Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölskyldan
í Hewlett-
Packard
bleksprautu-
prenturum:
HP DeskJet 310
Einn sá allra sniðugasti á markaðinum.
Fyrirferðalítill, vandaður, hljóðlátur
og auðveldur í notkun. Fæst með
arkamatara og sem fullkominn litaprentari.
HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara:
Kr. 33.500,22
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 310, sv/hv, m/arkamatara:
Kr. 39.900,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 310 litaprentari
Kr. 46.900,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 520
Sterkur og hraðvirkur. Gæðaútprentun.
300x600 dpi + RET*
Kr. 34.900,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 550C
Öflugur og ódýr litaprentari.
Tvískipt bleksprautun. Samsíða svört
og litaprentun. 300x300 dpi*
Kr. 56.900,-
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 560
Nýjung frá HP. Öflugur og hraðvirkur.
Colorsmart. 300x600 dpi + RET*
og spamaðarhamur.
Kr. 85.500,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C
oq HP DeskJet 1200C/PS
Hraðvirkur hágæða litaprentari sem
hefur slegið í gegn um allan heim.
Fjórskipt bleksprautun.
300x600 dpi + RET*
HP DeskJet 1200C (2MB):
Kr. 189.000,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C/PS (4MB m/Postscript)
Kr. 269.900,22
staðgreitt m/vsk.
Kynntu þér heila fjölskyldu
af bleksprautuprenturum frá
Hewlett-Packard hjá okkur!
N Ar0
<1 *
* dpi = Upplausn
punkta á tommu.
RET = HP
uppiausnaraukning.
Tæknival
Skeifunni 17
Sími 681665-Fax 680664
____________AÐSEIMDAR GREINAR________
Fyrst GATT, síðan OECD
TVÆR nýjar skýrslur um íslenzk
efnahagsmál, önnur frá GATT í
Genf og hin frá Efnahags- og
framfarastofnuninni (OECD) í París,
hafa vakið mikla og verðskuldaða
athygli hér heima og erlendis að
undanförnu. Skýrslurnar eru skrif-
aðar af virtum efnahagssérfræðing-
um þessara alþjóðastofnana án íhlut-
unar íslenzkra embættismanna, sem
voru þó auðvitað spurðir álits eigi
að síður eins og aðrjr.
Þessar vönduðu skýrslur eru
samdar og settar fram í anda þeirr-
ar breytingar, sem hefur orðið á
efnahagsskýrslum og ábendingum
alþjóðastofnana smám saman síð-
ustu ár. Þessar alþjóðastofnanir skir-
rast ekki lengur við að segja margt
af því, sem segja þarf um efnahags-
mál í aðildarlöndum, hvort sem ríkj-
andi stjórnvöldum og hagsmunahóp-
um líkar það vel eða illa. Alþjóða-
bankinn í Washington lætur til að
mynda fjármálaspillingu í þróunar-
löndum til sín taka, þegar það þykir
eiga við. Þannig á embættisfærsla
að vera.
Efnahagssérfræðingar GATT og
OECD komast í öllum aðalatriðum
að sömu niðurstöðum og ýmsir hag-
fræðingar utan stjórnkerfisins hér
heima, sem hafa varað hvað eftir
annað við ýmsum alvarlegum brest-
um í efnahagsstefnu stjórnvalda og
innviðum atvinnulífsins hér árum
saman. Skýrsluhöfundarnir vara sér-
staklega við stefnunni í landbún-
aðar- og sjávarútvegsmálum og af-
leiðingum hennar. Þeir birta nú loks-
ins tölur (frá landbúnaðarráðuneyt-
inu!), sem sýna, að kostnaður neyt-
enda og skattgreiðenda vegna land-
búnaðarstefnunnar hefur verið mun
meiri hér á landi en í nokkru öðru
aðildarlandi OECD undangengin ár,
þótt hann hafi að vísu minnkað að-
eins síðan 1991. Þeir
fjalla líka um ýmsa
mikilvæga kosti veiði-
gjalds umfram núver-
andi kvótakerfi í sjávar-
útvegi.
