Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
MIIMIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNÞÓR ÓSKARSSON
+ Arnþór Óskars-
son var fæddur
í Reykjavík 19.
febrúar 1947. Hann
lést á heimili sinu í
Reykjavík 26. maí
síðastliðinn. Arn-
þór var fyrsta barn
foreldra sinna,
Svanfríðar Orn-
ólfsdóttur frá Súg-
andafirði og Ósk-
ars Þórðarsonar úr
Borgarfirði. Yngri
eru Svandís, f.
1954, og Ársæll, f.
1960. Arnþór gift-
ist Hrönn Pálsdóttur 8. febrúar
1969. Þau eignuðust þrjú börn,
Dagnýju, f. 1970, Berglindi, f.
1973, og Arnþór, f. 1979. Einn-
ig eignaðst Arnþór dæturnar
Lilju Dögg og Kristínu sem
lést aðeins nokkurra mánaða
gömul. Barnabörnin eru tvö,
Sara Sif og Sveinn Aron, börn
Dagnýjar og sambýlismanns
hennar, Sveins Stefánssonar.
Arnþór og Hrönn bjuggu
lengst af í Reykjavík, en skam-
. man tíma í grundarfirði og
Stykkishólmi. Að loknu barna-
og unglingaskólanámi lærði
Arnþór skriftvélavirkjun og
fékk meistararéttindi í þeirri
grein. Rak hann viðgerð-
arverkstæði í nokkur ár, en
hætti þeim rekstri vegna van-
lieilsu. Vann hann síðan ýmis
störf, m.a. hjá Kirkjugörðum
Hafnarfjarðar. Útför Arnþórs
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag.
ÞEGAR við minnumst Arnþórs
bróður okkar, Addó eins og hann
var ævinlega kallaður af fjölmörg-
um vinum og skyldmennum, kemur
okkur kannski fyrst í hug hetjuleg
barátta hans síðustu árin við óvæg-
inn sjúkdóm. Svo er um það er nær
stendur í samtímanum. Fjær mun-
um við hann kraftmikinn eldri bróð-
ur, liðtækan til verka, óbilandi
áhuga hans á boltaleikjum og þá
sérstaklega knattspyrnunni. Öllum
góðu minningunum verða ekki gerð
skil í fáum orðum en því dýrmæt-
ari að eiga og geyma.
Öll sumur frá fjögurra ára aldri
var Addó í sveit í Haga í Skorrad-
«w>al hjá Halldóru og Þórði ömmu
okkar og afa. Þegar honum óx ald-
ur og geta til lagði hann þar drjúga
hönd að verki til aðstoðar við
sveitastörfin og reyndar alla tíð
síðan meðan heilsan entist. Við
þökkum honum þá margvíslegu
aðstoð sem hann veitti ömmu okk-
ar og afa, ekki síst þegar aldur
þeirra knúði æ fastar að. Við systk-
ini hans erum þakklát fyrir bjart-
sýnina á vegferðinni, hjálpsemi
hans hvenær sem með þurfti og
allar gleðistundirnar. Foreldrum
okkar var hann góður sonur.
Árið 1949 fluttist hann með for-
eldrunum í Blesugróf og átti þar
^heima sín skóla- og uppvaxtarár.
Á þessum árum var Blesugrófín
nokkuð úr leið og samgöngur við
höfuðkjarna borgarinnar erfiðar. Á
móti kom frelsi hinna ungu til bol-
taleikja og útivistar. Þarna átti
Addó góðar stundir með félögum
á líku reki og tengdist mörgum
þeirra vinaböndum sem aldrei rofn-
uðu. Öll sín unglingsár stundaði
hann íþróttir af kappi. Áhuginn og
eljan var óbilandi. Við nutum þess
að hann var eldri og veitti okkur
leiðsögn og hvatningu þegar við
sjálf fórum að taka þátt í bolta-
íþróttum.
Fyrir tvítugsaldur var Addó
kominn á fulla ferð í íþróttunum.
Hann spilaði handbolta með Knatt-
spyrnufélaginu Fram og Glímufé-
laginu Ármanni og á árunum fyrir
1970 var hann í hópi félaga sinna
sem stofnuðu knattspyrnudeild
Ármanns og var þar í fyrstu stjórn.
