Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 33
fjölskylda mín vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Guð gefi ykkur
styrk.
Snorri Snorrason.
Hann er dáinn hann Örn ...
Mig setti hljóðan við þessa
harmafregn. Alltaf er það sárt þeg-
ar menn í blóma lífsins falla frá.
Örn kom í malbiksvinnu til okkar
bræðra þrettán eða fjórtán ára
gamall og starfaði í sumarvinnu af
og til í um 10 ár.
Þó hann væri ekki hár í loftinu,
þá leit maður alltaf á hann sem
nokkrum árum eldri en hann var.
Ef vantaði mann á malbikunarvél
eða valtara var Örn sjálfkjörinn og
hann vann af nákvæmni og sam-
viskusemi.
Það var alltaf stutt í brosið og
andlitið ljómaði með sín pírðu augu
ef eitthvað var verið að gantast.
Örn starfaði síðast hjá okkur
sumarið 1992 og gegndi hann stöðu
trúnaðarmanns starfsmanna það
sumar.
Hann kom til mín fyrir nokkrum
dögum fullur bjartsýni á framtíðina,
glaðlegur að vanda, og vantaði
meðmæli vegna umsóknar um
skólavist næsta vetur. Það var auð-
sótt mál að gefa honum meðmæli
og hægt með bestu samvisku. Eitt-
hvað hafði hann á orði að sér þætti
þetta of mikið og var hræddur um
að menn tækju þessi meðmæli ekki
trúanleg, þannig var Örn.
Við bræður viljum þakka honum
góð kynni og gott samstarf á hans
annars alltof stuttu ævi.
Það verður hver maður ríkari af
að hafa kynnst slíkum manni sem
Öm Arnarson var.
Blessuð sé minning hans.
Halldór og Guðmundur
Bjömssynir.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum hann Örn frænda okk-
ar, eða Ödda eins og hann var nú
alltaf kallaður. Andlát Arnar bar
mjög skjótt að, og er það fyrst
núna að maður gerir sér grein fyrir
því að hann er horfinn okkur.
Það er bitur staðreynd lífsins að
slysin gera ekki boð á undan sér
og er manni sárt að sætta sig við
að svo ungt fólk sé hrifið á brott í
blóma lífsins. En eins og við þekkt-
um hann Örn, hefði hann viljað að
við minntumst þess góða sem var
og værum bjartsýn á framtíðina, í
stað þess að hugsa um hvað hefði
getað orðið.
Öll erum við misjöfnum kostum
búin og voru þeir ófáir kostimir sem
Örn hafði til að bera. Hann kom
ávallt til dyranna eins og hann var
klæddur, og var sjálfum sér sam-
kvæmur.
Örn var einstaklega hlýr í við-
móti, átti auðvelt með að umgang-
ast fólk og var ávallt fyrstur manna
að rétta fram hjálparhönd ef ein-
hver þurfti á að halda.
Það má einnig með sanni segja
að hans létta skaps verður sárt
saknað í fjölskyldunni.
Örn var mjög nýjungagjarn og
hafði víða komið við um ævina þótt
ungur væri. Hann hafði dvalið víðs
vegar um landið, bæði við störf og
nám. Það er því fullvist að margt
af því fólki sem hann kynntist á
lífsleiðinni mun sakna hans sárt.
Það var aðdáunarvert hversu
traustur Örn var fjölskyldu sinni,
og má þar kannski helst nefna þann
styrk og þá aðstoð sem hann veitti
móður sinni og systur. Systursonur
Arnar, hann Örn Steinar, var í
miklu uppáhaldi hjá honum og var
alveg sérstaklega ánægjulegt að sjá
j hversu vel þeim frændum kom sam-
an. Alltaf virtist Örn hafa tíma og
þolinmæði til að sinna litla frænda
sínum.
Við munum öll minnast Arnar
um ókomin ár sem þess góða drengs
sem liann var. Blessuð sé minning
hans.
Elsku Dagga, Anna og fjölskyld-
ur ykkar, við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi guð
1 veita ykkur styrk í sorg.
j Jóhannes, Brynja
og Berglind.
BJARNISUMARLIÐASON
+ Bjarni Sumarliðason fædd-
ist í Bolungarvík 4. febrúar
1921. Hann lést á heimili sínu
25. maí 1994. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Helga Sigurgeirs-
dóttir. Útför Bjarna verður
gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði í dag.
