Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994
3
Sýning á verkum listmálarans Errós í Edinborg í Skotlandi vekur viðbrögð og athygli
Verkið „Israel"
tekið niður eftir
mótmæli gyðinga
FORRÁÐAMENN Nútímalistasafnsins í Edinborg í Skotlandi
hafa sætt harðri gagnrýni vegna mynda sem þar eru sýndar
eftir íslenska listmálarann Erró. Hefur því verið haldið fram
að tvær myndir á sýningunni lýsi „hatrí á gyðingum." Að sögn
Gunnars Kvaran listfræðings sem setti sýninguna saman fyrír
hönd Kjarvalsstaða hefur nú verið ákveðið, að höfðu samráði
við listamanninn, að taka aðra myndina af sýningunni.
Nú stendur yfir sýning á verkum
Errós í Nútímalistasafninu í Edin-
borg sem nefnist The Fruitmarket
Gallery. Áður höfðu verk Errós
verið sýnd á Norðurlöndum og
barst sérstök ósk frá Nýlistasafn-
inu í Edinborg þess efnis að verk
yrðu send þangað. Við þeirri
beiðni var orðið og sá Gunnar
Kvaran listfræðingur um að setja
hana saman.
Sýningin hefur vakið mikla at-
hygli og hlotið lofsamlega dóma
m.a. í hinu virta dagblaði The
Scotsman. Um síðustu helgi skrif-
aði hins vegar John Griffíths, sem
er listgagnrýnandi og einnig
þekktur fyrir störf sín á vettvangi
menntmála, grein undir nafni sem
birtist í blaðinu The Tablet. Þar
heldur Griffiths því fram að tvö
verka Errós á sýningunni séu
sambærileg við áróður þann sem
hafður var í frammi gegn gyðing-
um í Þýskalandi í tíð Adolfs Hitl-
ers. Sagði Griffiths í þessari grein
sinni að ekki væri „heppilegt" að
sýna slíkar myndir ungu fólki.
í kjölfar þessa tóku samtök
gyðinga í Edinborg og Glasgow
sig til og mótmæltu því að þessar
myndir Errós væru - til sýnis í
Nútímalistasafninu. Á þriðjudag
barst forstöðumanni safnsins síð-
an bréf frá þingmanni frá Edin-
borg, James Douglas-Hamilton,
þar sem hann lét í ljós þá ósk að
ein mynd, ótilgreind, yrði tekin
af sýningunni þar sem hún lýsti
„gyðingahatri".
Að sögn Gunnars Kvaran eru
þrjár myndir af stjómmálalegum
toga á þessari sýningu á verkum
Errós, „Endurfæðing Hitlers",
„Draumur Evu Braun" og „ísra-
el". Það er síðastnefnda myndin
sem vakti þessi viðbrögð í Skot-
landi og hefur hún nú verið tekin
niður.
Gunnar Kvaran sagði í samtali
við Morgunblaðið að þessi við-
brögð lýstu mikilli viðkvæmni.
Myndirnar væru liður í röð mynda
sem Erró hefi gert undir heitinu
„Stjórnmál". Þar notaðist hann
við áróðursmyndir frá ýmsum tím-
um og ríkjum og í þessu tilfelli
væri um að ræða áróðursmynd
sem birst hefði í sovésku áróðurs-
riti sem nefndist „Krokodíl" og
sýndi mann með bogið nef gefa
ísraelskum hermanni brjóst sem
merkt væri með bandarísku doll-
aramerki. Erró hefði margoft áður
klippt út slíkar myndir, bæði áróð-
ursmyndir og aðrar og sett þær
í nýtt samhengi. „Þarna eru menn
að rugla saman annars vegar
teikningunum og því samhengi
sem listamaðurinn setur þær í og
álykta sem svo að Erró hafí sjálf-
ur teiknað þessa mynd. Það er
auðvitað alrangt. Frásagnarmáti
listamannsins er hins vegar
þessi," sagði Gunnar Kvaran og
bætti við að hafa bæri í huga að
myndin „ísrael" væri aðeins hluti
af stærra verki sem fjallaði um
stjórnmálasöguna þar sem notast
væri m.a. við áróðurinn sem beitt
væri á þessu sviði. Gunnar kvaðst
hafa haft samband við listamann-
inn þegar fyrir lá að viðbrögðin
væru þessi og hefðu þeir ákveðið
að taka myndina „ísrael" af sýn-
ingunni. Sagði Gunnar ástæðuna
ekki síst hafa verið þá að þeir
hefðu óttast að myndin yrði
skemmd yrði hún ekki tekin niður.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
myndir Errós vekja hörð viðbrögð.
Árið 1974 ákvað hann að taka
myndina „Beirút" niður þar sem
hún var á sýningu í París eftir
að fram höfðu komið kröftug
mótmæli.
• •
Tekin niður
MYNDIN „ísrael" sem tekin var af sýningu á verkum Errós í Nútímalistasafninu í Edinborg eftir
mótmæli gyðinga og þingmanns borgarinnar. Myndin er frá árínu 1977 og er hluti af stærri röð
sem nefnist „Stjórnmál".
FJOLSKYLDU
SKEMMTUN
ALLA -^
HELGINA!
^SUM/?//^
^//ÍÓPKJO^
ffollusta
Heilbrigði
Opiö frá kl. 13:00-22:00 í dag og á morgun, sunnudag.
• Hjálparsveit skáta sprellar meö börnum og unglingum
• Gestir keppa í skotfimi á laugardag og sunnudag
• Útreiöartúrar á svæöi Gusts frá kl. 14:00 báoa dagana
• Siglt út á Skerjafjörðinn meö siglingaklúbbnum Ými
Fjölbreytt dagskrá frá kl. 15:00 báöa dagana. Meðal annars:
i aðverömæti
Heilsurækt
• Fimleikasýning á vegum Gerplu
• Sigurbjörn Bároarson hestamaöur kemur á svæöiö
• Tónleikar meö pekktum unglingahljómsveitum
• Söngsmiðjan leikur og syngur
• Módelsamtökin sýna nýjustu tískuna
• Stúlkur úr keppninni Ungfrú ísland sýna föt frá
tískuversluninni Joss í Kringlunni kl. 15:00 á sunnudag
• Karioke keppni fyrir börn og unglinga báða dagana kl 18:00
Reiðhjól frá Hvelli í verðlaun að verðmæti 50.000 kr!
| Happdrættisnúmer}
| á hverjum
| aögöngumiða.
| Tölva
1 frá BOÐEIND
\ 120.000 kr.
j ívinning
f ÓlHStUlldÍr FJöIdi fyrirtasitja kynna vörur sin<
og þjónustu í sýningarbásum.
(VllSSfÐ EKKI AF EINSTÆÐUM VrÐBURÐIÍ!
æsessŒ**
t, ^inguna U,smJ4,
íþróttahúsinu
*
SPARI^JÓÐURINN
KOPAVOGI
¦¦¦¦¦¦¦ihs
u^a