birna og Vern-
harður, þurfa að aka að meðaltali
110 kílómetra á viku, frá Aðalbóli
þarf að fara um 100 kílómetra að
jafnaði á viku og frá Ketilstöðum
í Hlíð um 90 kílómetra á viku.
Friðrik Ingólfsson á Valþjófs-
stað í Fljótsdal slær þó öll met því
hann þarf að aka 170 kílómetra á
viku til að komast á æfingar. Að-
spurður um hvernig það hefði vilj-
að til að hann fór að syngja með
kórnum sagði Friðrik að hann hefði
langað að syngja í kór og hefði
alltaf haft gaman af söng. Tæki-
færið kom svo í haust, er hann var
að vinna í sláturhúsinu á Fossvöll-
um, en þar unnu margir kórfélag-
ar, sem hvöttu hann til að vera
með. Friðrik kvaðst ekki sjá eftir
því, enda hefði hann mikla ánægju
af kórsöngnum og bætti við að
mun skemmtilegra væri að syngja
í blönduðum kór sem þessum, en
það gerði að sjálfsögðu félagsskap-
ur kvennanna. Friðrik sagði allan
þennan akstur fyllilega þess virði
og hjá sér kæmi kórsöngurinn í
staðinn fyrir alls konar dellur sem
menn væru haldnir, svo sem brids-
spilamennsku og fleira.
Morgunblaðið/Golli
GOÐGERÐARSTARF
Bolti fyrir
Fótbolti, áritaður nöfnum leik-
manna knattspyrnuliðs Liver-
pool, sem boðinn var upp á Rás 2
á föstudag seldist á 57 þúsund krón-
ur, sem renna til LAUFs, Lands-
samtaka áhugafólks um flogaveiki.
Boltinn var gjöf til LAUFs frá Pet-
er Rogan, yfirkennara í Liverpool,
sem flutti erindi á ráðstefnu á veg-
um samtakanna um helgina.
Barist var um boltann í beinni
útsendingu á Rás 2 á föstudag og
57 þúsund
fór Steinn Ágúst Baldvinsson í
Reykjavík með sigur af hólmi en
hann bauð 57 þúsund krónur í bolt-
ann. Hann fékk gripinn afhentan í
Perlunni á laugardag í samsæti sem
haldið var að lokinni ráðstefnu
LAUFs um flogaveiki. Með honum
á myndinni eru til vinstri Þórey
Ólafsdóttir, formaður LAUFs og
Guðrún Birgisdóttir, starfsmaður
samtakanna.