HANN Bjarni, föðurbróðir minn, er
látinn eftir tveggja ára snarpan hild-
arleik við óvæginn sjúkdóm. Eftirlif-
andi kona hans er Helga Sigurgeirs-
dóttir, fóstursonur þeirra er Sumar-
liði Birkir Andrésson og dóttir þeirra
María Friðgerður. Hennar maki er
Jóhann Sæmundsson og þeirra börn
eru þau Ingvar og Helga Guðlaug.
Ykkur öllum, svo og systkinum og
systkinafjölskyldum Bjama, færum
við móðir mín og systkini og okkar
fjölskyldur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Bjarni Sumarliðason hóf sjó-
mennsku 15 ára að aldri á Litla-
Fræg frá Bolungarvík. Hann var
sjómaður í Bolungarvík næstu ár
og einnig eitt sumar frá Hrísey.
Árið 1939 - þegar hann var 18 ára
- fór hann suður á Suðurnes til
sjós ásamt frænda sínum Magnúsi
Jónssyni, en þeir voru systkinasyn-
ir. Það sumarið voru þeir fyrst á
Búa frá Haka á Vatnsleysuströnd
og síðan á Ársæl frá Vestmannaeyj-
um. Þegar Bjarni nýlega hugsaði
til þessa tíma sagði hann: „Maggi
var skemmtilegur og alltaf fljótur
að búa til vísu. Það var fátt við að
vera þegar ekki var unnið. Við spil-
uðum mikið en áttum ekkert til að
spila um. Ég átti forláta, hvíta peysu
sem mamma hafði pijónað handa
mér og við spiluðum um peysurnar.
Maggi vann mína og hún reyndist
honum vel. Þegar vertíðinni lauk
ákvað annar að fara í kokkinn en
hinn í vélstjórann..."
Stuttu síðar fluttist Bjami til
Hafnarfjarðar og fljótlega eftir það
fór hann á matsveinanámskeið í
Austurbæjarskóla sem rekið var af
Fiskifélagi íslands. Síðan var hann
á togurum frá Hafnarfirði, á varð-
skipi og hjá Ríkisskip. Hann var
kjötiðnaðarmaður hjá Búrfellsvirkj-
un 1968-1970 og vann í Álverinu í
Straumsvík frá 1973 þar til hann
lét af störfum fýrir aldurs sakir.
Faðir Bjarna var Sumarliði Guð-
mundsson f. 30. september.1888 að
Miðhúsum í Vatnsfjarðarsveit, d.
11. nóvember 1959. Fyrri kona
Sumarliða var Björg Pétursdóttir f.
1. október 1896. Hún lést vorið
1917 frá ársgömlum syni þeirra.
Sá var Pétur Sumarliðason, kennari
og um árabil veðurathugunarmaður
í Jökulheimum við rætur Vatnajök-
uls. Kona hans var Guðrún Gísla-
dóttir, bókasafnsfræðingur. Hann
var faðir minn og lést árið 1981.
Seinni kona Sumarliða var María
Friðgerður Bjarnadóttur f. 7. októ-
ber 1892 d. 23. febrúar 1966.
Átta börn þeirra eru a) Bjami
Hólmgeir sem í dag er til moldar
borinn.
b) Magnús Pétur Kristján f. 12.
júlí 1922. Magnús var lengi við veit-
ingastörf i Ferstiklu og víðar en síð-
ast iðnverkamaður á Akureyri. Hans
kona var Maríanna Valtýsdóttir sem
nú er látin.
c) Elín Guðmunda f. 25. nóvem-
ber 1923. Hennar maður er Arnfinn-
ur Valgeir Arnfinnsson, sem m.a.
var um árabil framkvæmdastjóri
Hótel Varðbergs á Akureyri.
d) Björg f. 17. júní 1925. Hennar
maki var Guðjón Bjarnason, bakari
í Bolungarvík. Hann er látinn.
e) Guðjóna Sigríður f. 7. október
1927, verkakona í Bolungavík.
f) Kjartan Helgi f. 29. september
1929 bóndi og iðnverkamaður á
Akureyri. Kona hans er Stella Jóns-
dóttir.
g) Rúrik f. 8. febrúar 1932, um-
sjónarmaður við Pjölbrautarskólann
í Breiðholti. Hans kona er Guðlaug
Bjömsdóttir.
h) Kristján Björn Hinrik f. 28.
nóvember 1933, sjómaður og verka-
maður í Hafnarfirði.
