Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 21 ' Nauthólsvík 0 500 m Fossvogur Göngustígur fyrir blinda í Öskjuhlíð SAMÞYKKT hefur verið í skipulagsnefnd Reylgavíkurborgar að leggja sérstakan göngustíg fyrir blinda í Oskjuhlíð. Stígurinn verður malbikað- ur og meðfram honum kahtsteinn, sem nýtist til leiðsagnar fyrir þá sem nota hvíta stafinn. Jafnframt verður komið fyrir hljóðmerkjum við göngustíginn til að auka á fjölbreytileika þess sem skynjað er á leið um stiginn. Tilgangurinn er að auðvelda blindu fólki að njóta þeirrar útivistar- paradísar sem Oskjuhlíðin er. Miðað er við tvær aðkomur að stígnum, annars vegar að Vesturhlíð og hins vegar við Perluna. Á báðum stöðum verða upphleypt kort og skýringar á blindraletri, sem gefur til kynna hvað stígurinn hefur upp á að bjóða. Stígurinn verður um 1,5 km langur og að hluta til verður notast við stíg sem búið er að leggja. Mögu- leiki er á að tengja þennan stíg að Blindrafélaginu Hamrahlíð 17, sem er viðbótarhringur upp á 1,6 km. Áætlaður kostnaður við lagn- ingu göngustígs í Öskjuhlíð er tæpar 6,7 milljónir króna. Á myndinni eru frá vinstri: Páll Sigurjónsson frá ístaki hf., Magnús Þór Torfason, Bergþór Björgvinsson, Alfreð Hauksson, Sveinbjörn Pétur Guðmundsson og Ágúst Valfells frá Steypustöðinni. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna NÝLEGA lauk síðari hluta stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Fyrri hluti keppninnar fór fram i október og tóku þá liðlega 400 nemendur þátt en um 30 nemendur fóru í lokakeppnina. Sigurvegari var Alfreð Hauksson, Menntaskólanum í Reykjavík. í öðru sæti var Sveinbjörn Pétur Guð- mundsson, Menntaskólanum á Akur- Tryggingagjald Hugbúnað- ariðnaður í í flokk lægr) MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis leggur til að tryggingagjald, sem fyrirtæki í hugbúnaðariðnaði greiða í ríkis- sjóð, lækki. Jafnframt hækki gjaldið almennt hjá fyrirtækjum um 0,05%. Tryggingagjald er í tveimur flokk- um. Fyrirtæki í hærri gjaldflokki greiða 6,35% en fyrirtæki í lægri gjaldflokki greiða 2,85%. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur undanfarið fjallað um frumvarp fjármálaráð- herra um að fyrirtæki í veitinga- rekstri og bílaleigur færist í lægri gjaldflokk en jafhframt hækki al- menna hlutfallið í lægri flokknum í 2,95%. Meirihluti nefndarinnar leggur nú til að fyrirtæki í hugbúnað- ariðnaði færist einnig í lægri gjald- flokkinn, en almenna hlutfallið hækki í 3% til að ríkissjóður verði ekki af tekjum. eyri, og í 3.-4. sæti Magnús Þór Torfason, Menntaskólanum í Reykja- vík og Bergþór Björgvinsson, Menntaskólanum að Laugarvatni. Efstu keppendum var boðið að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði sem fer fram skriflega en niðurstöður hafa ekki borist enn. íslendingar áttu Norðurlandameist- ara á síðasta ári, Bjarna V. Halldórs- son, en hann er nú útskrifaður úr framhaldsskóla og tekur því ekki þátt í keppninni. Öll vinna við land- skeppnina og Norðurlandakeppnina er unnin í sjálfboðavinnu af félögum íslenska stærðfræðifélagsins og Fé- lags raungreinakennara í framhalds- skólum, en Steypustöðin og ístak eru styrktaraðilar keppninnar, kosta verðlaun og önnur útgjöld. með frönskum og sósu fingBaaaaBHUBBBaasBBUBunHBBBHBRiBfiai&s TAKIÐMED TAKIÐMED -tilboð! <-*•-•' -tilboð! larlínn Saga verslunar og kaupmennsku í Hafnarfirði Bjarni riddari í öndvegi ÚT er komið ritið Höfuðstaður verslunar. Saga verslunar og kaupmennsku í Hafnarfirði i sex hundruð ár eftir Lúðvík Geirsson blaðamahn. Ritið er gefið út í tilefni þeirra tiamóta að þann 24. apríl eru liðin 200 ár frá því að Bjarni riddari Sívertsen tók yfir rekstur gömlu konungsverslunarinnar i Akurgerði við Hafnarfjörð. Bjarni hóf fyrstur íslendinga sjálfstæða verslun í Hafnar- firði, en þar var einn helsti verslunarstaður landsins um aldaraðir. Bjarni riddari sem hefur verið kallaður „faðir Hafnarfjarðar" er í öndvegi í ritinu. Um hann og fríverslunina er langur kafli, enda er mikil áhersla lögð á sögu frí- verslunar að sögn höfundarins, Lúðvíks Geirssonar. Ýmislegt kemur í ljós við upprifjun ferils Bjarna. Lúðvík Geirsson sagði á blaða- mannfundi í tilefni útgáfunnar að ritið væri „heildarsaga verslunar og mannlífs í Hafnarfirði í 600 ár" og ítarlegasta ritið um efnið. Margar hinna fjölmörgu mynda hafa ekki birst áður og að auki eru teikningar og skýringarmynd- ir. Lúðvík sagði að ritið flokkaðist ekki undir „vísindalega sagn- Höfuðstaður verslunar RITNEFND bókarinnar og forystumenn Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar: Jón Egilsson, Adolf Örn Kristjáusson, Unnur Helgadóttir, Gunnbjörn Svanbergsson, Sólveig Haraldsdóttir og höfundurinn, Lúðvík Geirsson. Morgunblaðið/Emilía fræði" heldur væri það meira „f blaðamennskustíl". Dagskrá og sýning I dag klukkan 14 verður sér- stök dagskrá fyrir framan Síverts- enshúsið í Hafnarfirði þar sem torginu verður gefið nafn og fyrstu eintök ritsins afhent. Opn- uð verður sýning á mörgum hlut- um sem voru í eigu Bjarna og Rannveigar Filippusdóttur konu hans. í ritnefnd áttu sæti auk höfund- ar Gunnbjörn Svanbergsson, Jón Egilsson og Unnur Helgadóttir. Útgefandi ritsins sem er 375 blað- síður er Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar. Prentun og prent- vinnsla var unnin í Prisma hf. í Hafnarfirði. Útsöluverð bókarinn- ar er 5.900 krónur. 'amm \mmmmmmmwm. KLASSAPL0TUR m PIM f LOVD jpáimu muMARiu Loksins er nýja breioskífa dúettsins ROXETTE komin í verslanir. Crashl Boom! Bang! er samfelld tónlistarveisla og sannkallaour klassagripur. Tryggou þér eintak í einum rænum! iÉ I nsku unkarnir gera enn altt vitíaust. Nú síoast klifra þeir Siægf en gSega upp i ustann. i venjulejg . lata - sem allir veroa a@ er engin tilviliun „ nýia PinkFloyd-platan for beint á toppinn í Bretiandi og Bandaríkjunum. Fróbær RlOta hvernig sem ó Jma er litio! S-K-l-F Kringlunni Sími: 600930 - St6t mmmwm m Laugovegi 26 Sími: 600926 Li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.