Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 03.06.1994, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 69111Ö, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. VIÐ EIGUM AÐ GANGAí ALÞJÓÐAHVAL- VEIÐIRÁÐIÐ Hagsmunum íslands er betur borgið innan Alþjóðhvalveiði- ráðsins, en utan þess. Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, hefur ítrekað lýst þessari skoðun sinni hér í Morgunblaðinu, nú síðast í þessari viku, þar sem hann sagði að ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins breytti engu um þá skoðun sína. Hann benti á að það væri varasamt fyrir íslendinga að túlka niðurstöðu alþjóðastofnana sér í óhag og reyna síðan að telja sér trú um að hagsmunum íslands væri betur borgið utan þeirra en innan. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra hefur lýst sömu sjónarmiðum og formaður utanríkismálanefndar og m.a. greint frá því, að samtöl hans við stjórnvöld í Japan nú í vor, hafi sannfært hann um að úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hafi verið röng ákvörðun. Undir þessi sjónarmið formanns utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra tekur Morgunblaðið, sem hefur í ritstjórnar- greinum lýst sömu sjónarmiðum, allt frá því í desember 1991. í forystugrein hér í blaðinu þann 10. desember 1991 var fjall- að um tillögu Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, í ríkisstjórn, þess efnis að íslendingar segðu sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu. Þar sagði m.a.: „Þegar við metum kosti og galla úrsagnar er ljóst, að úrsögn fylgja fleiri gallar en kostir ... Þegar litið er á stöðu málsins væri óskynsamlegt af ríkisstjórn- inni að taka ákvörðun um úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu nú.“ Morgunblaðið ítrekaði þessa afstöðu sína í ritstjórnargrein þann 4. janúar 1992, eftir að úrsögn úr ráðinú hafði verið ákveðin. Þar sagði m.a.: „Ríkisstjórnin hefurtekið fljótfærnis- lega og ranga ákvörðun ... Sist af öllu ætti Sjálfstæðisflokkur- inn, sem hefur framar öðrum stjórnmálaflokkum mótað þátt- töku okkar í alþjóðasamstarfi frá lýðveldisstofnun, að hafa frumkvæði að riftun slíks samstarfs án þess að á það hafi reynt til fullnustu ... Það kemur á óvart, að ríkisstjórn, sem er skipuð ábyrgum stjórnmálamönnum, sem eru fulltrúar flokka, sem hafa staðið traustan vörð um utanríkishagsmuni þjóðarinnar, láti hafa sig út í svo vanhugsaðar aðgerðir." Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur nýlega ít- rekað fyrri afstöðu sína til þessa máls, og sagt að niðurstaða ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins hefði ekki áhrif á þá af- stöðu íslenskra stjórnvalda að standa utan við ráðið. Þessi afstaða ráðherrans er röng, m.a. í ljósi þess, að ekkert hefur komið fram, frá því að úrsögn íslands úr ráðinu tók gildi, þann 1. janúar 1992, fyrir tæplega tveimur oghálfu ári, sem rennir stoðum undir að þessi ákvörðun hafi á einn eða annan hátt styrkt stöðu íslendinga eða bætt. Mergurinn málsins er sá, eins og Björn Bjarnason hefur sagt, að réttur íslendinga til þess að hefja hvalveiðar á ný, verður best tryggður með því að ganga aftur í