Eina framætt Bjarna Sumarliða-
sonar kann ég að rekja til Bjarna
Björnssonar, f. um
1660, sem bjó á Hamri
á Langadalsströnd árið
1703. Hans sonur var
Björn bóndi á Eyri í
Mjóafirði, faðir Kálf-
ars, f. 1727, d. 31. maí
1800. Kálfar var tví-
kvæntur, börn hans lík-
lega ein 11 og rekja
margir Djúpmenn ættir
sínar til hans. Með fyrri
konu sinni átti hann
fjögur - þar á meðal
Einar f. 1758, d. 2.
september 1840
bónda að Botni í Mjóa-
firði 1801 en áður í Hálshúsum.
Kona hans var Cecilía Jónsdóttir
ættuð úr Mjóafirði. Dætur áttu þau
tvær og soninn Helga Einarsson, f.
19. ágúst 1786, d. 28. september
1855, bónda í Botni í Mjóafirði.
Hann átti mörg börn og lifðu fá.
Einn sonur var Einar bóndi í Ögur-
sveit, faðir Þórarins bónda á Látrum
í Mjóafirði, föður Runólfs, sem lengi
var í menntamálaráðuneyti. Annar
sonur Helga var Sumarliði f. 1813,
d. 3. 6. 1893, bóndi í Miðhúsum í
Vatnsfjarðarsveit. Kona hans var
Kristín Guðmundsdóttir, f. 5. mars
1820 í Heydal í Vatnsfjarðarsókn.
Þau áttu dæturnar Steinunni og
tvær Margrétar en elstur var sonur-
inn Guðmundur f. 16. ágúst 1852
í Vatnsfirði í ísafjarðarsýslu. Hans
kona var Anna Petrína Magnúsdótt-
ir, f. 5. janúar 1853 í Eyrarsókn,
fósturdóttir hjónanna Elísabetar
Markúsdóttur, f. 1817, og Gísli
Bjarnason f. 1805 í Ármúla í Kirkju-
bólssókn. Sonur Guðmundar og
Önnu var Sumarliði. Seinni kona
hans var María Friðgerður dóttir
hjónanna Bjarna Jónssonar f. um
1847 og Hólmfríðar Jónsdóttur f.
1850. Elstur þeirra átta barna var
Bjarni.
Bjarni, föðurbróðir minn, var
umhyggjusamur maður. Hann var
í raun elstur í systkinahópnum því
Pétur hálfbróðir hans var löngum
annars staðar, vistaðist til vinnu og
fór suður á skóla. Bjarni öðlaðist
því snemma þá yfírsýn elsta systkin-
is sem horfir til velfarnaðar yngri
systkina. í minni æsku var hann
fyrsti tengiliður til míns föðurfólks
og um alla tíð síðan hef ég í sam-
tölum okkar skynjað umhyggju hans
og hlýjan hug til samferðamanna
hans á lífsleiðinni. Það er heillandi
að hugsa sér hann, léttan og spræk-
an o g á besta skeiði sitjandi í sjávar-
kambi í hópi farinna vina þar sem
úthafsaldan fellur undan sólbökuð-
um hafþökum inn yfir fjörusand.
Þaðan mundi hann líta hvetjandi til
okkar með hlýju í svip og bros í
augum.
Gísli Ólafur Pétursson.
Með örfáum orðum vil ég minn-
ast Bjarna Sumarliðasonar, þessa
góða vinar míns.
Síðustu tvö árin sem Bjarni lifði
barðist hann við illvígan sjúkdóm
og gerði sér grein fyrir að hveiju
dró. Hann sagði mér að hann ætl-
aði að berjast við þennan óvin sinn.
Það gerði hann sem sönn hetja þar
til yfír lauk.
í gegnum þennan erfiða tíma stóð
Helga, eiginkona hans, eins og klett-
ur með honum. Frá henni stafaði
ótrúlegur kraftur og hlýja og aldrei
hef ég heyrt æðruorð frá henni. Hún
tók hveijum hlut eins og hann bar
að höndum og var alltaf tilbúin að
leggja sitt af mörkum.
Það var sjórinn sem kallaði
Bjarna til starfa strax og kraftar
leyfðu. Hann starfar sem matsveinn
á ýmsum bátum þar til hann söðlar
um og kemur í land 1967. Þá fer
hann að vinna sem kjötiðnaðarmað-
ur við Búrfellsvirkjun til 1970. Þá
rekur hann fiskbúð til 1974, er hann
hefur störf hjá ÍSAL í Straumsvík.
