Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Baidvin um flokksþing Alþýðuflokks Ekki á döfinni að taka afstöðu til aðildar að ESB JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segist ekki hafa neina trú á að ágreiningur verði um afstöðuna til Evrópusambandsins á flokksþinginu eftir viku en í Morgunblaðinu i gær sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir að ótímabært væri að óska eftir að flokksþingið taki afstöðu til ESB og að málið væri ekki á dagskrá. Jón Baldvin sagði ummæli Jó- hönnu endurspegla misskilning á eðli málsins. „í þeim málefnahópi sem unnið hefur að undirbúningnum hefur það ekki hvarflað að neinum manni að leggja fyrir flokksþing ályktun til ákvörðunar um að ísland eigi að sækja um aðild. Þaðan af síður að taka afstöðu til aðildar. Það gera menn ekki fyrr en fyrir lægju niðurstöður samninga,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að á flokksþinginu yrði Evrópustefnan tekin til ræki- legrar skoðunar og alþýðuflokks- menn myndu m.a. veita fyrir sér hvort ísland geti þegar til lengri tíma er litið staðið eitt Evrópuríkja utan slíkra samtaka eða hvort annarra kosta væri völ. „Eftir að fullljóst væri að öll Norð- urlöndin hefðu staðfest inngöngu sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá telj- um við að því verði ekki lengur frest- að að við gerum upp hug okkar. Þar með væri verið að ýta af stað ferli sem tekur í fljótu bragði séð eitt og hálft til tvö ár,“ sagði hann. Enginn ágreiningur „Það er mikill misskilningur að halda, að hægt sé í formannsfram- boði allt í einu að grípa þetta mál og reyna að skapa um það ágrein- ing. Eg held að ágreiningurinn sé enginn um málið og þar að auki er það ekki þannig vaxið að það verði tekin ákvörðun á þessu flokksþingi um svo viðamikið mál. Það er ekki tímabært, því er í ég sammála, en ég er gersamlega ósammála því að málið sé ekki á dagskrá. Það er á dagskrá og er mál málanna í þjóðfé- lagsumræðunni á komandi mánuð- um og misserum," sagði Jón Baldvin. Morgunblaðið/Arnór Valt út fyrir veg FLUTNINGABÍLL með tengivagn valt út af veginum í Hvalfirði skömmu fyrir hádegi í gær. Okumaður bílsins var fluttur á sjúkra- hús á Akranesi. Bíllinn skemmdist mikið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi er ekki Ijóst hvað olli óhappinu. Morgunblaðið/Kristinn BORGARFULLTRÚARNIR Sveinn Andri Sveinsson, Katrín Fjeldsted, Anna K. Jónsdóttir, Júlíus Hafstein, Páll Gíslason, Magnús L. Sveinsson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Sigurjón Péturs- son, eru meðal þeirra borgarfulltrúa sem eru að hætta. Tíu borgar- fulltrúar kveðja TÍU AF fimmtán núverandi borg- arfulltrúum munu ekki sitja í borgarstjórn á kjörtímabilinu sem er að hefjast. Árni Sigfússon borgarstjóri þakkaði þeim störf í þágu borgarbúa í lok borgar- sljórnarfundar í gær um leið og hann kvaddi borgarstjórn sem borgarstjóri. Þá tóku einnigtil máls borgarfulltrúarnir Siguijón Pétursson, Páll Gíslason, Kristín Á. Ólafsdóttir og Magnús L. Sveinsson og þökkuðu gott sam- starf á liðnum árum. Þeir borgarfulltrúar sem láta af störfum nú eru Magnús L. Sveinsson, sem setið hefur í borg- arstjórn frá 1974, þar af sem for- seti borgarstjórnar frá 1985. Dav- íð Oddsson, sem varð borgarfull- trúi árið 1974 og borgarstjóri frá 1982 til 1991. Páll Gíslason, sem varð borgarfulltrúi árið 1974 og forseti borgarstjórnar fyrri hluta árs 1985. Katrín Fjeldsted varð borgarfulltrúi 1982, Kristín Á. Ólafsdóttir og Júlíus Hafstein, árið 1986. Sveinn Andri Svejns- son, Anna K. Jónsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúar frá árinu 1990, og Siguijón Pét- ursson. Siguijón kveður borgarstjóm og borgarráð.eftir 24 ár, þar af 21 sem aðalfulltrúi í borgarráði og forseti borgarstjórnar árin Magnús L. Sveinsson. 