Þar lék hann í marki um árabil.
Síðar sneri hann sér að dómara-
störfum í knattspyrnu og fékk til
þess réttindi og dæmdi
fjölda leikja í yngri
flokkum og eldri. Addó
átti fleiri áhugamál svo
sem vísnagerð og
harmonikuleik en fyrst
og síðast var það
knattspyrnan sem
heillaði hann.
í landi afa síns í
Haga eignaðist Arnþór
með íjölskyldunni
sumarbústað og við
þann stað var hugur
hans bundinn. Þar átti
hann nokkrar ánægju-
legar stundir sér til
lífsfyllingar.
Árið 1981 greindist hann með
höfuðmein og gekkst undir geisla-
lækningu sem tók verulegan toll
af þreki hans. En þrátt fyrir það
vildi hann aldrei telja hvorki sjálf-
um sér né öðrum trú um að hann
gæti ekki sjnnt verkefnum sem
áður fyrr. Á sumardögum 1993
varð þess vart að meinið sem tek-
ist hafði að hefta 12 árum fyrr var
enn til staðar. Baráttan var hörð,
stundum vaknaði von sem ekki
reyndist traust og smám saman
voru séð fyrir þau endalok sem nú
eru orðin.
Við erum þakklát fyrir að hann
bróðir okkar fékk þá ósk sína upp-
fyllta að fá að vera heima þar til
yfír lauk. Heimahjúkrun krabba-
meinssjúkra á þakkir skilið fyrir
að gera slíkt mögulegt og þökkum
við því ágæta fólki fyrir frábæra
umönnun, einnig læknum og þó
fremst og öllu framar eiginkonu
og börnum. Og ekki má gleyma
litlu gleðigjöfunum, afabörnunum
sem voru honum svo kær. Allt þetta
létti þá baráttu sem nú er lokið.
Við kveðjum kæran bróður á
dögum sumarkomunnar þegar
skammt er í blóma- og birkiangan
í Skorradal og íslandsmótið í knatt-
spyrnu er nýbyijað. Því hvarflar
hugur okkar þangað sem áhugamál
hans voru, en samúð okkar er hjá
fjölskyldu hans sem svo mikið hef-
ur misst.
Við systkini hans þökkum öllum
þeim mörgu sem sýnt hafa eigin-
konu hans, börnum og bamabörn-
um, okkur svo og foreldrum okkar
vináttu og hluttekningu á erfiðum
stundum. Blessun okkar sé með
ykkur öllum.
Svandís og Ársæll.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykk-
ar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál
mín upp í mót tíl ljóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir
lífínu.
Elsku pabbi minn.
Nú er baráttunni við sjúkdóminn
hræðilega lokið. Þú stóðst þig eins
og hetja og barðist allt fram á síð-
asta dag, þú vildir aldrei íþyngja
neinum með veikindum þínum.
Þegar þú varst spurður þá hafðir
þú það alltaf gott en við vissum
betur. Þú varst alltaf svo bjart-
sýnn. Þegar við vissum hvert
stefndi þá varst það þú sem hug-
hreystir okkur. Þú varst svo
ánægður með að Svenni hafði sömu
áhugamál og þú, þið gátuð setið
tímunum saman fyrir framan sjón-
varpið og horft á fótbolta og enda-
laust talað um hann.
Ef okkur vantaði aðstoð þá varst
þú fyrstur manna á staðinn því við
vorum svo lík, við vildum alltaf
gera alla hluti strax, en ekki bíða
með þá. Og litlu afabörnin þín sem
þú hélt svo mikið upp á eiga eftir
að sakna þín mikið.
Það var ekki vandamál fyrir þau
að fá þig á fjórar fætur til að leika
við sig, svo þegar þú varst orðinn
veikur komu þau svo oft til þín og
vildu kúra hjá þér. Þú fékkst þá
ósk þína uppfyllta að deyja heima,
en eins og þú sagðir svo oft og
allir vita þá hefðir þú ekki getað
verið svona lengi heima nema af
því að mamma hugsaði svo vel um
þig. Að lokum vil ég þakka heima-
hjúkrun Karítas fyrir ómetanlega
aðstoð og stuðning.
