Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 8

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söguleg úrslit í borgarstiómarkosningunum í Reykjavik 1994: Sjálfstæðisflokkur missti meirihlutann Nú skalt þú bara leika þér með hinum fuglunum á tjörninni Árni minn . . . Góður námsárangur rússneskrar stúlku í Hagaskóla Með níur og tíur og hlaðin verðlaunum RÚSSNESKA stúlkan Evgenía Nikolajevna Ignatí- eva fékk tíu í vetrareinkunn í fjórum fögum á ný- loknum vorprófum í Hagaskóla. Hún fékk tíu í ís- lensku, bókfærslu og stærðfræði og fékk bókaverð- Iaun og tiu í frönsku. Hún fékk niu i ensku, en átta í samræmdu prófi og var herslumun frá að fá níu að sögn skólastjóra. Auk þess fékk hún níu í stærð- fræði á samræmdu prófi og hlaut 9,1 í meðalein- kunn. „Þetta er ótrúlegt afrek hjá þessari einstak- lega vænu stúlku,“ segir Björn Jónsson skólastjóri. Evgenía sem er 16 ára flutti hingað til lands með foreldrum sínum, Nikolaj og Lilju, fyrir þremur árum en áður bjuggu þau í lítilli borg skammt frá Moskvu. Nikolaj faðir hennar vinnur hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum og hóf Evgenía skólagöngu sína í Réttarholtsskóla. „Fyrst fannst mér mjög leiðinlegt, ég var alveg mállaus og krakkarnir töluðu ekkert við mig og fannst ég skrýtin," segir hún. „En ég var með kennara i íslensku sem heitir Hákon sem kenndi mér mjög vel og eftir hálft ár byrjaði ég að geta lært,“ segir Evgenía sem í fyrstu sótti bara tíma í ensku og stærðfræði. Hún segir að skólinn á íslandi sé ekki eins strang- ur og í heimalandinu, hægt sé að velja um fög, stærð- fræðin hér sé mjög létt en kennslan í ensku sé betri. „Það er ekki mikill agi hér en mér finnst það bara betra,“ segir Evgenía. Einnig segir hún að íslenskir Morgunblaðið/Júlíus EVGENÍA Nikolajevna Ignatíeva nemendur séu áhugasamari en þeir rússnesku en þessa stundina er hún að búa sig undir sumarleyfi í Rússlandi með foreldrum sínum. „Síðan fer ég annaðhvort í Versló eða í framhaldsnám í Rúss- landi, ég ætla að sjá til,“ segir Evgenía loks. VSÍ mótmælir styrkjum til fyrirtækja úr Atvinnuleysistryggingasióði Draga ber úr álögnin Vinnuveitendasamband íslands telur að úthlutanir úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði til að bæta atvinnu- ástand í sveitarfélögum byggist á grundvallarmisskilningi og telur heilbrigðara að sveitarstjómir hlúi að fyrirtækjum með því að draga úr álögum á þau. í ályktun sem framkvæmdastjórn VSÍ samþykkti í vikunni kemur fram að Atvinnuleysistrygginga- sjóður hafí á þessu ári yfír að ráða 600 milljónum króna sem sveitarfé- lög hafí lagt til samkvæmt sam- komulagi við ríkið til að greiða fyr- ir atvinnusköpun og átaksverkefn- um. Miðað er við að fyrirtæki ráði starfsmenn af atvinnuleysisskrá og fái greiddar þær bætur sem viðkom- andi starfsmaður hefði annars not- ið. Óheilbrigð sjónarmið Framkvæmdastjórnin telur út- hlutanir af þessu tagi ala á óheil- brigðum sjónarmiðum í atvinnu- rekstri, trufla samkeppni fyrirtækja og rífa niður viðmið fyrir því hvað sé hagkvæmt og lífvænlegt. Niður- greiðslur á vinnuafli eins fyrirtækis geti komið öðru fyrirtæki í þrot. Því telur VSÍ að stöðva beri þessa starfsemi og endurgreiða sveitarfé- lögum fjárframlög sín til þessa verkefnis í trausti þess að þau nýti fjárhagslegt svigrúm til að bæta rekstrarstöðu fyrirtækjanna með almennum aðgerðum eða til eigin framkvæmda. VSÍ varar hins vegar við vaxandi tilburðum til opinbers rekstrar í krafti margháttaðra nið- urgreiðslna af skattfé borgaranna. Slær í gegn í 1. deild í knattspyrnu Var ekki píndur til að leika mér með bolta Islandsmótið í knatt- spymu hófst í síðasta mánuði og að öðrum ólöstuðum hefur fimmtán ára leikmaður með 1. deilar liði Vals vakið mesta at- hygli. Eiður Smári Guðjo- hnsen lék sinn fyrsta leik í 1. deildinni 23. maí sl. og varð þar með yngsti leikmað- urinn sem leikið hefur í 1. deilarkeppninni í knatt- spymu; fímmtán ára og 250 daga gamall. Frammistaða hans í þeim þremur leikjum sem búnir eru af íslandsmót- inu þykir glæsileg. Hann lagði upp jöfnunarmark Vals í fyrsta leiknum og skoraði fyrsta^ mark sitt í deildinni á móti ÍBV í annarri umferð. Þar með fetaði hann í fótspor föður síns sem einnig opnaði