Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 32

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ORN ARNARSON + Örri Arnarson fæddist 26. ág- úst 1970 í Reykja- vík. Hann lést af slysförum á Flúð- um 26. maí 1994. Orn var sonur Dagmarar Jóhann- esdóttur og Arnar Steingrímssonar, sem er látinn. Sljúpfaðir Arnar var Hannes R. Sig- urðsson. Systir Arnar var Anna Margrét Arn- ardóttir, fædd 1962. Útför Arnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. í DAG þegar við kveðjum Örn Amarson eða Ödda eins og hann var jafnan kallaður er okkur efst í huga minning um góðan dreng. Kvöldið áður en hið hörmulega slys átti sér stað leit hann inn í suamrbústaðinn hjá okkur, honum fylgdi glaðværð og ferskleiki eins og jafnan áður. Þetta kvöld ræddi hann mikið um sín framtíðaráform. Hann hafði hug á því að setjast aftur á skólabekk og mátti skynja að nú væri hann búinn að gera upp við sig hvað hann ætlaði sér. „Heyrðu Siggi, það er eitt sem ég þarf að biðja þig um að hjálpa mér með og ég kem fljótlega til þín“, sagði Óddi. Öm var bjartsýnn og leit björt- um augum á framtíðina. Sem við stöndum og horfum á eftir honum ganga frá okkur um- rætt kvöld, með félögum sínum, ákveðið en þó hraðar en var hans vani, þá fínnst okkur ótrúlegt að þetta hafi verið í síðasta skipti, sem við sáum hann. En við verðum að trúa því að góður Guð hafi ætlað honum annað hlutskipti og sú að- stoð, sem hann hafði óskað eftir, verði að bíða um sinn. Öm kom inn í fjölskyldu okkar fyrir mörgum ámm, þá barn að aldri, ásamt móður sinni og systur þegar móðir þeirra giftist Hann- esi, bróður Lilju. Hann vann hug og hjarta allra í fjölskyldunni, hafði sérstaklega létta lund, næmt skop- skyn, þjónustulund og var einstak- lega þægilegur í umgengni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Við vilj- um sérstaklega flytja kveðju frá ömmu, sem síðasta kvöldið í sumarbústaðnum gat faðmað hann innilega, en með þeim voru ávallt miklir kærleikar og gagnkvæm væntumþykja. Öddi átti eina systur, Önnu, en smband þeirra systkina var mjög náið og kærleiksríkt. Öm Steinar, sonur Ónnu, var hans augasteinn. Elsku Dagga, Hanni, Anna, Guðmundur og Öm Steinar, sorgin er þungbær, en við verðum að læra að lifa með henni og takast á við h^na. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk á þessum erfíðu tím- um. Minningin um elskulegan dreng ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsiriffiítr i sínia 29900 mun ávallt lifa í hjört- um okkar allra. Lilja og Sigurður. Þegar ungur maður í blóma lífsins fellur skyndilega frá, með voveiflegum hætti, hljótum við að spyija hver vegna. Við því er aðeins eitt svar sem okkur finnst þó svo ófullnægjandi. Menn- irnir áætla en Guð ræður. Ég kynntist Ödda í heimavistarskóla fyrir tíu ■ ámm. Þá bundumst við sterkum vináttu- böndum sem aldrei rofnuðu. Mér er enn í minni hvernig mér fannst lífskrafturinn geisla af honum þeg- ar ég sá hann fyrst. Hann virtist alltaf vera í góðu skapi, síbrosandi og kátur enda einstaklega vinsæll og ötull í öllu félagslífi. Framkoma Ödda var þannig að fólk laðaðist ósjálfrátt að honum. Ég minnist margra skemmtilegra ferðalaga okkar um landið. Alls staðar átti Öddi vini og kunningja og hann lét sér sjaldan nægja að kinka kolli, hann gaf sér tíma til að tala við fólk. En undir léttu yfirbragði bjó líka alvara. Öddi var dugnaðarforkur, nákvæmur og vandvirkur við það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti sér stóra drauma og naut þess að skipuleggja framtíð- ina. Hann ætlaði sér mikla hluti í lífínu og hann hafði burði til að takast