Alþjóðahval- veiðiráðið, með fyrirvara íslenskra stjórnvalda við hvalveiði- bannið. Þótt Morgunblaðið hafi verið varkárt í afstöðu til hvalveiða, enda talið, að stórir markaðir geti verið í hættu, er hitt jafn ljóst, að fámennar þjóðir, sem eiga hagsmuna að gæta á svæðum, þar sem hvalir og selir lifa, eiga þann rétt að nýta þessar tegundir, þegar augljóst er að þær eru ekki í útrýmingarhættu. Fjölgun t.a.m. sela getur haft örlagaríkar afleiðingar í sambandi við fæðuöflun og búsetu, svo mjög sem þessi sjávarspendýr ganga í sameiginlega lífsbjörg. Tímabært er, einkum eftir að áhrifamenn í báðum stjórnar- flokkum, formaður utanríkismálanefndar og utanríkisráð- herra, hafa ítrekað lýst því viðhorfi sínu að úrsögnin hafi verið röng ákvörðun, að málið verði tekið upp á nýjar, leik, í þingflokkum stjórnarflokkanna og í ríkisstjórn. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, á að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Þeir þingmenn og ráðherrar stjórn- arflokkanna sem gagnrýnt hafa úrsögnina úr Alþjóðahval- veiðiráðinu eiga að taka málið upp innan þingflokka sinna og innan ríkisstjórnar, og þar eiga þeir að knýja á um það, að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína. Staða íslendinga að þjóðarrétti er mun skýrari innan Alþjóðahvalveiðiráðsins en utan þess. + Skólastjórar Melaskóla og Hagaskóla láta af störfum eftir áratuga starf Anægður að hætta Mjörn JÓnSSOn, skólastjóri Hagaskóla, er fæddur þann 3. júlí árið 1932 á Ytra-Skörðugili í Skagafirði og verður því 62 ára í ár. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands árið 1959. Hann hóf að kenna við Haga- skóla árið 1960 og 1967 var hann ráðinn skólastjóri. Hann er kvæntur Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur, sérfræðingi hjá Örnefnastofnun, og eiga þau tvö börn. Morgunblaðið/Þorkell Ærið langur tími ►Ingi Kristinsson, skóiastjón Melaskóla, er fæddur þann 29. ágúst 1929 á Hjalla í Grýtubakkahreppi og verður því 65 ára í haust. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskóia íslands árið 1952 hóf hann að kenna í Melaskóla. Hann hefur verið skólastjóri frá árinu 1959, eða í 35 ár. Hann er kvæntur Kristbjörgu Hildi Þórisdóttur, talmeinafræðingi, og eiga þau þrjú börn. Skólamir endurspegla þjóðfélagið IVESTURBÆNUM hafa skólastjórarnir Ingi Kristins- son í Melaskóla og Bjöm Jónsson í Hagaskóla haldið um taumana síðustu áratugi og hafa heilu kynslóðimar notið handleiðslu þeirra. Nemendur Inga flytja sig flestir yfir götuna til Björns eftir að náminu í Mela- skóla lýkur og samstarf þeirra tveggja hefur í gegnum árin verið mikið. Nú eru þeir báðir að láta af störfum. Ingi er að hætta eftir 35 ára starf sem skólastjóri og Bjöm hefur í 27 ár stjórnað Haga- skóla. Báðir segja þeir að örlögin hafi ráðið því að þeir urðu kennarar á sínum tíma, þeir hefðu ekki orðið kennarar af köllun. Þeir hafa þó aldrei séð eftir þessu starfsvali. Skólastjórarnir em samt báðir ánægðir með að vera að hætta. „Mér finnst ég geta glaðst yfir mínu starfi,“ segir Björn. Og Ingi er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa í Melaskóla, með ágætu starfsfólki og