Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 22
<?o 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 VmSHPn/JOVINNUUF Reikníngsskil Félög sem eiga ein- göngu hlutabréf færa þau áviðstíptaverði ÁSTÆÐAN fyrir breyttri reikningsskilaaðferð Eignarhaldsfélagsins Aiþýðubankinn hf. í ársreikningi vegna ársins 1993 úr hlutdeildarað- ferð í að færa hlutabréfaeign félagsins á viðskiptaverði í árslok er að það gefur réttari mynd af stöðu félagsins að sögn Jóhannesar Siggeirssonar, stjórnarformanns Eignarhaldsfélagsins. Aðaltilgang- ur félagsins væri að eiga hluti í öðrum félögum og það hefur engan annan rekstur með höndum. Bókhaldslegt tap félagsins varð 166 miUjónum króna meira þar sem hlutabréfaeign var færð á viðskipta- verði en það hefði verið ef áfram hefði verið beitt hlutdeildarað- ferð, eins og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag. Jóhannes sagði að á árinu 1992 hefði verið ákveðið að breyta Eign- arahaldsfélaginu úr því að vera fé- lag um eignarhluta í íslandsbanka eingöngu í það að vera eignarhalds- félag um hlutabréf í fleiri fyrirtækj- um. Þetta hefði verið endanlega frágengið á aðalfundi í fyrra og félagið ætti nú hlut í ellefu fyrir- tækjum. Því hefði verið talið rétt að fara sömu leið í reikningsskilum og önnur hliðstæð félög, eins og til dæmis Draupnissjóðurinn og Þró- unarfélagið, sem væru einnig félög sem hefðu þann tilgang að eiga hlutabréf. Hann sagði að að vísu væri tíma- setningin óheppileg vegna þess að hlutabréf félagsins í íslandsbanka, sem væru megineign félagsins, hefðu fallið mjög í verði eða úr 1,38 í 0,88 sem væri bókfært verð um áramót. Hann sagði að öðru máli gegndi um hlutabréfaeign fyrir- tækja sem hefðu einhvern annan rekstur að megimarkmiði með starfsemi sinni. Hlútabréfeign slíkra fyrirtækja væri iðulega færð 0,4% verðbólgaá fyrsta ársþriðjungi LÁNSKJARAVÍSITALA á næsta ársþriðjungi, frá maí til september, hækkar um 0,27% sem jafngildir 0,8% verðbóigu samkvæmt endurmet- inni verðlagsspá Hagfræðideildar Seðlabanka Islands. Spáin er endur- metin til ársloka miðað við að gengi og laun haldist nánast óbreytt frá þvi sem nú er. Lánskjaravísitala fyrir maímánuð hefur verið reiknuð 3.347 stig og jafngildir hækkun vísitölunnar frá janúar til maí um 0,4% verðbólgu á ári. Þriggja mánaða hækkun fram- færslukostnaðar til apríl jafngilti hins vegar 1,4% verðbólgu á árs- grundvelli. Verðlagsspáin nýja gerir ráð fyrir 1% hækkun framfærslu- kostnaðar á árinu og 1,5% meðal- hækkun frá síðasta ári. Þá gerir verðlagsspáin ráð fyrir að lánskjaravísitalan hækki um 0,6% á árinu í heild og að hækkun bygging- ar- og launavísitalna verði svipuð. Aðalfundur Bílgpeinasambandsins verður haldinn laugardaginn 7. maí nk. á Hótel Sögu og hefst kl. 9.15. Dagskrá: Kl. 9.15 Fundarsetning - Sigfús Sigfússon, formaður BGS. Kl. 9.30 Starf og skipulag BGS. Tillögur stjómar um starf og skipulag BGS - Umræður. Kl. 10.30 Atvinnumál í bílgreininni. Svört atvinnustarfsemi. Hugmyndir um aðgerðir. Umræður. Kl. 11.30 Staða bílgreinarinnar í íslensku efnahagslífi. Guðmundur Magnússon, prófessor. Kl. 12.00 Hádegisverður - Hádegisverðarerindi. Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra. Kl. 13.30 Dagskrá sérgreinafunda. A. Verkstæðisfundur. B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir. C. Bifreiðainnfiytjendur. D. Smurstöðvar. E. Varahlutasalar. Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda. (Sal A - Hótel Sögu). Kl. 16.00 Aðalfundur Bílgreinasambandsins. (Sal A - Hótel Sögu). - Aðalfundarstörf skv. 9 gr. laga sambandsins. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn. Stjórn Bílgreinasambandsins. við framreiknuðu kostnaðarverði, þó þess væru einnig dæmi að hluta- bréfaeign væri færð á viðskipta- verði. Auðvitað væri eðlismunur á því hvort félag hefði það að megin- tilgangi að eiga hlutabréf eða hvort einhver annar rekstur væri aðaltil- gangurinn með starfsemi þess. Stærstu hluthaf ar Islandsbanka Nafnverð, þús. kr. 1. Ehf. Alþýðubankans hf. 492.358 2. Lffeyrissj. verslunarmanna 378.636 3. Fiskveiðasjóður íslands 275.967 4. Burðaráshf. 