Það er til marks um
miklar framfarir í al-
þjóðlegri efnahags-
ráðgjöf, að áhrifamikl-
ar alþjóðastofnanir eins
og GATT og OECD
skuli nú loksins vera
farnar að birta skýrsl-
ur, sem setja skipulags-
vandann í íslenzkum
landbúnaði og sjávarút-
vegi og einnig í ríkisbú-
skapnum og í banka-
og sjóðakerfinu í skýrt og skynsam-
legt samhengi við hinn djúpstæða,
langvinna og alvarlega efnahags-
vanda okkar Islendinga. Brýna
nauðsyn ber til þess, að Þjóðhags-
stofnun og Seðlabanki íslands taki
kröftuglega undir þessi sjónarmið
GATT og OECD í eigin nafni og
leggi ötullega á ráðin um nauðsyn-
legar umbætur í hagstjórn.
Því að embættismenn ríkisins
rækja skyldur sínar ekki til fulls, ef
þeir segja og skrifa ekkert að ráði
umfram það, sem stjórnvöld og
hagsmunahópar vilja heyra. Það er
ekki nóg, að einstakir starfsmenn
þessara stofnana flytji mál sitt skyn-
samlega á eigin vegum, eins og til
að mynda forstöðumaður Þjóðhags-
stofnunar og einn af þrem aðstoðar-
bankastjórum Seðlabankans hafa
gert við og við, heldur verða stofnan-
irnar sjálfar að taka af skarið. Þeim
ber starfsskylda til þess. Valdhlýðn-
in verður að víkja.
Viðbrögð margra stjórnmála-
manna og hagsmunaforkólfa við
skýrslum GATT og OECD eru kafli
út af fyrir sig. Sumir
hafa þeir reynt að gera
lítið úr sérfræðingum
GATT og OECD og
jafnvel látið að því
liggja, að þeim sé ekki
sjálfrátt, ef marka má
frásagnir Tímans af
ummælum formanns
Framsóknarflokksins
um GATT-skýrsluna
um daginn til dæmis.
Þvílíkur málflutningur
er ekki til þess fallinn
að auka hróður Íslands
á alþjóðavettvangi.
Fjármálaráðherra
hefur á hinn bóginn
varað við því opinber-
lega, að „neikvæð umijöllun“ um
íslenzk efnahagsmál geti skaðað
hagsmuni og lánstraust íslendinga
erlendis. Ætlast tollamálaráðherr-
ann til þess, að ríkisstjórnin geti
lagt allt að 700% innflutningstolla á
mat handa fátæku fólki, án þess að
það spyrjist til útlanda? Ætlast hann
til þess, að stjórnvöld geti afhent
tiltölulega fámennum hópi útgerðar-
manna óskorað einkaeignarhald á
verðmætustu sameign þjóðarinnar,
án þess að það fréttist? Ætlast hann
til þess, að erlendar óreiðuskuldir
þjóðarbúsins geti rokið upp úr öllu
valdi, án þess að útlendingar komist
í það? Dettur honum í hug, að bank-
ar og sjóðir geti afskrifað fjörutíu
milljarða króna á fimm árum, án
þess að það komist upp?
Islenzkt þjóðfélag hefur verið að
opnast smám saman undangengin
ár í samræmi við kall og kröfur
tímans. Ríkisstjórnin getur ef til vill
haldið innflutningi í skefjum enn um
sinn, en réttar upplýsingar getur hún
ekki stöðvað. Það er þess vegna
óumflýjaniegt og löngu tímabært,
Óskynsamleg efnahags-
stjórn áratugum saman
hefur kallað yfir okkur
langt samdráttarskeið,
segir Þorvaldur Gylfa-
son, og réttar upplýs-
ingar og skynsamleg
skoðanaskipti eru bezta
tryggingin fyrir því, að
hægt sé að snúa vörn í
sókn.
að útlendingar fái að heyra sannleik-
ann um þá óstjórn, sem hefur ríkt
í efnahagsmálum landsins um langt
skeið. Þess vegna meðal annars er
mikill fengur í skýrslum GATT og
OECD.
