Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR Guðmundsson við einn af skúlptúrunum á sýningunni.
Einstakur o g
almennur
veruleiki
Þing um
ritverk
Svövu
FELA.G áhugamanna um bókmenntir
heldur þing um ritverk Svövu Jak-
obsdóttur laugardaginn 4. júní nk.
kl. 10 í Borgartúni 6.
Dagskrá þings-
ins verður þessi:
Sigurður A. Magn-
ússon: „Upphafleg
viðbrögð við verk-
um Svövu Jakobs-
dóttur", Sigríður
Albertsdóttir: „ír-
onían skorar hryll-
inginn á hólm“,
Upplestur á smá-
Jakobsdóttir sögu eftir Svövu,
Sveinn Yngvi Egils-
son: „Grasaferð og ljóðagerð í Gunn-
laðarsögu", Pétur Már Ólafsson:
„Maður er svo óöruggur", Soffía
Auður Birgisdóttir: „A mörkunum",
Leiklestur úr Lokaæfingu, Dagný
"Kristjánsdóttir: „Maður, naut, barn
og mynd“.
Áheyrendum gefst kostur á að
leggja spumingar fyrir fyrirlesarana
í umræðunum í dagskrárlok. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm leyfir
og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
♦ ♦ ♦----
Stykkishólmur
Afmælistón-
leikar lúðra-
sveitarinnar
LÚÐRASVEIT Stykkishólms heldur
upp á 50 ára afmæli sitt með afmæl-
istónleikum í Stykkishólmskirkju
laugardaginn 4. júní. kl. 17.
A efnisskrá eru m.a. eftirtalin ís-
lensk lög: Ó Guð vors lands, í útsetn-
ingu Páls Pampichler, Vormenn ís-
lands, Ó fögur er vor fóstuijörð, Nú
er glatt í borg og bæ, Landið vort
fagra, Mamma ætlar að sofna, Hver
á sér fegra föðurland og Öxar við
ána, öll í útsetningu Ellerts KarJsson-
ar. Frumflutt verður ný útsetning
Össurar .Geirssonar á laginu „Við
Hólminn" eftir Hinrik Finnsson sem
var einn af félögum í lúðrasveitinni.
Félagar eru um 50 talsins, og
hafa aðeins þrír stjómendur stjómað
lúðrasveitinni, fyrst Víkingur Jó-
hannsson, þá Norðmaðurinn Anje
Björhei og nú Daði Þór Einarsson.
MYNDUST
Gallcrí Sólon
1 s 1 a n d u s
HÖGGMYNDIR OG
TEIKNINGAR
Sigurður Guðmundsson. Til 27. júní.
Aðgangur ókeypis.
TILVERAN tekur á sig ýmsar
myndir sem eru oftar en ekki hætt-
ar að vekja athygli okkar nægilega
til að þær snerti okkur; við horfum
án þess að sjá, heyrum án þess
að hlusta. Að vissu marki er þetta
nauðsynlegur eiginleiki í daglegu
lífi, þar sem flóðbylgja upplýsinga
og ímynda steypist yfir okkur
hvem dag; með einhveijum hætti
verðum við að sía og skilja frá
þessu flóði það eitt sem við teljum
okkur þurfa á að halda, ef ætlunin
er að halda sæmilegri andlegri
heilsu.
Listamenn vinna hins vegar oft
úr því sem eftir verður og benda
þannig'á ýmislegt áhugavert sem
annars hefði farið framhjá okkur;
Sigurður Guðmundsson mynd-
listarmaður hefur í gegnum tíðina
verið einkar dijúgur við að þetta
starf, og á sýningunni í Galleríi
Sólon íslandus nær hann að beina
athyglinni að sjaldséðari hliðum
veruleikans með almennum jafnt
sem sértækum hætti.
Hráefni Sigurðar hér eru af ólík-
um toga. Annars vegar eru fábrot-
in og fjöldaframleidd Ikea-hús-
gögn, sem eru þáttur í daglegri
tilveru milljóna manna um allan
heim, hlutir sem eiga sér almennt
enga sjálfstæða tilveru; hér festir
Sigurður á húsgögnin einfaldar
bronsmyndir og umbreytir þeim
þannig í einstök verk, nýja heild
með persónulegan svip. Ándstæð-
urnar sem koma fram í hveru verki
fyrir sig eru næsta spaugilegar og
verða ef til vill eftirminnilegar fyrst
og fremst þess vegna; einfalt efni
húsgagnanna og áfastar ríkulegar
bronsmyndir eru ekki hlutir sem
ætla mætti að féllu vel saman, en
hér gerist það og nýr veruleiki
verður til ólíkur hinum fyrri.
