Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Aðgerðir tíl að minnka kjötfjallið Markaðsátak erlend- is á kostnað bænda LANDBÚNAÐARNEFND Alþingis hefur lagt fram lagafrumvarp um að heimila að taka sérstakt verðskerðingargjald af sláturafurðum sauð- fjár og nautgripa fram til 31. ágúst á næsta ári sem verði notað til greiða fyrir sölu á afurðunum erlendis. Er þetta vegna þessa að nú stefnir í að miklar birgðir safnist upp af kinda- og nautakjöti i landinu. Nú er innheimt 5% verðskerðing- 1992 sem hafði áhrif á kjötsöluna argjald af afurðaverði til bænda og notað til markaðsstarfsemi. Land- búnaðarnefnd leggur nú til að land- búnaðarráðherra verði heimilt að inn- heimta 5% gjald til viðbótar af af- urðaverði fram til 31. ágúst á næsta ári en þá hefst nýtt verðlagsár. Er þetta gert að ósk Stéttarsambands bænda til að treysta markaðsgrun- dvöll nautgripa og kindakjöts með auknum útflutningi. Miklar umframbirgðir Sauðfjárbændur hafa borið ábyrgð á sölu afurða sinna síðan árið 1992. Að sögn Hákonar Sigurgrímssonar framkvæmdastjóra Stéttasambands- ins hafa safnast upp birgðir síðan þá, meðal annars vegna þess að rík- ið setti kjöt á útsölumarkað árið fyrsta árið sem bændur báru ábyrgð á sölunni sjálfír. „Þetta hefur leitt til þess að þeir fjármunir sem lög leyfa nú að sé veitt til markaðsstarf- semi hafa ekki nægt," sagði Hákon. Talið er að í lok næsta framleiðslu- árs verði umframbirgðir kindakjöts um 400 tonn ef ekkert verði að gert, og að 100 milljónir króna skorti til að ná jöfnuði í framleiðslu og sölu kindakjöts. Sala á Framleiðslukvóti er nú tæplega 8.000 tonn á ári. Ársneysla nautakjöts hérlendis er um 3.200 tonn og að sögn Guðbjörns Árnasonar framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda stefnir í að birgðir umfram framboð nemi 500 tonnum síðar á þessu ári. Sérstaka verðskerðingargjaldið gæti numið um 20 millj. kr. á ári á ungnautakjöti. Framkvæmdir við K-byggingu verði endurskoðaðar Alútboð á barnaspítala kannað GUÐMUNDUR Arni Stefánsson, heilbrigðisráðherra, hefur í tengslum við þá ákvörðun að hefja byggingu barnaspítala óskað eftir því við yfirstjórn byggingarmála á Landspítalalóðinni að kannað verði með hvaða hætti verði hægt að taka næsta áfanga K-byggingar í notkun fyrir sem minnsta fjármuni. Hann segir að þetta þýði ekki að fram- kvæmdum við bygginguna verði seinkað. Eftir að heilbrigðisráðherra lýsti Guðmundur Árni sagðist leggja því yfír að hann myndi beita sér fyr- mikla áherslu á að tryggja fjármagn ir því að hafin verði bygging barnasp- ítala hið fyrsta hafa ýmsir látið í ljós ugg um að þetta leiði til þess að fram- kvæmdir við K-byggingu tefjist. Guðmundur Árni sagði að þetta sé ástæðulaus ótti.„Það er ráð fyrir því gert að næsti nýtanlegi áfangi K- byggingar komi í gagnið ekki síðar en áform hafa yerið uppi um." Guðmundur Árni sagði mikilvægt að reyna að koma í notkun sem fyrst þeirri miklu fjárfestingu sem fjár- festingu sem liggur í K-bygging- unni.