nemendum. „Ég hef talið mig heppinn í starfi,“ segir hann. Samstarf þeirra í gegnum tíðina hefur verið talsvert, nemendur Melaskóla hafa flust yfir götuna í Hagaskóla þegar þeir hefja nám í 8. bekk grunnskólans, en Nes- kirkja skilur að skólana þar sem þeir standa við Hagatorg.. Ingi segir að það sé þægileg tilhugsun þegar hann kveður 12 ára gamla nemendur að vita að Hagaskóli tekur við þeim. Hann fylgist yfír- leitt með gengi sinna gömlu nem- enda hjá Birni þegar þeir hittast, en það gera þeir oft. Langur starfstími Bjöm segist hafa fengið pottþétta nemendur frá Inga. „Auðvitað eru nemendur ólíkir og misjafnlega staddir, en ég veit að flest hefur verið gert til að búa vel í haginn fyrir þá,“ segir hann. Ingi tók við starfí skólastjóra árið 1959 en hafði áður kennt í nökkur ár við Melaskóla. Hann segir að árin 35 auk þeirra sjö sem hann kenndi áður en hann varð skólastjóri, sé geysilangur tími og margt hafí breyst á þessum tíma, bæði innan skólans og í þjóðfélag- inu almennt. „Skólinn er spegilmynd af þjóðfélaginu hveiju sinni,“ segir Ingi. Vinna beggja foreldra utan heimilis hefur auðvitað haft sln áhrif. „Á fyrstu ámm mínum sem skólastjóri voru börnin send heim ef kennari veiktist," segir hann. „Það var hægt að gera það þá, því að einhver var heima til að taka á móti börnunum. Nú treysta foreldrar því að nemendur séu í skólanum eins og stundaskráin segir til um.“ Árið 1959 vom 1.279 nemendur í Melaskóla og var þeim farið að fækka eitthvað eftir að nemenda- fjöldinn náði hámarki á ámnum 1956-58. „Þá var skólinn þríset- inn, það voru þijár bekkjardeildir um stofuna á hveijum degi,“ segir hann. Nú nær nemendafjöldi ekki 600 en skólinn er tvísetinn. Kennumm hefur ekki fækkað að sama skapi, eru enn um 40. Ingi segir að kennslu- skyldan hafí minnkað og við upphaf starsfer- ilsins hafí það verið undantekning ef kennarar vora ekki í fullu starfí. Einnig hafi hlutföll kynja í kenna- rastétt breyst, nú sé meirihlutinn konur. Stúlkurnar upplitsdjarfari Björn hóf kennslu árið 1960 í Hagaskóla og sjö árum síðar varð hann skólastjóri. Hann segist hafa tekið eftir því á starfsferli sínum að stúlkur em fijálslegri nú en fyrir 30 'árum. „Jafnréttisumræð- Ingi Kristinsson hefur verið skólastjóri Mela- skóla í 35 ár og Björn Jónsson hefur stýrt Hagaskóla í 27 ár. Nú eru þeir að láta af störf- > * um og Aslaug Asgeirs- dóttir talaði við þá báða af því tilefni. an hefur haft greinileg áhrif,“ seg- ir hann. „Þær em upplitsdjarfari.“ Honum finnst þessi þróun af hinu góða, breytingar séu yfirleitt já- kvæðar. Hegðun unglinga sé líka yfirleitt til fyrirmyndar og síst lak- ari en á 7. áratugnum. Ekki telur hann heldur að virð- ing fyrir kennarastarfínu hafí minnkað á þessum ámm. „Virðing fyrir kennurum fer eftir því hvem- ig þeir sinna starfínu," segir hann. „Þannig öðlast kennarar eigin virðingu og annarra.