á við þá. Öddi markaði djúp spor í lífi mínu. Hann var minn besti vinur og honum gat ég alltaf treyst, hvað sem á gekk. Það var gott að ræða við hann um lífið og tilver- una. Allt milli himins og jarðar. Skiptast á skoðunum, þiggja góð ráð og reyna að gefa. Slíkan vin er gott að eiga og fyrir það þakka ég nú. Við höfðum ákveðið að ferðast saman til útlanda í sumar en nú skilja leiðir um sinn. Kæri vinur, það er huggun harmi gegn að þú ert nú leystur frá öllum þrautum og ég veit að góður drengur á vísa góða heimkomu.. Ég sendi foreldrum og öllum ástvinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur._ Jón Om Guðmundsson. Á sorgarstundu verða orð oft svo lítils megnug. Mig langar þó að reyna að festa á blað fáeinar minningar um Ödda enda var hann aufúsugestur á heimili mínu um langt árabil og ég fylgdist með honum breytast úr unglingi í full- orðinn mann. Fljótlega eftir að Öddi fór að koma í heimsókn með syni mínum, Jóni Erni, fann ég að Jón hafði eignast góðan og traustan vin. Eftir því sem ég kynntist Ödda nánar þeim mun betur kunni ég að meta hann. Hann hafði ljúfa og prúða framkomu, var brosmild- ur og einlægur, þó. e.t.v. örlítið feiminn, en alltaf var stutt í glettn- ina. Röddin var lág og þægileg. Ég minnist þess að stundum kom hann þegar Jón var að vinna ein- hver viðvik á heimilinu og þá var ekkert sjálfsagðara en að ganga bara í verkin með honum. Tillits- semi og hjálpsemi voru kostir sem prýddu þennan unga mann. Hann var líka barngóður og ég sé hann . fyrir mér gantast við barnabörnin mín í stofunni hjá mér. Mér er það líka minnisstætt hve elskulega hann þakkaði fyrir sig. Nú vil ég þakka góð kynni. Ég mun sakna þess að sjá þennan brosmilda unga mann með elskulegu framkomuna og jiægilegu röddina. Ég votta foreldrum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Rannveig Björnsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú .með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég votta aðstandendum og vin- um Ödda rnína dýpstu samúð. Megi almættið gefa ykkur öllum þann styrk sem þarf til að takast á við sorgina og söknuðinn nú þegar Öddi okkar hefur verið kvaddur yfír í annan heim. Öddi minn, hvíl þú í friði. Guðný Höskuldsdóttir. Aldrei er svo bjart yfir öðlings manni að ekki geti syrt jafn sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að ekki geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) í dag kveðjum við góðan dreng. Það er ákaflega erfitt að meðtaka þvílíkt reiðarslag sem það, að ungt fólk sé kallað burt í blóma lífsins. Upphaf kynna okkar Ödda urðu þegar við vorum bæði á bams- aldri. Um sex ára aldur lágu leiðir föður míns og móður hans saman. Við hittumst því oft alla okkar æsku. Síðastliðið ár hef ég dvalið á heimili þeirra vegna náms míns. Kynntist ég horium þá enn betur og nú sem fullorðnum manni. Þau kynni er ég mjög þakklát fyrir. Hann var einstakt snyrtimenni og hans notalegi og hlýi persónu- leiki bókstaflega miðlaði frá sér góðvild til allra í daglegri um- gengni. Svo einlægur og hjartahlýr sem hann var. Nýlega sagði Öddi mér, er við sátum yfír kaffibolla, að nú væri hann búinn að marka lífsstefnuna. Hann ætlaði sér að læra og var búinn að sækja um skólavist næsta vetur. Við spjölluðum í einlægni vítt og breitt um lífið og tilveruna, svo sem að virða það sem maður á og vera að eilífu þakklátur sínum foreldrum. Sterklega kom fram frá Ödda hversu vænt honum þótti um móður sína. Einnig að rétt væri að leita sér einhverrar menntunar og búa sig þannig sem best undir lífið. Eins og Öddi sagði: „Svo að maður verði betur undir það búinn að sjá fyrir fjölskyldu seinna meir, þegar sú rétta finnst í fyllingu tímans.