1978 til 1982. „Þetta verður mikil breyting," sagði hann. „Þetta hef- ur verið mitt aðalstarf í þennan tíma. Starf borgarfulltrúa er lif- andi. Mikil samskipti við fólk og náið samneyti við borgarana. Eg kveð með söknuði en einnig með ákveðnum Iétti.“ Sigurjón sagði að minnisstæð- ast væri þegar minnihlutinn vann kosningasigur árið 1978 og allt það mikla starf sem þá fylgdi á eftir. „Það gerðist með svo óvænt- um hætti að undirbúningur var enginn," sagði hann. „Ég var for- seti borgarstjómar það kjörtíma- bil og pólitískur Ieiðtogi meiri- hlutans. Þar sem við höfðum emb- ættislegan borgarstjóra þá gegndi ég mörgum þeim störfum sem borgarstjóri gegnir. Ég verð að segja það að mér finnst við- skilnaður minn góður.“ Fangélsi fyrir að tál- draga pilt HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 63 ára gamlan mann í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa með fégjöf tælt 15 ára pilt til kynferðismaka og fyrir að hafa brotið gegn áfengislögum með því að veita piltinum áfengi á heimili mannsins, þar sem at- vikið átti sér stað í október sl. Maðurinn var fyrst dæmdur í Héraðsdómi og þann dóm og refsiákvörðun um átta mánaða fangelsi staðfesti Hæstiréttur í gær með þeim orðum að fylli- lega sé sannað að maðurinn hafi með fégjöf tælt piltinn til að þola þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Kennarar vilja sam- ræmd próf FÉLAGAR í Kennarafélagi Reykjavíkur (KFR) eru al- mennt fylgjandi samræmdum prófum, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar sem gerð var í febrúar og voru niðurstöð- ur birtar í Kennarablaðinu. Félagar KFR eru almennt fylgjandi samræmdum prófum. 46,2% eru fylgjandi því að hafa samræmd próf eftir 4. bekk. 69,2% eru fýlgjándi prófum eft- ir 7. bekk og 86,9% telja þörf á samræmdum prófum í 10. bekk. Allir fá tómat í Hagkaup STARFSFÓLK allra Hag- kaupsverslana gefur viðskipta- vinum tómata í dag. Að sögn Viktors Kiernan innkaupa- manns grænmetis og ávaxta er tilgangurinn að vekja at- hygli á gæðum og hollustu ís- lensks grænmetis. 25 þúsund íslenskir tómatar voru keyptir í þessu skyni. Bengts Lindquist, fv. félagsmálaráðherra Svía og talsmaður SÞ, er gestur ráðstefnunnar Eitt samfélag fyrir alla NORÐURLÖNDIN hafa staðið framarlega og haft frumkvæðið í málefnum fatlaðra til langs tíma. Þau eru hins vegar að missa frumkvæðið í þeim málaflokki, sem fatlaðir leggja sífellt þyngri áherslu á. Það er sú krafa fatlaðra að fá að lifa í því samfélagi, sem meirihluti fólks býr í. Þetta er mat Bengts Lindquists, þingmanns í Svíþjóð, fyrr- verandi félagsmálaráðherra þar í landi og sérstaks talsmanns Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra. Hann er blindur og er fyrstur til að gegna þessu nýja embætti á vegum SÞ, sem mun hafa mótandi áhrif á málefni fatlaðra í heiminum á næstu árum. Bengt Lindquist er staddur hér á landi á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni fatlaðra, Eitt samfélag fyrir alla, og flutti þar erindi um nýlega samþykkt SÞ um málefni fatl- aðra. Morgunblaðið hitti hann að máli og spurði fyrst hver væri aðdragandinn að