Markverðasti hluti sýningarinn-
ar er hins vegar fólginn í tuttugu
og þremur teikningum, bæði með
olíukrít og blýanti. Hér tengir lista-
maðurinn einnig saman ólíka veru-
leika; annars vegar eru dreifiblöð
Amnesty International um sam-
viskufanga í Perú, Eþíópíu,
Paragvæ, Israel, Angóla o.s.frv.,
sem hver býr að sinni sögu rétt-
leysis, pyndinga og jafnvel dauða,
og hins vegar er formræn úr-
vinnsla listamannsins á þessum
bakgrunni; mjúkar formteikning-
ar, einföld tákn og draumsæjar
landslagsmyndir.
Þrátt fyrir að Sigurður vinni
ekki beint út frá upplýsingagildi
hvers blaðs fyrir sig, þá má finna
vissa endurómun þess í vali lita,
forma og jafnvel titla hinna ein-
stöku mynda. Þessar teikningar
bera með sér sterka pólitíska und-
iröldu; pappír er ekki bara pappír
og upplýsingarnar sem þar eru
prentaðar eru ekki bara stafir og
tákn, heldur vitnisburður um
mannlegar þjáningar, niðurlæg-
ingu, seiglu og uppreisn andans
sem aldrei verður heft til lengdar.
Um leið eru þær áminningar um
almenna uppgjöf okkar gagnvart
grimmd mannsins gegn meðbræð-
rum sínum, og sinnuleysi okkar
um þessar staðreyndir lífsins, svo
lengi sem þær snerta okkur ekki
persónulega; á meðan það gerist
ekki eru þær aðeins orð og tölur
á pappír.
Úrvinnsla formteikninga og
landslagsmynda er í svo hróplegu
ósamræmi við þennan bakgrunn
að það eitt hlýtur að nægja til að
hreyfa við áhorfandanum. Upplýs-
ingar Amnesty International eru
ávallt storkandi í einfaldléik sínum,
og hér bætir listamaðurinn svo
sannarlega við áhrifamátt þeirra.
Stærsta verk sýningarinnar
virðist í fyrstu vera nokkuð úr
samhengi við annað hér; einföld
landslagsmynd mörkuð sterkum
litum og láréttum línum. Við nán-
ari skoðun reynist myndin hins
vegar bjóða upp á þátttöku áhorf-
andans með íbjúgum speglum til
beggja handa - óbein ábending
um að áhorfendur ættu ekki síður
að gerast þátttakendur í þeim
veruleika sem önnur verk sýning-
arinnar benda á.
Það er ferskur blær yfir þessari
sýningu Sigurðar, því eins og svo
oft fyrr hefur hann fundið réttu
leiðina að því takmarki að hreyfa
við áhorfandanum. Hann nær hér
að spinna við almennan veruleika,
illskeyttan sem hversdagslegan,
með þeim hætti að hvorutveggja
verður einstakt og eftirminnilegt.
Eiríkur Þorláksson
Sýning í
Kaffi
Mílanó
BJÖRG Isaksdóttir opnar mál-
verkasýningu á morgun, laug-
ardag, í Kaffi Mílanó í Faxafeni.
Björg hefur haldið sýningar
bæði hér heima og erlendis.'
Einnig tekið þátt í samsýning-
um. Björg stundaði nám í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík, síðan
í Konstfach í Stokkhólmi og
Dramatiska Institutet. Einnig
hefur hún sótt myndlistanám-
skeið í Finnlandi, á Ítalíu, í
Jonköping og New York. Sýn-
ingin mun standa yfir næstu tvo
mánuði.
Ragna Sigrúnardóttir
opnar sýningu í Gallerí
Greip á laugardag.