Óskynsamleg og ábyrgðarlaus
efnahagsstjórn árum og áratugum
saman hefur kallað lengsta sam-
dráttarskeið aldarinnar yfir fólkið í
landinu ásamt auknu atvinnuleysi.
Þessi lægð mun trúlega halda áfram
að dýpka í nokkur ár enn, áður en
það getur byrjað að rofa til á ný.
Réttar upplýsingar, almannafræðsla
og skynsamleg skoðanaskipti innan
iands og utan eru bezta tryggingin
fyrir því, að hægt sé að snúa vörn
í sókn og koma efnahagsmálum
þjóðarinnar á réttan kjöl.
Það er eina leiðin til þess að halda
unga fólkinu heima.
Höfundur er prófessor.
Þorvaldur
Gylfason
Hugleiðing um nám o g störf hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða
UNDANFARNAR vikur hefur
mikið verið rætt og skrifað um nám
og störf hjúkrunarfræðinga og sjúkr-
aliða og sýnist þar sitt hveijum.
Greinarhöfundar hafa gengið í gegn-
um og útskrifast úr báðum náms-
greinunum og hafa reynslu af störf-
um beggja stétta. Við lukum sjúkral-
iða- og stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og síðan BS-
prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Islands. Þess vegna finnst okkur rétt
að koma á framfæri skoðunum okkar
varðandi þessi mál.
Kveikjan að þessari miklu umræðu
hefur eflaust verið umfjöllun um
frumvarp til laga um sjúkraliða.
Þetta frumvarp gerir m.a. ráð fyrir
víðtækara starfssviði sjúkraliða og
að veitt verði heimild til að sjúkralið-
ar geti starfað undir stjórn annarra
stétta en hjúkrunarfræðinga. Einnig
hefur umræðan snúist um breytingar
á hlutfalli hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða á deildum bráðasjúkrahús-
anna. Ennfremur hafa heyrst raddir
um að nám hjúkrunarfræðinga sé
of langt til undirbúnings fyrir störf
þeirra.
Upphaflega var nám fyrir sjúkra-
liða sett á stofn vegna skorts á hjúkr-
unarfræðingum og var í formi nám-
skeiða við sjúkrahúsin. í dag er það
tæplega þriggja ára nám eftir grunn-
skóla, þar af eru tvö ár bókleg. Hins
vegar er hjúkrunarfræðinám fjög-
urra ára nám í Háskóla íslands að
loknu stúdentsprófi.
Hluti af bóklegu námi sjúkraliða
er almennar námsgreinar sem metn-
ar eru til stúdentsprófs, þannig að
ef sjúkraliði kýs að fara í hjúkrunar-
fræði, eins og greinarhöfundar
gerðu, þá þarf hann að bæta við sig
einu og hálfu til tveimur árum á
framhaidsskólastigi til stúdentsprófs
og svo fjögurra ára námi í hjúkrunar-
fræði við Háskóla íslands.
Eftir því sem leið á námið í Háskól-
anum
gerðum
við okkur
grein fyrir
hve mikill
grundvall-
armunur
er á námi
í fram-
haldsskóla
og há-
skóla.
Nám á
fram-
halds-
skólastigi
miðast
annars
vegar að
ákveðinni
starfsmenntun og hins vegar að und-
irbúningi fyrir háskólanám eða aðra
sérskóla. Nám í háskóla byggist á
Við völdum hjúkrun-
arnámið að loknu
sjúkraliðanámi, segja
þær Valgerður Lísa
Sigurðardóttir og
Dagmar Huld Matthí-
asdóttir, þegar þær
fundu þörf hjá sér til
að bæta við þekkingu
sína.
fræðilegum grunni, er vísindalegt og
stutt með rannsóknum. Það er okkar
mat að slíkt nám sé góður undirbún-
ingur fyrir hjúkrunarstarf.
