Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 31

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 31 MINNINGAR ar, sem féll frá langt um aldur fram hinn 26. maí sl. Upp úr 1970 fór ég að æfa knattspyrnu með Ár- menningum, mér til skemmtunar og heilsubótar. Er skemmst frá því að segja að ég varð svo heppinn að kynnast þar hópi manna sem reyndust vinir og félagar langt út fyrir þetta sameiginlega áhugamál okkar. í þessum hópi urðu til sterk vináttubönd ólíkra manna sem hald- ist hafa síðan. Addó var gjarnan fremstur í flokki okkar í að stuðla að vexti og samheldni knattspymudeildar- innar. Hann starfaði lengi í stjórn deildarinnar, og var hann ætíð reiðubúinn að gefa sér tíma og vinna í þágu félagsins. Addó starf- rækti á þessum árum skriftvéla- verkstæði, þar sem hann yfirfór og gerði við ritvélar og saumavélar. Verkstæðið hans Addós var oft eins og félagsmiðstöð okkar. Allir áttu erindi á verkstæðið og þar voru málin brotin til mergjar, og næsta áhlaup á fyrstu deildina skipulagt. Segja má að allar meiriháttar ákvarðanir knattspyrnudeildarinn- ar hafi verið teknar yfir kaffibollum á verkstæðinu hjá Áddó. Brátt færðust árin yfír okkur alla, og menn hættu að stunda knatt- spyrnu af alvöru. Sjálfur fluttist ég af landi brott í nokkur ár, og rökn- uðu tengslin nokkuð við það. Þegar ég kom heim aftur frétti ég að Addó væri alvarlega sjúkur. Eg vissi einn- ig að hann hafði þjáðst mikið, en þegar við hittumst var eins og ekk- ert hefði gerst, góða skapið, bjart- sýnin, og hans ágæta upplag, allt var þetta til staðar sem fyrr. Það er erfítt að sjá á eftir góðum og traustum félaga, en enginn get- ur sett sig í spor eiginkonu og barna á slíkum sorgarstundum. Ég vona að guð styrki Hrönn, börnin og aðra aðstandendur Addós. Góður drengur er fallinn í valinn. Lúðvík Vilhjálmsson. Ég vil með fáeinum c tðum minn- ast æskufélaga míns úr Blesugróf- inni, hans Addó eins og við vinirnir kölluðum hann. Addó var prúður og góður dreng- ur og brölluðum við margt saman, enda stutt á milli heimkynna okk- ar. Við lékum fótbolta saman ásamt vinum okkar. Alltaf fékk ég að vera með þótt ég væri aðeins yngri, hann Addó sá til þess. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og fórum við stundum saman á völlinn þegar við vorum litlir drengir. Einnig minnist ég skemmtilegs veiðitúrs sem við fórum saman í ásamt föður hans. Addó lést fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Ég vil votta eigin- konu, börnum, foreldrum, systkin- um svo og ættingjum samúð mína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Magnús Þorgeirsson. GUÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR + Guðbjörg Óskarsdóttir fæddist 29. maí 1930. Hún lést 17. maí 1994. Útför henn- ar fór fram frá Fríkirkjunni 27. maí. MIG langar að kveðja æskuvin- konu mína með nokkrum orðum. Það eru um 60 ár frá því að við hittumst fyrst, þegar við fluttum á Ásvaliagötuna, Bagga á 55 en ég á 53. Síðan höfum við verið góðar vinkonur, þó bilið hafi lengst á milli okkar höfum við alltaf haft samband. Bagga var mjög sterk í sínum veikindum, sem búin eru að standa yfir í mörg ár. Hún var mikið fyr- ir fjölskyldu sína og alltaf tilbúin að hjálpa. Með henni er horfín góð kona. Bestu þakkir fyrir vináttu og tryggð. Blessuð sé minning henn- ar. Innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns, barna, tengdabarna, barnabarna, aldraðs föður og systkina. Sigríður (Sidí). SÆ UNN SIGRIÐ UR GUÐJÓNSDÓTTIR + Sæunn Sigríður Guðjónsdóttir var fædd í Sand- dalstungu í Borgar- firði 22. júní 1903. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 27. maí síðastliðinn. Foreldrar Sæunnar Sigríðar voru Guð- jón Jónsson og Guð- björg Jónsdóttir, gift 1890. Þau bjuggu á Álftavatni og í Sanddalstungu. Sæunn Sigríður ____ giftist Bjartmari Pálmarssyni, f. 3. desember 1901, d. 4. janúar 1983, skip- stjóra frá Norðfirði, 28. sept- ember 1927. Þau eignuðust fimm börn: Ólöfu, Jónu, Esther, Bolla og Baldur. Niðjar þeirra eru orðnir 34. Útför Sæunnar Sigríðar fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag. HÚN Sigríður tengdamóðir mín er látin. Þar er gengin mæt mann- eskja. Ekki verður neinn héraðs- brestur þótt níræð kona deyi eftir langa vanlieilsu, enda sjálfsagður og góður endir á ver- aldaramstrinu. Eftirlif- endur virðast samt allt- af óviðbúnir ástvina- missa. Það er hluti farinn af manni sjálfum sem kemur aldrei aftur. Minningin ein er eftir, maður hefur færst nær uppruna sínum. Minn- ingin um hana tengda- móður mína er afar hrein og skýr í mínum huga. Vammlausari kona verður vart fund in. Hún var hinn öruggi fasti punktur á heimilinu Hring- braut 56, jafnlynd og dagfarsprúð. Hjálpsemi var henni eðlislæg og var hjálp látin í té átakalaust, eðlilega, án fórnar, án kröfu sér til handa, Trúmennska, vandvirkni og snyrti- mennska einkenndu allar hennar gerðir. Alltaf vakti það sérstaka gleði þegar börn voru nálægt. Ég kveð hana tengdamóður mína með hlýhug og virðingu og þakka fyrir að hafa fengið að vera henni samferða um stund. Ættingjum hennar votta ég samúð. Ólafur Þorsteinsson. KRISTJÁN S VEINBJÖRNSSON + Kristján Svein- björnsson var fæddur í Bolungar- vík 23. september 1918. Hann lést í Landspítalanum 30. maí síðastliðinn. Kristján var þriðji elstur af sextán börnum þeirra hjóna Kristínar Hálfdánar dóttur og Sveinbjörns Rögnvaldssonar frá Uppsölum í Seyðisfirði vestra. Hann kvæntist Guðbjörgu Guðrúnu Jakobs- dóttur, frá Skarði á Snæfjalla- strönd, 15. júní 1943 ogeignuð- ust þau átta börn, en Guðbjörg átti einn son fyrir. Kristján var vélstjóri til sjós á yngri árum. Hann var síðar verkstjóri og seinna vélstjóri í frystihúsi Frosta hf. í Súðavík. Kristján gegndi mörguin trúnaðarstörf- um. Hann sat í hreppsnefnd Súðavíkur til margra ára, í sýslunefnd Norður-Isafjarðar- sýslu, formaður sóknarnefndar Eyrarsóknar og meðhjálpari um áratugaskeið, í sljórn Sparisjóðs Súðavíkur, í stjórn og síðar stjórnarformaður Frosta hf. allt frá stofnun fyrir- tækisins 1956 til 1989 er þau hjónin fluttust til Hafnarfjarð- ar. Útför hans verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag. LÖNGU stríði er lokið. Sífelldir flutningar til og frá spítala. Ótal orrustur, en alltaf staðið upp með sigurbros á vör. Aldrei vonleysi. Oft bitið á jaxlinn og safnað kröft- um. Stundum sótt að úr mörgum áttum. Aldrei uppgjöf eða undan- sláttur. Hetjuvörn til hinstu stund- ar. Ljúfmenni horfíð á braut. Fyrir rúmum tveimur áratugum hittumst við Kristján í fyrsta sinn á heimili okkar Sveinbjargar í Háa- leiti. Tilefnið var að heimasætan Sesselja og sonur hans, Sveinbjörn, voru að byija að draga sig saman. Kannski var heimsókn hans eins konar undirstrikun á því að alvara væri í spilinu. Undir eins eftir stutt kynni fór ekki á milli mála að þar sem Kristján fór var valmenni á ferð. Mér fannst strax að leiðir okkar hefðu legið saman um langan veg. Hann var hýr og