“ Þegar menn eru búnir að starfa innan sama skóla eins lengi og Ingi og Björn fer ný kynslóð að koma inn í skólana, börn fyrri nemenda. Björn segir að það sé feykilega skemmtilegt að fylgjast með þegar kynslóð númer tvö komi inn í skólann og oft sé hægt sé að þekkja svipinn af foreldmnum. Ingi segir að vissulega hafí ver- ið gaman að fylgjast með því þeg- ar börn fyrri nemenda hófu skóla- göngu. „Það hefur verið skemmti- legt að velta þessu fyrir sér í gegn- um árin,“ segir hann. Þrjár rætur Bjöm og Ingi eru báðir mjög sáttir og ánægðir að vera að hætta. Ingi segir að hann hafí verið búinn að ákveða fyrir nokkru að hætta þegar hann næði 65 ára aldri, enda væri þetta orðinn ærið langur ferill. Hvað tæki nú við ætti svo eftir að koma í ljós, hann væri lítið búinn að velta fyrir sér hvað hann ætl- aði að gera. „Ég er búinn að starfa hér í 42 ár,“ segir hann. „í Melaskóla em mínar rætur og starfsvettvangur, “ og bætir við að hugsanlega eigi ein- hver söknuður eftir að gera vart við sig. Björn segist vera glaður yfir því að vera að hætta. Hann er fullviss um að hann eigi ekki eftir að sakna starfsins og segir að þetta komi til af viðhorfi hans til þess. „Ég ákvað það eftir eitt ár sem kenn- ari að taka vinnuna ekki heim með mér,“ segir hann. „Það hefur verið mér ómetanlegt í gegnum árin.“ Hann segist líta þannig á að hann hafi þijár rætur, ein hafi verið í skólanum en hinar tvær utan hans. Ræturnar utan skólans eru skógrækt á sumrin og þýðing- ar á vetrum. Hann ætlar þó ekki að gera annað hvort tómstunda- starfíð að aðalstarfí, því að þau eigi alltaf að beijast fyrir tilveru sinni. Hvað varðar framtíðina í skóla- málum hér á landi segist Björn auglýsa hér með eftir íslenskri skólastefnu. „Við höfum ekki efni á að hafa áhyggjur af einu eða neinu þegar annar eins tvískinn- ungur ríkir í skólastarfinu," segir hann. „Það er eitt sett á blað og annað framkvæmt." Eitt helsta umræðuefnið í skóla- starfí í Reykjavík undanfarinn vetur hefur verið heilsdagsskólinn sem byijað var með síðastliðið haust. Mikið hefur verið rætt um um hvernig heilsdagsskólanum var hrint í framkvæmd, sumum fannst hafa verið farið af stað án nægilegs undirbúnings, en aðrir fögnuðu tilkomu hans. Heimurinn fer batnandi Ingi telur að það hafí verið rétt ákvörðun að fara af stað með hann og væntir þess að heilsdags- skólinn sé fyrsta skrefíð að því að einsetja skólana. Lengi hafi verið stefnt að einsetnum skóla, en honum fínnist það vera fyrst nú sem einhver alvara sé í þessum málum. En þrátt fyrir þetta em Ingi og Björn bjartsýnir á framtíð ís- lenskrar æsku. Þeir segjast vera algerlega mótfallnir þeirri hug- mynd sem sé ríkjandi að heimur fari versnandi og sé þá oft horft til barna og unglinga í því sam- hengi. „Þetta er leiðinleg og óskynsamleg urnræða," segir Ingi. „Þetta er langt frá að vera satt.“ Björn segir að sinn mælikvarði á það að heimurinn fari í raun sífellt batnandi sé að spyija fólk hvort það vildi hverfa 10-15 ár aftur í tímann. Svörin væru yfirleitt á þann veg að fæst- ir vildu það. Og þeir eru bjartsýnir' á dug komandi kynslóða og segir Ingi að mikils megi vænta af þeirri kynslóð sem undanfarinn áratug hafi byijað skólagöngu. „Þetta er vel gert ungt fólk og gæfulegt," segir Ingi. Björn tekur undir það. í góðum höndum í Hagaskóla Pottþéttir nemendur frá Inga Skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna HEILBRIGÐ VINNUSÖM ÞJÓÐ MEÐ FÁ S JÓNVÖRP