Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÖNÍ 1994 23 AÐSEIMDAR GREINAR Þarf að setja ný lög um framhaldsskóla? avegi 83 EINSÁRS-1AFMÆLISSKAPI - s í Súlnasal Hótel Sögu á Sj ómannadaginn 5. júní. N E Skemmtidagskrá: s "Þjóðhátíó á Sögu" Harmonikkuleikur, Jóna EinarsdÓttir leikur meðan borðhald stendur. Húsið opnað kl. 19.00. SEINNI GREIN Á UNDANFÖRNUM árum hefur aðsókn að framhaldsskólum aukist mjög mikið. Fyrir 30 árum var inn- an við fjórðungur 19 ára unglinga í skóla. Nú er meirihluti 19 ára unglinga við nám. Á þessum tíma hefur framhaldsskólum fjölgað mikið og nú eru þeir meira en 50 talsins, þar af munu um 20 út- skrifa stúdenta. Vöxtur framhaldsskólanna hefur haldist í hendur við síauknar kröfur almennings og atvinnulífs um menntun og skólagöngu. Þessi vöxtur hefur ekki verið mjög skipu- legur og það er stundum dálítið erfitt að henda reiður á því sem er að gerast í skólamálum. Skólarn- ir hafa lagað sig að breyttum að- stæðum án þess sú aðlögun fylgdi neinu heildarskipulagi. Kennarar og skólastjórnendur hafa séð nýjar þarfir verða til og yfirleitt haft svigrúm til að bregðast við og tek- Skólarnir þurfa að vera sveigjanlegir til að geta mætt þörfum nemenda og samfélagsinsjafn- óðum og þær verða til segir Atli Harðarson. ist nokkuð vel að svara kalli tímans. Árið 1988 var í fyrsta sinn sett heildarlöggjöf um framhaldsskóla- stigið. Þessi lög voru fyrst og fremst staðfesting á því sem orðið var. Um þau var góð sátt og þau hafa dugað vel. Þótt lögin frá 1988 séu góð og starf íslenskra framhaldsskóla á margan hátt til fyrirmyndar þá er kerfið ekki laust við vandamál. Sum þessara vandamála má rekja til þess að nemendur sem gengur illa að læra sækja í auknum mæli í framhaldsnám, sum stafa af niður- skurði á fjárveitingum og lágum launum kennara og sum af breyt- ingum á samfélaginu og vinnu- markaðinum. Kennarar og stjórn- endur skólanna gera sér yfirleitt fulla grein fyrir þessum vandamál- um og reyna eftir föngum að leysa þau. En eins og mörg önnur vanda- mál mannlífsins verða þau ekki leyst með neinum einföldum hætti. Það þarf að fikra sig áfram, taka mið af aðstæðum á hverjum stað og miðla málum andstæðra hags- muna og sjónarmiða. Þetta eru framhaldsskólakennarar um allt land að gera. Þeir eru að fikra sig áfram með fornám handa nemend- um sem hafa náð slökum árangri í grunnskóla, samvinnu við fyrir- tæki, nýjar námsbrautir, markviss- ari undirbúning fyrii háskólanám, gæðamat og bætt faglegt eftirlit, kennslu á sumrin fyrir þá sem ekki fá vinnu og margt, margt annað. Allt þetta starf fer fram í skólunum án þess því sé miðstýrt frá neinum einum stað. Kerfið virkar eins og japönsk fyrirtæki sem hafa tileink- að sér altæka gæðastjórnun. Breytingar og endurbætur á framhaldsskólunum koma að mestu neðan frá — frá kennurunum en ekki frá fámennum hópi „sérfræðinga" eða valdamanna - og einmitt þess vegna eru skólarnir nógu sveigj- anlegir til að geta mætt þörfum nemenda og samfélagsins jafn- óðum og þær verða til. En fyrir vikið er skóla- kerfið líkara villiskógi með krókaleiðum og krákustígum en skipu- legri garðrækt þar sem allar línur eru eins og þær hafi verið dregnar með reglustiku. Undanfarin misseri hefur töluvert verið fundið að fram- haldsskólunum. M.a. hefur verið kvartað undan því að of fáir sæki verknám, lítið sé gert fyrir nemend- ur sem illa gengur og stúdentar séu ekki nógu vel búnir undir há- skólanám. Sumar þessar aðfinnslur eiga við rök að styðjast enda er skólakerfið ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk. En samt eru flestir sammála um að þótt kostnaður við rekstur framhalds- skóla sé lægri hér á landi en víðast annars staðar eru íslenskir ungling- ar ekki verr menntaðir en jafnaldr- ar þeirra í nágrannalöndunum. Þeir sem til þekkja hljóta líka að viðurkenna að skólunum hefur tek- ist ótrúlega vel að laga sig að hröð- um samfélagsbreytingum og auk- inni eftirspurn eftir menntun. í frumvarpi til nýrra framhalds- skólalaga, sem menntamálaráð- Atli Harðarson. herra hefur kynnt fyrir þingmönnum, eru boð- aðar miklar breytingar á framhaldsskólunum. Þetta frumvarp er ekki staðfesting á því sem orðið er, eins og lögin frá 1988 voru, heldur virðist því ætlað að umbreyta skólakerfinu — breyta því úr villi- skógi í skipulega garð- rækt þar sem allar lín- ur eru beinar og allir fletir ferkantaðir. Breytingarnar sem frumvarpið boðar eiga að koma til fram- kvæmda á 4 árum (1995 til 1999) og m.a. að leysa þau vandamál skólakerfisins sem helst er fundið að og getið var um hér að framan. En lausnir á þessum vandamálum rúmast ágætlega innan ramma gildandi laga og í mörgum tilvikum er nú þegar unnið að þeim með góðum árangri. Þær róttæku breyt- ingar sem verða ef Alþingi sam- þykkir frumvarp menntamálaráð- herra eru meira en líklegar til að trufla margt af því umbótastarfi sem fram fer í skólunum. Ný lög sem eiga að leysa vandamál fram- haldsskólanna á fáeinum misserum eru því miður vís til að tefja fyrir lausn þeirra. Höfundur er kemmri við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fordrykkur við komu gesta. Veislukvöldverður: Bleikjufrauð og reyktur laxfrumreitt rnet) hutnri í sóUauksvinaigrette. Lambaliryggsvöövi og nautahnappur (tournedos) með piparsósu. Möndlukarfa með sumarberjum, súkkulaði og rifsberjaís. Kl. 23.00, að loknu borðhaldi, hefst oþinn dansleikur. Hin vinsæla hljómsveit SAGA KLASS og söngvararnir Berglind Björk og Reynir leika og syngja. Miðaverð kr. 4000,- Verð « dansleik kr. 850,- SJOMANNA DAGURINN I HAFNARFIRÐI - lofar góðu! Húseigendur ath! MIXOLiTH einangrunarmúrinn er ódýr og varanleg utanhússklæðning, t.d. á steypuskemmdir. Litaúrval Símar91-870102/985-31560. Fax91-870110.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.