viðræðugóð- ur og, að því er mér virtist, óvenju- lega óspilltur og hjartahreinn. Eftir að tengdir tókust heimsótt- um við hjón þau Guðbjörgu og Kristján fyrir vestan. Hús þeirra, Litlibær, stóð utarlega í Súðavík og útsýni þaðan var vítt og sá til Snæfjallastrandar í fjarska. Allt bar vitni myndarskap og snyrti- mennsku úti sem inni. Eftir veislu- máltíð og gott atlæti röltum við Kristján niður að frystihúsinu. Þeg- ar inn í vélasalinn var komið fór ekki á milli mála að Kristján var á heimavelli. Umgengnin við allt maskíneríið á staðnum minnti mig á það þegar kennari kemur inní bekkinn sinn og vantaði ekki annað á en að Kristján ávarpaði vélarnar með nafni. Fyrir mig var þetta með öllu ný lífsreynsla. Þarna sátum við góða stund og Kristján sagði mér af sjónum þegar hann var maskínisti á litlu pungun- um sem gerðir voru út frá Súða- vík. Honum var létt um að segja frá og málið á vörum hans kjarn- yrt og lifandi. Þess má geta að Kristján var meðeigandi í hlutafé- laginu Frosta sem átti frystihúsið. Það var alltaf stöndugt fyrirtæki og því var fleygt fyrir vestan að það þyrfti ekki á neinum lánum að halda, en væru einhveijar fram- kvæmdir á döfinni væru aurarnir sóttir í aðra af tveimur bankabók- um sem jafnan voru til reiðu. Þessi dagur í Súða- vík var ógleymanlegur og við hjónin fórum þaðan betra fólk. Samlyndi þeirra hjóna, Guðbjargar og Kristjáns, var við brugðið og engar ýkjur að þau hafi jafnan fylgst að á lífs- göngunni í gegnum þykkt og þunnt og sjaldan séð hvort af öðru stundinni lengur. Það segir sig sjálft að stundum gaf á bátinn og siglingin gat orðið vönd þegar koma þurfti búi og börnum heilu í höfn. En lendingin tókst. Til vitnis um það eru börnin níu sem þau hjón komu til manns og öll eru mannkostafólk. Því má bæta hér við að ég var dálítið góður með mig þegar ég gat sagt Kristjáni það fyrir skemmstu að við teldum til frænd- semi í fjórða eða fimmta lið og það spillti aldeilis ekki vináttu okkar. Ekki skemmir það heldur að við Kristján áttum sama afmælisdag. Ég sakna góðs vinar um leið og ég þakka einstaklega góð og holl kynni. Við Sveinbjörg sendum Guð- björtu og fjölskyldu hennar einlæg- ar samúðarkveðjur. Björn Bjarman. Við ferðalok Kristjáns Svein- björnssonar langar mig að þakka í nokkrum orðum ánægjuleg og góð samskipti undanfarin ár. Kynni mín af Kristjáni voru ekki löng. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, er þau hjónin, hann og Guðbjörg Jakobsdóttir, fluttust til Hafnarfjarðar frá Súðavík, að kunningsskapur tókst í gegnum tengdaforeldra mína, Bergþór AI- bertsson, sem nú er látinn, og Maríu Jakobsdóttur, systur Guð- bjargar. Þegar þetta var höfðu þau hjón skilað ærnu dagsverki þar vestra og komið stórum barnahópi til manns með miklum sóma. Flutt hingað suður og ætluðu þau hjón að setjast í hægan sess. Ég gat þó ekki betur séð en það gengi lítt eftir, enda þau hjón bæði harðdug- leg að upplagi og ábyggilega margt betur lagið en að sitja auðum hönd- um. Þannig leið ekki langur tími hér syðra áður en Kristján var kominn í vinnu. Þar sem annars staðar sem Kristján kom að verki kom berlega í ljós hver völundur hann var. Segja má að allt sem hann kom nærri hafí leikið í hönd- um hans og þau hafa örugglega verið mörg viðvikin um dagana, sem hann innti af hendi fyrir ætt- ingja og venslafólk án þess að telja það eftir. Einhvern veginn finnst mér sem það hljóti allt að hafa verið merkt því lítillæti og þeirri ljúfmennsku sem