Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 15
ERLENT
Hersveitir uppreisnarmanna hafa yfirhöndina í borgarasty rj öldinni í Rúanda
Flótta-
fólkið
fær að
fara
Kigali. Reuter.
UPPREISNARMENN og
stjórnarherinn í Rúanda sam-
þykktu í gær að hafa samvinnu
um það að leyfa Sameinuðu þjóð-
unum (SÞ) að flytja á brott þús-
undir flóttamanna sem komast
ekki frá höfuðborginni Kigali.
Hins vegar eru engar vonir taldar
á vopnahléi í bráð. Hlutlausar
þjóðir samþykktu á fundi sínum
í gær að skora á Öryggisráð SÞ
að koma á fót hersveit sem send
verði til Rúanda til að koma á
friði í landinu.
Að sögn starfsmanns SÞ kom
vopnahlé stuttlega til umræðu í við-
ræðum hinna stríðandi fylkinga.
Hins vegar hafi engin niðurstaða
fengist enn. Sagði hann viðræðurn-
ar ganga vel en bjóst þó ekki við
að uppreisnarmenn samþykktu
vopnahlé fyrr en þeir hefðu náð
hernaðarmarkmiðum sínum, sem
eru að ná Kigali á sitt vald. Hafa
þeir undirtökin í átökunum.
Sameinuðu þjóðirnar stöðvuðu
starfsemi sína í Rúanda á þriðjudag
eftir að friðargæsluliði frá Senegal
féll í sprengjuárás uppreisnar-
manna. Hófu SÞ viðræður við leið-
toga þeirra til að tryggja öryggi
friðargæsluliðanna og segja tals-
menn SÞ vandamálið vera sam-
skiptaerfiðleika á milli leiðtoganna
og óbreyttra uppreisnarmanna, sem
séu byssuglaðir með afbrigðum og
skjóti á hvað sem fyrir verði.
í slæmu ásigkomulagi
Hryllingnum linnir ekki í landinu.
Læknar á sjúkrahúsi Rauða kross-
ins í Kigali sögðust í gær hafa tek-
ið á móti 40 slösuðum, þar á meðal
10 hermönnum og 10 börnum með
sprengjusár. Voru margir hinna
slösuðu í skelfilegu ásigkomulagi.
Þá töldu starfsmenn Flóttamanna-
hjálpar SÞ að minnsta kosti 25 lík
sem flutu niður Kagera ána, á
landamærum Rúanda og Tansaníu,
á hálftíma.
Óttast hjálparstarfsmenn í ná-
grannaríkinu Búrúndí nú að vegna
flóttamannastraumsins muni ætt-
flokkastríðið milli hútúa og tútsa
breiðast út en þessir tveir ættflokk-
ar eru fjölmennastir í Búrúndí líkt
og í Rúanda.
London. Reuter.
STARFSMAÐUR á kalkúnabúi í
Bretlandi, sem þráði að verða guð-
fræðingur og heimspekingur, var
nýlega fundinn sekur um að stela
að minnsta kosti 42.000 bókum af
almenningsbókasafni til að upp-
fylla óskir sínar um fræðgrúsk.
Duncan Charles Le Worsley
Jevons, 49 ára, var einbúi og vina-
laus, að frátöldum ketti sinum.
Hafði hann smám sanian dregið
sig inn skel, lokaðan heim gam-
alla fræða, og fyllti hann heimili
sitt af um 52.000 bókum til upp-
fylla löngun sína til fræði-
mennsku. Talið er að verðmæti
bókanna nemi um 50 milljónum
króna.
Upp um hann komst þegar
hann reyndi að selja eina af bók-
um sínum á bókamarkaði. Athug-
ull kaupandi rak augum í merki
frá bókasafni og lét lögreglu vita.
Er bankað var upp á hjá Jevons
kom í (jós að hann hafði raðað
hinum stolnu fræðiritum afar ná-
kvæmlega upp og skráð bækurn-
ar. Hins vegar þykir útilokað að
hann hafi getað lesið þær allar.
Reuter
FOLK með eigur sínar á flótta frá Kigali, höfuðborg Rúanda. Illa hefur gengið að koma flóttafólki á brott á meðan SÞ bíða liðsstyrks.
Clinton á fundi með Jóhannesi Páli páfa
Osammála um
fóstureyðingu og
getnaðarvarnir
Páfagarði. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hét því í gær eftir fund með
Jóhannesi Páli páfa II að berjast fyrir hagsmunum fjölskyldunnar
en mikill ágreiningur um fóstureyðingar og getnaðarvarnir hefur
sett sitt mark á samskipti Páfagarðs og bandarfekra stjórnvalda að
undanförnu. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vonast til að
heimsókn Clintons verði til að draga úr áhyggjum í öðrum Evrópu-
ríkjum af þátttöku nýfasista í stjórn landsins.
Búist hafði verið við, að fundur
þeirra páfa og Clintons gæti orðið
dálítið erfiður því að Páfagarður
óttast, að mannfjöldaráðstefna
Sameinuðu þjóðanna í september
muni lýsa yfir stuðningi við fóstur-
eyðingar og getnaðarvarnir og
verða til að grafa undan fjölskyld-
unni.