þess- ari nýju samþykkt SÞ. Mikið skrifað en lítið gert „Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér ýmsar skýrslur, áætlanir, viðmiðanir og yfir- lýsingar á sviði fötlunar," sagði Bengt. „Allt þetta hefur breytt hugsunarhætti fólks mik- ið og vandamál vegna fötlunar hafa verið rædd á nýjan hátt. Ár fatlaðra árið 1981 hafði sérstaklega mikil áhrif og í framhaldi af því voru væntingar miklar. Loksins næðist árangur, sem hægt væri að festa hönd á. Eftir þetta ár gerðist hins vegar of lítið. Til urðu góðar áætlanir, sem aldrei voru framkvæmdar af stjórnvöldum upp að því marki, sem vonir stóðu til. Árangurinn, sem Norðurlöndin eru að tapa frumkvæði í málum fatlaðra náðst hafði við lok níunda ára- tugarins, olli því miklum vonbr- iðgum í heiminum, einkum hjá þeim, sem þessi mál varða. Upp frá því urðu þessar nýju reglur SÞ til. Það þarf að fylgjast með því að þessum reglum verði fram- fylgt og aðildarríki SÞ verði að- stoðuð við að framfylgja þeim. Það verður hlutverk mitt, sem sérstaks talsmanns SÞ, og hóps sérfræðinga, sem vinnur með mér.“ Bengt sagði að SÞ hefðu ver- ið mjög duglegar við að sam- þykkja reglur, markmið og áætl- anir en að sama skapi ekki verið mjög dugleg við að veita fjár- muni til þessara verkefna. Hann ekki kenna Sameinuðu þjóðunum Bengt Lindquist vildi þó sjálfum um. „Ég er miklu frekar gagn- rýninn á aðildarríkin og þeirra framkomu í þessum mála- flokki,“ sagði Bengt, „og þegar ég gagnrýni aðildarríkin þá er ég líka að gagnrýna, Svíþjóð, Noreg, Danmörku og Island.“ Norðurlöndin enn leiðandi Bengt Lindquist hefur viðam- ikla þekkingu á stöðu fatlaðra á Norðurlöndunum sem bæði þingmaður og fyrrverandi ráð- herra í Svíþjóð. Hversu langt telur hann Norðurlöndin hafa náð í málefnum fatlaðra? „Við höfum náð langt og verið leið- andi hvað varðar hugsunarhátt, aðgerðir og áætlanir til að bæta stöðu fatlaðra. Núna þegar við færumst nær meiri áherslu á markaðshagkerfi og fækkun reglugerða þá eru gömlu leiðimar ennþá til staðar en við verðum að bæta við og fara nýjar leiðir. Hvað varðar þetta hafa önnur ríki tekið forystuna. Bandarísku lögin um fötlun eru til dæmis mjög góð og veita fötluð- um einstaklingum mikinn rétt. Á hinn bóg- inn hafa Bandaríkin ekki sömu áætlanir fyr- ir fatlaða, sem skipta kannski meira máli. Fatlaðir samþykkja ekki að þeim sé hald- ið frá skólum, vinnu, frístundaiðkun eða list- um. Þeim finnst þeir hafa sama rétt og aðr- ir til að nota góðu hlutina í samfélaginu. Það er stóra málið, sem er að koma til Norð- urlandanna líka. Við stöndum vel en höfum ekki náð neinu ákveðnu marki,“ sagði Bengt. Hindranir þarf að fjarlægja „Hvaða gagn er manni að því,“ bætti Bengt við, „að stjórna hjólastól fullkomlega ef umhverfið veitir manni ekki tækifæri til að fara þangað, sem maður vill? Hvaða gagn er að því að læra að lesa blindraletur ef ekki er til neitt efni eða mjög lítið efni á því formi, sem maður hefur áhuga á að lesa? Við, sem erum blind í Svíþjóð, spyijum núna: „Hvers vegna ættum við ekki að geta gerst áskrifendur að dagblöðum og fengið blöðin á blindraletri eða á hljóðsnældu sama dag og aðrir?“ Til eru þúsundir slíkra dæma um hindranir í samfélaginu, sem koma í veg fyrir að við lifum fullkomlega eðlilegu lífi- Nýju reglur SÞ takast einmitt á við hvernig við finnum hindranirnar og hvernig við fjar- lægjum þær,“ sagði Bengt Lindquist að lok- um. I: >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.