Þar starfar hann til 1991 er hann
lætur af störfum sökum aldurs. Ég
er viss um að ég halla ekki réttu
máli þó ég fullyrði að hinn hægláti
og fyrirferðarlitli maður, Bjarni
Sumarliðason, hafði af öllum verið
talinn afbragðs starfs-
maður. Árið 1957
kynnumst við Bjarni er
ég verð meðlimur í
sömu fjölskyldu. Bjarni
var nokkru eldri en ég
en samt urðu kynni
okkar mjög náin. Það
var svo margt sem við
áttum sameiginlegt og
ég gat lært af Bjarna.
Hann var hinn fyrir-
ferðarlitli og velgefni,
sjálfmenntaði maður.
Samgangur milli heim-
ila okkar var ætíð mjög
náinn og góður. Fyrir
það erum við mjög þakklát.
Ég er þakklátur að hafa átt því
láni að fagna að kynnast Bjarna.
Hlýjar bænir mínar fylgja þér, góði
vinur, á nýjum slóðum og það er
vissa mín að það mun verða tekið
vel á móti þér.
Elsku Helga, megi góður Guð
gefa þér og fjölskyldu þinni frið og
fegurð í minningunni um góðan
mann og föður.
Páll Ólason.
Það er mér ljúft og skylt að minn-
ast góðs félaga, Bjarna Sumarliða-
sonar. Við andlát hans horfum við
félagarnir á eftir miklum dreng-
skaparmanni. Hugljúfur öllum er
honum kynntust.
Bjarni var gæfumaður, hann átti
ástríka og trausta eiginkonu, Helgu
Sigurgeirsdóttur, er studdi hann og
styrkti í hans erfíðu veikindum. Ég
kynntist Bjarna fyrir rúmum tutt-
ugu og tveimur ánim er leiðir okkar
lágu saman hjá íslenska álfélaginu
í Straumsvík og síðar sem félaga í
Lionsklúbbi Hafnarfjarðar.
Bjarni kom til liðs við klúbbinn
fyrir tæpum átján árum og gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum sem
honum voru falin.
Alla tíð átti hjálpsemi sterk ítök
í Bjarna og það var því engin tilvilj-
un að hann valdist til starfa við
mannúðarmál og var oftar en ekki
valinn til þess að vinna að málefnum
fyrir aldraða og að landgræðslu-
störfum, auk margra annarra góðra
mála sem Lionshreyfingin vinnur
að hveiju sinni.
Komið er að kveðjustund. Fyrir
hönd okkar félaganna í Lionsklúbbi
Hafnarfjarðar þökkum við honum
gott starf og ánægjulegar samveru-
stundir.
Við vitum að Bjarni kveður sáttur
við allt og alla, en við munum sakna
góðs Lionsfélaga.
Eiginkonu hans og öðrum ætt-
mennum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Við biðjum félaga okkar blessun-
ar Guðs.
Friðgeir Guðmundsson,
ritari Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar.
Með fáum orðum vil ég minnast
og kveðja góðan vin og samferða-
mann, Bjarna Summ, eins og við
vinnufélagarnir kölluðum hann
ævinlega.
Bjarni var ein af þessum þöglu
hetjum hversdagslífsins, sem hafði
ekki hátt, var ekki þeirrar gerðar
að trana sér eða láta á sér bera.
Hann hafði ekki notið langrar skóla-
göngu frekar en margir hans jafn-
aldrar. Um leið og stætt var hófst
brauðstritið. Nærtækast var að leita
fanga á sjónum og þar vann hann
mikinn hluta sinnar starfsævi, ýmist
sem háseti eða kokkur. Hann kunni
að laga góðan mat og láta skipsfé-
lagana smjatta á krásum sínum.
Seinustu 19 ár starfsferils síns vann
hann hjá ÍSAL eða þar til hann
varð 70 ára. Þar hófust okkar nán-
ustu kynni, þó við hefðum þekkst
löngu fyrr.
Minningarnar leita á hugann um
þennan lágvaxna, granna og ljúfa
mann. Hann var góður félagi, gat
ekki hugsað sér að láta upp á sig
standa, lagði sig fram um að leysa
störf sín vel og samviskusamlega
af hendi.
Lífið bauð líka upp á frístundir.
