Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.04.1994, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL1994 * BÍLASALAN BILABORG Skeifunni 6, sími 686222 Ekki bara opið frá kl. 10-22 heldur einnig laugardaga og sunnudaga. Einn stærsti innisalur landsins. 101 bíll sal. Nissan bíiaflutningabíll, ápgerð 1990, ekinn 59 þús. km. Verð kr. 1.700 þús m/vsk. NÁMS8 ^ Búnaðarbanki íslands auglýsir 4B Z eftir umsóknum um styrki úr Wf Æ Z Námsmannalínunni LÍNAN A Umsóknarfrestur er til 1. maí. Veittir verða 10 styrkir hver að upphæð 150.000 krónur. Styrkimir skiptast þannig: * 5 útskriftarstyrkir til nema Háskóla íslands * 3 styrkir til námsmanna erlendis í SINE * 2 útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema Umsóknareyóublöó eru afhent í öllum útibúum Búnaóarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN. Einungis aóilar í Námsmannalínunni eiga rétt á aó sækja um þessa styrki. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Markaösdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík ®BIINAÐARBANKI ÍSLANDS félk f fréttum POPPHEIMURINN Sögulegar sættir Sættir hafa nú tekist með þeim Yoko Ono, ekkju bítils- ins John Lennons, og Paul McCartney, en sem kunn- ugt er taldi Paul að Yoko hefði meðal annars orðið þess valdandi að Bítlarnir hættu samstarfi á sínum tíma. Á mikilli rokkhátíð í New York nú nýverið fór vel á með þeim og engu líkara en þeim hefði aldrei orðið sundur- orða, samkvæmt heimildum þar vestra. Á myndinni held- ur Paul utan um Yoko og son hennar og Lennons, Sean. Anna Birna Snæþórsdóttir og Vernharður Vilhjálmsson frá Möðru- Friðrik Ingólfsson á Valþjófsstað dal eiga um langan veg að sækja á æfingar, eins og reyndar fleiri í Fljótsdal slær öll met hvað varð- félagar kórsins. ar langakstur á æfingar. KORSÖNGUR Um langan veg á æfingar Samkór Norðurhéraðs er nú að ljúka öðru starfsári sínu, að þvi er fram kemur í pistli fréttarit- ara okkar í Vaðbrekku í Jökuldal, Sigurðar Aðalsteinssonar. í kórn- um starfar fólk úr Jökuldals-, Hlíð- ar- og Tunguhreppum auk eins félaga úr Fljótsdal. Allt þetta fólk á það sammerkt að eiga um langan veg að sækja æfingar kórsins. Þetta virðist þó ekki hafa áhrif á þátttöku í kórstarfinu því kórfélög- um hefur fjölgað frá því í fyrra, en nú syngja rúmlega fjörutíu manns með kómum. Æfingar eru einu sinni í viku, til skiptis að Skjöldólfsstöðum og í Brúarási. Stór hluti kórfélaga þarf að aka yfir fimmtíu kílómetra á viku til að sækja æfingar. Hjónin í Möðrudal, Anna Birna og Vern- harður, þurfa að aka að meðaltali 110 kílómetra á viku, frá Aðalbóli þarf að fara um 100 kílómetra að jafnaði á viku og frá Ketilstöðum í Hlíð um 90 kílómetra á viku. Friðrik Ingólfsson á Valþjófs- stað í Fljótsdal slær þó öll met því hann þarf að aka 170 kílómetra á viku til að komast á æfingar. Að- spurður um hvernig það hefði vilj- að til að hann fór að syngja með kórnum sagði Friðrik að hann hefði langað að syngja í kór og hefði alltaf haft gaman af söng. Tæki- færið kom svo í haust, er hann var að vinna í sláturhúsinu á Fossvöll- um, en þar unnu margir kórfélag- ar, sem hvöttu hann til að vera með. Friðrik kvaðst ekki sjá eftir því, enda hefði hann mikla ánægju af kórsöngnum og bætti við að mun skemmtilegra væri að syngja í blönduðum kór sem þessum, en það gerði að sjálfsögðu félagsskap- ur kvennanna. Friðrik sagði allan þennan akstur fyllilega þess virði og hjá sér kæmi kórsöngurinn í staðinn fyrir alls konar dellur sem menn væru haldnir, svo sem brids- spilamennsku og fleira. Morgunblaðið/Golli GOÐGERÐARSTARF Bolti fyrir Fótbolti, áritaður nöfnum leik- manna knattspyrnuliðs Liver- pool, sem boðinn var upp á Rás 2 á föstudag seldist á 57 þúsund krón- ur, sem renna til LAUFs, Lands- samtaka áhugafólks um flogaveiki. Boltinn var gjöf til LAUFs frá Pet- er Rogan, yfirkennara í Liverpool, sem flutti erindi á ráðstefnu á veg- um samtakanna um helgina. Barist var um boltann í beinni útsendingu á Rás 2 á föstudag og 57 þúsund fór Steinn Ágúst Baldvinsson í Reykjavík með sigur af hólmi en hann bauð 57 þúsund krónur í bolt- ann. Hann fékk gripinn afhentan í Perlunni á laugardag í samsæti sem haldið var að lokinni ráðstefnu LAUFs um flogaveiki. Með honum á myndinni eru til vinstri Þórey Ólafsdóttir, formaður LAUFs og Guðrún Birgisdóttir, starfsmaður samtakanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.