Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 21

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 21 LISTIR Birtu slær á burstir og hlyni BOKMENNTIR Ljódabók SLÆGJUR eftir Sverri Pálsson. Höfundur gefur út, 1994 -112 síður. 1.800 kr. SLÆGJUR eftir Sverri Pálsson fyrrverandi skólastjóra á Akureyri stendur að ýmsu leyti efnislega sér meðal nútímaljóða. Hún á fremur sammerkt í því sem fyrir margt löngu var ort en sígilt er. Andi sam- tímans svífur þó yfir og staðfestir nærveru sína. Fyrir næstum öld hefðu fremstu ljóðin í bókinni verið lögð að jöfnu við ljóð þeirra skálda er helst sáu þjóð sinni fyrir andlegri auð- legð og lágu á tungu hennar í öllu veraldar- vafstrinu, glöddu og gæddu og höfundar þeirra því títt góðskáld kölluð. Hér verður fremur fjallað um ljóðin á kenndrænum nótum en faglegum. Að hætti vammlausra byrjar skáldið á óði til konu lesanda í þeirri staðreynd að maður- inn er órjúfanlegur hluti af dýrð hennar og hamförum, mold og jörð. Lækurinn getur orðið slíkt undur og hann hertekur svo hug skáldsins að úr verður langt ljóð - mörg erindi. En lækurinn kann sér ei læti í logheitum sólaryl, kastar sér beint af bergi í bláan og djúpan hyl, kútveltist stall af stalli, steypist í iðuþröng, syngur í fossum og flúðum fagnaðarsöng. Ljóðið Nautsvík minnir um margt á hin stórbrotnu söguljóð eftir norska skáldið Petter Dass (f. 1647), heill ljóðabálkur. Túnið er bæði bratt og þýft, búsældin meiri víða. Héma var aldrei lötum líft landsetum grýttra hlíða. Elta þarf féð um eggjar og skörð, og illt er stundum að rata, er veturinn æðir með veðrin hörð, og viðsjál mörg hamragata. Sverrir Pálsson sinnar. Hnitmiðað og ylríkt ijóð. Síðan er ljóðum raðað niður eftir efni þeirra. Land og líf geymir að mínu mati helstu ljóðin. Þar svipar mörgu til ljóða aldamótaskálda. Náttúran, töfrar hennar og það líf er í henni hrærist orkar svo sterkt á skáldið að það fangar um sinn hug Um ársins hring nefnir skáldið árstíðavísur sínar. Vorið og haustið eiga þar drýgstan hlut. ( Ylgeislum björtum eys um haf og svörð lífgjafínn alls þess, sem andar á jörð. Ýmsum ætlað geymir tækifæris- ljóð og ljóð til einstaklinga'á hátíðar- stundum í lífi þeirra. Heiidaryfir- bragð þeirra er hlýlegt og létt hvort sem ort er um manninn eða kirkj- una. Kirkja, vor milda móðir, miskunnar tærasta lind, hjá þér fær breyskur bróðir bætt fyrir hveija synd. í örlagaveðrum veitir vængur þinn öllum skjól, hörmum í blessun breytir birtan frá drottins sól. Hálfkæringur. Ekki eru þessi ljóð satíra en sum þeirra hótfyndin eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru dálítið á skjön við önnur ljóð í bók- inni og spurning hvort ekki hefði mátt geyma þau. Nokkrar þýðingar eru aftast í bókinni. Verð ég að játa að höfund- ar þerira eru mér ókunnir að mestu. Þótt meginhluti ljóðanna í bókinni lúti rími og hefðbundnu ijóðformi, sýnist skáldið kunna vel fyrir sér á öðrum vettvangi. Leiðarstjarnan ljómar sívökul, verpur glófögur geislar hreinum yfír myrkvaðar mannlífs brautir, björt og skær af bláum himni. Það er í samræmi við veigamestu ljóðin að bera fyrir sig hátt gagnrýn- enda á fyrstu tugum aldarinnar og gaumgæfa þá mynd er Ijóðin gefa af sjálfu skáldinu. Hér birtist hún í falsleysi og vandvirkni þess sem er hæfileikaríkur og beitir orðkynngi. Gott skáld og enginn nýgræðingur á ritvelli, heldur kunnur af skrifum sínum, þótt í öðrum greinum ritlistar sé. Bókin er sérlega vönduð og falleg í útgáfu. Jenna Jensdóttir ,U /'l v I/ /|>) <U) /1C > r'\ V l !r\ i j unC/JUn ijrl <.. í Mjódd iparsteik ..............kr. 995,-kg autakótelettur .........kr. 890,- kg autabógsteik .......... kr. 695,- kg amborgarar m/brauði ....kr. 47,-stk vínasíða........................kr. 390,-kg vínabógsneiðar.........kr. 389,- kg rón matarkex....................kr. 109, óper kaffi 500 g .........kr. 199,- rísgrjón 1 kg .............kr. 59,- ÖSE hrísgrjón 1/2 kg ......kr. 45,- veiti 2 kg....................kr. 59,- ykur2kg.......................kr. 119,- ólkjarnabrauð ............kr. 105,- plalengja......................kr. 190,- t -;f, ‘JJXí & ■U'WUj. UU AFGREfflSLUTBVII Mánudaga - föstudaga kl. 9 - 21 Laugardaga og sunnudaga kl. 10 -16 MATVÖRUMARKAÐUR BREIÐHOLTSBÚA _______ j Vid erum 3ja ára Dagana 1. til 3. júní höldum við upp á 3ja ára afmæli Borgarkringlunnar. Við gefum þremur heppnum viðskiptavinum okkar veglega afmælisgjöf. Kl. 15.30 þessa daga verður nafn einhvers viðskiptavinar dregið út í beinni útsendingu á Bylgjunni og fær hann gjafakort Borgarkringlunnar að verðmæti 20.000 kr. Vinningshafinn getur síðan verslað að vild í öllum verslunum Borgarkringlunnar. Hvernig er ég með? Þegar þú verslar í Borgarkringlunni skráir þú þig, skilur miðann eftir í versluninni og þá áttu möguleika á að hreppa hnossið A afmælisdögunum er fjöldi glæsiiegra afmælistilboöa sem vert er að skoða: 20% 50% 50% 15% 20% 20% afsláttur af öllum fatnaöi í Plexiglas. afsláttur af skartgripum í Rauða vagninum á 2. hæð. afsláttur af snyrtitöskum og siæðum á aðeins kr. 999,- (áður kr. 2.390,-) í Bláa fuglinum. afsláttur af peysum og buxum barna, gammosíum og afabolum fullorðinna hjá UNO. afsláttur af Oilily buxum og úlpum í Fiðrildinu. afslát+ur af öllum umgjörðum hjá Gleraugnasmiðjunni. 40% afsláttur af jökkum og 60% afsláttur af skokkum í Mömmunni. 15% afsláttur af sumarbolum, slæöum og skartgripum í Kokkteil. 15-30% afsláttur í Tískuversluninni Liv. Nýjar vörur. 20% afsláttur af sumarbolum í Hárprýði-Fataprýði. 20% afsláttur af öllum glösum hjá Hirti Nielsen. 50% afsláttur af Taylors te og tesfum hjá Whittard of London. 20% afsláttur af tertum og kaffi í Nýja kökuhúsinu. 15% afsláttur af snyrtivörum og 20% afsláttur af förðuarnámskeiðum hjá Make up forever búöinni Frá 1.000 kr. dömu- og herraskyrtur í Fil a Fil. 2ja hraða Mitsumi geisladrif 20.000 kr. og með Encanta 29.000 kr. í Tölvulandi. 15% af sandölum hjá Stepp skóverslun. Verlsanir verða opnar til kl. 18.30, Sólin og 10/11 opin lengur.Gjafakort 10% afsláttur á Earth science snyrtivörum og fljótandi vítamíni hjá Betra lífi. 20% afsláttur af öllum silfurnælum og silfur- hálsmenum hjá Demantahúsinu. Fjöldi afmælistilboða í 10/11 Afmælistilboð í öllum verslunum í Þorpinu. 20% afsláttur af andlitsbööum hjá snyrtistofunni NN. 500 kr. afsláttur af 3ja mánaða kortum hjá Sólinni. Boð'ðupP4'809 K\. I40'3 Á afmælisdögunum verður fjöldi skemmtiatriða. Meðal annars koma fram Brúðubíllinn,, Pláhnetan, Bubbi Morthens, Spoon og Vinir vors og blóma. Eins og í alvöru afmælisveislum fá gestir blöörur, ís frá Emmess, konfekt frá Machintosh, gos frá Ölgerðinni og Whittard of London verður með kynningu. K\. 15.3° K\. A5.30 W.16.00 K\ 16.45 sssrír1 JV*'-'- Rr\\We\s'abefst *U^nSpoon ...og allir saman nú 1, 2, 3... Gjafakort Við viljum vekja sérstaka athygli á því að hægt er að fá gjafakort, sem gilda í öllum verslunum og þjónustumiðstöðvum Borgarkringlunnar. Gjafakortin eru til sölu hjá Blómum undir striganum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.