markareikninginn í 1. deild í Vestmannaeyjum. Hann kórónaði síðan frábæra frammistöðu sína í þremur fyrstu leikjunum með því að skora sigur- mark Vals gegn FH á þriðjudags- kvöldið. Það má segja að knatt- spyman sé Eiði í blóð borin en hann segir þó að boltanum hafi ekkiverið haldið að sér sérstaklega. „Ég var ekki píndur til að leika mér með boltann og það var enginn sem ákvað að ég yrði knattspymu- maður. Ég byrjaði á þessu sjálfur," sagði Eiður í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þú hefur væntanlega fengið ein- hverjar ráðleggingar frá „gamla manninum"? „Hann hefur nú ekkert ráðlagt mér sérstaklega í sambandi við knattspymuna, hefur aðallegá sagt mér að halda mér rólegum og niðri á jörðinni. Hann hefur ekkert viljað hafa puttana í því hvað ég vil gera, en hefur þó sagt mér frá þeim erfið- leikum sem atvinnumennsku fylgja.“ I gegnum feril þinn hefurðu yfir- leitt spilað með þér mun eldri mönnum, hvernig er það og hvern- ig taka þeir eldri á móti þér? „Það hefur reynst mér vel, en það er mun erfiðara að spila í meistaraflokki en til dæmis í öðrum flokki. í meistaraflokknum er mun meiri harka og hraði. Mér er vel tekið hjá Val og engin vandamál hafa komið upp.“ Eru leikmenn á þínum aldri hetri eða öðruvísi en þeir leikmenn sem nú eru á toppnum voru á sínum tíma? „Það er erfitt að dæma um það, en það eru margir strák- ar á mínum aldri mjög góðir. Það skiptir líka máli að margir af þess- um strákum hafa ein- beitt sér að knattspyrnu og ekki eytt miklum tíma í aðrar greinar. Menn verða að velja á milli greina snemma ef menn ætla að ná árangri." Hvernig gengur að samræma knattspymuna skólanum og tóm- stundunum? „Það hefur gengið ágætlega, en þó hefur þetta komið eitthvað niður á skólanum. Ég hef misst mikið úr, ég held ég hafi verið með yfír 160 stundir í fjarvistir yfir allt árið. En einkunnimar eru þó alveg sæmilega góðar miðað við það.“ Frami þinn hefur verið skjótur að undanförnu. Hvernig er að vera skyndilega í sviðsljósinu oghvernig hefur fólk tekið því? „Menn hafa tekið þessu misjafn- lega. Sumir segja mig montinn en þeir sem þekkja mig betur halda ► Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður í Val, hefur vakið mikla athygli á íslands- mótinu í knattspyrnu sem hófst fyrir nokkru. Eiður er fimmtán ára gamall, fæddur 15. septem- ber 1978, og lauk grunnskóla- prófi í vor. Foreldrar hans eru Ólöf Einarsdóttir og Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með sænska úrvalsdeildarliðinu Orebro. Eiður hóf að leika knattspyrnu í Belgíu þar sem faðir hans var atvinnumaður, en var i knattspyrnuskóla Fram sumarið sem hann var fimm ára. Sex ára gamall fór hann að leika með IR, en gekk til liðs við Val sl. sumar. Hann hefur leikið 27 leiki með landsl- iði íslands 16 ára og yngri og tvo með liði 18 ára og yngri. tryggð við mig. Það er ennþá hægt að eignast góða vini í þessum bransa, en í meistaraflokknum er mikil barátta um sæti í liðinu og það getur komið niður á vinátt- unni.“ Hvað ertu að gera í sumar fyrir utan að leika knattspyrnu? „Ég er nýbyijaður að vinna á leikskóla í Kópavogi og líkar það ágætlega. Það er þægileg vinna og ágæt tilbreyting frá knattspyrn- unni.“ Þú hefur verið í æfmgabúðum hjá nokkrum stórliðum í Evrópu, er stefnan sett á atvinnumennsku strax í haust? „Ég fór til Ekeren í Belgíu síð- astliðið haust, Feyeno- ord í Hollandi og Barcel- ona á Spáni og var í æfingabúðum hjá þess- um liðum. Ég er alveg rólegur yfír mögulegri atvinnumennsku og hef sett stefn- una á skóla í haust. Núna sit ég einmitt með umsóknarblaðið um framhaldsskóla fyrir framan mig og er ekki enn búinn að gera það upp við mig hvort ég fari í Mennta- skólann við Sund eða Fjölbrauta- skólann í Breiðholti." Pabbi þinn sagði í viðtali fyrir stuttu í Morgunblaðinu að draum- urinn væri að leika við hliðina á þér í landsliðinu. Þú ert væntanlega til i það? „Já, auðvitað. Ég held að við gætum náð vel saman inni í vellin- um. Hann getur líka kennt mér svo margt og mun gera það í framtíð- inni. Ef það heldur áfram að ganga svona vel hjá mér og hann heldur sér í formi, gamli maðurinn, þá gæti þessi draumur ræst.“ Draumur pabbans gæti ræst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.