ARLEGA er gefin út skýrsla á vegum Þróunaráætlun- ar . Sameinuðu þjóðanna þar sem dregnar eru sam- an margvíslegar tölfræðilegar upp- lýsingar úr öllum heiminum. Opin- bert markmið þessarar vinnu er að sýna fram á aðstöðumun milli iðn- ríkja og þróunarríkja á ýmsum svið- um, milli karla og kvenna og ástand umhverfísmála. Segir í inngangi skýrslunnar að þessar upplýsingar geti stuðlað að því að menn greini hættumerki í tæka tíð þannig að hægt sé að grípa til aðgerða áður en eitthvert tiltekið þjóðfélag nær hættustigi. Þá verði upplýsingarnar nýttar til að undirbúa dagskrá ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um fé- lagslega þróun, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í mars á næsta ári. En skýrsluna er einnig hægt að nýta til að fínna ýmsar athyglisverð- ar upplýsingar um einstök ríki, þar á meðal ísland. Kemur meðal ann- ars fram að ísland er talið vera fjórt- ánda „besta“ ríkið í heimi sam- kvæmt hinum tölfræðilegu upplýs- ingum. Það kemur margt forvitnilegt fram um ísland í þessari SÞ-skýrslu og má nefna sem dæmi að í engu öðru iðnríki fellur til jafn lítið af hættulegum úrgangi og hér eða ein- ungis 0,1 tonn á ferkílómetra. Hvort að það sé ástæðan fyrir því að ís- lendingar em næst langlífasta þjóð í heimi, með meðalaldurinn 78,1 ára, er hins vegar ólíklegt. Einungis Japanir lifa lengur eða í meðaltali 78,6 ár. Við sláum hins vegar hina atorkuríku Japana út þegar kemur að lengd vinnutíma. Islendingar vinna að meðaltali 47 klukkustundir á viku en Japanir 45 klukkustundir. Vinnur engin önnur þjóð í heiminum lengri vinnudag en Islendingar. Margar aðrar tölur má fínna í skýrslunni, sem draga upp jákvæða mynd af íslensku samfélagi. ísland er eitt örfárra ríkja þar sem stúlkur nema að jafnaði lengur en piltar eða í 9,3 ár á móti 9,1 ári. Þó er hins vegar meðallengd náms á íslandi (9,2 ár) töluvert skemmri en á hinum Norðurlöndunum (11-12 ár). Við bætum það hins vegar upp þegar kemur að skilnaðartíðni. Hún er 19% á íslandi og þar með sú lang lægsta á Norðurlöndum. Skilnaðart- íðni í Finnlandi er 58%, í Danmörku 49% og í Svíþjóð 48%. Meðalskilnað- artíðni í iðnríkjunum er 34% og því mun hærri en raunin er hér á landi. Fæðingartíðni er einnig sú hæsta á Norðurlöndum eða 2,2. Staða kvenna ágæt í skýrslunni er að finna margvís- legar upplýsingar um stöðu kvenna og virðist sem Islendingar standi sig þar mjög vel í samanburði við önnur iðnríki en sæmilega borið saman við hin Norðurlöndin. Þannig er hlutfall launa kvenna miðað við laun karla 81% hér á landi. Það er sama hlut- fall og í Frakklandi og eitt það hæsta í heimi. í Noregi er hlutfallið hins vegar 87% og 90% í Svíþjóð. Hlutfall kvenna á þingi er 24% á íslandi en einungis 6% í Japan og Frakklandi. 