Ragna Sig-
rúnardóttir
í Gallerí
Greip
SÝNING á nýjum verkum eftir
Rögnu Sigrúnardóttur verður
opnuð í Gallerí Greip, á homi
Hverfísgötu og Vitastígs, nk.
laugardag, 4. júní.
Þetta er 5. einkasýning Rögnu
á íslandi, en hún hefur einnig
tekið þátt í samsýningum og
haldið sýningar í Los Angeles
og Seattle í Bandaríkjunum.
í kynningu segir: „Verkin á
sýningunni eru öll unnin í vatn-
slit og efniviðurinn jafnt sóttur
í hið jarðneska sveitalíf sem og
hinn ójarðneska hulduheim, þar
sem sterkra hughrifa íslenskrar
þjóðtrúar og sagna gætir.“
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 14-18 og henni lýkur mið-
vikudaginn 15. júní.
Grafíkverk
í Hlaðvarp-
anum
í HLAÐVARPANUM á Vest-
urgötu stendur yfir sýning á
grafíkverkum eftir Sigurborgu
Jóhannsdóttur.
Sigurborg útskrifaðist úr
grafíkdeild MHÍ árið 1989. Á
sýninguni eru handþrykktar
tréristur sem unnar eru á þessu
ári og því síðasta. Sýningin
stendur til 14. júní og er opin
frá kl. 12-18 virka daga og frá
kl. 14-18 um helgar.
Tónleikar í
Lágafells-
kirkju
KIRKJUKÓR Lágafellssóknar
ásamt organista Guðmundi
Ómari Óskarssyni, halda tón-
leika í Lágafellskirkju á sunnu-
dag 5. júní kl. 17.
Á efnisskrá eru þekkt kór-
og orgelverk, m.a. „þýsk messa"
eftir F. Schubert. Áðgangur er
ókeypis.
SÝNING á verkum Jóns Engilberts verður opnuð í Norræna húsinu og FÍM salnum á laugardag.
Norræna húsið og FIM salurinn
Sýning á verkum Jóns Engilberts
NORRÆNA húsið og Félag íslenskra myndlist-
armanna standa sameiginlega að sýningu á verk-
um Jóns Engilberts á Listahátíð. Sýningin er tví-
skipt; í Norræna húsinu og FÍM salnum við Garða-
stræti. Sýningarnar verða opnaðar laugardaginn
4. júní. í Norræna húsinu kl. 15 og í FIM salnum
Garðastræti 6 kl. 16.
I Norræna húsinu verður sýning á olíumálverk-
um, vatnslitamyndum, teikningum og verkum sem
unnin eru með blandaðri tækni. Við opnunina leik-
ur Caput-hópurinn „Tales from a forlorn fortress"
eftir Lárus H. Grímsson. Torben Rasmussen for-
stjóri Norræna hússins flytur ávarp við opnunina.
Á sýningunni í FÍM salnum verða grafíkverk
Jóns til sýnis, en hann var einn af frumkvöðlum
grafíklistar hér á landi.
Jón Engilberts fæddist í Reykjavík 23. maí
1908. Hann stundaði teikninám við Teknisk Skole
í Kaupmannahöfn á árinu 1927 og við Listaháskól-
ann í Kaupmannahöfn 1928-31 og voru aðalkenn-
arar hans Einar Nielsen og Aksel Jorgensen. Á
árunum 1931-22 stundaði hann nám við Lista-
háskólann í Osló og var aðalkennari hans þar
Axel Revold.
Á árunum í Danmörku tók hann virkan þátt í
dönsku listalífí og var m.a. kjörinn félagi í sýning-
arhópnum Kammeraterne 1936 og í Grafisk
Kunstnersamfund.
Jón Engilberts flutti alkominn heim til íslands
1940 frá Danmörku. Hann kenndi við Handíða
og myndlistarskóla íslands 1941-42 og 1949-50
og tók jafnframt þátt í félagsstörfum myndlistar-
manna. Hann var ritari í FÍM 1945-47, ritari
íslandsdeildar Norræna listbandalagsins, í stjórn
Bandalags íslenskra listamanna á sama tíma og
formaður félagsins íslensk grafík. Jón Engilberts
lést í Reykjavík 12. febrúar 1972.
Sýningarnar verða opnar daglega frá kl. 14-19
og þeim lýkur sunnudaginn 3. júlí.