Fóstureyðingar verði
undantekning
Clinton er hlynntur rétti til fóstur-
eyðinga svo ekki sé talað um getn-
aðarvarnir en leggur áherslu á, að
hann líti ekki á fóstureyðingar sem
aðferð við að takmarka fólksfjölg-
un, heldur sem undantekningu.
Berlusconi feginn komu
Clintons
Dee Dee Myers, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær, að fundur
þeirra Clintons og páfa hefði verið
ánægjulegur þótt þá hefði greint á
um ýmislegt. „Forsetinn lagði
áherslu á ábyrga stefnu í mann-
fjölgunarmálum og á stuðning sinn
við fjölskylduna,“ sagði hún.
Clinton, sem er kominn til Evr-
ópu vegna hálfrar aldar afmælis
innrásarinnar í Normandí, er fyrsti
Þráði grúsk
og stal 42
þús. bókum
Voru margar þeirra gamlar og
þaktar ryki.
Jevons reyndist vel heima í
fræðum heilags Tómasar frá Aqu-
ino, heimspeki Nietzsches og
Kants og tónlist Bachs. Þá voru
hillur hans fullar af heiðursmerkj-
um og hettum af háskólaskikkjum
skóla sem hann hafði aldrei sótt.
Við yfirheyrslur fullyrti Jevons
að hann hefði keypt um 10.000
bækur, en hinum hefði hann stol-
ið á síðustu áratugum frá söfnum
og kirkjum í London, Cambridge
og Durham. Meðal þess sem hann
stal voru öll bindin af Brittanicu-
alfræðiorðabókinni úr klaustri í
Suffolk. Höfðu systurnar í klaust-
inu mikið fyrir því að safna fé
fyrir nýrri Brittanicu, til þess eins
að horfa á bak henni, því Jevons
stal þeim bindum einnig.
Jevons var oft með stóra hand-
tösku sem hann laumaði bókunum
í en liann setti bækur einnig inn
á sig eða henti þeim út um glugga
og hirti þær síðar. Hann hefur nú
verið dæmdur i 15 inánaða fang-
elsi.
Reuter
Á páfafundi
VEL fór á með Clinton og
páfa og voru þeir sammála
um margt en alls ekki allt.
Páfi er andvígur fóstureyð-
ingum og getnaðarvörnum
en Clinton er á öðru máli
hvað það varðar. Hann legg-
ur þó áherslu á, að fóstureyð-
ingar megi aldrei verða að-
ferð við að halda aftur af
fólksfj ölguninni.
erlendi þjóðhöfðinginn, sem sækir
Berlusconi, forsætisráðherra ítal-
íu, heim. Vonast ítalska ríkis-
stjórnin til, að heimsóknin verði
til að bijóta ísinn gagnvart ríkis-
stjórnum, sem hafa áhyggjur af
þátttöku nýfasista, og hún hefur
fagnað ummælum Clintons í við-
tali við ítalska sjónvarpið í síðustu
viku. Þá sagði hann, að ríkisstjórn
Berlusconis hefði verið kjörin í
kosningum og ætti þess vegna að
fá sitt tækifæri.
Alnæmis-
veiran snýr
á ónæmis-
kerfið
London. Reuter.
ALNÆMISVEIRAN getur ekki
einungis villt á sér heimildir og
platað ónæmiskerfið heldur get-
ur hún einnig gert varnarkerfi
líkamans tímabundið óvirkt, að
sögn breskra vísindamanna sem
gera grein fyrir niðurstöðum
rannsókn sinna í nýjasta hefti
tímaritsins Nature.
Ónæmiskerfi líkamans bregst
kröftuglega við alnæmisveir-
unni en henni tekst þó jafnan
að forðast T-frumur sem sendar
eru henni til höfuðs. Segjast
bresku vísindamennirnir hafa
komist að því að alnæmisfruman
breytir próteinum á yfirborðinu
þann veg að T-frumurnar geta
ekki greint þær. Ennfremur
segjast þeir hafa leitt í ljós að
veiran geti gert T-frumurnar
' skaðlausar.
„Svo virðist sem varnarkerfi
alnæmisveirunnar sé það
margslungið að hún komist oft-
ast undan,“ sagði einn vísinda-
mannanna í viðtali við blaða-
menn. Hann sagði að nú væri
reynt að finna út með rannsókn-
um hvernig T-frumurnar væru
gerðar óvirkar.
Lifrarbólguveiran svipuð
í sama hefti Nature er skýrt
frá niðurstöðum annars vísinda-
hóps sem komst að því að veirur
sem valda lifrarbólgu geta snúið
á T-frumurnar með svipuðum
hætti og alnæmisveiran.
Húseigendur ath!
Lekurþakið, skyggnið eða svalirnar?
Extrubit
þakdúkurinn er lausnin. 6 ára ábyrgð.
Er komin móða eða raki á milli glerja?
Þakdúkar, þakdúkalagnir, móðuhreinsun glerja.