223.373 „Valfells" 229.167 5. Lffeyrissj. Oagsbr. og Frams.195.097 6. Sameinaðir verktakar 7. LÍÚ 8. Sjóvá-Almennar hf. 9. Lífeyrissj. verksmiðjufólks 10. Landssamb. iðnaðarmanna 157.164 86.417 12,70% 12,73% 14,05% ] 4,05% , H 2^23% 82.936 — 2.14% f~1 2,14% 62.369 H1,61% ¦ 1,61% 58.025 H1,50% ? 1,60% Heildarhlutafé 3.878.671 þús. kr. Islandsbanki Góð viðbrögð við auglýs- ingu Péturs H. Blöndal AUGLÝSING Péturs H. Blöndal, tryggingastærðfræðings, í fyrradag í Morgunblaðínu eftír umboði hluthafa íslandsbanka til að fara með atkvæðisrétt þeirra á aðalfundi bankans nk. mánudag virðist hafa heppnast vel ef marka má fyrstu við- brögð. Þegar Morgunblaðið ræddi við Pétur seinni hluta dags í gær sagði hann að um 40 umboð hefðu borist. „Ég átti ekki von á nema 6-10 umboðum fyrsta daginn þannig að þessi fyrstu viðbrögð hafa verið framar vonum," sagði Pétur, en hann tekur á móti umboðum hluthafa fram að aðalf undinum á mánudag. Á fundinum mun Pétur gefa kost á sér í stjórnarkjöri og segir hann ástæðuna fyrst og fremst þá að hann telji nauðsynlegt að hluthafar geti haft áhrif á kjör bankaráðs. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er talið víst að allir núverandi stjórnarmenn ís- landsbanka gefi áfram kost á sér til setu í stjórninni. í stjórn bank- ans sitja nú Orri Vigfússon, Sveinn Valfells, Magnús Geirsson, Guðmundur H. Garðarsson, Einar Sveinsson, Kristján Ragnarsson og Örn Friðriksson. Ekki er vitað um aðra en Pétur sem hafa ákveð- ið að freista þess að komast inn í stjórnina, en framboðum þarf ekki að skila fyrr en á aðalfundin- um. Á meðfylgjandi töflu má sjá röð stærstu hluthafa íslandbanka en þar hefur staðan lítið breyst frá síðasta aðalfundi. Heildarhlutafé bankans er 3.879 milljónir og eiga tíu stærstu hluthafarnir samtals um 52%. Valfells-ættin_ á rúmlega 229 milljónir króna í íslandsbanka sem er 5,91% af heildarhlutafé. Hluta- fjáreignin er mjög dreifð og því kemur hún alla jafna ekki fram á lista yfir stærstu hluthafa. Sam- kvæmt upplýsingum frá Handsali hf. er hlutur Valfells-ættarinnar í gegnum 15 aðila eins og sjá má á töflunni hér til hliðar. Bgnarhlutdeild Valfellsættarinnar í íslandsbanka hf. Nafnverð, þús. kr. % Sútunarverksmiðjan 43.069 1,11 Steypustíjð Suðurlands 42.590 1,10 Skeifan hf. 33.489 0,86 Sveinn Valfells 12.563 0,32 Vinnulataverksmiðjan 11.746 0,30 Db. Sveins B. Valfells 11.423 0,29 Skyrtugerðin hf. 10.864 0,28 Steypustððln hf. 9.930 0,26 Skelfan 15 sf. 8.218 0,26 Vinnuvélar hf. 8.218 0,21 Ágúst Valfells 8.103 0,21 Fataverksmiðjan hf. 7.651 0,20 Vesturgarðar hf. 7.651 0,20 SigrlðurValfells 5.606 0,14 HelgaValfells 1.295 0,03 Jón Valfells 1.237 0,03 Ágúst Valfells yngri 1.237 0,03 Sveinn Valfells yngri 1.237 0,03 Ársæll Valfells Nanna Helga Valfells 1.237 670 0,03 0,02 MatthildurValfells 566 0,01 Svava Valfells 566 0,01 Samtals 229.167 5,91 Bílaiðnaður Endurskipulagning ákveðin hjá Ford bílaverksmiðjunum Dearborn, Michigan. Reuter. FORD-bifreiðafyrirtækið hefur ákveðið að endurskipuleggja starfsemi sína víða um heún á næstu árum og spara með því allt að 3 milljarða dollara á ári fram til aldamóta. Ætlunin er að setja helztu rekstrareiningar undir einn hatt - það er vöruþróun, framleiðslu, lag- er og söludeild. Að sögn Alex Trot- mans stjórnarformanns mun Ford koma á fót fimm bifreiðamiðstöðv- um. Ein þeirra verður í Evrópu og skiptist milli rannsóknar- og Hlutbafar Islandsbanka Undirritaður fór fram á umboð frá hluthöfum íslandsbanka með auglýsingu í fimmtudags- blaði Morgunblaðsins, þar láðist að geta um faxnúmer mitt, sem er 680241. Pétur H. Blöndal. verkfræðimiðstöðva Fords í Dun- ton í Bretlandi og Merkenich í Þýzkalandi fyrir framhjóladrifna smábíla. Hinar miðstöðvarnar fjór- ar verða í Bandaríkjunum og munu fást við aðra tegundir bíla, sem fyrirtækið framleiðir, og tengjast rannsóknar- og verkfræðimiðstöð Fords í Dearborn, Michigan. Hver miðstöð ber ábyrgð á hönnun, þróun og smíði allra bíla, sem þeim verður falið að sjá um, hvar sem þeir verða seldir í heimin- um. „Með því að fella framleiðsl- una saman í eina held," sagði Trot- man, „notum við tækni okkar og þekkingu á sem hagkvæmastan hátt til þess að gera viðskiptavin- inum allt til geðs." Endurskipulagningin mun ekki leiða til hönnunarbreytinga í bráð, en nokkrar breytingar verða á æðstu stjórn fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.