Ég fínn, hve sárt ég sakna
hve sorgin hjartað sker,
af sætum svefni að vakna, ,.
en sjá þig ekki hér,
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með söknuði.
Þín dóttir Dagný.
í örfáum orðum langar mig að
minnast vinar míns og æskufélaga,
Arnþórs Óskarssonar. Kynni mín
af Árnþóri eða Addó eins og hann
var venjulega nefndur hófust fyrir
um 35 árum. Báðir áttum við heima
í Blesugrófinni, í hverfi sem stóð
fyrir utan hina venjulegu byggð í
þá daga, í hverfi sem gott var að
búa í og alast upp. Á þessum árum
snerist lífíð um fótbolta og leiki frá
morgni til kvölds. Addó var foring-
inn i okkar hópi. Hann var sá eini
í hverfinu sem átti fótbolta og fót-
boltaskó. Það var stór stund hjá
okkur strákunum að fá að spila í
skónum hans Addó. Hverjum
manni var úthlutað nokkrum mín-
útur í skónum. Allir fengu að prófa.
Unglingsárin líða. Á hverju
sumri fór Addó í sveit til afa síns,
Þórðar í Haga, en síðar á lífsleið-
inni átti hann eftir að reynast afa
sínum mikil hjálparhella við sveita-
störfín. Addó lærir skriftvélavirkj-
un og stofnar sitt heimili og síðar
sitt eigið skriftvélaverkstæði.
En áhuginn á íþróttum var alltaf
sá sami. Það var spilaður hand-
bolti á veturna og fótbolti á sumrin
með Ármanni, en Addó var einn
af stofnendum knattspyrnudeilar
Ármanns. Það var ekki ónýtt að
eiga hann að á þessum tíma. Það
fóru mörg kvöld og helgar í vinnu
þegar frumheijar knattspyrnu-
deildarinnar voru að búa til bún-
ings- og baðaðstöðu ásamt knatt-
spyrnuvelli fyrir hina ungu knatt-
spyrnudeild.
Ármannsvöllurinn var eins og
malarvellir eru oft eftir mikla notk-
un, ósléttur og útsparkaður, og
erfitt að leika knattspyrnu við þær
aðstæður. En Ármenningar höfðu
Addó. Hvort sem var um að ræða
æfíngar eða leiki var Addó iðulega
mættur á jeppanum til að slóða-
draga völlinn og slétta áður en
hann „skellti" sér í markið við æf-
ingar eða leiki.
Segja má að á skriftvélaverk-
stæðinu hjá Addó hafi verið stjórn-
stöð knattspyrnudeildarinnar. Þar
komu menn saman til að spjalla,
leggja línumar fyrir næstu leiki eða
ferðalög er tilheyrðu knattspyrn-
unni. Sá tími var mikill er hann
lagði til frá sinni vinnu í snúninga
fyrir Ármenninga, enda var það svo
að vinnudagurinn hjá honum var
oft langt fram eftir kvöldi.
I knattspyrnunni lék Addó í
stöðu markvarðar. Þar kom yfir-
vegun og útsjónarsemi honum að
góðum notum og þeir voru ófáir
leikirnir er hann hélt liðinu á floti
eins og sagt er á máli knattspyrnu-
manna. Eftir að Addó hætti sinni
knattspyrnuiðkun sneri hann sér
að dómgæslu með mikum ágætum.
í tímanna rás fara menn hver
sína leið, sambönd takmarkast oft
við einhvern einstakan þátt í lífi
manna. Áfram varð knattspyrnu-
völlurinn sá vettvangur er við hitt-
umst oftast á.
En lífið hjá Addó var ekki ein-
tómur leikur. Fyrir um 10 árum
kom í ljós að hann gekk ekki heill
til skógar. Sjúkdómur sá er á hann
heijaði átti eftir að setja mark sitt
verulega á hann í seinni tíð. Kom
geðprýði og æðruleysi hans þá vel
í ljós hvernig hann tók örlögum
sínum og oftar en ekki sá hann
björtu hliðarnar á lífinu, þó sjúk-
dómurinn heijaði á hann. Addó stóð
ekki einn í þessari baráttu, því fjöl-
skyldan hans, með eiginkonuna
Hrönn Pálsdóttur í broddi fylking-
ar, umvafði hann hlýju og kærleika.