Þá var gaman að bregða á leik við
skák eða spil. Við spilin var Bjarni
laginn, kunni að halda á kortunum
og lét mann heyra ef maður gerði
einhveija vitleysu. Játaði einnig ef
honum urðu á mistök. Því auðvitað
voru spilin rædd eins og pólitíkin
og þó við værum ekki samstíga eða
sammála þar bar aldrei skugga á
vináttu okkar. Bjami lét af störfum
sjötíu ára sem áður sagði en vonað-
ist auðvitað eftir að eiga nokkur
góð ár eftir í faðmi fjöiskyldu og
vina. En fljótlega eftir að starfsdeg-
inum lauk kenndi hann þess meins,
sem dró hann til dauða. í því veik-
indastríði sást best hvað Bjarni var
vel gerður. Hann var í einu orði
sagt „hetja“, kvartaði ekki né kvein-
aði, reyndi að hugsa gott til næsta
dags.
Um leið og ég þakka góð kynni
sendi ég Helgu konu hans, Maju
dóttur þeirra og Birki, sem þau ólu
upp, barnabörnunum og öðrum ást-
vinum mínar bestu samúðarkveðjur.
Friður sé með ykkur öllum.
Magnús Þórðarson.
Vinur minn er fallinn frá, maður
sem mér finnst ég hafi þekkt mjög
vel. Þó áttum við frekar fáar stund-
ir saman en nýttum þær vel og all-
ar voru þær mikill ánægjuauki.
Bjarna kynntist ég fyrst fyrir
nokkrum árum en hafði þó vitað af
honum um skeið þar sem hann var
næst elsti bróðir tengdaföður míns.
Við Bjarni náðum strax vel saman
því við áttum tvö sameiginleg
áhugamál sem voru matargerð og
veiðimennska. Bjarni hafði fengist
við matargerð og kjötskurð á sínum
yngri árum og fannst aldrei of seint
að spyija spurninga og fræðast um
það hvemig þeir hlutir væru af hendi
leystir í nútímaeldhúsum. Með
fylgdu svo ómetanlegir fróðleiks-
molar um vinnubrögð fortíðarinnar
og missnjallar lausnir sem menn
gripu til fyrr á tíð er geymslur og
tæki voru ekki eins góð og nú. Þess-
ar samræður voru mér til mikillar
gleði og vona ég að svo hafí einnig
verið um hann. Á Þorláksmessu hitt-
umst við í skötu hjá tengdó, þá var
borinn undir mig jólamatseðillinn,
til þess að allt færi nú fram eftir
settum reglum. Auðvitað vissi hann
allt um það, en þetta var hans máti
að kynnast og ég kunni því vel.
Bjarni var veiðimaður að eðlis-
fari, var á sjó á yngri árum eins
og títt var um menn fyrir vestan.
Þar fékkst vissulega næg útrás fýr-
ir veiðieðlið og ekki hefur verið
bráðónýtt að vera í skipsrúmi með
Bjama sem bæði var gamansamur
og greiðvikinn. Stangveiði átti hug
hans allan nú seinni árin, ráðgerðum
við margar veiðiferðir sem aldrei
varð þó neitt af, því miður. Nú bíða
hans ömgglega mun betri veiðilend-
ur, vonandi hittumst við þar.
Bjarni var elstur barna þeirra
Sumarliða Guðmundssonar og Mar-
íu Friðgerðar Bjamadóttur í Bol-
ungarvík. Þau komu átta börnum
til manns, auk þess átti Sumarliði
fyrir einn son, Pétur, sem var eldri.
Þessi stóri hópur ólst upp í mikilli
fátækt og nægjusemi, á þeirra tíma
íslandi þegar auðurinn fólst í því
að vera sjálfum sér nægur og að
geta nýtt landsins gæði sér og sínum
til viðurværis. Lífíð var vinna og
orðið frí ekki til eða hafði allavega
ekki neina merkingu. Bjarni bar
glögg merki þessara aðstæðna,
hann var vinnusamur, greiðvikinn,
mikill húmoristi og gleðimaður.
Bjarni hafði átt við langvinn veik-
indi að stríða, sem gerðu vart við
sig fljótlega eftir að .hann hætti
störfum í Álverinu fyrir aldurs sak-
ir. Alltaf bar hann sig vel og reyndi
að lifa sem eðlilegustu lífí. Fyrir ári
fóru þau hjón í hressingar- og hvíld-
arferð til útlanda og síðastliðið sum-
ar komu þau og heimsóttu okkur í
Mývatnssveitina. Bjarni hafði auga
fyrir lífinu, hann vildi lifa þess alls
og njóta þess til fulls; ég er ekki
frá því að hann hafí náð því marki.
Elsku Helga, þinn missir er mest-
ur á þessari stund, megi góður guð
styrkja þig og þína í dag og alla
daga.
Pétur Snæbjörnsson.