'Þetta er lægra hlutfall en hjá hinum Norðurlöndunum en hærra en í öðrum vestrænum ríkjum. Hæst er hlutfallið í Finnlandi (39%), Noregi (38%), Danmörku (34%) og Svíþjóð (33%). Tölur Sameinuðu þjóðanna benda aftur á móti ekki til að íslendingar séu mjög sólgnir í afþreyingu. Fjöldi sjónvarpstækja á 100 íbúa er ein- Mengun og launamunur kvenna og karla Mlkrógrömm af brennisteinsoxíöi i nimmetra Hlutfall kvennalauna af karlalaunum Þýskaland, Leipzig |102 Svíþjóð 190% Pólland, Chorzow j82 Nore^ur I Portú^al, Barriero |69 Danmörk | SpánnjMadrid^^^l 64 Frakkland _J 81% _J Grikkland, Aþena ÍSLAND I _J 38Frakkland, Paris Nýja Sjáland I _j Bandarikin, New York Þýskaland I _|32Bretland, London Austum'ki | _J Belgía, Antwerpen Finnland I __J Japan, Tókýó Pólland l _J írland, Dublin Holland | J Holland, Rijnmond Portúgal j 76% J Austumki, Vín írland I __J19 Sviss, Zurich Bretland _] 70% _J Danmörk, Kaupmannah. Spánn I Finnland, Turku Grikkland l I Nýja Sjáland, Dunedin Sviss ] _J 12 Svíþjóð, Gautaborg Belgía l Noregur, Ósló Bandarikin _] 59% J 4 ÍSLAND, Reykjavík Japan | 51% Upplýsingar um f lest það sem manni getur dottið í hug er að finna í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um þróun mannlífs I heimin- um.Þar kemur meðal annars fram að íslendingar eru vinnusamasta þjóð í heimi en að þeir virðast einnig lítt sólgnir í afþreyingu á borð við sjónvarpsgláp. ungis 32 en er um 50 hjá hinum norrænu frændum okkar. Kannski er skýringin sú að fjölskyldur hér séu stærri en þar og minna um að fólk búi eitt (samanber hina lágu skilnaðartíðni). Á hinum Norður- löndunum er aftur á móti einnig notað mun meira magn af prent- og ritpappír en hjá bókaþjóðinni í norðri. Hér er notkunin 35 tonn á þúsund íbúa en t.d. 181 tonn í Sví- þjóð. Við erum líka með færri út- varpstæki en flestar aðrar vestrænar þjóðir og póstleggjum færri bréf. Hins vegar erum við meðal þeirra þjóða sem hringjum hváð oftast til útlanda eða 80 sinnum á íbúa á ári. Svisslendingar bera höfuð og herðar yfir allar aðrar þjóðir í þessum efnum með 224 símtöl á ári en Þjóðverjar hringja einungis 44 sinnum til útlanda árlega, Frakkar 41 sinni og Japanir 9 sinnum. Lestina reka Rúmenar sem samkvæmt þessum tölum hringja ein- ungis eitt alþjóðlegt sím- tal árlega. Þegar kemur að stétt- arfélögum em íslending- ar aftur ofarlega á blaði en einungis í Svíþjóð eru fleiri á vinnumarkaðnum félagar í stéttafélagi. Hlutfallið er 78% hér á landi en 85% í Svíþjóð. Mikið vatn Nýting náttúrulegra auðlinda er einnig ræki- lega kortlögð í skýrsl- unni. Það sem vekur kannski mesta athygli er hversu vel stæðir við éram hvað ferskvatn varðar. Við notum ein- ungis 350 rúmmetra af vatni á íbúa árlega. Þac^ er aðeins meira en Danir (290) og írar (270) en mun minna en t.d. Japan- ir (920), Norðmenn (530), Frakkar (730), Banda- ríkjamenn (2.160) og Hol- lendingar (1.020). Þá er endurnýjun _ ferksvatns langmest á íslands eða 6.719.000 rúmmetrar á íbúa á ári. Alls búa 91% íslendinga í borgum og bæjum og einungis í Belgíu og ísrael er það hlutfall hærra. Er því spáð að um aldamótin muni hlutfali- ið hafa hækkað í 98%. Það er því kannski eins gott að Reykjavík er jafnframt talin vera lang heilnæm- asta borg í heimi ef tekið er mið af loftmengun. En þrátt fyrir þessa þróun í átt til borgarlífs ætti áfram að vera rúmt um íslendinga. Á ís- landi eru 3 íbúar á hvern ferkíló- . metra sem er svipað og í Kanada. í Danmörku er “hlutfallið aftur á móti 120 og í Hollandi 410.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.