Með Arnþóri Oskarssyni er
genginn góður drengur, einstakt
ljúfmenni, er öllum vildi vel.
Ég votta fjölskyldu hans og ást-
vinum mínar dýpstu samúð.
Jón S. Hermannsson.
Það var á fimmtudagskvöldi,
fallegu vorkvöldi að það var hringt
til mín og mér sagt að hann Addó
væri dáinn. Ég fylltist sorg og
söknuði en ég trúi að honum líði
vel þar sem hann er núna, laus við
allt veikindastríð og líkamlegar
kvalir.
Minningarnar helltust yfir mig,
það voru bjartar og ánægjulegar
minningar því að það var alltaf
bjart í kringum Addó og af honum
geislaði gamansemin. Eg var tíður
gestur á heimili hans frá því að ég
og Begga dóttir hans urðum bestu
vinkonur í Vesturberginu fyrir
þrettán árum. Þegar ég kom í mín-
ar tíðu heimsóknir og hitti hann
var alltaf stutt í brosið og gaman-
semina. Mér leið vel í návist hans
eins og örugglega svo mörgum
öðrum því að hann var alveg ein-
stakur maður.
Elsku Hrönn, Begga, Dagný og
Addó, ykkur votta ég mína dýpstu
samúð, svo og öðrum aðstandend-
um.
Marta.
Arnþór Óskarsson vinur okkar
og félagi, eða Addó, eins og hann
jafnan kjallaði sig, er látinn eftir
langvarandi vanheilsu, langt fyrir
aldur fram.
Addó var einstakt ljúfmenni og
góðmenni, og greiðvikinn með af-
brigðum. Glettinn var hann og gam-
ansamur og sá jafnan spaugilegu
hliðar mála, þegar við átti. Var
hann fjölskyldumaður dyggur og
góður, en þar fyrir utan átti knatt-
spyman hug hans allan. Addó var
einn alfróðasti maður um knatt-
spyrnudómgæslu og knattspyrnu
almennt, sem undirritaður hefur
kynnst. Hann var óbilandi eldhugi
og mikill fræðari að eðlisfari. Átti
hann auðvelt með að leiðbeina öllum
þeim, sem þiggja vildu tilsögn hans
og ráð, einkum að því er varðar
dómgæslu. Var hann jafnan bein-
skeyttur og tæpitungulaus í orða-
vali og framsögn, og alltaf skein í
gegn hjálpfýsi, glettni og vilji til
að veita öðrum hjálp og hollráð.
Snyrtimenni var Addó og þoldi illa
að menn væru ekki vel og rétt til
hafðir utan vallar sem innan. Þrátt
fyrir mikið heilsuleysi síðustu tólf
til þrettán árin og oft á tíðum mikl-
ar þjáningar, var hann alltaf skap-
góður og jákvæður, og hélt þeim
góða eiginleika sínum ti! hinstu
stundar.
Fram yfir tvítugt lék Addó knatt-
spymu með Ármanni og handbolta
með Fylki. Árið 1970 tók hann
knattspyrnudómarapróf og einbeitti
sér að dómgæslu eftir það. Var
frami hans sem dómari skjótur og
varð Addó landsdómari árið 1974
og 1. deildardómari árið eftir. Milli-
ríkjadómari varð Addó 1978. Síð-
ustu deildarleiki sína dæmdi Addó
árið 1982. Dæmdi hann allan þenn-
an tíma fyrir sitt gamla félag, Ár-
mann. Þegar heilsan brást honum
síðla árs 1981, hafði hann verið
einn fremsti knattspyrnudómari
landsins um árabil, þótt aðeins
væri hann 34 ára að aldri. Síðustu
ár ævi sinnar sinnti Addó áhuga,-
máli sínu sem eftirlitsmaður KSÍ,
og var þar meðal fremstu manna,
og naut viðtæk knattspyrnukunn-
átta hans sín vel í þeim störfum.
Því miður kynntist undirritaður
Addó ekki persónulega fyrr en fyr-
ir um fimm árum, og þá í gegnum
sameiginlegt áhugamál okkar,
knattspyrnuna. Á þeim tíma sat
undirritaður í stjórn knattspyrnu-
deildar Stjömunnar. Addó var á
sama tíma að rétta örlítið við eftir
margra ára erfiða sjúkdómslegu.
