Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 3 • • FJOLSKYLDU- «mkmm i ALLA HELGINA! Hollusta Heilbrigði Heilsurækt Tómstundir Opíð frá kl. 13:00-22:00 í dag og á morgun, sunnudag. • Hjálparsveit skáta sprellar meö börnum og unglingum • Gestir keppa í skotfimi á laugardag og sunnudag • Útreiðartúrar á svæöi Gusts frá kl. 14:00 báöa dagana • Siglt út á Skerjafjöröinn meö siglingaklúbbnum Ými Fjölbreytt dagskrá frá kl. 15:00 báöa dagana. Meöal annars: ' Fimleikasýning á vegum Gerplu ' Sigurbjörn Báröarson hestamaöur kemur á svæöiö 1 Tónleikar meö þekktum unglingahljómsveitum ' Söngsmiöjan leikur og syngur ' Módelsamtökin sýna nýjustu tískuna 1 Stúlkur úr keppninni Ungfrú ísiand sýna föt frá tískuversluninni Joss í Kringlunni kl. 15:00 á sunnudag 1 Karioke keppni fyrir börn og unglinga báða dagana kl 18:00. Reiðhjól frá Hvelli I verðlaun að verðmæti 50.000 kr! Happdrættisnúmer á hverjum aögöngumiða. Tölva frá BOÐEIND aö verömæti 120.000 kr. í vinning MISSIÐ EKKIAF EINSTÆDUM VIÐBURDI!! Tiska veri4 velkomin á U,S"" 'M' íþróttahúsmu SPARI^JOÐURINN KOPAVOGI Sýning á verkum listmálarans Errós í Edinborg í Skotlandi vekur viöbrögð o g athygli * Verkið „Israel“ tekið niður eftir mótmæli gyðinga jv^SUIW»/A % ^/'kÓPAMO^ Tekin niður MYNDIN „ísrael" sem tekin var af sýningfu á verkum Errós í Nútímalistasafninu í Edinborg eftir mótmæli gyðinga og þingmanns borgarinnar. Myndin er frá árinu 1977 og er hluti af stærri röð sem nefnist „Stjórnmál". FORRÁÐAMENN Nútímalistasafnsins í Edinborg í Skotlandi hafa sætt harðri gagnrýni vegna mynda sem þar eru sýndar eftir íslenska listmálarann Erró. Hefur því verið haldið fram að tvær myndir á sýningunni lýsi „hatri á gyðingum." Að sögn Gunnars Kvaran listfræðings sem setti sýninguna saman fyrir hönd Kjarvalsstaða hefur nú verið ákveðið, að höfðu samráði við listamanninn, að taka aðra myndina af sýningunni. Nú stendur yfir sýning á verkum Errós í Nútímalistasafninu í Edin- borg sem nefnist The Fruitmarket Gallery. Áður höfðu verk Errós verið sýnd á Norðurlöndum og barst sérstök ósk frá Nýlistasafn- inu í Edinborg þess efnis að verk yrðu send þangað. Við þeirri beiðni var orðið og sá Gunnar Kvaran listfræðingur um að setja hana saman. Sýningin hefur vakið mikla at- hygli og hlotið lofsamlega dóma m.a. í hinu virta dagblaði The Scotsman. Um síðustu helgi skrif- aði hins vegar John Griffiths, sem er listgagnrýnandi og einnig þekktur fyrir störf sín á vettvangi menntmála, grein undir nafni sem birtist í blaðinu The Tablet. Þar heldur Griffiths því fram að tvö verka Errós á sýningunni séu sambærileg við áróður þann sem hafður var í frammi gegn gyðing- um í Þýskalandi í tíð Adolfs Hitl- ers. Sagði Griffíths í þessari grein sinni að ekki væri „heppilegt“ að sýna slíkar myndir ungu fólki. í kjölfar þessa tóku samtök gyðinga í Edinborg og Glasgow sig til og mótmæltu því að þessar myndir Errós væru til sýnis í Nútímalistasafninu. Á þriðjudag barst forstöðumanni safnsins síð- an bréf frá þingmanni frá Edin- borg, James Douglas-Hamilton, þar sem hann lét í ljós þá ósk að ein mynd, ótilgreind, yrði tekin af sýningunni þar sem hún lýsti „gyðingahatri". Að sögn Gunnars Kvaran eru þrjár myndir af stjórnmálalegum toga á þessari sýningu á verkum Errós, „Endurfæðing Hitlers", „Draumur Evu Braun“ og „ísra- el“. Það er síðastnefnda myndin sem vakti þessi viðbrögð í Skot- landi og hefur hún nú verið tekin niður. Gunnar Kvaran sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi við- brögð lýstu mikilli viðkvæmni. Myndirnar væru liður í röð mynda sem Erró hefi gert undir heitinu „Stjórnmál". Þar notaðist hann við áróðursmyndir frá ýmsum tím- um og ríkjum og í þessu tilfelli væri um að ræða áróðursmynd sem birst hefði í sovésku áróðurs- riti sem nefndist „Krokodíl“ og sýndi mann með bogið nef gefa ísraelskum hermanni bijóst sem merkt væri með bandarísku doll- aramerki. Erró hefði margoft áður klippt út slíkar myndir, bæði áróð- ursmyndir og aðrar og sett þær í nýtt samhengi. „Þarna eru menn að rugla saman annars vegar teikningunum og því samhengi sem listamaðurinn setur þær í og álykta sem svo að Erró hafi sjálf- ur teiknað þessa mynd. Það er auðvitað alrangt. Frásagnarmáti listamannsins er hins vegar þessi,“ sagði Gunnar Kvaran og bætti við að hafa bæri í huga að myndin „ísrael" væri aðeins hluti af stærra verki sem fjallaði um stjómmálasöguna þar sem notast væri m.a. við áróðurinn sem beitt væri á þessu sviði. Gunnar kvaðst hafa haft samband við listamann- inn þegar fyrir lá að viðbrögðin væru þessi og hefðu þeir ákveðið að taka myndina „ísrael“ af sýn- ingunni. Sagði Gunnar ástæðuna ekki síst hafa verið þá að þeir hefðu óttast að myndin yrði skemmd yrði hún ekki tekin niður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndir Errós vekja hörð viðbrögð. Árið 1974 ákvað hann að taka myndina „Beirút" niður þar sem hún var á sýningu í París eftir að fram höfðu komið kröftug mótmæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.