“ Ég er viss um að sú stúlka hefði ekki verið svikin með hann sem lífsförunaut ef honum hefði auðn- ast líf og heilsa. Eins er ég viss um að þessari lífsstefnu hefði hann haldið ótrauður áfram. Undan- farna mánuði hafði Öddi af sínum meðfædda dugnaði unnið af atorku langan vinnudag og tekið alla þá aukavinnu sem bauðst. Það sem einkenndi Ödda var hógværð og lítillæti. Öddi hafði lítið gert sér til upp- lyftingar undanfarið þegar hann fór í sína örlagaríkustu ferð með sínum traustu og góðu félögum. Úr þeirri ferð auðnaðist honum ekki að koma aftur. Hann var kall- aður til annarra og æðri starfa á öðrum vettvangi. Hugheilar samúðaróskir, elsku Dagga mín, pabbi, Anna, Guð- mundur og Örn Steinar, sem varst ætíð augasteinninn hans Ödda frænda þíns. Guð gefí ykkur styrk til þess að mæta þessari miklu sorg. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Þú varst ætíð svo innilegur við mig og kallaðir mig alltaf Mar- gréti systur, því segi ég, hvíl þú í Guðs friði, elsku Öddi bróðir. Margrét Harpa Hannesdóttir. Öminn flýgur fugla hæst, í forsal vinda. Hinir sér það láta lynda, leika, kvaka, fljúga og synda. Þessi vísa kemur upp í hugann þegar við kveðjum einn okkar allra besta vin. Hún lýsir vel vinahópn- um. Við kynntumst Ödda í Skógar- skóla veturinn 1985-86. Síðan þá höfum við verið nær óaðskiljanlegir. Margs er að minnast frá þessum tíma því mikið höfum við brallað saman. Eitt fyrsta ævintýrið gerðist sumarið sem við urðum sextán ára. Öddi, við og fleiri félagar keyptum okkur bíl fyrir einhveija helgina og ókum austur að Skógum þar sem við skemmtum okkur saman. Þegar helginni lauk og komið var að því að greiða bílinn fór heldur að kárna gamanið því ekki höfðum við gert neinar áætlanir svo langt fram í tímann. Svo fór að við skiluðum bílnum á þeim forsendum að við værum of ungir til að stofna til skulda og litum á þá greiðslu sem þegar hafíð farið fram sem leigu fyrir afnot af bílum. Seljandi bílsins var sáttur við þau málalok. Svona var Öddi. Það varð að framkvæma hlutina strax. Slór var bannorð í hans huga, eins og hann skynjaði að tíminn væri stuttur. Öddi var leitandi og lærði mikið á stuttum tíma. Hann reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum en fann sig hvergi fyrr en hann tók að sér versl- unarstjórastarf í matvöruverslun. Stóð hugur hans til viðskiptanáms og hafði hann sótt um skólavist í háskólanum að Bifröst. í félagslífi var Öddi mjög áber- andi, hvar sem hann var. Hann lék með leikfélagi Tálknafjarðar, söng í söngleik með Fjölbrautaskóíanum á Sauðárkróki og lék í einu fyndn- asta atriði sem við höfum séð á árshátíð hjá Þórsbergi hf. á Tálkna- fírði. Hann hafði mikla hæfileika á öllum sviðum. Hið afdrifaríka ferðalag hófst á hvítasunnudag. Öddi og vinnufé- lagi hans höfðu skipulagt ferðina og hlakkaði hann mikið til að fá frí frá erli dagsins. Á Flúðum hitt- ust allir félagarnir og lagði Öddi sig allan fram um að okkur vanhag- aði ekki um neitt. Þessi helgi átti að vera skemmtileg. í sumarbústað hjá foreldrum hans stóð hann yfir grillinu eins og honum var einum lagið. Hann unni sér ekki hvíldar fyrr en allir voru mettir og ánægð- ir. Á eftir var haldið í Skjólborg og skemmtu allir sér hið besta. Um morguninn gerðist þetta hræði- lega slys. Þau gera svo sannarlega ekki boð á undan sér. Það er sárt að geta ekki afstýrt svona slysum. Öddi var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans og sátum við, ásamt fjölskyldu hans, við hlið hans þar til yfír lauk. Þökk- um