Nám sjúkraliða er fyrst og fremst
undirbún-
ingur fyrir
aðstoð við
umönnun
og að-
hlynningu
sjúkra,
undir
stjórn
hjúkrun-
arfræð-
inga,
meðan
nám
hjúkrun-
arfræði
miðast að
auki að
fræðslu,
rannsókn-
um, stjórnun og fyrirbyggjandi
starfi, auk hinna ýmsu sérhæfðu
starfa innan hjúkrunar sem of langt
mál væri að telja upp hér.
Á öld upplýsinga og tækni eru
gerðar síauknar kröfur til menntunar
og teljum við að nám í hjúkrun hafi
fylgt þeirri þróun mjög vel. Þróunin
annars staðar í heiminum virðist víða
hafa verið mjög svipuð, æ fleiri lönd
hafa verið að færa hjúkrunarnám á
háskólastig, enda er það í samræmi
við stefnu Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar. *
Með aukinni tækni eru gerðar sí-
fellt flóknari aðgerðir. Legutími
sjúklinga á sjúkrahúsum styttist
þannig að sjúklingar eru mun veik-
ari á meðan á innlögn stendur. Þess
vegna eru vandamál skjólstæðinga
oft afar flókin og kreíjast aukinnar
þekkingar sérmenntaðs starfsfólks.
Mikilvægt er að leyst sé fljótt úr
þeim vandamálum sem upp koma,
annars er hætta á að legutími leng-
ist með tilheyrandi kostnaði og e.t.v.
meiri óþægindum fyrir sjúklinginn.
Einnig fer öldruðum fjölgandi í þjóð-
félaginu með mörg og flókin vanda-
mál sem krefjast mikillar þekkingar
til að hægt sé að veita heildræna
hjúkrun.
Sem svar við þessari þróun hafa
orðið þessar margumræddu breyt-
ingar á hlutfalli hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða. Sama þróun hefur átt
sér stað víða erlendis. Markmiðið
með þessari þróun er auðvitað að
auka gæði þjónustunnar og gera
hana skilvirkari. Þannig hefur hjúkr-
unarfræðingum víða verið fjölgað en
sjúkraliðum á sömu stöðum fækkað.
í Við getum skilið að sjúkraliðar eigi
erfitt með að sætta sig við það. Víða
er þó enn skortur, bæði á hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum og þá
ekki síst í öldrunarþjónustunni en
þar þekkja greinarhöfundar vel til. Á
þeim vettvangi nýtist nám og reynsla
beggja þessara stétta mjög vel. Það
er okkar reynsla að í öldrunarþjón-
ustunni hafi hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar unnið mjög vel saman.
Þannig gengur okkur best að veita
skjólstæðingum okkar þá hjúkrunar-
þjónustu sem uppfyllir gæðakröfur
nútímans.
Við völdum þá leið að fara í hjúkr-
unarnám að loknu sjúkraliðanámi
þegar við fundum hjá okkur þörf á
að bæta við þekkingu, auka víðsýni
og víkka út starfssvið okkar. Það er
hvatning okkar til sjúkraliða sem eru
í slíkum hugleiðingum að gera slíkt
hið sama. Sjúkraliðanámið og starfs-
reynsla okkar sem sjúkraliðar reynd-
ist okkur gott veganesti fyrir nám í
hjúkrun. Hjúkrunarnámið er að okk-
ar mati skemmtilegt og gagnlegt
nám sem er í stöðugri þróun í takt
við breyttar þarfir heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Höfundnr eru hjúkrunnr-
fræðingar og starfa sem
lijúkrunnrfræðingar á
öldrunnríækningndcildum
Borgarspítalnns.
Valgerður Lísa Dagmar Huld
Sigurðardóttir Matthíasdóttir