einkenndi alla framgöngu Kristjáns þann tíma sem ég hafði af honum að segja. Sagt er að börn greini fljótt hjartalag fólks. Sú kenning er eflaust ekki verri en margar aðrar og víst er að dætur mínar litlar fundu fljótt í þeim Kristjáni og Guðbjörgu þess konar hjartalag sem gerði þær hændar að þeim. Ofá skiptin var farið með ömmu í heimsókn á Arnarhraunið til Guggu og Stjána. Brugðust þá hvorki móttökui né meðlæti; hjónin bæði jafn elskuleg, kleinur í hraukum og flatkökur eins og enginn bakar nema Guðbjörg. Helst að kötturinn Tommi setti upp kryppu eftir því hvernig stóð í bælið hans. Um leið og við Steindóra, Björg, Dröfn og María kveðjum Kristján hinstu kveðju sendum við Guð- björgu, börnum þeirra, barnabörn- um og tengdabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sæmundur Stefánsson. KRIPALUJOGA Verið velkomin á kynningu á kripalujóga laugardaginn 4. júni kl. 13.00. Kynntar verða teygjur, öndunaræfingar og slökun. Byrjendanámeið hefjast 8. og 15. júní. Jógastöðin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, simi 679181 milli kl. 17 og 19. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíla á sýningarsvæðið. MMC lancer GLXi hlaðbakur 4x4 '91, raður, 5 g., ek 690 þ. km., sportfelgur, low profile dekk o.fl. Verð 1.090 þ. Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningarsvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Mazda 323 F 16v Fastback '92, rauður, 5 g., ek. 41 þ. km., rafm. í öllu, hiti i sætum o.fl. V. 1080 þús. Einnig: Mazda 323 GLX Sedan '91, 5 g., ek. 44 þ. km. V. 960 Mercedes Benz 190 E '88, steingrár, sjálfsk., ek. 98 þ. km., sóllúga o.fl. fallegur bíll. Tilboðsverð kr. 1.590 þús. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 7 þ. km. Sem nýr. V. 820 þús. Subaru Legacy station '90, brúnsans, 5 g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1280 þús., sk. á ód. Einnig: Subaru Legacy 2,0 '93, sjálfsk., ek. 14 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, centrallæs. o.fl. V. 2.050 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, steingrár, 5 g., ek. 40 þ. km., vökvast., samlæs., endur- ryðvarinn. V. 850 þ. Einnig: Toyota Co- rolla XL '88, 3 d., 4 g., ek 82 þ. Í:m. Ný- skoöaöur. V. 530 þ. Toyota Coroila XL Sedan ’88, grænn, sjálfsk., ek. 89 þ. km. V. 570 þús. Toyota Camry XLi '88, hvítur, sjálfsk., ek. 81 þ. km. V. 850 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur, bensín, '85, grár, 5 g., ek. 123 þ. km., 31“ dekk. V. 850 þús., sk. á ód. eða fólksbíl slétt. Nissan Sunny SLX Sedan '91, grár, sjálfsk., ek. 42 þ. km. V. 880 þús., sk. á ód. Chevrolet Surburban, bensín '85, sjálfsk., ek. 145 þ. km., 33" dekk, ný sjálfsk. m/overdrive. Tilboðsverð kr. 790 þús. Toyota 4Runner EFi '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ. km., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlutföll, sóllúga o.fl. Gott eintak. Tilboðs- verö: 980 þús. Nissan Vanette diesel ’92, 5 g., ek. 107 þ., 7 manna. V. 1280 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. í rúðum, ólfelgur o.fl. V. 970 þús., sk. á ód. Renault Trafic 4x4 húsbfll '85, rauður, góð innrétting. Gott ástand. V. 700 þús. Toyota Corolla DX ’87, 5 dyra, 4 g., ek. 90 þ. V. 390 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade '90, 3 dyra, 4 g., ek. 60 þ. km. Tilboðsverð kr. 490 þús. 6 cyl., ek. 39 þ. km. Fallegúr bni. Tilboð: verð kr. 1390 þús., sk. ó ód.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.