„Það eru feikilega miklir fjár- munir sem þarna liggja undir. Þar sem verktíminn er svona langur ligg- ur stór hluti þeirra lengi fastur í steinsteypu án^þess að nokkur arður fáist af þeim. Ég hef því velt því upp hvort menn séu tilbúnir að skoða aðra verkefnaröðun í sambandi við K-bygginguna, sem þýði það að fyr- ir minni fjármuni en jafnvel fyrr, fáum við í nýtingu 2.000 fermetra sem spítalinn_ hefði gagn af," sagði Guðmundur Árni. Sameining Eyja- og Miklaholtshrepps Þrjár tillög- ur um nafn Borg f Miklaholtshreppi SAMEINING Eyja- og Miklaholts- hrepps var samþykkt fyrir nokkru. Síðan hafa verið haldnir nokkrir samráðsfundir með hreppsnefndarmönnum þessara hreppa þar sem meðal annars var rætt um hvað sveitafélagið skuli heita. Beðið var um tillögur um nafn á hreppinn á hverju heimili í báðum sveitarfélögum. Búið er að kanna þá niðurstöðu. Alls bárust 32 nöfn en 3 eftirtalinna nafna fengu mestan stuðning; Eyja- og Miklaholtshrepp- ur, Ljósufjallahreppur og Fellssveit, en það nafn er tilkomið af Hafurs- felli sem hefur verið merkipunktur milli sveita um aldaraðir. Páll til byggingu barnaspítala áður en hafist verður handa þannig að fram- kvæmdir tefjist ekki eins og oft hef- ur gerst með opinberrar byggingar. Hann sagði að til skoðunar væri í heilbrigðisráðuneytinu að láta fara fram svokallað alútboð, en það þýðir að verktaki sér um allt verkið, hönn- un, byggingu og frágang. Guðmund- ur sagðist hafa hug á að hefja fram- kvæmdir eins fljótt og mögulegt er. Mjög brýnt sé að bæta hag sjúkra .barna á íslandi. Nýjum barnaspítala verður vænt- anlega fundinn staður á milli kvenna- deildar Landspítalans og gamla kennaraskólans. Verið er að vinna frumdrög að teikningum að spítalan- um. Á þessu og næsta ári er fyrir- hugað að framkvæma fyrir um 250 milljónir í K-byggingu. Þar er aðal- lega um að ræða framkvæmdir við lagnagang og fleira. Hvort erindi heilbrigðisráðherra breytir eitthvað þeim áformum liggur ekki fyrir. í K-byggingu verður til húsa krabba- meinsdeild spítlans, skurðstofur og tæknisetur spítalans. Framkvæmdir við bygginguna hafa staðið í 10 ár og búið er að framkvæma fyrir um þriðjung af heildarkostnaði við bygg- inguna. ? ? ? Eldhúsdags- umræðum frestað ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta eldhúsdagsumræðum, sem fram áttu að fara á Alþingi næstkom- andi mánudagskvöld. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur 1. varaforseta þingsins, var ákveðið að fresta umræðunum meðal annars vegna þess að ólokið væri umræðu um sjávarútvegsfrumvarpið. „Það er meira eftir en maður hefði gjarnan viljað," sagði hún. Þá sagði hún óljóst hvort tækist að ljúka þingingu um aðra helgi eins og stefnt hefði verið að. Líkur á því færu minnkandi. Fimm lyfsalar fluttir til ÁSTA Júlía Kristjánsdóttir lyfsali tók við rekstri Apóteks Siglufjarðar 1. apríl síðastliðinn en henni var nýlega veitt lyfsöluleyfi, að sögn Guðmundar Reykjalín framkvæmdastjóra Apótekarafélags íslands. Forsaga málsins er sú að Matthí- as Ingibergsson lyfsali lét af rekstri Kópavogs apóteks fyrir aldurs sakir á síðasta ári og tók Jón Björnsson lyfsali í Akraness apóteki við rekstri Kópavogs apóteks frá og með 1. janúar. Þá tók Gylfi Garðarsson, sem áður var lyfsali í Rangár apó- teki á Hellu, við rekstri Akraness apóteks 1. janúar. Rak hann jafn- framt Rangár apótek til 1. mars, eða þar til Sigurður Gestsson fyrr- verandi lyfsali á Siglufírði tók við rekstri þess. Sigurður sá jafnframt um rekstur Apóteks Siglufjarðar til 1. apríl þegar Ásta Júlía Kristjáns- dóttir lyfsali tók til starfa en hún hefur ekki rekið apótek áður. AIG AiG AEGAHMl^ AIS m < XEG < s.ii < AEG kostar minna en þú heldur. Mjög hagstæb verb á eldavélum, ofnum, helluborbum og viftum. ¦ m m < Uí AI:© ííEG AK? Í.