Vinnufélagi minn og vinur Addós,
Jón Reynir Hilmarsson dómari,
ámálgaði við mig hvort not kynnu
að vera fyrir krafta gamalreynds
knattspyrnudómara, sem reyndar
væri ekki lengur ýkja sterkur líkam-
lega, en óbilandi áhugamaður um
knattspyrnu og boðinn og búinn að
miðla af reynslu sinni og starfa
fyrir félagið eftir því sem heilsan
leyfði.
Er skemmst frá því að segja, að
með okkur Addó tókst góð vinátta,
sem entist til hinstu stundar. Starf-
aði hann bæði mikið og vel fyrir
Stjörnuna meðan kraftar leyfðu.
Þegar undirritaður tók síðan við
formennsku í dómaranefnd KSÍ í
upphafi síðasta árs hélt samvinna
okkar áfram á þeim vettvangi.
Knattspyrnuhreyfingin á Addó
mikið að þakka. Það eru menn eins
og hann, sem bera uppi starfið í
fjöldahreyfingum áhugamanna.
Áhugasamur, dugmikill, skapgóður
og bóngóður, og umfram allt sann-
ur vinur og félagi. Þannig reyndist
Addó mér, og þannig veit ég að
hann reyndist öðrum, sem með hon-
um lifðu og störfuðu.
Við, vinir hans og félagar, höfum
misst mikils. Mest hafa þó misst
eiginkona hans, foreldrar, afi, börn,
tengdasonur og barnabörn. Að þeim
er kveðinn mikill harmur, en ég er
þess fullviss, að minningin um ást-
kæran eiginmann, son, föður, son-
arson og afa mun veita þeim styrk
í sorg sinni. Hann gaf mikið, og
minning um góðan dreng mun lengi
lifa.
Fyrir hönd stjórnar KSÍ og dóm-
aranefndar votta ég fjölskyldu Add-
ós innilega hluttekningu okkar
allra. Blessuð sé minning hans.
Páll Bragason, formaður
dómaranefndar KSÍ.
Hann Addó er dáinn. Þessi frétt
kom engum á óvart sem til þekkti,
en hann var búinn að vera veikur
undanfarin ár, en eftir áramót fór
að halla undan fæti. Engu að síður
kom hann fársjúkur upp á Akranes
hinn 13. maí til að taka þátt í undir-
búningi eftirlitsmanna KSÍ fyrir
sumarið.
Addó var landsdómari, milliríkja-
dómari og eftirlitsmaður KSI í
fjöldamörg ár og ávallt reiðubúinn
að miðla af reynslu sinni sem knatt-
spyrnudómari til yngri og reynslu-
minni dómara.
Þessi fátæklegu orð eru kveðja
frá stjórn Knattspyrnudómarasam-
bands íslands um leið og við vottum
eiginkonu, börnum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úð.
F.h. KDSÍ,
Friðgeir Hallgrímsson.
Kveðja frá knattspyrnudeild
Sljörnunnar
Það hefur fækkað um einn í
stuðningsmannahópi Stjörnunnar.
Einn af okkar dyggustu stuðnings-
mönnum er fallinn í valinn. Arnþór
Óskarsson knattspyrnudómari, sem
við vinir hans í knattspyrnudeild
Stjörnunnar kölluðum aldrei annað
en Addó, er látinn langt um aldur
fram eftir langvinn veikindi.
Addós er minnst í okkar röðum
sem óþreytandi áhugamanns um
knattspyrnu og var hann tíður gest-
ur á Stjörnuvelli. Gilti þá einu hvort
í hlut áttu meistaraflokkar eða
yngri flokkar félagsins.
Aldrei var dómarinn í Addó langt
undan þó hann stæði utan vallar
og alltaf var hann boðinn og búinn
að leiðbeina hvort heldur var
reynsluminni dómurum eða leik-
mönnum.
í dag drúpa Stjörnumenn höfði
og minnast góðs vinar og félaga
með þakklæti fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning Arnþórs Ósk-
arssonar.
Páll Grétarsson.
Með nokkrum orðum langar mig
til að minnast Arnþórs Óskarsson-