við starfsfólki Landspítalans fyrir mjög góða aðhlynningu og stuðning á allan hátt. „Vinur! Þú hefur verið borgari í þessari miklu borg. Hveiju máli skiptir, hvort það hefur verið í fímm eða þijú ár? Sömu lögin gilda fyrir alla. Hvaða harðleikni er um að ræða, ef það er ekki svipa einræðis- herrans eða neinn ranglátur dóm- ari, sem rekur þig í útlegð, heldur sköpin sjálf, sem færðu þig hingað, rétt eins og leikstjórinn rekur út leikbrúðumar, sem hann hefur sett á sviðið? — „En hlutverki mínu er ólokið. Þættirnir eru fímm og að- eins þrír úti!“ — Satt segir þú. En í leik lífsins nægja þrír þættir, því Hann hefur ákveðið leikslokin. Hann, sem eitt sinn skóp tilveru þína og leysir þig nú af hólmi. Þú ert saklaus af hvoru tveggja. Far því sáttur við einn og alla, því að hann, sem býður þér að hverfa, er sáttur við þig.“ Markús Árelíus Hinn mikli listamaður Michel- angelo sagði eitt sinn: „Dauðinn og ástin em vængirnir sem bera góðan mann til himins.“ Við eigum góðar minningar um Ödda og styrkja þær okkur í sorginni. Dagrnar, Hannes, Anna, Guð- mundur, Örn Steinar, Margrét og aðrir vinir og vandamenn. Við send- um ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi ykkrn öll. Ásbjörn Þór Ásbjörnsson, Oskar Þór Hallgrímsson. í dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga sem svo alltof ungur lést af slysförum. Við kynntumst Erni síðastliðið haust þegar hann kom að vinna með okkur. Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar við hugsum til baka, en of langt væri að telja það allt upp hér. Örn var glaðlyndur og gefandi persónuleiki sem auðvelt var að kynnast og oftast var stutt í brosið þó eitthvað bjátaði á. Örn var dug- legur og hugmyndaríkur og fram- tíðaráformin voru mörg. Alltaf að koma nýjar og nýjar hugmyndir. Við hefðum viljað sjá eitthvað af þeim verða að veruleika, en þegar æðri máttarvöld grípa í taumana fáum við litlu ráðið. Elsku Örn, við eigum eftir að sakna þess sárt að sjá glettnisbros- ið þitt og heyra smitandi hlátur þinn. Við munum minnast þín um ókomin ár og viljum þakka þér fyr- ir þann tíma sem við fengum að eiga með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Marp er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum kveðjum við þig og sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu þinnar og ann- arra aðstandenda. Starfsfólk 10-11, í dag kveð ég minn mæta vin Öm Arnarson með sorg í huga og tómarúmi í hjarta. Það er á stundum sem þessum sem orð eru vanmáttug til að lýsa tilfinningum sínum. Við Öm áttum okkar góðu stundir en sjaldan betri en þennan örlagaríka dag er hann féll frá. Þó sorgin sé mikil og eftirsjáin þá get ég litið til baka með miklu þakklæti og sagt að mér var mikill heiður að kynnast og eiga að svo traustan og góðan vin. Ég mun minnast þín alla ævi. Nánustu ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð á sorgarstund. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfí Jesús í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (V. Briem.) Albert Örn Eyþórsson. Þegar ég fékk þær fréttir að Örn væri látinn var fyrsta hugsun mín: Af hveiju? Síðan minntist ég þessa unga manns. Hversu barngóður og hjálplegur hann var og þeirrar glað- værðar er umlék hann. Mér fannst ávallt gaman að spjalla við Örn og oft á tíðum leitaði hann ráða hjá mér í sambandi við framtíð sína. Framtíð er var þessum unga manni björt og óráðin. En skyndilega er Örn farinn. Eg á, í hjarta mínu, minningu um góðan dreng. Elsku Dagga, Hannes, Anna, Guðmundur og Öm Steinar. Ég og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.