Í3M5 fl.m n Á nálæqt 20.000 íslenskum heimilum -eruAEG elcbvélar. Engin eldavébtegund er á fleiri heimilum. Kaupendatryggo vi5 AEG er (82.5%).* Hvoo segir pétta þér um gæoi AEG ? * Samkvaemt Morko&skönnun Hogvangs í des. 1993. i i.3 * Eldavél Competence 5000 F-w: 60 cm -Undir- og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. Vero kr. 62.900,-. . Eldavél Competence 5250 F-w.: 60 cm meS útdraganlegum ofni - Undir- og yfirhiti, klukka, blástursofn, blástursgrill, grill og geymsluskúffa. Verð kr. 73.663,- W i iiiiii < < A WSMhelluborb Competence 3100 M-w.: Tvær hraðsuouhellur 18 cm og tvær hraosuouhellur 14.5 cm. Önnur þeirra er sjólfvirk . Verokr. 17.790,- IfilÉÍIÍJ a helluborb Competence 110 K: -stól eSa hvítt meo rofvrn - Tvær 18 cm hraSsuouhellur, önnur sjólfvirk.Tvær 14.5 cm hraSsuSuhellur. Verb kr. 26.950,- k keramik -helluborb - Competence 6110 M-wn: Ein stækkanleg hella 12/21 cm, ein 18 cm og tvær 14.5 cm. Vero kr. 43.377,-. i rofaborb -Competence 3300 5- vw: Gerir allar hellur sjólfvirkar. Barnaöryggi. Vero kr. 24.920,- o keramik-helluborb meb rofum - Competence 6210 K-wn: Ein 18cm hraSsuSuhella.Ein stækkanleg 12/21 cm og tvær 14.5 cm. Vero kr. 56.200,- < E4i££} Undirborbsofn - Competence 5000 £ - w,: Undir- og yfirhiti, blástursofn, blóstursgrill og grill. Vero kr. 57.852,- Sami ofn í stáli /s/'ó myndj, vero kr. 68.628,- eba 65.196,- staðgreitt. Vifta wsm> teg. 105 O-vk: 60 cm - Fjórar hraSastillingar. BæSi fyrir filter og útblóstur. Vero kr.9.950,- B R Æ O : N I R RlflCKMSSCNHF ^^^ Lógmúla 8, Sími 38820 ** AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG^I ? veggofn - Competence 5200 B-stál.: Undir- og yfirhiti, blástursofn, blóstursgriil, grill og klukka. Vero kr. 62.936,- Hvítur ofn kostar Vero kr.57.450,- eoa 54.577,- staogreitt. Umboösmcnii Roykjavik og nágrennl: BYKO Reykjavlk, Hafnartirfti og Kópavogi. Byggt & Búið Reykjavik, Brúnás innréttingar, Reykjavfk. Fit, Hafnarfiröi. Þorsteinn Bergmann, Reykjavík. H.G. Guöjónsson, Reykjavik. Rafbú&in, Kópavogi. < O ðtt < o m < 0 m < m < tð m < O m Vesturland: Málningarpjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Rafverk, Bolungarvlk. Blómsfurvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundaríiröi. Asubú&.Búoardai Vestfiröfr: Rafbúo Jónasar Þór.Patreksfiröi. Edinborg, Blldudal. Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri.Rafverk, Bolungarvlk Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímstjaröar.Hólmavlk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagtiröinga'búö, Sau&árkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Ðalvik. Bókabú&, Rannveigar, Laugum. Sel, Mývatnssveit. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Ur&, Raularhöfn. Austurland: Sveinn Gu&mundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfir&inga, Vopnafiröt. Stál, Sey&isfirði. Verslunin Vlk, Neskaupssta&. Hjalti Sigurfisson, Eskifir&i. Rafnet, Rey&arfirði Kf. Fáskrú&sfir&inga, FáskrúösfirOi. KASK, Hðfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.